Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 DV Leonardo JNog aö gerast nj Gleðilyf „Þunglyndi kostar þjóöina 3,5 miiljaröa" - var fyrirsögn greinar í síðasta helgarblaöi DV. Greinin er byggð á lokaritgerð lyfjafræöi- nema um neyslu geðdeyfðarlyfja á íslandi í dag. Mér fannst eins og ég hefði himinn hönd- um tekiö þegar ég sá greinina því málið er mér meira en lítið skylt. Ég get ekki lengur þagað. Ég er einn af þeim seku. Ég er einn af þeim sem valdið hafa þjóðinni þessum búsifjum upp á 3,5 milljaröa. Ég tek reglulega „gleöipillur“ sem kosta morðfjár til að létta mér lundina og bægja frá mér ótímabærum, stórum og djúp- um fylum. Geðlæknirinn minn sem ráðlagöi mér gleöipillumar tók það skýrt fram þegar hann skrifáði lyfseðilinn aö þetta væru í raun og veru geðlyf og ef þau hefðu engin áhrif á mig þá væri ég í raun og veru ekki geggjaður. Lyfm virka ekki hið minnsta á mig, en ég held samt áfram að taka þau svona til vonar og vara. ■ ■ Nú er frá því að segja hvemig ég varð í upphafi handgenginn „gleðipillunum". Ég hef sagt frá því áður og fmn mig knú- inn til að endurtaka það að til skamms tíma vaknaði ég á hverjum morgni í svo afgerandi svartsýniskasti að mér fannst lífið gersam- lega án takmarks og tilgangs, eins og skáldið sagði. Eða eins og ég komst sjálfur að orði: - Til hvers að vera að opna augun. Ef ég geri það verður það áreiðanlega til þess aö aö ég fer fram úr rúminu, klæði mig, fer út úr húsinu, lendi undir veghefli eða jarðýtu og verð lamaður og fatlaður til æviloka ef ég verð þá ekki svo stálheppinn að drepast sam- stundis. Eða þá að ég dett í bæjarlækinn og drukkna sem er auðvitað mesta svívirða sem hugsast getur því allir botna í bæjarlæknum nema ég þessi álappalegi dvergur afturkreist- ingur og fituhlunkur. Oftast bráði þó svartsýnin af mér þegar ég var búinn að gera á mér morgunverkin og allt það, en þá tók ekki betra við. Ég fékk óbærilegt kvíðakast. Og nú fór ég að kvíða því sem dagurinn léti á mér dynja, já nístandi sálarangist greip mig út af öllum þeim hörmungum sem dagsvakan kæmi til með að hvolfa yfir mig. Ég yrði beðinn um að fá mér komfleks sjálfúr, fara út með ruslið eða jafnvel gefa hundinunm. Þegar ég bar mig aumlega við annars ágæta eiginkonu mína virtist hún gersamlega skilningsvana hvað sálarástand mitt áhrærði og hélt því fram i fúlustu alvöru að ég væri að breytast í kellingu og af svo miklum sann- færingarþunga að ég fór að trúa því sjálfur að ég væri að breytast í kellingu. Ég var, vægast sagt, í ógurlegum sálar- háska. ■ ■ Þá gerðist það vestur á Amarstapa að meri sló mig í sköflunginn. Ég gat varla stigið í löppina, en lét mig þó hafa það að að ríða heim og síðan fyrir Ok. En þá var ég líka orð- inn gersamlega óreiðfær ekki síst vegna þess að stígvélin þrengdu ónotalega að sollnum fótleggnum. Ég bar mig aumlega en kona mín leit til mín úr söðli sínum og sagði mér með þótta að láta af þessum kellingatilburðum. Við Tjaldhól á Okvegi var svo áð og þar var það að Stína, fórunautur okkar, fór ofan í hnakktöskuna sína og tók upp úr henni sultutauskrukku fúlla af pillum og rétti mér. Ég spuröi hvað þetta væri og hún sagði mér að þetta væra bólgueyðandi geðlyf og rétti mér hnefafylli. Ég tók fjórar