Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 I>V Skoöun Fjandans tjaldvagninn ir því þegar ég það þig að fara út með ruslið og þú tókst sorppokann með þér í vinnuna?" Úr vöm í sökn Púff - það er naumast að konan þarf að blása, hugsaði ég í hljóði meðan ég sat undir ræðunni sem virtist aldrei ætla að enda. Þetta með ruslið og vinn- una greip ég hins vegar á lofti og hugð- ist snúa málinu mér í vöm. „Það getur nú ekki verið mikið að mínu eirðarleysi fyrst þú þarft að grípa til ruslasögunnar sem gerðist fyrir hartnær tuttugu árum. Þá var ég líka að flýta mér í vinnuna og mátti bara hreinlega ekki vera að því að opna lokið á tunnunni áður en ég stökk inn í bílinn. Auk þess tók ég ruslapokann í misgripum fyrir tösk- una með kaffibrúsanum." Hér hafði mér greinilega tekist að ná yfirhöndinni í samræðunum og hélt því ótrauður áfram. Ég benti á ýmsar vel heppnaðar ökuferðir út um lands- byggina. Ég vissi ekki betur en við hefðum t.d. farið víða meðan við áttum tjaldvagninn góða. Tjaldað á 80 km hraða „Svo minnst sé á eirðarleysi og stress, ekki var það ég sem sat við stýr- ið þegar tjaldvagninn tjaldaði sér sjáff- ur á 80 kílómetra hraða norður á Ströndum..." - Eins og hendi væri veifað datt nú á dauðaþögn í eldhúsinu. Það var eins og allir væm að bíða eftir enn stærri jarðskjáiftakipp en dundi yfir aðfara- nótt síðastliðins miðvikudags. - Þetta hefði ég betur látið ósagt. Ég fann hvemig svitinn perlaðist á enninu þegar ég áttaði mig á að með þessum orðum hafði mínum góða byr í kvöldmáltíðarumræðunni verið stefnt í skelfilega tvísýnu. Og það þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum, nú taldi konan tíma til kominn að svara fyrir sig. Fjandans læsingin „Já, það var fint hjá þér að minnast á tjaldvagnsferðimar. Manstu nokkuð af hverju fjandans tjaldvagninn opnað- ist og stefndi lifi fjölskyldunnar og lim- um í stórhættu? Sennilega værir þú ekki til frásagnar um þá ferð nema fyr- ir það eitt að ég var við stýrið. Ef þú hefðir verið við stýrið þegar þetta gerðist þá hefði eirðarleysið í þér við að ná á áfangastað á rétt- um tima örugglega valdið því að Það er sjálfsagt rann- sóknarefni hvað fólk í blaðamannastétt virðist vera eirðarlaust. í þess- um hópi má iðulega greina fólk sem getur aldrei setið kyrrt eina einustu mínútu. Jafnvel þótt blaðamenn séu í fríi langt frá daglegum skarkala vinnustaðarins er eins og þeir þurfi af einhverjum ólýsanlegum hvötum að vera á eilífum þeytingi. við hefðum verið á 110 kUómetra hraða í stað 80. Þá hefði útþaninn tjald- vagninn örugglega náð að feykja okkur niður snarbratta hlíðina fyrir neðan. Þú ert kannski líka búinn að gleyma þvi að það var húsbóndinn á heimUinu sem sagðist hafa eftirlit með öUu sem við kæmi ökutæki og öryggismálum bUs og tjaldvagns. Eða var það bara sagt tU að losna við uppvaskið eftir matmn á tjaldstæðinu á Blönduósi? Manstu þegar „ég“ var búin að ganga frá útUegudótinu í lemjandi rigningu og þú sast inni í bU og þóttist vera að laga útvarpið? Það var með naumindum að þú fékkst tU að hjálpa mér við að loka tjaldvagninum sem átti samkvæmt þínum eigin reglum að vera þitt verk. Þú ert sennUega líka búinn að gleyma því hver yfirfór ör- yggisbúnaðinn og tenginguna á tjald- vagninum. AUa vega var stressið og eirðarleysið svo mikið við að komast inn úr rigningunni og af stað að þú Hörður Kristjánsson blaðamaður sagði ég vandræðalega og muldraði eitthvað um bUaðan lás sem gleymst hafði heima áður en lagt var af stað. „Ég gerði nú við tjaldvagninn sjálfur. Já, hreinlega gerði hann upp eins og nýjan. Það sparaði nú engan smápen- ing. Ég saumaði meira að segja, af minni alkunnu snUld, tjaldúkinn sam- an sem rifnaði í þessum hamfórum. Ég veit ekki betur en vagninn hafi reynst okkur prýðUega eftir þetta.