Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000
DV
Tilvera
59
Belle de jour
Bældur kyn-
þokki franskr-
ar þokkadísar
Jæja, hér er komin önnur mynd
eftir spænska súrrealistann Luis
Bunuel úr ágætu safni Aöalvídeó-
leigunnar við Klapparstíg. Belle de
jour, sem skartar Catherine Deneu-
ve í aðalhlutverki
bældrar eiginkonu sem
gerist vændiskona, er af
mörgum gagnrýnendum
talin hreint meistara-
verk, og er sjálfsagt ein
af þekktustu myndum
hans ásamt Le charme
discret de la bourgeoisie
og Cet obscur objet du
désir.
Severine er eiginkona
læknisins Pierre Serizy.
Hún er gullfalleg en
kynköld og á erfitt með
að sýna manni sínum
ástúð þrátt fyrir að
henni þyki afar vænt um
hann. Hana dreymir
dagdrauma um að vera niðurlægð,
beitt otheldi og nauðgað. Til að fá
útrás fyrir masókískar hneigðir sín-
ar fer hún að vinna á vændishúsi
þar sem hún notar nafnið Belle de
jour. Svo virðist sem þetta beri til-
ætlaðan árangur því að samband
hennar við eiginmann sinn verður
betra og betra. Eftir að hættulegur
glæpamaður verður ástfanginn af
henni og vinur Pierre heimsækir
vændishúsið ákveður hún að hætta,
en glæpamaðurinn neitar að taka
því og eltir hana heim til hennar.
Myndin inniheldur mörg af sér-
kennum Bunuels. Fáguð úrkynjun
borgarastéttarinnar og bældar og
brenglaðar kynferðislegar langanir
voru meðal uppáhaldsviðfangsefna
hans og honum fannst fátt skemmti-
Made
Men
★★★
Klassísk
glæpa-
saga
Karlmannlegir menn. Um það er
myndin. Hún byijar á staðlaðri tón-
list karlmannaímyndar og leggur
þar strax línumar. I sama takt er
kvenfólkið i myndinni staðlað eftir
sömu ímynd.
Bill „kjaftur" bar vitni fyrir
bandarisk stjómvöld og fyrir vikið
fékk hann nýtt nafn og aðstoð frá
ríkinu við að koma sér upp nýju lífi
á nýjum stað. Hann notaði tækifær-
ið og stal slatta af pening frá aðalbóf-
anum rétt áður en hann hvarf. Eins
og vera ber í hasarmynd þá finna
glæponamir hið nýja aðsetur Bill
„kjafts“. Þeir em komnir til að ná
aftur peningunum og ganga endan-
lega ftá Bill „kjafti". Upphefst heil-
mikil flækja þar sem glæpahyski
sveitarinnar, glæpahyski stórborgar-
innar og kjaftur Bills ásamt yfirvöld-
um i sveitinni koma við sögu. Svo er
bara að sjá hvemig leysist úr flækj-
unni.
James Belushi sýnir stórleik í
þessari mynd. Aftur á móti er
Timothy Dalton hálf hallærisleg am-
erísk sveitalögga. Nær því þó nokk-
uð vel meðvitaður um „breyskleika"
sinn. Skemmtileg og spennandi
mynd sem er vandlega flækt. -GG
Catherine Deneuve
Leikur aðalhlutverkiö í Belle de jour.
legra en að fletta hulunni af glæsi-
legu yfirborðinu og sýna ormagryfj-
una þar undir. Til að útskýra
brenglaðar hvatir aðalsöguhetjunn-
ar fáum við tvö lítil skot úr barn-
æsku hennar þar sem eldri maður
þuklar á henni og hún neitar sakra-
mentinu. Dagdraumasenurnar eru
síðan súrrealískar æflngar sem eiga
að gefa til kynna hennar innri
mann. Myndin endar á einni slíkri
sem hægt er að túlka á fleiri en einn
veg. Myndin er full af táknum, sum-
um hverjum torráðnum, og ekki að-
eins sjónrænum táknum heldur
einnig hljóðrænum. Leikstjórinn
notar enga tónlist í myndinni, en
bjöllur og dýrahljóð leika stórt hlut-
verk.
Þrátt fyrir að vera uppfull af at-
hyglisverðum smáatriðum vantar
svolítið broddinn í ádeiluna hjá
honum og myndin virkar meira
sem pervertísk fantasía. Að manni
læðist sá grunur að menningarvit-
amir sem lofsyngja myndina hvað
mest séu bara að fá útrás fyrir
klámhundinn í sér á menningarleg-
an hátt. Það er þó engin óþarfa nekt
í myndinni og allt gert á eins
smekklegan hátt og mögulegt er.
Það besta við myndina er franska
þokkadisin Catherine Deneuve, 23
ára gömul, sem geislar af sakleysi
annars vegar og bældum kynþokka
hins vegar í besta hlutverki ferils-
ins. Eiginlega á hún nánast jafn
mikið í myndinni og Bunuel.
Luis Bunuel. Aðalhlutverk: Catherine
Deneuve, Jean Sorel, Michel Piccoli,
Genevieve Page og Pierre Clementi.
Frönsk/ítölsk, 1967. Lengd: 100 mín.
Pétur Jónasson
Skífan. Leikstjóri: Louis Momeau. Aöat
hlutverk: James Belushi, Timothy Dalton og
Vanessa Angel. Bandarisk, 1999. Lengd:
91 mín. Bönnuö innan 16 ára.
ADSL
Sítengin
meiri hraði
sítenging
mánaðargjald óháð tengitíma
nýtir núverandi símalínu
ekki á tali þó tengingin sé í notkun
oq hraðara Internet
Nýjung - Léttkaup
Nú er enn auðveldara að komast í sítengt ADSL samband.
ADSL mótald með Léttkaupum Símans.
Þú greiðir aðeins 7.200,- út og svo 1.500,- á mánuði í 12 mánuði.
Staðgreiðsluverð er 24.000,-
Verð miðast við ADSL mótald, við það baetist stofngjald 6000,- og sia, verð frá 900,-
ADSL - afhverju að bíða?
ÍSLEIMSKT
G V A IVI D A Ð
Úr nfðsterku, endurunnu Govaplasti og
galvaniseruðu prófílstáli. Sérstaklega hentug þar
sem mikið mæðir á. Þola að standa úti allt árið.
= BERGIÐJAN
Víðihlíð við Vatnagarða
Símar 553 7131 og 560 2590