pillur strax, fjórar í Víðikerj- um og fjórar við Gatfell þar sem við bjuggum okkur næturstað. Þegar gengið var til hvílu þama í leitar- mannakofanum var svo komið að þunglyndi og kvíði hafði vikið fyrir léttlyndi og bjart- Hávaxnir menn „hösla“ best Því hefur lengi verið haldið fram að kvenþjóðin sé hrifnari af hávöxn- um mönnum en lágvöxnum en nú hefur þessi kenning verið sönn- uð. Vís- indamenn skoðuðu nýverið hóp pól- skra manna á aldrinum 28 til 60 ára og fundu út að þeir sem voru ógiftir voru lágvaxnari en þeir sem voru gengn- ir út. Barnlausir menn voru einnig lægri en þeir sem áttu barn. Og ekki nóg meö það, hávöxnum mönnum gengur mun betur yfirhöfuö, bæöi í einkalífi, vinnu og fjárhagslega. metra bræöir knatt- spyrnumaðurinn Paolo Maldini mörg kven- mannshjörtun. sýni, bólgan horfm úr löppinni og ég vissi ekki hvað ég hét. Slíkur var undramáttur hinna „bólgueyðandi geðlyfja". Þetta era fyrstu kynni mín af geðlyfjum og einhveijir ljúfústu fagnaðarfundir sem ég hef átt við meðöl um dagana og hef ég þó ýmis- legt prófað í gegnum tíðina. í helgarblaðinu á laugardaginn kemur mun ég tíunda nánar hveija reynslu ég hef af því að nota gleðipilluna til að halda sönsum, hætta að beija konuna, bömin og blessaða ferfætlingana. Ég mun greina frá því hvemig hurðaskellir, hróp og köll á heimáinu, sem og kynlíf og annar óþarfi heyrir sögunni til. Og ég mun reyna að vekja þjóöina til um- hugsunar um það að kominn er tími til aö gleðipillan fái verðugan sess í íslensku þjóð- lífi og skiptir öngvu máli þó hún kosti hálfan fjórða milljarð, ef allir geta af henni orðið sæmilega happí. Flosi DiCaprio kom- inn með nýja dömu Hollywood-sjarmurinn Leonardo DiCaprio er fallinn fyrir nýja bikínímódelinu hjá Hennes & Mauritz, Giselle Bundchen. Giselle, sem er 19 aára göm- ul og á ættir að rekja til Brasilíu, kynntist Leonardo fyrir nokkrum mánuð- um síðan á skemmtistað í New York. Hún mun þó mun lengur hafa verið ástfangin af leikaranum og sagt við vinkonur sínar að drengurinn líti mun betur út í raunveruleikanum en á hvíta tjaldinu. Parið hefur oft sést sam- an upp á síðkastið samkvæmt New York Post og einnig eru til paparazzi- myndir af þeim þar sem þau ganga hönd í hönd á ströndinni. Titanic-stjaman vinnur þessa dag- ana með leikstjóranum Martin Scorceses að nýrri gangstermynd sem fengið hefur heitið „The Gangs of New York“. Á meðan er Giselle spáð álíka frama í módelheiminum og Claudia Schififer af alþjóðlegum tískugúrúum. Færir sig arskaftið upp á leikstjórn- „Ég er svona að færa mig upp á leikstjórnarskaftiö," segir leikarinn Stefán Jónsson sem sér um leikstjórn- ina á rússneska leikritinu Birninum sem sýnt er í Hádegisverðarleikhúsi Iðnó um þessar mundir. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Stefáns í atvinnuleikhúsi en hann hefur síðast- liðin tvö ár spreytt sig í leikstjórn hjá leikfélagi Flensborgarskóla í Hafnar- firði. Stefán, sem hefur aðallega leik- ið illmenni og aumingja síðan hann útskrifaðist úr leiklistamámi í London árið 1989, getur þó glatt þjóð- ina með því að hann sé ekki hættur að leika þó hann sé sestur í leikstjóra- stólinn. „Vonandi og væntanlega mun ég þó leikstýra fleiri verkum því mér fmnst blóðið renna í þá