Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 Helgarblað I>V Þessa dagana stendur Evr- ópumeistaramótið í knatt- spymu sem hæst og karl- menn íslands mega varla missa úr leik í sjónvarpinu. Stelpumar geta þó ekki síður haft gaman af því að kíkja á leikina því þó þær séu ekk- ert að spá i leikmynstur og marka- tölur þá er fullt af flottum og kyn- þokkafullum leikmönnum að sjá í keppninni. Norska blaðið VG bauð norskum konum nýlega upp á að velja sam- an sitt draumafótboltalið og það ekki eftir því hversu mörg mörk spilaramir hefðu skorað heldur einungis út frá kynþokka. Það stóð ekki á svömm enda em norskar konur ekkert að ergja sig yfir því að karlamir þeirra sitji sljóir yfir boltanum þar sem að þeirra sögn fá þær víst ennþá meira út úr því að horfa á leikina en þeir. Þær norsku völdu portúgalska leik- manninn Nuno Gomes sem kyn- þokkafyllsta spilarann í EM en hverjir lentu í hinum 10 sætunum og hvers vegna er að finna hér á síðunni. Það er því um að gera fyr- ir íslenskar eiginkonur að fara að fordæmi norskra kynsystra sinna og setjast endilega niður með eigin- manninum yfir næsta EM-leik og ljá dagdraumunum byr undir báða vængi yfir sveittum og fjallmyndar- legum fótboltakroppum. Númer 2 - Alessandro Del Piero Þetta er sannarlega ekta karlmað- ur meö mjúkar krullur og bros sem fær hnén til að kikna. Líkaminn er að springa af krafti bak við þröngan fótboltabúninginn. Hingað til hefur Alessandro, sem er 26 ára, aðeins fengið að leika í lokin í leikjum ítalska liðsins en norskar konur hefðu svo sannarlega ekkert á móti því að sjá hann vera með frá upp- hafi. Númer 3 - Fabian Barthez Meö þessum léttlynda Frakka mun manni örugglega aldrei leiðast. Það að norskar konur velji hann sem þriðja kynþokkafyllsta fótbolta- spilarann sannar það að sköllóttir karlmenn geta líka verið sexí. Stelpurnar hafa líka gaman af því að horfa á Evrópukeppnina í knattspyrnu: Kynþokkafullir fótboltaspilarar - fullt af flottum, sveittum kroppum á sjónvarpsskjánum Númer 4 - Francesco Totti Sjálfsöryggið lýsir af þessum ítalska 24 ára leikmanni. Hann hik- ar aldrei og veit nákvæmlega hvem- ig hann vill hafa hlutina. Minnir á víking með þetta Ijósa hár sitt og sterkan andlitssvip. Einfaldlega flottur. Númer 5 - Paolo Maldini Dýrslega sætur og með himnesk augu. Kolsvart hárið dansar villt i kringum andlitið sem gerir hann hreint og beint ómótstæðOegan. Ekki amalegt að vakna við hliðina á þessu villidýri! 32 ára rómversk fót- boltahetja sem virðist gefa allt, bæði á vellinum sem utan hans. Númer 6 - Bjorn Otto Bragstad Norskur sjarmör sem virðist kunna tökin á ýmsu öðru en fót- bolta... Drengurinn, sem er þrítug- ur, er með flottan sexí skeggvöxt og tælandi augnaráð. Númer 1 - Nuno Gomes er sagður hafa segulmagnaðar varir og þetta indíánaútlit fellur konum vel í geð. Það fer honum vel að skipta hárinu í miðju og hann er sætur með svitaband á enninu. Verður líka pottþétt ennþá sætari með aldrinum. Númer 7 - Zinedine Zidane Hávaxinn, flottrn- og kynþokka- fullur Frakki sem er 28 ára gamall. Virkar dulur sem gerir hann enn meira spennandi. Númer 8 - Patrick Berger 26 ára tékkneskur sykurklumpur með tælímdi bros og augu tU þess að drukkna í. Númer 10 - Paul Ince Svartur, 33 ára, sætur og vel byggður Breti. Bæði efri hluti lík- amans sem og fætur eru glæsUegir og sterkbyggðir. Að ekki sé talað um rassinn sem er eins og fótbolti í laginu. Þjóðsögur og dulræn fyrirbæri: Lýst eftir sögum Okkur hjá DV langar til að halda áfram umfjöUun okkar um þjóðsögur og dulræn fyrirbæri. Við höfum mestan áhuga á nýjum eða nýlegum íslenskum sögiun frá þessari eöa síðustu öld. Ætlunin er því að leita tU lesenda blaðsins og biðja þá um aö aðstoða okkur og senda okkur sögur. Viö leitum að aUs konar sögum. Sögum um óskýranlega og yfir- náttúrlega atburði og verur. Sögur um skyggni, forspár, draumaráðn- ingar og fyrirboöa - bæði góða og slæma - víti, særingar og varúðir, veðurboða og einkennUega hegð- un manna og dýra í tengslum við veður. Við leitum að draugasög- um, álfa- og huldufólkssögum, sög- um um engla, tröll og skrímsli. Við vUjum einnig fá að heyra frá fólki sem telur sig hafa séð fljúg- andi furðuhluti, hefur verið brottnumiö af geimverum eða þekkir tU slíkra fyrirbæra. Les- endur mega líka senda inn aUar aðrar skemmtUegar þjóðsögur og flökkusagnir sem það hefur heyrt. Hér er einnig kjörið tækifæri fyr- ir framliðna lesendur blaðsins að hafa samband og miðla af reynslu sinni hinum megin. Blaðið áskUur sér rétt tU að birta þær sögur sem áhugaverðastar eru og er fuUum trúnaði og nafnleynd heitið sé þess óskað. Þeim sem vUja veita okkur lið er bent á að hafa samband við VUmund i síma 550 5020 eða tölvupóst á net- fang: kip@ff.is. Kip Númer 9 - David Beckham Ótrúlega kúl gæi miðað við fót- boltaspUara almennt. Er með sjarm- erandi augu og flott bros. Hann fær þó mínus fyrir það að hafa rakað af sér hárið þvi hann var mun flottari með síða lokka. Hcmn mætti einnig vera með stæltari brjóstkassa. r i - ér u Númer 11 - Michael Owen Lítill og leikandi með lang- flottasta brosið. Ungur og sprett- harður og viröist geta haldið út miklu lengur en bara í 2x45 mínút- ur...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.