Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 %!k '*ér 'p - Nóttin hefur níöst á mér nú eru augun þrútin. Snemma því á fœtur fer og flýti mér í kútinn. Þetta er fomt íslenskt húsráð við timburmönnum og að þjóðlegum hætti er það sett fram í bundnu máli. Það felur reyndar ekki í sér ráð gegn timburmönnum i sjálfu sér heldur skýtur þeim á frest því vísan hvetur þann sem lúinn eftir langa drykkju til þess að drekka meira. Bragðið af dauðum ketti Flestir sem einhvern tíma hafa smakkað áfengi þekkja timbur- mennina sem fylgja harkalegri áfengisneyslu. Það er erfítt að lýsa slæmum timburmönnum fyrir þeim sem ekki hefur reynt þá á sjálfum sér en þættir eins og dynjandi höf- uðverkur, lamandi svimi, þrúgandi ógleði og nístandi sektarkennd eru allt þættir i heilkenninu sem yfir- leitt er kallað timburmenn. Menn hafa lýst tilfinningum eins og því að það standi nagli á kafi í höfðinu á Þessi ungmenni skáluöu fyrir frjálsum bjór á íslandi fyrir tíu árum. Mikilli bjórdrykkju fylgja miklir timburmenn. Taktu frá mér timburmennina ... i prófíl Vilhjálmur Goði 27 ára dagskrár- gerðarmaður Hann heitir Vilhjálniur Goði og er dagskrárgerðarmaður á Skjá ein- um þar sem hann stjórnar þættin- um Teikni-leikni. Hann hefur verið í tónlistarpælingum í nokkur ár og hefur „djókað á palli“ fyrir fólk á uppistandskvöldum á veitingahús- um borgarinnar. í framtíðinni hyggst hann breyta heiminum með bættum samskiptum milli manna. Fullt nafn: Vilhjálmur Goði Frið- 'riksson. Fæðingardagur og ár: 1.11. 72. - hvernig á að losna við eftirköstin án þess að hætta að drekka þeim, bragði í munni eins og af dauðum ketti ásamt þeirri sérstæðu tilfinningu að það sé ekkert bein í höfðinu á manni heldur aðeins skinnið utan á heilanum. í vísindalegum skilningi eru timburmenn í eðli sinu sambland af eituráhrifum áfengis og frá- hvarfseinkennum. Það er ýmislegt fleira en áfengisneysla sem stuðlar að vanlíðan, s.s. beinar eða óbeinar reykingar í óhófi, vökvaskortur sem orsakast af því að áfengi truflar hormónið sem stjórnar starfsemi nýrnanna og hefur því þvaglosandi áhrif. Timburmenn eru heilkenni Sumir sem hætt hafa áfengis- neyslu finna eftir sem áður fyrir mörgum einkennum timburmanna eftir þungar máltíðir, kaffiþamb og rjómatertuát, langar vökur eða langar dvalir í reykmettuðu lofti. Allt þetta á sinn þátt í heilkenninu: timburmenn. Það er mjög líklegt að margir ís- lendingar hafi fundið fyrir timbur- mönnum í kjölfar hátíðahaldanna um áramótin eða finni jafnvel fyrir þeim enn þegar þessar línur ber fyr- ir augu þeirra. Þess vegna væri rétt að líta ögn á ýmis húsráð drykk- felldra þjóða við timburmönnum. Algengt er að ráðleggja drykkju- mönnum að drekka aðeins eina teg- und áfengis og halda sig þá frekar við tærar tegundir brenndra vína, s.s. vodka eða sénever, í staðinn fyr- ir viskí og koníak og slíka drykki. Þetta styðst við þá kenningu að snefilefni sem finnast í mikið með- höndluðum drykkjum, s.s. koníaki, auki á timburmennina. Þetta mun vera rétt svo langt sem það nær. Annað algengt húsráð er að forð- ast að drekka sterk vín sem blandað er í gosdrykki því gosið og sykurinn orsaki timburmenn eða hluta af þeim. Þetta getur varla verið rétt því það er fyrst og fremst áfengi sem veldur timburmönnum og væri þetta rétt væri eflaust hætta á timb- urmönnum af gosdrykkjaneyslu eingöngu og þá væri íslensk æska yfirleitt skelþunn. Drekktu þetta, þá batnar þér Margir þekkja bæði úr kvik- myndum og af eigin reynslu sér- blandaðar mixtúrur sem eiga að slá timburmennina kalda. Dæmigerð samsuða áf því tagi væri að hræra saman hrátt egg, tómatsafa, vodka- slettu, strá pipar yfir og fylla upp með Guinnessbjór. Þetta læknar auðvitað timburmenn því þetta er rótáfengt. Þær þjóðir sem drekka mest allra, mælt í lítrum af alkóhóli, eru Frakkar, Þjóðverjar, ítalir, Portú- galir, Svisslendingar og Spánverjar. Þetta eru jafnframt þær þjóðir sem drekka mest allra af bjór og léttvíni. Þær þjóðir sem drekka mest allra af sterkum vínum á hvert mannsbarn eru Þjóðverjar, Bandaríkjamenn, Pólverjar, íslendingar, Svíar og Frakkar. í vínmenningu sumra þeirra landa sem komast á blað fyrir mikla neyslu þykir ekkert athugavert við að sloka í sig einni vínflösku eða nokkrum bjórum á degi hverjum en jafnframt er talið afar ófint að láta sjást að viðkomandi sé áberandi drukkinn. Þetta