Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 JLlV riv lv Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Mismunað í skattheimtu Senn fer að koma að því, að menn skrái, hvað gjalda beri keisaranum. Ríkið heimtir mikið fé af fólki og gefur um leið færi á ýmsum undanþágum. Mikils er um vert að átta sig á, hvar tækifæri eru til lækkunar eigin skatta og að hafa aðstöðu til að nýta sér það. Hlutur hinna ríku hefur farið batnandi í hlutfalli við aðra. Tekjur af vinnu þola hærri álagningu en tekjur af peningum og pappírum. Eignir í steypu þola hærri álagningu en eignir í peningum og pappírum. Ójafnvægi milli tekjuleiða og spamaðarleiða hefur aukizt. Skattkeríið bætir stöðu þeirra, sem eiga miklar eignir umfram íbúðir sínar, í samanburði við meðalfólk, sem á ekki miklar eignir umfram íbúðimar. Af eigin húsnæði greiða menn bæði eignaskatt og fasteignaskatt. Kerfið refsar mönnum þannig fyrir að eiga steypu. Þróunin ætti að vera í hina áttina, til aukins jafnræð- is milli sparnaðaríorma. Almenn ættu skattar að vera með sem minnstum og helzt engum undantekningum, því að þannig verður skattprósentan lægst. Á því græða allir, sem hafa lítil færi á skattalegum útúrdúrum. Þjóðfélagið væri í senn réttlátara og arðsamara, ef hér væri 18% flatur virðisaukaskattur, 25% flatur tekjuskatt- ur og 1% flatur eignaskattur. Þetta væri hægt, ef undan- tekningar væru afnumdar. Ríkið fengi raunar meiri tekj- ur en áður, því að undanbrögð mundu minnka. Einnig væri gagnlegt, ef horíið yrði frá því að nota skatta sem tæki til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu og þeir einskorðaðir við tekjuöflunina. Tekjujöfnun á að reka á annan hátt, einkum með greiðslum á vegum Trygginga- stofnunar til skilgreindra velferðarhópa. Tekjujöfnun ríkisins á að felast í ellilaunum, örorku- launum, bamalaunum og atvinnuleysislaunum. Þjóðfé- lagið á að ákveða, hver eiga vera kjör þeirra, sem ekki hafa fullar eigin tekjur, og reka þá kjarajöfnun í sérstöku launakerfi, en ekki rugla með því skattkerfið. Þegar hér er talað um flata skatta, er átt við eina pró- sentutölu í hverjum skatti, án tillits til upphæðar og án tillits til uppnma. Þannig ættu tekjur af peningum að skattleggjast eins og tekjur af vinnu og eign í pappírum að skattleggjast eins og eign í steypu. Ennfremur er hér átt við, að ekki sé sett gólf á skatt- stofna, heldur byrji skattar að telja frá fyrstu krónu. Þannig borgi menn sama tekjuskatt af öllum sínum tekj- um og öllum tegundum tekna, en njóti á móti mun lægri skattprósentu en menn þurfa nú að þola. Flestir mundu vilja borga 18% virðisaukaskatt í stað 24,5%, 25% tekjuskatt í stað 40% og 1% eignaskatt í stað 1,45%, þótt á móti komi afnám undantekninga, sem hér hefur verið rakið. Keríið yrði einfaldara og réttlátara, arðsamara og gegnsærra, venjulegu fólki til góðs. Skattar eru ekki vinsælir. Nauðsynlegt er, að fólk finni, að allir séu jafnir fyrir þeim. Því hlutlausari sem skattar eru, þeim mun minni óbeit hafa menn á þeim. Sérstaklega er mikilvægt, að fólk finni, að ekki sé verið að hygla sérhópum á kostnað alls almennings. Öll frávik frá flötum og hlutlausum skattprósentum eru um leið frávik frá eðlilegum markaðsbúskap hag- kerfisins. Þau fela í sér tilraun stjórnvalda til að deila og drottna, umbuna sumum á kostnað annarra. Þau eru af- urð stjómlyndis, sem hagfræði nútímans hafnar. Fyrir löngu er orðið úrelt, að ríkisvaldið sé að reyna að stýra þróun með hvatningu hér og hindrun þar. Bezt er að láta markaðsöflin sjálf um að velja sér farvegi. Jónas Kristjánsson Valdboð og forsetaræði