Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 32
32
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000
DV
Helgarblað
Stjórnarformaður íslands
Vil lá
me
- Benedikt Sveinsson, stjórnarformað
ur Sjóvár-Almennra, Eimskips, SR-
mjöls og Marels, í DV-viðtali um
hlutabréfamarkaðinn, völd, áhrif og
ættarveldi
Benedikt Sveinsson
Hann segist ekki gefa mikiO fyrir vangaveltur um hvort hann sé valdamesti
maöur í íslensku viöskiptalífi. Hann segist fyrst og fremst vilja láta gott af
sér leiöa í íslensku atvinnulífi.
Benedikt Sveinsson er
rúmlega sextugur lögfræö-
ingur sem býr í Garðabæ og
spilar golf í tómstundum
sinum. Þetta er lýsing sem
á vissulega viö þann Bene-
dikt sem þetta viðtal er við
en fer samt hvergi nærri
því að lýsa honum.
Benedikt Sveinsson er
stjórnarformaður Eimskips,
Sjóvár-Almennra, SR-mjöls
og Marels. Hann situr auk
þess í stjóm Flugleiða og er
einnig samkvæmt venju
stjórnarformaður dótturfyr-
irtækja Eimskips. Hann lét
fyrir tveimur árum af emb-
ætti oddvita meirihluta
sjálfstæðismanna í Garðabæ
eftir 12 ára setu í bæjar-
stjórn og tók heiðurssætið á
listanum.
Benedikt útskrifaðist úr
lagadeild HÍ 1964 og tók
fljótlega að reka eigin lög-
fræðistofu sem hann starf-
rækti fram til 1982. Foreldr-
ar Benedikts voru Helga
Ingimundardóttir og Sveinn
Benediktsson. Sveinn var
„Ég vissi hvað sneri fram og aft-
ur á skipi og lærði mikið af Björg-
vini. Samanlagt þekktum við marga
útgerðarmenn."
Sjóvá-Almennar eru stærsta
tryggingarfyrirtæki landsins, stofn-
aðar 1989 þegar Sjóvátryggingafélag-
ið rann saman við Almennar trygg-
ingar.
„Almennar tryggingar voru al-
menningshlutafélag sem Sjóvátrygg-
ingafélagið var ekki. Þar voru mun
færri hluthafar. Faðir minn vann
lengi og náiö með Halldóri Þor-
steinssyni í Háteigi sem var einn
stofnenda félagsins og faðir minn
var stjómarformaður í áratugi en
þegar hann lést var ég beðinn að
koma inn í hans stað.“
Engin eigendaskipti
á dagskrá
Benedikt, móðir hans og systkini
eiga samanlagt 18,6% í Sjóvá-Al-
mennum. Fyrirtækið er metið á ríf-
lega 25 milljarða miðað við gengi á
Opna tilboðsmarkaðnum en hefur
nú verið skráð á Verðbréfaþinginu.
Þegar fréttist af fyrirhugaðri skrán-
ingu í vetur hækkaði gengi bréfa í
félaginu talsvert eða um 50 prósent
frá áramótum. Ekki stendur til að
auka hlutafé i félaginu og því vakn-
ar sú spurning hvort breytingar
verði á eignarhlutfollum við að
opna félagið en félagið mun almennt
vera talið góður fjárfestingarkostur
og því ólíklegt að núverandi eigend-
ur séu fúsir til að selja.
„Ég veit ekki til þess að neinir af
núverandi hluthöfum vilji selja sinn
umsvifamikill útgerðarmað-
ur, atvinnurekandi og at-
hafnaskáld, litríkur per-
sónuleiki og baráttumaður.
Hann var bróðir Bjarna for-
sætisráðherra og formanns
Sjálfstæðisflokksins og Pét-
urs bankastjóra og sendi-
herra, svo lauslega sé drep-
ið á ættir Benedikts.
„Ég fór eins og aðrir ungir náms-
menn í vinnu á sumrin, yflrleitt hjá
föður mínum við síldarsöltun, oftast
á Raufarhöfn. Faðir minn gerði
þetta á eigin áhættu og vann að
þessu af miklum krafti og þetta
voru mín fyrstu kynni af íslensku
atvinnulífi."
Byrja&l á planinu
Benedikt hefur lengi verið tengd-
ur sjávarútveginum sterkum bönd-
um. Fyrstu árin eftir að hann hóf
lögfræðistörf vann hann jafnframt
sem skoðunarmaður fyrir erlenda
sUdarkaupendur og naut þekkingar
sinnar af sUdarplönunum hjá foður
sínum. Síðar fékkst hann mikið við
skipasölu I samvinnu við Björgvin
Jónsson, alþingismann frá Seyðis-
flrði.
Fyrirtæki á hinum svokallaöa „gráa markaöi“ hafa
notiö mikilla vinsælda og bréf í fyrirtækjum eins og
deCode og Oz veriö mjög eftirsótt. Benedikt segir aö
Sjóvá hafi fariö varlega í kaup í slíkum fyrirtækjum
en kannast viö aö fyrirtækiö eigi bréf í deCode.
hlut. Félagið á
sjálft um 10% eign-
arhlut og það
stendur til að selja
eitthvað af honum
tU að koma á við-
skiptum með bréf-
in. Þetta skref er
stigið tU þess að
auka upplýsinga-
Uæði og gagnsæi
viðskipta með bréf
í félaginu en ég
geri ekki ráð fyrir
að stefna félagsins
og starfsemi breyt-
ist neitt við þetta.“
Sjávarútvegur
{{óð fjárfest-
ng
Sjóvá-Almennar
eiga hlut í 16 fyrir-
tækjum sem skráð
eru á Verðbréfa-
þingi, þar af
nokkrum sjávarút-
vegsfyrirtækjum.
