Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Sfldarvinnslan hf. í Neskaupstað tæknivæðir frystihús sitt: A þriðja tug farandverka- manna missir störf sín - óhagkvæm störf, segir forstjórinn Allt aö 30 störf munu tapast við fyrirhugaöa tæknivæðingu bolfisk- vinnslu Síldarvinnslunnar hf. í Neskauptað en nú er í undirbún- ingi uppsetning nýrrar vinnslulínu Marels í frystihúsinu sem gerir frystihúsiö eitt það tæknivæddasta á landinu. Að sögn Björgólfs Jóhannsson- ar, forstjóra Síldarvinnslunnar, er ekki um störf heimamanna að ræða i niðurskurðinum. „Við höfum verið með 20-30 er- lenda farandverkamenn í vinnu hjá okkur og þau störf verða að öllum líkindum skorin niður en það er ekki horft ti) þess að störf heima- manna muni tapast," segir hann. Björgólfur segir þetta þátt í að gera Síldarvinnsluna að öflugri vinnslueiningu. „Ef hægt er að vinna þessi störf annars staðar á hagkvæmari hátt eru alltaf líkur á því að störfin tap- ist og það er alltaf slæmt að hafa óhagkvæm störf," segir hann. Ásamt því að tæknivæða frysti- húsið er nú verið að reisa 4000 fer- metra frysti- og kæligeymslu við nýja frystihúsið sem er stærsta bygging sinnar tegundar á landinu og mun auka möguleika á breiðari vinnslu og skapa aðstöðu til að þjónusta frystiskip. „Við höfum verið með of ein- hæfa vinnslu en nú getum við farið út i bitavinnslu og þar sem við verðum eina höfnin á Austfjörðum með slíka frystigetu þá verður okk- ur nú fært að þjónusta önnur frystiskip og skapa þannig mikil umsvif,“ segir Björgólfur. Jón Ingi Kristjánsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga, sagðist í samtali við DV vera bjart- sýnn á breytingamar. „Þau störf sem tapast eru störf farandverkafólks sem kemur á haustin og fer aftur heim til sín á vorin og það er oft ekki sama fólk- ið sem kemur en það fólk af er- lendu bergi brotið sem býr í bæn- um að staðaldri mun ekki missa vinnuna," segir Jón. Að sögn hans mun endurskipu- lagning frystihússins hafa í för með sér mikinn ábata fyrir heima- menn. „Ég lít ekki á þetta sem eitthvað slæmt fyrir heimafólkið og það verður samið um nýtt bónuskerfi í haust og svo verður þetta mun skemmtilegri og betri vinnustaður í kjölfar þess að starfsemin verður öll flutt á einn stað. Þetta verður líklega tæknivæddasta frystihús landsins og hver kona í frystihús- inu mun hafa tölvuskjá til að fylgj- ast með framleiðslunni," segir hann. Jón segist sammála þeim áhersl- um Síldarvinnslunnar að byggja upp störf fyrir heimamenn. „Ég tel að við eigum ekki að byggja upp störf í flskvinnslu fyrir útlendinga sem ekki eru búsettir á staðnum en svo er auðvitað fólk sem flutt hefur hingað frá útlönd- um og lítur á Neskaupstaö sem heimabæ sinn,“ segir Jón. -jtr Kynslóðabil I Grasagaröinum dvwynd gva Ungir sem aldnir hafa flykkst í útivistargarða Reykjavíkurborgar þessa síöustu daga. Einstaklega gott veður hefur verið og er reiknað með að það hatdist. Helst eru það íbúar Suöausturlands sem mega eiga von á skúrum. N eskaupstaður: Ribbaldagengi upprætt Alda þjófnaða hefur gengið yflr í Neskaupstað undanfamar vikur og daga. Ungt par, sem hafði komið sér fyrir í bænum, gerðist stórtækt i gripdeildum á ýmsum lausamunum og oUi því að fólk var farið aö læsa