Valdaskiptin í Kreml vekja upp gamlar Sovétminningar: í fyrsta lagi tekur nýr leiðtogi tekur við forsetaembættinu, sem nánast ekkert er vitað um. Af þeim fá- einu staðreyndum úr lifshlaupi Vladimírs Pútins, sem kunnar eru, ber hæst, að hann á sér 17 ára langan KGB-feril. Frami hans innan vaidakerfisins hófst á árun- um 1994-1996, þegar hann gegndi embætti aöstoðarborgarstjóra í Sankti Pétursborg. Áður en hann tók við embætti yfirmanns rúss- nesku leyniþjónustunnár árið 1998 starfaði hann sem embættis- maður í Moskvu í skjóli hins um- deilda Anatólís Tsjúbajs, fyrrver- andi starfsmannastjóra Bóris Jeltsíns, sem hafði um tíma yfir- umsjón með einkavæðingarstefnu stjórnvalda. í öðru lagi er staða Pútins svo sterk eftir afsögn Bórisar Jeltsíns og þingkosningarnar í desember, að líta má svo á, að hann hafl tryggt sér sigur fyrirfram í forsetakosningunum í mars. misbeitti fjölmiðlavaldi i þágu þeirra flokka, sem studdu Pútin i þingkosn- ingunum í síðasta mánuði. Ekki hefur Pútin heldur sett fram neinar hug- myndir um umbætur í efnahagsmál- um. Fram að þessu hefur Pútin notið góðs af hækkandi ólíuverði á heims- markaði, sem hefur bætt efnahags- stöðu Rússlands á síðustu mánuðum. En það er skammgóður vermir, enda verður hann fyrr en síðar að glíma við djúpstæðan efnahagsvanda, sem hefur gert það að verkum, að um 70% Rússa búa nú við fátæktarmörk. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson Völd forsetans Óljós stefnuskrá Fyrir utan hemaðaraðgerðimar gegn Tsjetsjenum er stefna Pútins þokukennd. Ein fárra visbendinga um markmið hans er grein, sem birtist í nafni hans fyrir skömmu og ber nafnið *Rússland við aldamót". Þessi grein er svo margræð, að sérfræðingar sitja ef- laust enn sveittir við að ráða fram úr boðskapnum. Af henni má þó ráða, að hann muni fara sér hægt í öllum breytingum. Hann hefur staðfest, að í efnahags- málum sé markmiðið að halda áfram markaðsvæð- ingu og tengja Rússland betur alþjóðakerfmu en þó með þeim formerkjum að rikisvaldið eigi að gegna mikilvægu hlutverki í efnahagslífínu i samræmi við rússneskar hefðir. Hins vegar er ljóst, að honum er mikið í mun að virkja rússneska þjóðemishyggju með stríðsrekstrin- um í Tsjetseníu, sem vinsældir hans eru reistar á. Það er útbreidd skoðun í Rússlandi, að striðið muni á einhvern undraverðan hátt endurreisa reisn og virðingu landsins í alþjóðamálum eftir þá auðmýk- ingu, sem þeir hafi þolað með loftárásum NATO á Júgóslavíu. Því hefur verið haldið fram, að Pútin muni hætta hemaðaraðgerðum í Tsjetsjeníu þegar Rússar hafl náð höfuðborginni.Grosní, á sitt vald, en ómögulegt er að segja til um það á þessu stigi. Útspili Jeltsíns á gamlársdag var ætlað að styrkja stöðu Pút- ins með því að flýta forseta- kosningunum um þrjá mánuði, enda hefði veriö erfitt fyrir að Pútin að þurfa að treysta á vin- sældir Tsetsjeníu-stríðsins í hálft ár. Margt getur farið úr- skeiðis á vígvellinum og full- yröa má, að Tsjetsjeníu-stríðið eigi eftir að verða Rússum dýr- keypt, þegar upp er staðið. Fátt bendir til þess, að Pútin skeri upp herör gegn spillingu fyrir forsetakosningamar, hvað sem siðar verður. Það er ekki nóg að fjarlægja dóttur Jeltsíns úr stöðu sinni. Ekki má gleyma því, að auðkýflngurinn og fjöl- miölakóngurinn Bóris Berezov- ský, sem sakaður hefur verið um víðtæka spillingu, átti veigamikinn þátt í að styrkja ímynd Pútins með jákvæðum fréttum af stríðsrekstrinum í Tsjetsjeníu, auk þess sem hann Samkvæmt rússnesku stjómar- skránni er forsetinn geysilega valda- mikill: Hann getur ekki aöeins rekið og skipað forsætisráðherra þegar hon- um