Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000
57
DV
Tilvera
Þórarinn Magnússon verkfræðingur:
Grilluð Nauteyrarbleikja og
fjallalamb af Ströndum
Landsins mesta úrval
af unaðsvörum
ástarlífsins.
Myndbönd í ótrúlegu úrvali.
Opiö
mán.-fös.10-18
laug.10-16
Fékafoni 9 • S. 553 1300
„Það næsta sem ég
hef komist því að
taka að mér alvöru
matreiðslustörf var
árið 1966. Þá sótti ég
um skipspláss á síld-
arbát frá Reykjavík.
Þegar til kom var
mér sagt að háseta-
störf lægju ekki á
lausu en hins vegar
vantaði kokk um
borð og það starf gæti
ég fengið.
Nú var úr vöndu
að ráða. Ekkert
kunni ég til matseld-
ar en leitaði strax í
smiðju til móður
minnar og systra og
reyndi að kynna mér
nokkur undirstöðuat-
riði, t.d. hvemig
sjóða ætti kartöflur.
Þetta sumar veidd-
ist meiri sild við ís-
landsstrendur en
nokkru sinni fyrr eða
síðar. Næsta sumar
kom svo afleiðingin í
ljós; síldarstofninn
hrundi vegna ofveiði.
Síðan hef ég ætíð
talið rétt að fylgja _________
eins og kostur er ráð-
um fiskifræðinga,
líka þegar þeir reikna vitlaust. f fót-
boltanum em dómarar og línuverðir
hluti af leiknum og þeir gera stundum
mistök. Þá er þeim bölvað en það væri
afar óheppilegt að vísa þeim af leik-
velli," segir Þórarinn Magnússon,
verkfræðingur og matgæðingur DV að
þessu sinni, og hélt svo áfram:
„Bleikja frá Nauteyri við ísafjarðar-
djúp er nú til sölu í verslunum Nóa-
túns. Hún er hreinasta lostæti og afar
vel fallin til að grilla. Mjög mikilvægt
er að gott hráefni sé notað þegar velja
á fisk til griilunar."
Grilluö bleikja
Forréttur fyrir 6-8 manns:
500 g nauteyrarbleikja
sítrónupipar
melóna skorin í bita
graslaukur, fint saxaður
fiskikrydd frá Pottagöldmm
Þórarinn Magnússon matgæöingur
Býöur lesendum DV upp á útigrill þar sem bleikja og
innanlærisvöövi úr lambi er meginhráefniö.
að snúa á grillinu og grilluð við góðan
hita.
Þegar búið er að grilla er bleikjan
borin fram með nokkrum bitum af
melónum og piparrótarsósu.
Graslauknum er stráð yflr melón-
una.
Ekki borða allir roðið en ef rétt er
að staðið er hægt að láta það þenjast
lítillega út við grUlunina þarrnig að
það verður stökkt og er þá hreinasta
lostæti fyrir utan að vera feiknalega
hollt. Þetta ættu allir að prófa.
Gott hvítvín, t.d. Chardonnay frá
Ástralíu eða Chile, eykur enn á gæði
máltíðarinnar.
Piparrótarsósa
1 dós sýrður ijómi
1 dl þeyttur rjómi
25 g rifin piparrót (fersk eða t.d.
Scandia Pepperot)
1-2 msk. flórsykur
IBleikjuflökin em beinhreinsuð og
snyrt Krydduð vel með sítrónupipar
(mjög mikilvægt) og fiskikryddi. Flök-
■ in em sett í fiskigrind sem auðvelt er
Sýrður rjóminn er hrærður og
þeyttum rjóma blandað saman við. Síð-
an er piparrót og flórsykri bætt út í eft-
ir smekk.
Uppskriftir
' Eftirlæti indverska
tenórsöngvarans
Uppskrift fyrir 6
2 kjúklingar, 1200-1300 g hvor
Kryddlögur
1 dl hrein jógúrt
2 tsk. rifinn sítrónubörkur
1/4 dl sítrónusafi
1/4 dl ólifuolía
3 msk. söxuð steinselja, fersk
1 msk. graslaukur, þurrkaöur
1 msk. oregano, þurrkað
3-4 dropar Tabascosósa
salt og pipar
Grænmeti
(í 16 stk. nýr spergill
f 6 tómatar
fetaostur
Blandið öllu í kryddlöginn sam-
an. Smakkið á leginum og bætiö í
salti og pipar eftir þörfum.
Kjúklingurinn er síðan settur í skál
og leginum hellt yfir. Skálinni lokað
I og hún geymd í kæli í 1 klst.