dyrum sínum og líta um öxl að kvöldlagi - nokkuð sem hingað til hefur ekki þekkst í bæjarfélaginu. íbúar hafa kvartað yfir þvi að þessi „Bonnie og Clyde“ Austurlands hafi verið svo frökk að þau hafi jafnvel stolið þvotti af snúrum íbúanna fyr- ir allra augum, GSM-símar hafi horfið og veski tapast. „Það var gerð húsleit hjá hinum grunuðu og við hana fannst þýfi úr innbrotum sem höfðu verið tilkynnt tU okkar ekki aUs fyrir löngu. Málið er talið upplýst og annar þeirra ein- staklinga sem hér um ræðir var hafö- ur í haldi og síðan sendur suður með löggæslumönnum. Honum var síðan ekið á Litla-Hraun þar sem hann mun ljúka afplánun á öðru broti, en hann var á skilorði," sagði Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði. Töluverður viðbúnaðm- var hafður þegar farið var tU húsleitarinnar. Á meðal þeirra hluta sem saknað var úr innbrotum i bænum var byssa. „Ásamt ToUgæslunni höfðum við með okkur eiturlyfjahund. Það leikur enginn vafi á að þetta fólk er eitur- lyfjaneytendur," bætti Inger við. Ýmis tæki og tól fundust við húsleitina en engin eiturlyf. -ÓRV Valdi rétta leikmenn Gunnar Þorkelsson tekur viö verð- launum sínum. Draumaliöskeppni Vísis.is á EM: Draumalið riðlakeppninnar fundið Gunnar Þorkelsson, KR-ingur, er með sannkaUað draumalið í Draumaliðsleik Evrópumeistara- mótsins í knattspymu. Lið Gunn- ars, FC Spentigaur, er efst að stig- um i leiknum eftir riðlakeppnina með 67 stig. Nú, að lokinni riðla- keppninni, hafa þátttakendur tækifæri tU að enduskipuleggja lið sitt. TU þess þurfa þeir að fara inn á Vísi.is og breyta liðunum þar. Lokað verður fyrir breytingar í dag, laugardag, klukkan þijú en þá hefjast átta liða úrslit. Svínavatnshreppur tekur á í umhverfismálum: 200 þúsund króna styrkur á hvern bæ - gegn því aö menn taki til hendinni fyrir haustiö „Ég hef nánast ekki sofið síðan ég tók við þessu verkefni því síminn þagnar ekki. Undirtektimar em frá- bærar,“ sagði RagnhUdur Sigurðar- dóttir, umhverfisfræðingur og verk- efnisstjóri átaksverkefnis landbún- aöarráðuneytisins „Fegurri sveitir 2000“. RagnhUdur var stödd á Hvammstanga í gær þegar DV ræddi við hana. Á næstunni mun hún fara um aUt land og skrá þá sem vUja aðstoð við að bæta ásýnd sveitabýla sinna og jarða. Ragnhildur hefur þegar heimsótt Suðurland. Hún sagði að of fáir hefðu skráð sig þar enn en hún von- aðist eftir að þeim fjölgaði. Árborg og RangárvaUahreppur hefðu þó skráð sig. Þau sveitarfélög em bæði komin vel af stað í umhverfisátaki, eins og DV greindi frá í gær. Ragnhildur sagði að mikil vakn- Ragnhildur Hefur fengiö mjög góöar undirtektir á ferð sinni um landiö. ing væri viða um land hvað varðaði góða umgengni. Undanfama daga hefur hún veriö á Norðurlandi. Hún heimsótti Svina- vatnshrepp, svo og oddvita í Skaga- hreppi, Torfaiækj- arhreppi, Bólstaöar- hliðarhreppi, Engi- hlíðarhreppi og Skagahreppi. Hún kvaðst hafa fengiö frábærar undirtekt- ir hjá þeim öUum. „í Svínavatns- hreppi em menn t.d. að gera frá- bæra hluti. Sveitarfélagið býður 200 þúsund króna styrki á hvem ein- asta bæ gegn því að umhverfismál- in komist í gott lag fyrir haustið. Ég er nú að skoða með fólki hvað er brýnast hjá viðkomandi. Síðan fer ég aftur í haust og tek út það sem gert hefur verið. Ég finn það að fólk viU hafa þessa hluti í lagi og þeir veröa í lagi,“ sagði RagnhUdur. „Mjög mörg sveitarfélög bjóða t.d. upp á brotajámshreinsun og bfla undir plastúrgang og það er mjög hvetjandi." RagnhUdur hefur sent út lista tU allra sveitarfélaganna sem hún hef- ur ekki heimsótt. Þau svara um hæl hvenær þau vilji fá hana í heimsókn og síðan skipuleggur hún áfram- haldandi feröir um landið. Hún ætl- ar að ljúka yfirferðinni í haust en kvaðst þó vonast til að framhald verði á átakinu þannig að þeir stað- ir sem ekki hefðu tilkynnt sig nú gætu gert það næsta sumar. -JSS Ekki hætta á tjóni Engin sértæk áætlun er tU um viðbrögð við stór- skjálfta á Reykja- víkursvæðinu. Samkvæmt starfs- mönnum Almanna- varna er Reykjavík ekki þekkt jarð- skjálftasvæði og afar litlar líkur á miklu tjóni á höfuðborgarsvæðinu vegna skjálfta. Kennslustjóri Sigrún Kr. Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðin kennslustjóri Listaháskóla íslands. Sigrún starfar nú sem fram- kvæmdastjóri Gæðastjómunarfé- lags íslands. Lokadagur í dag verður lokadagur íþróttahá- tíðar Reykjavíkur sem haldin hefur verið af íþróttabandalagi Reykjavík- ur. Lokahátíðin fer fram í Laugar- dcdnum og em aUir hvattir tU að mæta með fjölskylduna. Lakari afkoma Afkoma af flutn- ingastarfsemi Eim- skipafélagsins var talsvert lakari en gert var ráð fyrir á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tíma og verulegur söluhagnaður er af seldum eignar- hlut Burðaráss í öðrum félögum er regluleg starfsemi ekki að skUa því sem búist var við. Kærði sig inn í hjúkrunarfræði Nemandi sem þreytti samkeppn- ispróf á fyrsta ári i hjúkrunarfræði í desember hefur kært sig inn í deildina á ný eftir að hafa ekki ver- ið meðal þeirra sem komust að. Stóri-Kroppur seldur Jörðin Stóri-Kroppur í Reykholts- dal hefur verið seld. Jörðin hefur verið mikið í fréttum síðustu ár vegna deilna um vegastæði fyrir efri hluta Borgarfjarðarbrautar. Mengað drykkjarvatn? HeUbrigðiseftirlit Suðurlands hef- ur beint þeim tilmælum tU íbúa að vera á varðbergi gagnvart neyslu- vatni og vatnsbólum, sem kunna að hafa laskast í jarðskjálftum á svæð- inu undanfarið. 760% aukning Gífurleg aukning hefur orðið í net- viðskiptum hjá Flugleiðum. Þetta er eitt af því sem kom fram á regluleg- um samráðsfundi þeirra sem sjá um markaðs- og sölustarf á Netinu hjá Flugleiðum í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og íslandi. Hálfur milljaröur Sveitarstjóri RangárvaUahrepps sagðist í samtali við Stöð 2 í gær fuUviss um að tjón vegna jarðskjálftanna 17. og 21. júní nemi að lágmarki 500 mUljónum króna. Nýtt fjárfestingarfélag Burðarás hf„ dótturfélag Eimskipa- félags íslands, hefur stofnað fjárfest- ingarfélagið Frumkvöðul ehf. Fyrir- tækið mun einbeita sér að því að fjár- festa í áhættusömum fyrirtækjum í vexti á sviði hátækni, hugbúnaðar, fjarskipta og líftækni. Hlutafé er einn mUljarður króna. RÚV sagði frá. Sjúklingur dæmdur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 36 ára ára krabbameinssjúkling í sekt fyrir að hafa undir höndum lítfl- ræði af kannabisefnum. Maðurinn er þungt haldinn af krabbameini og hef- ur notað sterk morfmlyf vegna þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.