hentar, heldur einnig breytt efna- hagsstefnunni með tilskipunum. Bæði Jeltsín og Pút- in hafa lagt áherslu á, að fullkomlega löglega hafi ver- ið staðið að valdaskiptunum, þótt þau eigi lítið skylt með lýðræði. Og hinn nýi forseti lét hafa það eftir sér á þann kaldrifjaða hátt, sem einkenna yfirlýsingar hans um Tsjetsjena, að allar tilraunir til að grafa undan stjómarskránnni yrðu kæfðar í fæðingu. Ekki sér hann heldur neina ástæðu til að gera breytingar á stjórnarskránni til að auka vald ríkisstjómar og þings á kostnað forsetaembættisins. Staðreyndin er þó vitaskuld sú, að stjórnarskráin var sniðin að þörfum Jeltsíns árið 1993 eftir blóðug átök hans við rússneska þingið. Nú er Pútin í þeirri aðstöðu að geta nýtt sér völd forsetaembættisins til hins ýtrasta. í heimildarmynd um fyrri störf Pútins, sem sýnd var í rússnesku sjónvarpi rétt áður en Jeltsín sagði af sér minntust nágrannar Pútins fyrr á þessum áratug hans á jákvæðan hátt sem hægum og hógværum manni. Það var þó eitt sem raskaði óþægi- lega þeirri fóðurlegu mynd, sem dregin var upp af forsetanum: sú minning gamallar konu, að börnin i hverfmu hefðu af einhverjum ástæðum hræðst hann.... Það segir ef til vill lítið um stjómarhætti hans, en ætti að leiða hugann að þvi að fela óþekkt- um manni stjórnartaumana í landi, þar sem skilin milli hreinnar valdboðsstjómar og umboðs kjósenda eru óljós. Vladimír Pútin á sigur vísan í forsetakosningunum í Rússlandi í mars. En stefna hans er enn mjög óljós og skuggi hvílir yfir valdaskiptunum vegna þess, að afsögn Jeltsíns var ætlaö styrkja stöðu Pútins með því aö flýta for- setakosningunum um þrjá mánuði. skoðanir annarra Betri tímar í vændum „Eftir langt tímabil vinslita milli Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna eru nú fyrir hendi skilyrði til uppbyggilegs sambands. Bandaríkjaþing hefur loks samþykkt að greiða mestallar gamlar skuldir Bandaríkjanna. (Kofi) Anna (framkvæmdastjóri SÞ) hefur sýnt að hann er einhver hugrakkasti maður- inn í starfi framkvæmdastjóra á undanfomum ár- um. Hann hefur gert SÞ meira áberandi og gert sitt til að endurheimta orðspor þeirra með útgáfu skýrslu þar sem SÞ gagnrýna sjálfa sig fyrir mistök í Bosníu og Rúanda." Úr forystugrein New York Times 5. janúar. Hættulegur heimshluti „Friður viö Sýrland og Palestínumenn myndi ekki útrýma hættunni sem steðjar að öryggi ísraels, né heldur losa Bandarikin undan þeirri skyldu sinni að tryggja tilvist þess. íran og írak, lönd á útjöðrum Mið-Austurlanda, eru enn fjandsamleg. Þótt þau eigi ekki landamæri að ísrael eru þau nógu nálægt til að skjóta á það flugskeytum, eins og írakar sýndu fram á í Persaflóastróðinu. ísraelar myndu því búa áfram í hættulegum heimshluta þótt friði hafi verið komið á við Sýrlendinga og Palestínumenn. Stöðuga hættu myndi áfram stafa af lausamönnum í hryðjuverka- starfsemi.“ Úr forystugrein Dallas Moraing News 6. janúar. Drengurinn frá Kúbu „Það er ekki hægt að búast viö að deilan um sex ára kúbska drenginn Elian Gonzalez hafi leyst viö ákvörðun bandarískra innflytjendayfirvalda á mið- vikudaginn. Þau tóku afstöðu með stjóm Kúbu og samþykktu að senda ætti drenginn til foður síns í Havana. Ákvörðunin virðist sanngjörn. En Kúbu- menn í Flórída sætta sig augljóslega ekki við hana. Fyrir þá er tilhugsunin um að drengurinn eigi að al- ast upp á Kúbu eftir að hafa komist til Bandaríkj- anna viðurstyggileg. Þingmenn, sem þurfa á atkvæð- um Kúbumanna að halda, taka undir kröfu þeirra. Því miöur getur það dregist að drengurinn komist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.