“ - Hér missti ég aftur tökin á umræð- unni því auðvitað þurfti konan aö rUja upp Ueiri neikvæða hluti. Ók á grjót undan eigin bíl „Var það ekki, já - reynst prýðUega! Ég man ekki betur en það hafi verið af- skaplega lítið gaman að flengjast um með þennan fjanda í eftirdragi. Þú ert sjálfsagt búin að gleyma því lika þegar þú ókst eins og vitleysingur eitt sum- arið á handónýtum malarvegi í ísa- fjarðardjúpi með dansandi vagninn í eftirdragi? AUt út af því að þú gast ekki hugsað þér að hleypa bU á R-núm- eri fram úr. Það átti sannarlega að sýna yfirburði landsbyggðaröku- mannsins. Gijóthríðin stóð í allar áttir undan bU og vagni. Það var samt ekki lásinn sem þú gleymdir þá. Það var bara af þvermóðsku sem þú vUdir ekki setja dúkinn á beislið sem átti að koma í veg fyrir steinkast á vagnmn. Trú- lega er þetta í fyrsta og eina skiptið í bílasögu heimsins sem ökumaður brýt- ur framrúðuna með því að keyra á grjót undan eigin bU!“ Nú var mér öUum lokið. Ég sat þama við matarborðið og hrærði í köldum fiski með gafflinum, gjörsam- lega vamarlaus. Hvemig í helvítinu átti mig að gruna að gaflinn á tjald- vagninum virkaði eins og tennisspaði? Gijótið, sem var örugglega hálft kUó, skaust undan bílnum af feiknaafli i gaflinn á tjaldvagnmum. Þaðan flaug steinninn hátt í loft upp og fram fyrir bUinn. Á hundrað - og kannski eitt- hvað kUómetra rólegri ferð var árekst- ur við faUandi hnuUungmn gjörsam- lega óumflýjanlegur. Það vUdi mér tU að rúðan var traust þó einhverjar sprungur mynduðust, annars hefði ég fengið gijótið beint í andlitið. „Heyrðu, elskan," sagði ég tU að snúa mig af lipurð út úr umræðunni. „Áttu ekki kaffisopa." „Nú, vUtu virkUega ekki segja mér hvað klikkaði þegar hjólið undan tjald- vagninum fór fram úr okkur í Skötu- firði...?“ Ykkar einlægur hefur þó lengst af taliö sig með öUu lausan við þennan kviUa. Við kvöldverðarborð fjölskyldu undirritaðs þótti af þeim sökum eirðarleysi (annarra) blaða- manna fullboðlegt umræðuefni. Hugðist húsbóndi hefja lesturinn og benda á dæmi þessu til sönnunar. Varla var þó búið að framkaUa nema nokkur orð í þessa veru þegar konan tók kipp svo við lá að rúg- brauðsneiðin, sem hún var að borða með soönu ýsunni, stæði í henni. gleymdir að læsa tjaldvagnslokinu. Það var því lán í óláni að ég tók við akstrinum og settist undir stýri þegar við vorum búin að taka bensín í sjopp- unni á Hólmavík." Minnisbankinn virkjaður Við þennan skelfílega reiðUestur sat ykkar einlægur gjörsamlega kjaft- stopp. SeUumar í höfuðkúpunni höm- uðust við að fletta upp í minnisbank- anum sem ýmsir ónefndir telja ekki upp á ýkja marga fiska. Ég fann hvem- ig áreynslan við að brúka heUabúið og óttinn við að verða undir í rökræðunni framkaUaði kaldan svita sem rann í taumum niður eftir bakinu. Mikið skelfmg getur þessi lifræna tölva stað- ið á sér þegar verst stendur á. Eftir hræðUega langa og vandræðalega þögn grUlti ég í eitthvað í einni hiUu minn- isbankans sem ég greip traustataki. Þama voru loks einhver rök sem gátu komið að gagni. Humm, já, já,“ Meö ruslið í vinnuna „Þér ferst nú að tala um eirðar- leysi annarra," sagði hún með þjósti. „Ég veit ekki annað en að um leið og þú sért kominn