átt,“ segir Stefán, ánægður með sitt nýja hlut- verk. Hugsar sinn gang „Þetta er svona sprenghlægilegur kokkteill sem springur í andlitið á gestum með jákvæðum afleiðingum á líkama og sál,“ segir Stefán um inni- hald leikritsins sem flokkast sem skrýtla í einum þætti og er eftir Tsjekhov. „Uppsetningin byggist á húmor á mörgum plönum sem höfðar bæði til eldra fólks og líka yngri og villtari kynslóða," bætir hann við. Nú eru miklar sviptingar innan leikhússins um þessar mundir. Veróur þú áfram í Þjóöleikhúsinu? „Það er svo mikil gerjun í gangi að ég kýs að svara því þannig að ég sé að hugsa minn gang. Það er vissulega hreyfmg innan geirans og miðað við árið í fyrra þá eru mun fleiri sem era að segja upp eða fara í frí í Þjóðleik- húsinu. Sviptingarnar finnst mér vera mjög af hinu góða. Ég fagna því að Guðjón Pedersen er kominn í Borgarleikhúsið því það er skemmti- leg ögran hvort sem menn viður- kenna það eða ekki. Hið nýja Leikfé- lag íslands mun festa sig í sessi og sýna hvað það hefur að bjóða en ég held að það sé tvímælalaust spor í rétta átt að það séu fleiri stærri app- aröt sem veita hvert ööru aðhald," segir Stefán sem greinilega hefur skoðanir á þessum málum því hann heldur áfram: „Fast- ráðningar hafa sína kosti og galla. Þær geta verið af hinu góða ef launin eru það góð að þú þurfir ekki að vera að andskotast úti um allan bæ til þess að brauðfæða þig. Ef þú starfar á vinnustað þar sem hag þínum og kröft- um er vel varið og þú færð þína nær- ingu sem skyldi þá er gott að vera fast- ráðinn. En ef þú er hvorki að fá efnis- lega né andlega útrás þá ertu kominn út á hálan ís í fastráðn- ingu.“ Stefán hefur ýmis plön fyrir sumariö en hann ætiar alla vega ekki aö sitja fastur t bílaröö á Kristnitökuhátíöinni á Þingvölium þar sem hann á óskemmtilegar minningar frá Alþingishá- tíöinni þar sem hann sat fastur í nokkra tíma klæddur eins og dvergur. Fastur í bíl Fyrir utan Bjöm- inn þá er ýmislegt fieira á döfinni hjá Stefáni í sumar. Hann er að æfa leik- ritið Sjálfstætt fólk en sú sýning er á leið á heimssýninguna í Hannover í haust. Einnig mun Stefán taka þátt í dagskrá á vegum Þjóðleikhúss- ins sem sýnd verður á kristnihátíðinni á Þingvöllum og svo ætlar hann að skella sér í sumarfrí til út- landa. Hvernig helduróu aö kristnitökuhátíöin muni takast? „Ég bara hrein- lega veit það ekki. Maður heyrir aö það séu afskaplega fáir sem ætli að mæta, að það séu kannski mest megnis þessir 3000 starfsmenn sem að hátíðinni koma sem verði þama. Persónulega vona ég að þetta verði bara alveg hæfilegur fjöldi því ég vil ekki lenda í því að verða fastur í dvergabúningi í bílaröð eins og síð- ast á Alþingishátíðinni,“segir Stefán og minnist þess með hryllingi." Við vorum þrír dvergamir með Bessa Bjamason undir stýri. Þama sat mað- ur svo fastur í marga klukkutíma í þessum fáránlega búningi með krakka híandi á sig í næstu bílum. Ég vona að ekki komi til þess að þessu sinni heldur að maður komist á stað- inn og af honum aftur þegar maður kýs,“ segir Stefán sem getur þó bros- að að þessu atviki í dag. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)
https://timarit.is/issue/199529

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)

Aðgerðir: