Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 10
10
11 1 ' 1 —--
DV
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jðnas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Óvirkar almannavamir
Viöbrögð almannavarna við jarðskjálftanum fyrir
viku voru nánast engin. Veðurstofan vanmat skjálft-
ann, öryggisfjölmiðlar tóku sumpart seint og sumpart
alls ekki við sér, björgunarsveitir voru ekki kallaðar út
og neyðarstöðin á Laugalandi var ekki opnuð.
Atburðarásin varð eins og ekkert skipulag almanna-
varna við jarðskjálftum væri til. Varnaraðgerðir komu
smám saman eins og af sjálfu sér, þegar stundarfjórð-
ungarnir voru farnir að líða hver af öðrum og menn átt-
uðu sig smám saman á umfangi vandans.
Veðurstofan hafði ekki dómbæran mann á jarð-
skjálftavakt og hélt fram, að jarðskjálftinn væri ekki
nema brot af því, sem hann reyndist vera. Réttar frétt-
ir af styrkleikanum komu fyrst frá Bandarikjunum og
síðan frá óháðri jarðskjálftastofu á Selfossi.
Veðurstofan er fjölmenn stofnun með hverjum sér-
fræðingnum upp af öðrum. Ódýrara væri að semja við
ellilaunafólk um að fylgjast í vaktavinnu með heimasíð-
um bandarískra veðurstofa og ýta á viðeigandi hnappa,
þegar þar er sagt frá hamförum á íslandi.
Ekkert sjálfvirkt kerfi fór af stað til að koma upplýs-
ingum á framfæri í síopnum fjölmiðlum ríkisins. Lög-
reglan benti á útvarpið, sem hafði lítið til málanna að
leggja, meðan starfsmenn þess flýttu sér í vinnuna. Rík-
issjónvarpið hafði bara áhuga á fótbolta.
Engin sjálfvirk öryggistenging fór í gang, þannig að
fréttir kæmu til bráðabirgða beint frá Almannavörnum
eða Veðurstofunni meðan fréttamenn væru á leiðinni í
vinnuna, enda var alls enginn á vakt á fyrri staðnum
og enginn kunnáttumaður á hinum síðari.
Á Suðurlandi hafa verið æfð viðbrögð við stórum
skjálftum. Enginn setti þessi viðbrögð í gang að þessu
sinni. Öryggismiðstöðin á Laugalandi var aldrei opnuð,
þótt hún væri nálægt þungamiðju atburðanna. Kalltæki
björgunarsveitamanna þögðu þunnu hljóði.
Enginn reyndi að hringja skipulega á bæi til að
kynna sér, hvort slys hefðu orðið eða fólk lent í sjálf-
heldu. Engin tilraun var gerð til að fara skipulega milli
bæja til að kanna, hvort björgunaraðgerða væri þörf.
Það var eins og allir væru að horfa á fótbolta.
Árvökulir björgunarsveitamenn urðu sjálfir að koma
sér á framfæri og forvitnast um, hvort ekki væri eitt-
hvað fyrir þá að gera. Þannig liðu fyrstu klukkustund-
imar meðan smám saman var að koma í ljós, að við
höfðum verið heppin að þessu sinni.
Atburðarásin var nákvæmlega eins og engar al-
mannavarnir væru til í landinu, engin skipulögð neyð-
aráætlun með fyrir fram ákveðnu ferli ákvarðana og
aðgerða. Menn tóku smám saman við sér, spiluðu eftir
eyranu og fóru ekki eftir áður þjálfuðu ferli.
Þetta vekur spumingar um, hvort við þurfum að
kosta Almannavarnir af opinbem fé, hvort við þurfum
að kosta jarðskjálftavakt af opinbem fé, hvort við þurf-
um að kosta öryggisfjölmiðla af opinberu fé? Fengist
betri þjónusta með því að bjóða hana út?
Auðnuleysi kerfisins um síðustu helgi kom að ofan.
Það voru miðstöðvar helztu þátta almannavarna, sem
bmgðust. Almennir björgunarsveitamenn voru reiðu-
búnir og almenningur hafði burði til að bjarga sér. Fólk
náði sér í réttar fréttir á bandarískum heimasiðum.
Það merkilega er, að trausti rúið kerfi almannavama
hagar sér eins og ekkert hafi í skorizt og gerir enga
tilraun til að finna, hvers vegna það fraus.
Jónas Kristjánsson
________________________________________________LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000
Skoðun DV
Hægri jaðarpólitík
Pat Buchanan hefur verið óþreyt-
andi málsvari þeirra afla, sem lengst
eru til hægri í bandarískum stjómmál-
um. Hann hlaut þjálfun sína í pólitísk-
um bellibrögðum í forsetatíð Richards
Nixons í upphafi 8. áratugarins: Þá
fékk hann það hlutverk að breiða út
óhróður um frambjóðendur demó-
krata. Buchanan varð síðan þekktur
fyrir að taka þátt í forkosningum
repúblikana fyrir forsetakosningamar
1992 og 1996 og sem stjómandi um-
ræðuþáttar um stjómmál á sjónvarps-
stöðinni CNN. Nú hyggst hann bjóða
sig fram til forseta á vegum Umbóta-
flokksins sem Ross Perot, fyrrverandi
forsetaframbjóðandi, stofnaði. Ekki er
svo að skilja að Buchanan eigi ein-
hvem möguleika sigri, enda mun bar-
áttan standa milli frambjóðenda stóm
flokkanna, þeima A1 Gore, varaforseta
og George W. Bush, ríkisstjóra í Texas.
En framboð Buchanans utan
Repúblikanaflokksins er táknræn fyrir
það umrót, sem nú einkennir hægri
væng stjómmálanna.