Kjúklingurinn er þræddur upp á
snúningstein og grillaður í 50-60
mínútur. Mikilvægt er að pensla
hann reglulega með kryddblönd-
unni.
Meðlæti
Flysjið spergilinn og sjóðið i salt-
vatni í 3-A mínútur eða þar til hann
er meyr. Skerið tómatana í sneiðar
og blandið saman við fetaostinn.
Kryddiö með svörtum pipar.
Nykaup
Þnrsem ferslcleikinn býr
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.
Þegar bleikjan er borin fram sem
forréttur mæli ég sérstaklega meö
sem aöalrétti grilluðum innanlæris-
bitum, helst úr fjallalambi af
Ströndum. En þar sem ekki er víst
að allir eigi kost á að nálgast þau
lífsins gæði er einnig hægt aö nota
kjöt af fjallalömbum úr öðrum
landshlutum og af öðrum ættum.
Ég tel raunar óþarfa að gefa upp
sérstaka uppskrift að grilluðu
lambakjöti en ég geri þetta svona:
Grillaður innanlærisvöðvi
af lambi
Uppskriftin er fyrir 8 manns
2-2,5 kg innanlærisbitar
grill- og kryddolía
lambakrydd frá Pottagöldrum
bakaðar kartöflur
heilir sveppir á teini
salat
rauðlaukssósa (Siggusósa)
Salat
1 haus iceberg
5 tómatar
1/2 agúrka
3-10 sveppir
1 krukka Fetaostur (hluta af oliunni
má blanda saman við)
fáeinar sneiðar af rauðlauk til
skreytingar
Rauðiaukssósa (SiggUsósa)
2 dósir sýrður rjómi
2 litlir fint saxaðir rauðlaukar
1-2 greinar söxuð steinselja
(má sleppa)
hvítlaukssalt eftir smekk
„Ég mæli með að marinera kjötið
ekki t.d. daginn áður eins og algengt er
því þá vill loga svo mikið í oliunni við
grillun. Mér hefúr reynst best að pensla
kjötið með grill- og kiyddolíu og krydda
það skömmu áður en griilað er. Kjötið
er grillað eftir smekk matargesta en
mýkst og best er það u.þ.b. miðlungs-
steikt, ljósrautt í sárið.
Þegar búið er að grilla eru bitamir
skomir í tvennt þannig að auðvelt sé að
sjá hversu mikið þeir em grillaðir.
Kartöflumar em bakaðar á saltbeði í
ofni eða á grillinu sjálfú og í þær er gott
að setja smjörklípu og hvítlaukssalt þeg-
ar þær era komnar á diskinn. Sveppim-
ir era grillaðir með kjötinu. Annað með-
læti er salat og sósa. Með svona máltíð
fer vel á að bera fram gott rauðvín.
Ekki má gleyma því að huga að
vellíðan þess sem hefúr það vandasama
hlutverk með höndum að stýra griil-
töngum. Meðan á athöfn stendur skal
þess gætt að færa honum fljótt og vel
það munngát sem hann kanna að kalla
eftir og telur hæfa starfmu. Þetta kallar
fram allt það besta úr þekkingarbrunni
grillarans," sagði Þórarinn Magnússon
um leið og hann skorar á kollega sinn,
dr. Guðna A. Jóhannesson, sem næsta
matgæðing.
Jarðvegsþjöppur
Allar stærðir,
Smáauglýsingar
DV
visir.is
MTD GE45 -----
3,75 hp B&S bensínmótor. Sláttubreidd
45 sm. 80 lítra safnkassi.
Flymo L47
Létt loftpúðavél. Atvinnutæki fyrir brekkur, stórar lóðir og
erfiðar aðstæður.
4 hp tvígengismótor. »7h"iI!T*iLr:tÍ<iBí
Husqvarna Rider R16H
öflugt og vandað atvinnutæki. Liðstýrður
sláttutraktor með 15,5 hp B&S mótor.
Vökvaskiptur með 97 sm sláttubreidd.
MTD B115
Sláttutraktor með 11,5 hp B&S mótor.
Fimm gíra með 81 sm sláttubreidd.
Verðáðurkr. 199.700,
AFSLÁTTUR
MTD bensínvél
3.5 hp bensínmótor.
Sláttubreidd 51 sm.
Stál sláttudekk.
(tíJHusqvarna
Faxafeni 14. Sími 568 5580. Opið mán. - fös. 9-18. Lau. 10-14
Slattiivélar - Traktorar - HekkKlippur - Greinakurlarar - Sláttuorf - Keðjusagir - Áburðardreifarar