á til dæmis við á Ítalíu þar sem þykir dónaskapur að vera fullur á almannafæri. í Finn- landi hins vegar (og íslandi) snerta íbúarnir ekki áfenga drykki alla vikuna en drekka óhóflega um helg- ar. Margir hafa hins vegar bent á að tölfræði af þessu tagi sér einkar óá- reiðanlega því t.d. allt heimabrugg og smygl lendir utan talnanna. Þannig drekka Svisslendingar sam- kvæmt þessum tölum meira en Rússar og má hver trúa því sem vill. írar drekka mikið Eins og kannski má búast við luma írar á flestum húsráðum til að draga úr áhrifum timburmanna enda hafa írskir orð á sér fyrir að drekka af heldur meiri innlifun en margar aðrar þjóðir. Þar eru efst á blaði blöndur sem innihalda egg, mjólk eða niðursoðinn lax, blandað saman við súkkulaðibúðing, ávaxta- köku eða hlaup og síðan er gjarnan sett smásletta af viskíi eða bjór og hugsanlega kaffí. Þjóðverjum finnst einkar gott að fá sér eitthvað steikt og brasað eftir gott kennderí, s.s. steiktar pylsur af ýmsu tagi eða eitthvað bragðsterkt eins og síld. Finnar ráðleggja mönn- um að hesthúsa saltsíld í heilu lagi með smávegis af volgu vodka til að reisa sig við eftir góða skemmtun. í Austur-Evrópu er einkar vinsælt að sloka í sig einhverju söltuðu fisk- meti eftir hressilegt fyllirí og eru hrogn, síld, kaviar og meiri síld efst á blaði og þetta á reyndar við um flestar skandinavískar þjóðir. í Kanada finnst nátthröfnum gott að rífa í sig franskar kartöflur með kjötsósu og ostbitum sem ískrar í þegar er bitið í þá. Það er haft fyrir satt að í Tyrklandi vilji múslímar helst fá sér jógúrt með hvítlauksbát- um þá sjaldan að þeir brjóta lög Kóransins og detta í það meðan gyð- ingar segja að feit pylsa með fyrstu bjórunum dragi úr timburmönnum. Viltu franskar? Þrátt fyrir nokkrar fyrirspurnir meðal íslendinga rakst ég ekki á neitt ráð við timburmönnum sem kalla mætti séríslenskt, fyrir utan það sem kemur fram í vísunni í upphafi greinarinnar. Hins vegar nefndu mjög margir það að daginn eftir vandaða skemmtun fyndu þeir fyrir mikilli löngun í það sem al- mennt er kallað „ruslfæði“. Það eru hamborgarar og sitthvað fleira á það sameiginlegt að vera yfirleitt etið með frönskum kartöflum. Skyndibitastaðir eru mikið sóttir á þeim tímum sem fólk er að skemmta sér, kvöld og helgar, og það rennir stoðum undir það að þessi siður sé talsvert útbreiddur. Við þetta mætti síðan bæta ráð- leggingum eins og að taka aspirín og drekka mikið af vatni eða sloka í sig Alka-Seltzer sem er afar vinsæll amerískur hressingardrykkur. Frá vísindalegu sjónarmiði eru hins vegar allar matartegundir jafn- gagnslausar við timburmönnum en það að fá sér að borða setur líkams- starfsemi í gang og flýtir þannig fyr- ir því að lifrin hreinsi alkóhól úr blóðinu. Hin dapurlega staðreynd er nefni- lega sú að það er rökrétt samhengi milli slæmra timburmanna og þess hve mikið og lengi maður drakk. Þess vegna er eina rökrétta ráðið gegn timburmönnum og jafnframt það eina sem vitað er til þess að hrífi að drekka annaðhvort lítið eða alls ekki. -PÁÁ Maki: Kannski bráðum eða kannski ekki bráðum. Börn: Finnbogi. Skemmtilegast: Að skoða heiminn. Leiðinlegast: Að skoða ekki heiminn. Uppáhaldsmatur: Síbreytilegt. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Fallegasta manneskja: John Lennon. Fallegasta röddin: Emilíana. Fallegasti líkamshluti: Mjaðmir. Hvaða hlut finnst þér vænst um? Fleilann í mér. Hvaða teiknimyndapersóna myndirðu vilja vera? Daffy Duck. Uppáhaldsleikari: Christopher Walken. Uppáhaldstónlistarmaður: Ég sjálfur. Sætasti stjórnmálamaður: Þeir eru ailir jafnljótir. Skýrt samræmi er milli þess magns sem neytt er og umfangs og eöli timburmanna. Sennilega er eina vitræna ráöiö til aö foröast timburmenn aö drekka ekki. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Teikni-leikni að sjálfsögðu Leiðinlegasta auglýsingin: Siminn internet, ótrúlegt að sjá auglýsingu sem fjallar um auð- veldari leiðir til samskipta sem erfitt er að skilja. Skemmtilegasta kvikmyndin: Meaning of life. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Siggi Hall. Uppáhaldsskemmtistaður: Heilinn í mér. Besta „pikk-öpp“-línan: Má ég hræra í skálinni þinni með sleif- inni minni? Hvað ætlaðir þú að verða? Guð. Eitthvað að lokum: Öll dýrin í skóginum eiga að vera páfa- gaukar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.