Benedikt situr í
stjóm Burðaráss,
fjárfestingarfélags í
eigu Eimskips sem
hefur verið iðiö við
að kaupa í sjávarút-
vegsfyrirtækjum, og hann stjórnar
einnig SR-mjöli sem framleiðir lýsi
og mjöl og gerir út skip. Er sjávar-
útvegur góð fjárfesting?
„Það ætla ég rétt að vona. Þetta er
undirstöðuatvinnugrein okkar og
meðan er í lagi með sjávarútveginn
er í lagi með efnahagslífið. Það er
rétt að gengi margra sjávarútvegs-
fyrirtækja hefur lækkað frá áramót-
um en sveiflur fylgja greininni og
munu aUtaf gera.“
Varast „gráa“ markaðinn
Eru fyrirtæki eins og Sjóvá
íhaldssamt í sínum fjárfestingum?
„Það má kannski segja það. Við
höfum lagt áherslu á að eiga hlut í
grónum fyrirtækjum. Þegar Sjóvá
keypti rúmlega 4% hlut í Eimskip af
ríkissjóði 1985 var hlutabréfamark-
aður ekki til á íslandi svo við vor-
um ekkert sérstaklega íhaldssamir
að því leyti."
Fyrirtæki á hinum svokallaða
„gráa markaði" hafa notið mikilla
vinsælda og bréf í fyrirtækjum eins
og deCode og Oz veriö mjög eftir-
sótt. Benedikt segir að Sjóvá hafi
farið varlega i kaup í slíkum fyrir-
tækjum en kannast við að fyrirtæk-
ið eigi bréf i deCode.
„Við höfum helst haldiö okkur
við fyrirtæki sem eru skráð á Verð-
bréfaþinginu."
Er siðferðið í molum?
Hlutabréfamarkaður á íslandi
hefur vaxiö hröðum skrefum, sér-
staklega síðustu 5-6 árin. Nokkrir
hafa orðið til þess að gagnrýna sið-
ferði í viðskiptum með hlutabréf og
nægir að vitna til Benedikts Jó-
hannessonar, framkvæmdastjóra
Talnakönnunar og stjórnarfor-
manns nokkurra fyrirtækja, sem
sagði í lok mars að siðferði í við-
skiptum væri áfátt og stór hluti við-
skipta með hlutabréf hérlendis væri
með þeim hætti að ekki yrði liðið
erlendis. Ert þú sammála þessu
mati frænda þíns?
„Ég veit hvað hann er að tala um.
Það hafa verið hnökrar á viðskipt-
um á stundum sem stafa af því að
menn hafa verið að misnota aðstöðu
sína eða reyna að koma höggi á ein-
hvern. Þetta er ungur markaður
sem á eftir að þróast til betri vegar.
Ég vil líta á þetta sem smávægileg
umferðaróhöpp og vona að umferð-
armenningin fari batnandi og hægt
verði að taka á brotum. Ég tel að
þetta hafi ekki verið stórt vandamál
í samanburði við þann ávinning
sem er af þvi að sem flestir eigi
hlutabréf og eigi þannig hagsmuna
að gæta í atvinnulífinu. Það er það
sem er mikilvægast. Stjórnvöld hafa
átt sinn þátt í að hvetja til þessarar
þátttöku í atvinnulífínu með skatta-
afslætti sem er mjög gott og engin
ástæða til að fella það niður.
Auðvitað þarf viðskiptasiöferði
að vera traust og reglur skýrar.
Frjáls viðskipti og almenn þátttaka
í atvinnulífinu eru þó aöalatriðið."
Hver
var
Sveinn
Ben?
Sveinn Benediktsson (1905-1979)
starfaði við síldarsöltun og útgerð,
bæði hjá Óskari Halldórssyni (ís-
landsbersa) og Halldóri Kr. Þor-
steinssyni. Hann stýrði útgerðum
fyrir Reykjavíkurborg en hóf eigin
atvinnurekstur af krafti 1947 meö
síldarsöltun á Raufarhöfn. Þar
stofnaði hann Hafsilfur sem hann
átti til 1964 en það sama ár seldi
hann Hafölduna á Seyðisflrði sem
hann stofnaði 1960. Hann var hlut-
hafi í útgerðarfyrirtækjum frá
1935, stjómarformaður og stærsti
hluthafi i Sjóvá frá 1964 og sat í
stjómum fjölmargra fyrirtækja en
einnig í nefndum, ráðum og
stjómum fyrir ríki og borg auk
þess að vera varaþingmaður og er-
indreki hins opinbera í síldarvið-
skiptum.
Sveinn var kappsamur og litrík-
ur maður sem vék sér aldrei und-
an deilum og lá ekki á skoðunum
sínum og var umdeildur fyrir vik-
ið. Hann var ákafur talsmaður
frjálsrar samkeppni og baröist
gegn einokun og einkasölu í öllum
myndum. -PÁÁ