Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 JLlV
frægir hundar
Því meira sem ég kynnist mann-
fólkinu því vænna þykir mér um
hundinn minn.“ Þetta á FYiörik
mikli Prússakeisari að hafa sagt ein-
hverju sinni. Það hefur enginn spurt
íslenska stjórnmálamenn um það
hvort þeir deili þessu viðhorfi með
fyrrverandi Prússakeisara en sumir
þeirra hafa deilt því með honum að
eiga hund.
Sá hundur stjómmálamanns sem
hefur verið hvað frægastur undanfar-
in ár er án efa Tanni sem í mörg ár
hefur verið í eigu Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra. Öll þjóðin þekkti
Tanna og öll þjóðin veit að Tanni var
svæfður á þessu ári í hárri elli og
mun vera jaröaður á sumarbústaðar-
landi fjölskyldunnar. Davíð hefur oft
sagt frá Tanna í gamansömum tón við
ýmis tækifæri. Hann lýsti því í sjón-
varpsviðtali fyrir skömmu að þeir fé-
lagar, hann og Tanni, hefðu verið van-
ir að fara saman út að ganga og þá
sagðist Davíð oft tala við sjálfan sig.
Vegfarendur sem urðu á vegi þeirra
töldu að Davíö væri að tala viö hund-
inn og fannst það mjög eðliiegt en
Davíð kvaðst ekki eins viss um að það
þætti jafn eðlilegt að hann rólaði einn
sins liðs eftir göngustígnum á Ægi-
síðu og talaði við sjáifan sig.
Tanni var fjölskyldunni tryggur
varðhundur og við eitt tækifæri sem
Tanni var meiniaus og ef verið var að
grilla í garðinum bak við húsið lét
hann yfirleitt af allri varðstöðu við
hliðið og stóð vörð við grillið í stað-
inn.
Nonni og Steingrímur
Steingrímur Hermannsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra, átti einnig
hund sem var felldur á nýliðnu ári,
hátt á sextánda aldursári. Sá hét
Nonni og er sárt saknaö af allri fjöl-
skyldunni.
„Ég fékk Nonna frá Guðna Pálssyni
arkitekt sem hafði flutt golden retri-
ever-tík til landsins og þetta var eitt af
fyrstu gotunum. Það kom í hlut Eddu
að velja hvolpinn og þegar hún kom á
staðinn kúrðu þeir allir hjá mömmu
sinni nema einn sem var úti í garði að
grafa. Þetta var Nonni og þetta var
talið merki um að hann væri mjög
sjálfstæður í lund sem átti eftir að
koma á daginn,“ sagði Steingrímur í
samtali við DV um æviferil Nonna.
„Nonni var því hreinræktaður
golden retriever og þó þessir hundar
séu yflrleitt mjög blíölyndir og þægir
þá var hann það líka en hann var
mjög sjálfstæður og fyrir vikið varð
hann t.d. aldrei eins þrautþjálfaður
veiðihundur og hann hefði getað orð-
ið. Hann fylgdi mér og sonum mínum
Davíð Oddsson forsætisráöherra átti Tanna árum saman en hann hvarf af vettvangi í sumar f hárri elli. Þessi mynd
var tekin af þeim félögum á æskuárum Tanna þegar þeir fóru saman á hlýöninámskeiö.
Núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar hundlausir:
Hundar aldarinnar
- Tanni, Nonni, Lucy og allir hinir
DV er kunnugt um stóð hann sína
plikt með glæsibrag. Þá knúði dyra á
heimili Daviðs og Ástríðar ungur
maður sem kvaðst vera að innheimta
pening fyrir mynd sem hann hefði selt
Davíð. Maðurinn hálfhrökklaðist út
vegna þess hve Tanni gelti ofsalega að
honum og sýndi tennumar. í ljós kom
að uppgefið erindi mannsins var til-
búningur en hann hafði stundu áður
ráðið manni bana í nágrenninu og var
ekki alveg sjálfrátt við þessar aðstæð-
ur.