heim úr vinnu eða átt frí um helgar viljir þú ólmur rjúka af stað með fjölskyld- una í bílnum eitthvað út að keyra! Það er ekki einu sinni svo að það eigi að fara eitthvað sérstakt, bara eitthvað út í loftið. Þú ert svo eirðarlaus að þú hefur ekki einu sinni mátt vera að því að skrúfa aftur upp gardínustöngina sem datt niður tveim mánuðum fyr- ir Suðurlandsskjálftann hinn fyrri. Svo er alverst þegar eirðarleysið fær þig til að gleyma hvað þú átt raunverulega að vera að gera. Manstu til dæmis eft- Öryggismál í Evrópu „Fyrir aðeins tveimur árum stóðu bæði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra og Niels Helveg Petersen utanrík- isráðherra fast á því að áform um evrópskt varnar- kerfi væru óraun- hæf og Danir hefðu engan áhuga á þeim. Við höfum jú NATO og sagt var að ESB mætti ekki grafa undan NATO. Menn áttuðu sig fyrst á hlut- unum haustið 1999 þegar Frakkar og Bretar, á fundi í St Malo, komu sér saman um megindrættina í upp- byggingu öryggismála innan ramma ESB sem voru síðan stað- festir á leiðtogafundinum í Helsinki í desember, aftur í gær í Feira og sem verða endanlega samþykktir á leiðtogafundi ESB í Nice í desem- ber. Fundurinn í St Malo varð mik- ið áfall fyrir dönsku ríkisstjórnina og borgaralegu flokkana í stjórnar- andstöðu því danskar rikisstjórnir hafa í áraraðir staðið fast á því Bretar myndu halda NATO-fánan- um hátt á lofti í Evrópu." Úr forystugrein Politiken 21. júni. Mugabe með leiðindi „Mugabe (for- seti Simbabves) hefur neitað að hleypa sendinefnd kosningaeftirlits- manna á vegum Evrópusambands- ins, sem í eru 17 Keníabúar og einn frá Nígeríu, inn í landið og kallað nefndarmenn breska njósn- ara. Hann hefur einnig meinað frjálsum félagasamtökum sem hafa eftirlit með kosningum, eins og National Democratic Institute frá Bandaríkjunum, um að koma. Svo óheppilega vill til fyrir Mugabe að stofnunin hefur úrskurðað að of- beldisverkin, yfirráð hans yfir fjöl- miðlum og hugsanlegt misferli viö skráningu kjósenda, geri kosning- arnar síður en svo frjálsar." Úr forystugrein Washington Post 23. júni. Markaður smyglaranna „Öllu er hægt að smygla sé mark- aður til fyrir vörurnar. Við höfum fengið sannanir fyrir þvi í harm- leiknum í Dover þar sem 58 manns létu lífið í læstum gámi. Smygl á fólki er orðið að arðvænlegum og víðtækum viðskiptum skipulagðra glæpasamtaka. Fólk í fátækum löndum, hvort sem það er í Asíu, Afríku eða Evrópu, snýr sér til glæpamanna í von um betra líf. Þeg- ar það hefur hafnað í klóm glæpa- mannanna á það erfitt með að losna og öðlast lífið sem það dreymdi um. Sem ólöglegir innflytjendur er fólk- ið leiksoppur samviskulausra vinnuveitenda og glæpamannanna sem stöðugt krefjast afborgana af veittri þjónustu." Úr forystugrein Aftenposten 21. júní. Dauðarefsingar „George Bush hugðist kynna margra milljarða áætlun um tækni- menntun á kosn- ingaferðalagi sínu í Kalifomíu. Hann var hins vegar spurður um dauðarefsingar í Texas, neitaði að fundi með frétta- mönnum. Stjórnmálamenn í Banda- ríkjunum afla sér ekki lengur sjálf- krafa atkvæða vegna áhuga á eitur- sprautum, gasklefum, gálgum og af- tökusveitum. Athygli manna hefur beinst aö öllum þeim tilfellum sem fólk hefur verið dæmt til dauða án þess að sekt hafi verið sönnuð svo óyggjandi sé eða vegna þess að fá- vísir, sljóir og stundum drykkfelldir verjendur hafa ekki sinnt starfi sínu.“ Úr forystugrein Aftonbladet 22. svara og aflýsti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.