Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 Útlönd I>V Lifi frjáls fjölmiölun Ekki trúa allir Pútín Rússlandsfor- seta þegar hann dásamar mikilvægi frelsis rússneskra fjölmiðla. Pútín fylgjandi frelsi fjölmiðla Vladímír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að virða frelsi fjöl- miðla. Eigandi einu einkareknu sjónvarpsstöðvarinnar, sem stungið var inn í smátíma í síðustu viku, sagði aftur á móti að yfirvöld vildu aðeins undirgefna fjölmiðla. í rússneska utanríkisráðuneytinu eru menn greinilega pirraðir á allri athyglinni sem fjölmiðlakóngurinn Vladímír Gúsinskí fékk vegna hand- tökunnar og sökuðu Bandaríkjaþing um afskiptasemi af rússneskum innanríkismálum. Gúsinskí kom fyrir saksóknara í Pétursborg í gær og var ákærður fyrir fjársvik vegna einkavæðingar- samnings í borginni. Fjölmiðlar Gúsinskís hafa oftsinnis gagnrýnt rússnesk stjómsvöld. Skattaálögur í Færeyjum þyngri en í Danmörku Færeyska fjármálaráðuneytið hefur leiðrétt Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, með útreikningum sem sýna að Færeyingar greiði meiri skatta en Danir þegar allt hefur verið talið með, álögur og endurgreiðslur og annar stuðningur. Poul Nyrup hélt því fram í síð- ustu viku að Færeyingar greiddu 10 prósent lægri skatta en Danir. Hann notaði þær upplýsingar í umræðun- um um sjálfstæðismál Færeyinga og sagði þetta eina af ástæðunum fyrir þvf að danska stjómin gæti ekki fallist á að Færeyingar fengju meira en fjögur ár til að laga sig að brott- falli rikisstyrksins danska. Jesse mótmælir Blökkumannaleiötoginn Jesse Jacksoi var viöstaddur aftöku í Texas og talaö gegn dauöarefsingum. Frakkar fordæma aftökuna í Texas Frönsk stjómvöld fordæmdu í gær aftöku dæmda morðingjans Garys Grahams í Texas i fyrrinótt. Þá sögðust Frakkar ætla að berjast fyrir því, í formannstíð sinni í Evr- ópusambandinu, að aftökur i Bandaríkjunum verði stöðvaðar. Frakkar taka við 1. júlí. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði að franski ræð- ismaðurinn í Houston hefði fyrir hönd allra 15 aðildarlanda ESB margsinnis reynt að tala máli Gra- hams sem hélt fram sakleysi sinu allt til síðustu stundar. Mugabe Simbabveforseti í vígahug á framboösfundi: Uthuðar stjornar- andstæöingunum Robert Mugabe Simbabveforseti úthúðaði stjómarandstæðingum á kosningafundi í heimasveit sinni í gær og kallaði þá skósveina hvíta mannsins. Hann hvatti kjósendur til að veita andstæðingum sínum ekki brautargengi í þingkosningun- um um helgina. Um fimmtán þúsund manns, aðal- lega skólaböm, komu til fundarins í Chinhoyi, heimabæ Mugabes norð- vestur af höfuðborginni Harare. Það eru mun færri en forystumenn stjórnarílokksins ZANU-PF höfðu gert sér vonir um. Einn þeirra hafði spáð því að sextíu þúsund manns myndu mæta. Skósveinar hvítra Fámennið dugði þó ekki til að sljákka í Mugabe sem vandaði bæði stjórnarandstöðuflokkinum MDC og breskum stjómvöldum ekki kveðj- urnar. Mugabe hefur sakað Breta um að standa straum af kosninga- baráttu stjómarandstæðinga. „Við viljum senda þeim skilaboð. Ofanígjöf, gagnrýni og stiga- mennska, hversu mikil sem hún er, fær okkur ekki ofan af því að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar," sagði Mugabe meðal annars í fimm- tíu mínútna langri þrumuræðu sinni. „Við skulum kenna bresku stjóm- inni lexíu. Við kennum henni lexíu með því að sigra skósveinaflokk hennar." Stjómarflokki Mugabes hefur ekki fyrr staðið jafnmikil ógn af andstæðingum sínum og nú af MDC. Flokkur Mugabes hefur verið við völd í tuttugu ár. Ofbeldisverk hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna í Simbabve. Einn frambjóðenda MDC var barinn til óbóta í gær og lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Harare eftir að meintir stuðnings- menn forsetans gengu í skrokk á honum og börðu með jámstöngum og prikum. Numdir á brott Stjómarandstæðingar sögðu í gær að fjórtán eftirlitsmenn þeirra hefðu verið numdir á brott á fimmtudag frá þorpum og bæjum í grennd við borgina Bulawayo í sunnanverðu landinu og að kjör- staður hefði verið brenndur til grunna. Undirbúningur kosninganna hef- ur verið fordæmdur víða um lönd undanfarna daga. Yfirmaður eftir- litsnefndar Evrópusambandsins sagði í gær að starfsmenn hans hefðu enn fengið tilkynningar