Tanni mun oft hafa gegnt hlutverki
nokkurs konar varðhunds við heimili
Davíðs og stóð þá við garðshliðið og
óboðnum gestum fannst hann óá-
rennilegur. Sannleikurinn var sá að
samt oft til veiða og var frábær félagi.
Hann var duglegur að synda og sótti
gæsir og fugla út í vatn. Hann fann
auðveldlega rjúpur en fældi þær oftast
upp og var latur að sækja þær.
Ég hafði hann oft með mér á göngu-
ferðum í Heiðmörk og víðar þegar ég
var á kafi í stjómmálunum. Það var
gott að hafa hann með sér og hann sá
til þess að maður fór oft lengra og
hærra en annars. Eitt sinn man ég að
hann dró mig af slóðinni og að laut
þar sem við vorum vanir að stoppa.
Þar var fyrir par í innilegum sam-
skiptum og hélt sig vera í næði. Við
Nonni trufluðum þau ekkert við þetta
heldur læddumst í burtu."
Steingrímur Hermannsson, fyrrver-
andi forsætisráöherra, átti hundinn
Nonna í tæp 16 ár. Nonni var felldur
í sumar og er hans sárt saknaö.
Þessa mynd málaöi Edda, eigin-
kona Steingríms, af Nonna.
Þegar náttúran kallaði
Nonni var oft úti á lóðinni í Arnar-
nesinu og í hverfinu búa fleiri hunda-
eigendur. Þegar tfkumar verða lóða
finna ailir hundar á stóm svæði í
kring lyktina og renna á hana. Þó
Nonni væri yfirleitt rólegur inni á
lóðinni héldu honum engar girðingar
ef náttúran kallaði.
„Hann stökk yfir ótrúlega háar
girðingar þegar hann var í þessum
ham,“ segir Steingrímur. „Ég þurfti
oft að sækja hann hingað og þangað
og þá sat hann oftast fyrir utan eitt-
hvert hús þar sem tik var inni í réttu
ástandi."
Nonni var vinur allra í fjölskyld-
unni en var vaninn þannig aö ákveð-
in svæði í húsinu vom bannsvæði.
Þar á meðal vom stofa, borðstofa og
svefnherbergi. Þegar hann var orðinn
vel vaninn þá stakk hann við fótum
þótt hann væri í eltingaleik við börn-
in ef þau sluppu inn á bannsvæði.
Stundum brást þó þjálfunin.
„Ég minnist gamlárskvölds þegar
hann var mjög ungur. Hann óttaðist
flugeldaskothríðina og var flúinn und-
ir eitthvert húsgagn. Síðan var hann
byijaður að skríða á maganum áleiðis
inn í stofu þar sem við sátum. Ég rak
hann fram aftur með harðri hendi en
hann kom skríðandi aftur og mjakaði
sér nú aftur á bak yfir þröskuldinn
þar til aðeins hausinn var utan stof-
unnar og var greinilegt aö hann áleit
þetta ekki brot á reglunum. Þá leyfð-
um við honum að vera.“
Nonni var kominn hátt á sextánda
ár og átti orðið erfitt með að stökkva
upp í bílinn því afturfætur hans höfðu
ekki lengur nauðsynlegan kraft.
Einnig vildi orðið henda að hann byti
ævilangar hreinlætisreglur og missti
sig innandyra.
„Hann hafði mikið dálæti á sumar-
húsi okkar í landi Kletts í Borgarfirði
og lék þar lausum hala frjáls oft á tíð-
um. Hann dvaldi þar mikið í sumar og
þar er hann heygður í því umhverfi
sem hann kunni svo vel við sig í.“
Steingrímur sagðist ekki viss um
að þau hjónin fengju sér aftur hund.
Það mál væri í athugun.
