Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 44
Nýkaup I>ar seinferskleikiiw býr Sítrónudesert Fremur einfaldur desert, gott !að hafa sósu o.fl. með 2 dl sítrónusafi börkur af hálfri sítrónu 200 g sykur 1 dl vatn 5 blöð matarlím 3 dl rjómi Nykaup Þar sein Jbr.sklcikinn Itýr matgæðingur vikunnar LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við. Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, smyrjið út tvo botna á pappír (24 cm) og bakið við 150° í 40 mín. Þeytið rjóma, sykur og vanUludropa saman og setjið á milli botnanna. Setjið rjóma, syk- ur og síróp saman í pott og sjóð- ið viö vægan hita, þar til kara- mellan er farin að loða vel við sleifina. Setjið þá smjörið og vanillu saman við, takið af hitan- um. Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið lítillega og blandið þeytta rjómanum saman við, kælið þar til hægt er að setja ofan á tertuna. Kælið svo tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin fram. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Þeytið hvítur vel, setjið sykur saman viö og þeytið þar til hann er uppleystur. Saxið niður súkkulaðið og blandið saman við ásamt rice crispies með sleikju. Bakið við 170 í 11-13 mínútur Púðursykursmarengs Tertan er einfold og fljot- gerð en karamellan tekur lengri tíma Botnar 3 eggjahvítur 150 g púðursykur 80 g sykur Rjómakrem 3 dl rjómi 1/2 tsk. sykur 3/4 tsk. vanilludropar Karmellubráð 2 dl rjómi 150 g sykur 40 g síróp 30 g smjör 1/2 dl þeyttur rjómi Sérrílengjur Einfaldar og þægilegar í vinnslu 200 g rúsínur . 5-7 msk. sérri 500 g konfektmarsi 160 g flórsykur 100 g suðusúkkulaði Saxið niður rúsínur og leggið í bleyti í sérrí (helst yfir nótt) þannig að rúsínumar drekki vel í sig. Blandið vel saman massa og flórsykri, saxið niður súkkulað- ið, blandið svo öllu saman og ger- ið kúlu, svo lengju, hjúpið síðan með súkkulaði. Rístoppar tldir, mjúkir og r Einfaldir, mji bragðið 3 stk. eggjahvítur 220 g púðursykur 50 g rice crispies 200 g ríssúkkulaði og mildir á Setjið saman í pott safa, sykur, vatn og börk og sjóðið við vægan hita í 5-7 mín. Leysið upp matar- límið og setjið út í pottinn og látið leysast upp. Kælið í ca 30° C (annars hitnar rjóminn um of). Blandið ijómanum varlega saman við með sleikispaða. Setjið í litlar skálar eða eina stóra. Gott er að bera fram súkkulaðisósu og ávexti með. Bántí Fljótleg og einfold, og einstak- lega bragðgóð 9 eggjahvítiu- 400 g sykur 400 g kókosmjöl Krem 300 g suðusúkkulaði 100 g smjör 6 eggjarauður 100 g flórsykur Þeytið eggjahvítmriar og blandið svo sykri saman við. Þeytið þar til sykurinn er alveg uppleystur. Blandið kókosmjöli saman við með sleikju. Bakið við 180°C í tveimur 26 cm formum í ca 18-20 mín. Krem Bræðið súkkulaði og smjör sam- an, þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman þar til það verður stífúr massi. Blandið þá súkkulaðinu sam- an við með sleikispaða og setjið kremiö strax á kalda botnana. Kælið tertuna og berið fram meö þeyttum rjóma eða einhveijum góðum ís. Krókantís Einfaldur ís. Fljótlegur og mjög bragðgóður. 3 eggjarauður 1 egg 100 g sykur 1 tsk. vanilludropar 5 dl ijómi __________________ Krókant 200 g sykur 50 ml vatn 200 g möndlur js**v ;i Eggjarauöur, egg og sykur eru þeytt mjög vel saman. Blandið þeyttum ijóman- um saman við og vanilludropunum. Blandið svo vel muldu krókantinu saman við. Krókant Sykurinn er brúnaöur á pönnu með vatninu. Þegar sykurinn er orð- inn ljósbrúnn er möndlunum bland- að saman við. Veltið þeim vel upp úr þannig að þær verði allar þaktar sykri, takið af pönnunni og setjið á kalda plötu, kælið vel, myljið svo niður, mismikið eftir smekk. Bland- ið svo saman við ijómann. Krókant- ið má gera löngu áður því það geym- ist vel í lokuðu íláti. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. „Eftirrétturinn sem er bláberjaréttur er mjög Ijúffengur og hefur veriö jóla- og áramótaréttur hjá okkur, þó svo auð- vitaö maöur freistist til aö hafa hann þess á milli," sagöi matgæöingur vikunnar, Pálmi Gíslason. Að hætti Pálma: Blandaður sjávarréttur - og Ijúffengur bláberjaréttur í eftirrétt Það er Pálmi Gíslason sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hann gefur okkur hér upp- skrift að ljúffengum réttum. „Sjáv- arrétturinn er alveg sérlega góður og ég geri hann oft og er hann mjög eftirsóttur á mínu heimili. Kostur- inn er að auðvelt er að breyta að- eins út af laginu ef ekki er allt við höndina," sagði Pálmi og bætti svo við: „Eftirrétturinn sem er bláberja- réttur er mjög Ijúffengur og hefur verið jóla- og áramótaréttur hjá okk- ur fjölskyldunni, þó svo auðvitað maður freistist til að hafa hann þess á miUi.“ Gjörið svo vel: Blandaður sjávarréttur 2 gulrætur 2-3 chalottelaukar 1/2 meðal blaðlaukur 1 paprika 3 rif hvítlaukur l sítróna rifmn ostur 1 peli rjómi örlítið hvítvín (má sleppa) picanta salt pipar ljós sósujafnari 1 kg blandaður fiskur t.d. lúða, skötuselur, ýsa, lax eða annar góður flskur 200 g hörpudiskur (hvítur) 300-400 g rækjur Aðferð Grænmetið er brytjað niður og hitað á pönnu þar til þaö er mjúkt - sítrónusafinn settur í í lokin. Þá er fiskurinn settur á pönnuna í litlum bitum og steiktur stutta stund, síð- an hörpudiskur og loks rækjur - kryddað með picanta, salti og pipar eftir smekk. Þá er rjómanum og hvítvíni hellt yfir og suðan látin koma upp. Safanum er nú hellt af í pott og þykktur með sósujafnara. Fiskur færður varlega í eldfast mót og sósunni hellt yfir. Að lokum er rifinn ostur settur yfir þannig að þeki vel. Sett i ofn og hitað við 200 g þar til osturinn hefur tekið lit. Með þessum rétti er mjög gott að bera fram hrísgijón og hvítlauks- brauð. Bláberjaeftirréttur 1 poki makkarónukökur sérrí eða ávaxtavín 800 g bláber (frosin eða ný) 3 bananar súkkulaðispænir fromage Aðferð Makkarónukökurnar muldar og settar í skál, bleytt í með 1/2 dl af víni eða meira eftir smekk. Hluta blábeijanna dreift yflr, bananamir sneiddir og raðað ofan á. Síðan er súkkulaðispónum dreift yfir og að lokum skálin fyllt með fromage. Fromage 3 eggjarauður 100 g sykur Bláber soðin í vatni og safmn sí- aður frá og 4 1/2 matarlímsblöð lögð í bleyti og brædd í safa. 3 eggjahvítur 1 peli ijómi Aðferð Rauðumar hrærðar með sykrin- um þar til þær eru ljósar og léttar. Þá er bláberjasafinn settur út í. Þessu er hellt í skál og hrært í. Síð- an er matarlímið í bláberjasafanum sett út i og hrært varlega saman viö. Hvítumar eru stífþeyttar og hrærð- ar varlega í. Rjóminn er þeyttur og bætt í og að síðustu afganginum af blábeijunum. Látið stífna í ísskáp. Ég skora á hjónin Sæmund Runólfsson og Magneu Eyvinds. kert mál Hvítlauksísinn góði Hvítlaukur er af mörgum talinn hafa lækningamátt umfram aðrar jurtir auk þess að fæla burtu blóðsug- ur og yfimáttúrleg kykvendi af ýmsu tagi. Hvítlaukur er notaður í fersku, þurrkuðu, muldu og niðursoðnu formi til að bragðbæta rétti af marg- víslegu tagi. Sjaldgæft er að sjá hann í eftirréttum en þess era þó dæmi. Hér kemur einföld og fyrirhafnarlaus upp- skrift að hvítlauksís og gefst ágætt tækifæri til þess að reyna á þanþol bragðlauka gesta og gestgjafa. Uppskrift þessa er að finna ásamt fleirum á Netinu á www.ma.is/svp/matur/ og er heima- síða Sverris Páls Erlendssonar, kenn- ara og matgæðings á Akureyri. 2 blöð af matarlím 1/4 bolli af köldu vatni 2 bollar af mjólk 1 bolli af sykri örlítið salt 2. msk. af sítrónusafa 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 2 bollar af rjóma Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn. Mjólkin, sykurinn og saltið hit- að að suðu. Matarlímiö leyst upp í heitri mjólkinni. Mjólkurblandan er kæld nokkuð en þegar hún er ylvolg er smátt söxuðum hvítlauknum og Hvítlaukurinn getur átt heima í mörgum ólíkum uppskriftum. sítrónusafanum bætt út í. Þessi blanda er kæld vel uns hún byijar að þykkna eða stífna. Þá er þeyttum rjómanum bætt út í, hrært vel og varlega og blandan loks sett í skál eða bökunarform og fryst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.