Mikil gerjun á sér nú stað yst á hægri væng bandarískra stjórnmála enda
hefur Repúblikanaflokkurinn leitað æ meira inn á miðjuna í þeirri von að
hreppa forsetaembættið í nóvember. Hægri maðurinn Pat Buchanan hefur
sagt skilið við Repúblikanaflokkinn og býður sig fram til forseta undir
merkjum Umbótaflokksins.
Breytt valdahlutföll
Eftir að kalda stríðinu lauk hafa
erkiíhaldsmenn átt sífellt erfiðara með
að fóta sig í bandarískum stjómmálum
enda var baráttan gegn kommúnism-
anum eitt helsta sameiningartákn
þeima. í fyrsta lagi hefur boðskapur
þeirra um menningar- og félagshnign-
un, sem rekja megi til þjóðfélags-
strauma 7. áratugarins, ekki hlotið
hljómgrunn meðal kjósenda. í annan
stað hefúr góðærið í Bandaríkjunum
gert það að verkum að yfirlýsingar
þeirra um þörfma á stórfelldum niður-
skurði í ríkisfjármálum hljómar
ósannfærandi enda hafa repúblikanar
á þingi sagt skilið við þá stefnu. í
þriðja lagi hafa þeir þurft að sætta sig
við miðjumann sem forsetaframbjóð-
anda Repúblikanaflokksins.
Það að vera hófsamur repúblikani
með ættarnafnið Bush var nógu
slæmt. En í þeirra augum tók steininn
úr þegar John McCain virtist um tima
eiga möguleika á að hljóta útnefningu
repúblikana.
Einn helsti andlegi leiðtogi banda-
rískra hægri manna, William Kristol,
lýsti því þá yfrr að sú íhaldsstefna, sem
kristallast hafði í árangurslausu for-
setaframboði Barrys Goldwaters árið
1964 og tók á sig fullskapaða mynd
með sigri Ronalds Reagans árið 1980,
væri dauð úr öllum æðum.
Því fer viðs fjarri en staðreyndin er
engu að síður sú að hægri vængur
Repúblikanaflokksins fer þar ekki
lengur með hugmyndafræðilegt for-
ræði. Hófsamari repúblikanar stjóma
mörgum áhrifamestu fylkjum og borg-
um Bandaríkjanna og þeir hafa forðast
að taka upp umdeild baráttumál gegn
fóstureyðingum, samkynhneigðum og
innflytjendum. Til að bregðast við
þessu áhrifaleysi hafa ýmsir róttækir
hægri menn leitað á ný mið. Eitt dæmi
þess er Buchanan: Hann hefur ekki að-
eins yfirgefið Repúblikanaflokkinn,
heldur einnig tekið yfir Umbótaflokk
Perots þar sem fyrir er fólk af allt öðm
pólitísku sauðahúsi. Buchanan hefur
safnað um sig hópi harðra stuðnings-
manna, sem líkja má við „nútíma-
svartstakka" að því er varðar foringja-
hoilustu.
Gagnrýni Buchanans á hemaðar-
íhlutun NATO á Balkanskaga og refsi-
aðgerðimar gegn Irak átti þátt í því að
hann myndaði bandalag með róttækri
vinstri konu, Lenoru Fulani! Varla
þarf að taka það fram, að slíkt pólitískt
samstarf hefði verið óhugsandi fyrir
tíu árum.
Erlend tíöindi
Valur
Ingimundarson
stjórnmála-
sagnfræöingur
Fulani berst fyrir flestu þvi sem
Buchanan er andvígur: Hún er sósí-
alisti, vill rýmka innflytjendalöggjöf-
ina og taka upp baráttu gegn kynþátta-
hyggju og styður fóstureyðingar. En
hún hafði sama markmiö og Buchan-
an: að ná áhrifum í Umbótaflokknum
til að komast á blað í forsetakosning-
unum. Þegar upp var staðið reyndist
Buchanan henni yfirsterkari:
Hann hyggst gera flokkinn að hrein-
ræktuðum hægri flokki. Nú hefur Ful-
ani sagt skilið við Buchanan og sakað
hann um pólítíska þröngsýni. Hann
hafi t.d. ekki sinnt höfuðmarkmiðum
bandalags þeirra að berjast fyrir breyt-
ingum á fjármögnun kosninga og gegn
alþjóðavæðingu og utanríkisstefhu
Bandaríkjastjómar.
Staða Buchanans
Fátt bendir til þess að framboð
Buchanans hafi bein áhrif á kosninga-
úrslitin í nóvember. Búast má við að
hann fái í mesta lagi 5% atkvæða. En
það verður forvitnilegt að fylgjast með
því hver áhrifm verða á bandaríska
hægri pólitík. Það er allt annað að
skipuleggja kosningabaráttu en halda
fLokki eins og Umbótaflokknum saman
milli kosninga. Það fékk öfgamaðurinn
George Wallace, ríkisstjóri í Alabama,
að reyna þegar hann bauð sig fram
sem málsvari „Suðurríkjagilda“ í for-
setakosningunum árið 1968. Fylgi
flokks hans fór úr 13,5% árið 1968, í
0,21% árið 1976 og 0,05% árið 1980.
Frambjóðandi Kommúnistaflokks
Bandaríkjanna fékk jafnmikið fylgi
það ár.
Spumingin er því sú hvort þeir sem
em yst á hægri væng í bandarískum
stjómmálum reyni að skipuleggja bar-
áttu sina utan Repúblikanaflokksins
eða hvort klofningsöfl, eins og ýmsir
kristilegir hópar, sem styðja nú
Buchanan, snúi aftur til fóðurhús-
anna.
kjarnflauga
samningur
, t Sjaðu...!
Loksins skotmark sem
við getum hitt.
V fr