Lucy breytti lögunum
Albert Guðmundsson knattspymu-
maður, þingmaður, heildsali og at-
hafnamaður var litríkur maður sem
setti svip á íslenskt þjóðlíf meðan
hann lifði. Albert var jafnan mikið í
sviðsljósinu, ekki síst eftir aö hann
sagði af sér ráðherraembætti fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, klauf sig út úr
flokknum og stofnaði Borgaraflokkinn
1987, sem náði mörgum mönnum inn
á þing, og varð síðar sendiherra í Par-
ís.
Albert fór oft sínar eigin leiðir og
meðal annars var hann lítið hrifinn af
lögum sem bönnuðu hundahald f
Reykjavík nema með sérstökum und-
anþágum. Albert hélt tík eina sem
Lucy hét og neitaði að fara að lögum
varðandi tilvist hennar þegar hann
var kærður fyrir brot á lögum um
hundahald árið 1985. Hann neitaði að
láta hundinn af hendi; sagðist frekar
flytja úr landi. Þetta leiddi til breyt-
inga á lögum um hundahald. Þess
vegna er Lucy sennilega áhrifamesti
hundur aldarinnar.
„Það vorum við bræður sem
nöldruðum Lucy inn á heimilið,"
sagði Jóhann Albertsson í samtali við
DV.
„Hún var ársgömul þegar við feng-
um hana og var ekki af neinu sér-
stöku kyni. Hún var bara hundur. Við
höfðum átt hund áöur svo þetta var
ekki fyrsta lögbrotið."
Lucy lifði í um 15 ár, eöa þangað til
1989 þegar Albert var skipaður sendi-
herra í París. Þá var Lucy svæfð enda
orðin hrum og heilsulítil.
Aðrir frægir hundar
Sé farið enn aftar má finna i blöð-
um frásagnir af sporhundinum Nonna
sem var þjálfaður upp á sjötta ára-
Nonni fylgdi eiganda sínum oft til
veiða en var samt ekki þrautþjálfaö-
ur veiöihundur. Hér eru þeir saman
viö silungsveiöar, Hermann Stein-
grímsson, Nonni og Steingrímur.
tugnum. Þetta var fyrsti sérþjálfaði
hundurinn á íslandi og það fyllti þjóð-
ina öryggi að vita af tilvist hans.
Nonni sporhundur var gerður ódauð-
legur í Bíólaginu sem Stuðmenn
sömdu á sínum fyrstu árum en þar
segir um flótta Svarta Péturs:
„Þeir eltu hann á átta hófahreinum
með Nonna sem rakti slóð.“
Fyrr á öldinni varð frægt flugslys á
íslandi þegar Geysir brotlenti á Bárð-
arbungu í Vatnajökli. Áhöfnin bjarg-
aðist eftir talsverða hrakninga. Meðal
þess sem var í farmi vélarinnar voru
hundar. Einn þeirra, Carlo að nafni,
lifði af og er sagt að hann hafi komist
lifandi til byggða og feðrað þar
hvolpa. Carlo var einhvers konar úlf-
hundur og vakti ugg í brjósti margra
sem hann sáu.
Ef við förum eins langt aftur í sög-
una og hægt er verður fyrir okkur
sagan af hundi Gunnars á Hliðarenda.
Sá hét Sámur og var dýrhundur, hvað
sem það nú þýðir. Þegar óvinir Gunn-
ars fóru að honum og drápu að lokum
gengu þeir milli bols og höfuðs á
Sámi. Þá mælti Gunnar hin fleygu
orð;
„Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri.“
Þannig hafa leiðtogar og fyrirmynd-
ir íslensku þjóðarinnar oft bundið
vinskap við hunda enda trúa því
márgir að hundurinn sé besti vinur
mannins. -PÁÁ
Albert Guömundsson, þingmaöur og athafnamaöur, átti tíkina Lucy sem
mikill styr stóö um vegna þess aö tilvist hennar braut lög um hundahald. Hér
eru Albert og Lucy saman þegar Lucy var nokkuö hnigin aö aldri.