Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 16
16 Iffcygarðshornið LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 TIV Flokkur aldarinnar Sjálfstæðisflokkurinn var flokk- ur aldarinnar. Og nú í upphafi aldamótaárs fær hann hreinan meirihluta í skoðanakönnun DV. í hinum íjöruga áramótaþætti Egils Helgasonar voru þau Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Heimir Már Pét- ursson að reyna að átta sig á þess- ari yfirburðastöðu en áttu óhægt um vik vegna þess að með þeim sat Guðlaugur Þór Þórðarson borg- arfulltrúi og vildi frekar breyta umræðunum í karp um fjármál Reykjavíkurborgar og kalla borg- arstjórann hvað eftir annað lygara. Einkennilegt hvað þessi annars skemmtilegi og geðfelldi íhaldsmaður verður alltaf illyrtur gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu. Eða kannski ekki: það er óbærileg til- hugsun, óhugsandi og ólíðandi aö til sé valdastaða sem Sjálfstæðis- menn hafa ekkert um að segja. * * * Því að hann var flokkur aldar- innar. Þau Ingibjörg Sólrún og Heimir Már bentu á að hluti skýr- ingarinnar á velgengni flokksins kunni að felast í því að einstreng- ingslegir markaðshyggjumenn hafi ekki veriö einráðir þar um stefnuna, sósíaldemókratisma hafi alltaf gætt í flokknum og Heimir Már stakk meira að segja upp á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alla tíð farið „þriðju leiðina" svokölluðu, sem sögð er uppfmn- ing Giddens, Blairs og félaga en er þegar betur er að gáð ekki annað en klassísk evrópsk jafnaðarstefna eins og hún hefur verið stunduð frá því að Eduard Bernstein hóf endurskoðun sína á marxismanum í lok 19. aldar og sósíalistar höfn- uðu hyltingu og tóku að vinna að umbótum á kapítalismanum. Guð- laugur Þór tók sér hlé frá því að æpa að borgarstjóranum að hún væri lygari til þess að velta þessu fyrir sér ögn, en tók þessu loks fjarri, sagði að flokkurinn væri til- orðinn vegna samruna Frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins, sem væri farsæl blanda. Gæti hugsast að flokkurinn sé kannski allt þetta? * * * í evrópsku samhengi líkist flokkurinn ekki ihaldsflokkum og ekki heldur harðskeyttum mark- aðshyggjuflokkum á borð við Ven- stre í Danmörku. Hann á miklu meira skilt við kristilega demókra- um vinsamlega áheym. Þetta eru flokkar sem hafa net um allt þjóð- lífið. Þetta em þjóðarflokkar. taflokka eins og þann þýska og afskap- lega vel við hæfi að Kohl og Davíð skyldu ná að hittast áður en Kohl þurfti að fara að svara fyr- ir vinnu- brögð við fjáröflun flokksins sem virð- ast nákvæmlega þau sömu og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur stundað um árabil. Það má kannski segja að setji maður Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson í einn mann fái maður út Helmut Kohl, nema hvaö að Kohl er sagður gjör- sneyddur þeim persónutöfrum sem íslensku kollegarnir hans hafa báðir í ríkum mæli. Kristileg- ir demókratar hafa líka alla tíð lagt áherslu á velferðarkerfið og hafa alls ekki verið fráhverfir því að beita ríkisvaldinu í atvinnulíf- inu. Þetta eru pragmatískir og mannúðlegir flokkar sem hafa engu að síður það meginmarkmið að gæta hagsmuna stórfyrirtækj- anna. Þetta eru flokkar uppbygg- ingar þjóðlífs á öllum sviðum þar sem valdastéttin hreiðrar um sig og þeir valdalausu hafa góða von Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn? Hann er Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er íslenski flokkurinn. Hann er íslenska útgáfan af Afríska þjóð- arráðinu og Kongressflokknum indverska. Hann er flokkurinn sem verður til í sjálfstæðisbaráttu þjóðar og tæki innlendrar valda- stéttar til að halda valdataumun- um þrátt fyrir að ný og önnur að- kallandi úrlausnarefni komi til sögunnar að fengnu fullveldi - þeg- ar stéttastjórnmál tóku að ryðja sér til rúms á öðrum áratug aldar- innar var algengasta ásökun Sjálf- stæðismanna á hendur mönnum eins og Ólafi Friðrikssyni og Jónasi frá Hriflu að þeir væru óþjóðlegir, þetta væru útlenskar stefnur sem ættu ekki erindi við ís- lendinga. í Sjáif- stæðisflokknum voru ekki ein- vörðungu að sameinast íhalds- flokkurinn og Frjálslyndi flokk- urinn, sem voru aldrei merkilegir flokkar - heldur miklu fremur sameinuðust þar allir flokkarnir sem tókust á í sjálfstæðisbarátt- unni. Þarna sameinuðust Heima- stjórnarmenn, Valtýingar og Land- vamarmenn. Þetta eru hinar Guðmundur Andri Thorsson djúpu rætur flokksins í íslenskri stjómmálasögu og þetta er ástæð- an fyrir því að Sjálfstæðismenn áttu alla tíð miklu erflðara með að verjast ásökunum sósíalista um landráð í hermálinu en til dæmis kratar. Nú er það mál aö kalla úr sög- unni og merki- legur sam- hljómur orðinn með Sjálfstæð- ismönnum í Evrópumálinu og Vinstri grænum, sem kannski er Landvarnar- flokkur nútím- ans. Og senni- lega tilvalinn samstarfsflokkur í næstu ríkisstjórn, enda voru Vinstri grænir beinlínis stofnaðir til þess að framlengja valdaleysi vinstri manna og viðhalda valda- hlutfóllum á íslandi á nýrri öld. „Hvað er Sjálfstœðis- flokkurinn? Hann er Sjálfstœðisflokkurinn. Hann er íslenski flokkur- inn. Hann er íslenska út- gáfan af Afríska þjóðar- ráðinu og Kongress- flokknum indverska. “ dagur í lífi Ný öld????? Þarna gengum við saman kringum jólatréð og hann hrópaði hátt: „Amma þjáðu tþúð- inn, amma ég þaþf að piþþa osfrv. Guðrúnu Gunnarsdóttur í „ísland í bítið" varð svo um að þurfa að sjá um flugeldaskothríð fjölskyldunnar að hún var orðin að Ijósku þegar hún mætti til vinnu eftir áramótin Þessi spurningamerki við alda- mótaþetta og aldamótahitt fara virkilega í taugarnar á mér. Stað- reyndin er sú að þorri jarðarbúa fagnaði aldamótum um áramótin og þeir fáu sem neituðu að taka þátt í gleðinni geta sameinast í fé- laginu Fúll á móti. Heimilisfólkið i Kópavogi hélt uppá þessi merku tímamót með gubbupest,hálsbólgu og hita. Heimilisfaðirinn þurfti að skemmta útlendingum um kvöldið og ég uppgötvaði hversu ömurlegt það er fyrir börnin að vera pabba- laus við flugeldavafstrið og brennustússið. Það var sama hvernig ég hamaðist við að sann- færa dætur mína um áhuga minn á blysum og báli; og þó ég gerði mitt besta við að koma þessu drasli í loftið, sáu þær einfaldlega í gegnum mig og spurðu daufar í dálkinn eftir pabba sínum á kortérs fresti. Ég sé þær enn fyrir mér .dúðaðar frá hvirfli til ilja,í þykkum hönskum til að forðast handbruna,með hlífðargleraugu til að forðast augnskaða og sterkum leðurskóm til að forðast fótbruna. Svona stóðu þær í 50 metra fjar- lægð frá rakettunni sem móður- sjúk móðir þeirra kveikti í með skjálfandi hendi. „Ég vissi ekki að þú gætir hlaupið svona hratt mamma“. 2000 vandinn margumtalaði birtist mér sunnudagskvöldið 2. janúar. Ég var mætt í vinnuna til að undirbúa mánudagsþáttinn „Is- land í bítið“ en komst ekki inn í tölvuna mína hvemig sem ég reyndi, mér var einfaldlega neitað um aðgang. Takk fyrir. Ég hand- skrifaði það nauðsynlegasta og komst að því að ég kann varla að halda á penna lengur. Fékk meira að segja krampa í þumalputtann og sinaskeiðabólgu við átökin. Nema hvað, að sjálfssögðu hringdi ég heim til tölvumeister Lofts Loftssonar , og í gengum símann leiðbeindi hann mér gegnum bæt ,mega og logg... æ það var eitthvað ljóskulegt við aö uppgötva að ég hafði bara snúið lykilorðinu við. Vaknaði kl.5.00 að morgni hins 3. janúar. Öhhh, það er svooo nöt- urlegt að skafa af bílnum í svooona kulda. Hressist mjög þeg- ar ég kom inní hlýjuna uppí ÍÚ, hér erum við að tala um hita frá ofnum og fólki. Það er alveg ein- staklega gott og hlýtt fólk sem vinnur að þessu morgunsjónvarpi. Það tók hálfan daginn að kasta áramótakveðju á samstarfsfólkið því hér gefa menn „högg“ þ.e. faðmlög og kossar á kinn. Jólaball starfsfólksins var hald- ið seinnipart sama dags. Þar mætti ég með yngstu dótturina og barna- barnið Valgeir Hrafn. Já, ég sagði bamabarn- ið. Fósturdóttir mín Eva Lilja á þennan gullmola og ég reyndi initt besta til að fá hann til að kalla mig Rúnu, en hann var mjög ákveðinn í að nota ömmunafnið. Þarna gengum við sam- an kringum jólatréð og hann hrópaði hátt: „Amma þjáðu tþúðinn, amma ég þaþf að piþþa osfrv. Ég lagði þunga áherslu á orðið FÓST- URdóttir þarna á jóla- haflinu. Jólaballinu lauk klukkan sjö. Þá keyrði ég litla guttann heim til kasóléttrar móður sinnar og keypti síðan mannskapinn heima - Lazarus-fjölskylduna. Síðan borðaði ég upp úr hálfri Macintosh-dós á meðan ég fór yfir morgunþáttinn, fann til föt (sem er alltaf svo leiðinlegt) og hafði þau til inni á baði. Ég þarf alltaf að hafa allt klárt áður en ég fer að sofa til þess að raska ekki morgun- svefni fjölskyldunnar með skáparápi. Reyndar fór ég að sofa syndsam- lega seint - líklega út af kaffi og Macintosh - eða ekki fyrr en klukkan eitt eftir miðnætti. Ef ég er ekki farin að sofa klukkan tíu, er eins og ég glaðvakni. Þarna fór ég að horfa á sjónvarpið, á CNN og Sky og allt það. En ég sofnaði mjög glöð í huga vegna þess að sam- starfsmaður minn, Þorgeir Ást- valdsson ætlaði að sækja mig og ég vissi að ég þyrfti ekki að skafa bílinn. Enda fór það svo að næsta morg- un settist ég, glaðvöknuð, inn í heitan bílinn hjá honum og var þá komin á þá skoðun að maður þyrfti bara ekkert að sofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.