um ofbeldisverk og hótanir. oiyujd luibuidim binM og TiuKKinn nans Þessir hressu, ungu menn styöja stjórnarflokkinn í Simbabve, ZANU-PF, og forseta landsins, Robert Mugabe. Piltarnir létu sig ekki muna um þaö aö sitja ofan á þaki langferöabíls á leiö á fjöldafund meö forsetanum á íþróttaleikvangi í borginni Chitumgwiza. Þar veittist Mugabe aö stjórnarandstæöingum og kallaöi þá skósveina hvíta mannsins Merkur fornleifafundur í Hróarskeldu: Danir kristnuðust hugsan- lega fyrr en talið var Danir tóku kristna trú hugsan- lega fyrr en hingað til hefur verið ætlað. Nánari rannsóknir á kristn- um kirkjugarði sem fannst í námunda við golfvöll í Hróarskeldu, eiga að skera úr um hvort svo sé. Að sögn danska blaösins Dagbladet í bænum Ringsted í gær kann kirkjugarðurinn að vera frá því fyr- ir opinbera kristnitöku í Dan- mörku. Dagbladet segir að kirkjugarður- inn sé, ásamt öðrum sem fannst við Limafjörð, elsti kristni kirkjugarð- urinn sem fundist hefur í Dan- mörku. „Þeir sem era í gröfunum höfðu ekkert með sér sem getur tímasett kirkjugarðinn. En við höfum látið gera nokkrar kolefnisaldursgrein- ingar sem sýna að kirkjugarðurinn er mjög gamall,“ segir Tom Christensen, forstöðumaður minja- safnsins í Hróarskeldu, sem stendur fyrir uppgreftinum. Christensen segir að kirkjugarð- urinn sé að minnsta kosti frá lokum tíundu aldar. Einhverjar niðurstöður bendi hins vegar til að hann geti verið frá lokum níunda aldar. Christensen vill ekki fullyrða um of út frá þeim rannsóknum sem þeg- ar hafa verið gerðar þar sem alltaf sé einhver óvissa í þeim. Nýjar rannsóknir á danska þjóðminjasafn- inu eiga hins vegar aö sýna hvort Hróarskeldusvæðið, eða hluti þess, hafi tekið upp kristna trú fyrr en áætlað var. Hin opinbera kristnitaka í Dan- mörku varð um árið 960 þegar Har- aldur blátönn konungur ritaði á Jalangurssteininn að hann léti Dani taka kristna trú. Umskiptin frá heiðni til kristni toku þó nokkur ár og breiddist kristnm úr frá vestri til austurs. Mistök flugmanns — Rannsóknamefnd .ríkjunum hefur kom- Kh :^jl stöðu að John F. t -‘ \ , M Kennedy yngri hafi K f-A misst stjórn á flugvél sinni með þeim af- fórst undan Martha’s Vineyard í fyrra. Auk Kennedys fórust kona hans og mágkona með flugvélinni. íkveikja ekki útilokuð Lögreglan í Ástralíu, sem rann- sakar eldsvoða í gistiheimili fyrir bakpokaferðalanga í fyrrinótt, úti- lokar ekki aö um íkveikju hafi ver- ið að ræða. Að minnsta kosti fimmt- án ungmenni fórust í eldinum, þar á meðal fjölmargir Bretar. Stærsta risaþotan Airbus-flugvélaverksmiðj umar ætla að hefja framleiðslu á 555 far- þega risaþotu sem gæti markað upp- haf nýrra tíma í flugferðum, hvað öll þægindi varðar, með leikfimisöl- um, börum og jafnvel spilavítum um borð. Sóðar verði sektaðir Umhverfisráðherrar ESB vilja að þau ríki sem ekki standa við gerða samninga um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verði sekt- uð. Hrópuðu á hjálp Sextíu ólöglegir kínverskir inn- flytjendur til Bretlands sem var troðið inn í loftþéttan flutningabíl hrópuðu árangurslaus á hjálp þegar eina loftgatinu á bílnum var lokað, að því er fram kom í gær. Dátarnir áfram Madeleine Al- bright, utanríkisráð- herra Bandaríkj- anna, dró banda- ríska fánann að hún í Suður-Kóreu í gær og lýsti því yfir að bandarískar her- sveitir yrðu þar áfram, þrátt fyrir að stjómvöld í Norður-Kóreu séu að koma úr einangran sinni frá samfé- lagi þjóðanna. Velferð með evrunni Norrænu velferðarríkin tryggja hag þegnanna best með virkri þátt- töku í sameiginlegum gjaldmiðli Evrópusambandsins, evrunni. Þetta var álit flestra þátttakenda í pall- borðsumræðum á fundi norræna ráðherraráðsins á fimmtudag. Nefhd til Tsjetsjeníu Sendinefnd frá Evrópuráðinu kom til Tsjetsjeníu í gær þar sem hún mun starfa með opinberri rúss- neskri nefnd sem á að hafa eftirlit með mannréttindamálum. Lög gegn hryðjuverkum Ríkisstjórn Júgóslavíu hefur sent framvarp tO laga um baráttu gegn hryðjuverkum til þingsins og fær það flýtimeðferð. Lög gegn verkfalli Norska ríkisstjómin beitti neyð- arlögum í gær til að binda enda á verkfall starfsmanna í olíuiðnaðin- um. Verkfallið hefði að öðrum kosti stöðvað alla olíuvinnslu frá mið- nætti síðastliðnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.