Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 55 DV Tilvera Ódýrt tengiflug með Go til fjölda borga Nýja Airbus 3 vélin / þessari vél veröur hægt að fíakka á milli snyrtistofu, verslana, baraogtik- amsræktarstöðvar. Þúsaldarhvelfingin í London Þurfi menn aö bíöa eftir tengiflugi er tilvaliö aö sigla eftir ánni Thames til Þúsaldarhvelfingarinnar eöa skoöa borgina úr Lundúnaauganu. Virðulegir íslenskir lögmenn, eldri borgarar og ungir foreldrar með ungaböm í magapoka voru meðal farþega þegar blaðamaður DV flaug með flugfélaginu Go til London á dögunum. Það eru þvi fleiri en bakpokaferðalangar sem láta sig hafa það að fljúga að næturlagi frá Keflavík til Stansted til að komast á ákvörðunarstað fyrir lítið fé. Lágfargjaldaflugfélagið Go, sem er dótturfyrirtæki British Airways, hefur náð vinsældum meðal almennings á íslandi eins og annars staðar. Næturflug er náttúrlega ekki allra þægilegasti ferðamátinn ef farþegar eiga erfltt með að sofa i flugvél. Og dagurinn eftir flugið getur orðið fremur erfiður. En hafi ferðalangar tækifæri til að sofa í 1 til 2 klukkustundir fyrir flugferðina eru menn færir í flestan sjó. Ein af ástæðunum fyrir því að Go getur boðið lágt verð er sú að öllum kostnaði er haldið í lágmarki. Matur er ekki framreiddur um borð en flugfarþegar eru reyndar margir á þeirri skoðun að flugvélamatur sé hvort sem er vondur. Hægt er að kaupa drykkjarföng og samlokur eða aðra létta rétti um borð fyrir svipað verð og á kaffihúsum. Dagblöö og kodda verða farþegar að taka með sér telji þeir slíkt bráðnauðsynlegt í flugferðinni. Tengiflug Go er sérstaklega vinsælt og er á lágu verði eða frá um 10 þúsund krónum. Félagið flýgur frá Stansted til 17 áfangastaða í sjö löndum, nokkrum sinnum á dag til margra þeirra. Til margra staðanna er flogið snemma morguns skömmu eftir að lent er á Stansted. Flugvöllurinn, sem er um 10 ára gamall, er skammt frá London. Lestarferð með Stansted hraðlestinni til miðborgar London tekur um 45 mínútur. Fargjaldið kostar 12 pund aðra leiðina fyrir farþega Go flugfélagsins. Miöar keyptir á Netinu eða símleiöis Farþegar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að sækja farmiða né hafa gleymt þeim heima. Go gefur ekki út flugmiða en farþegar fá staðfest bókunarnúmer fyrir brottfor. Go selur viðskiptavinum farmiðana beint, annað hvort á Netinu á slóðinni www.go-fly.com eða í síma 0044 1279 66 63 88. Hægt er að panta miða í sima á milli kl. 7 og 23 að enskum tíma. Flestar símapantanir berast á milli kl. 9 og 21 að sögn fulltrúa flugfélagsins. Go sætti gagnrýni á íslandi í upphafi áætlunarflugsins hingað þegar í Ijós kom að ekki reyndist unnt að fá farmiða á lægsta auglýsta verðinu, 10 þúsund krónum. Að sögn fulltrúa Go fór eftirspum fram úr öllum væntingum. Hægt er að fá farmiða í 5 verðflokkum. Dýrasta fargjaldið er 24 þúsund krónur. Forstjóri Go, Barbara Cassani, er ánægð með þær viðtökur sem flugfélagið hefur fengið. „Fólk, sem fór kannski tvisvar á ári til útlanda, fer nú jafnvel þrisvar til fiórum sinnum. Það leyfir sér að skreppa frá London til Bilbao fyrir 80 pund fram og til baka til þess að kíkja á Guggenheim listasafnið svo eitthvað sé nefnt,“ greindi hún nýlega íslenskum fréttamönnum frá. Farþegafiöldinn hefur aukist um 18 prósent að meðaltali á þeim flugleiðum sem Go hefur hafið áætlunarflug til. Hluti Go af aukningunni er um 10 prósent. Að sögn Barböru, sem er 39 ára gömul Bandaríkjakona, verður tekin ákvörðun um það innan 7 vikna hvort Go heldur áfram flugi til íslands. Nú er ákveðið að Go fljúgi milli Keflavíkur og Stansted tfl 27. september næstkomandi. Aukin þægindi á flugi Flestir eru vanir því á flugferðum að sitja niðumjörvaðir í þröngum sætum og reyna að láta tímann hða við lestur , eða sjónvarpsgláp. Framtíðarsýn flug- vélahönnuða er nokkuð á annan veg og þess er meira að segja ekki langt að bíða að flugfarþegar geti brugðið sér á snyrtistofú, farið í líkamsrækt eða ein- faldlega sest á huggulegan bar á meðan á flugferðinni stendur. Airbus-flugvéla- framleiðandinn vinnur nú að smíði nýrrar farþegavélar sem ætlað er að innihalda fyrmefnda hluti. Nýja vélin, sem gengur undir nafninu A-3, verður tveggja hæða og getur tekið allt frá 650 farþegum og upp í 900 ef þægindin eru skorin niður. Boeing-verksmiðjumar í Bandaríkj- unum eiga heiðurinn af stærstu far- þegavélinni nú um stundir en Boeing 747-400 tekur ailt að 525 farþegum. Samkeppni milli verksmiðjanna - tveggja harðnar stöðugt og má segja að Evrópa sé komin í flugvélastríð við Bandaríkin. Boeing-menn segja Air- bus-menn ofmeta markaðinn og þeir muni eiga í erfiðleikum með að selja nýju vélina. Airbus kveðst hins vegar geta selt 1300 vélar um leið og vélin verður tilbúin en smíði hennar hefst innan tíðar. í ljósi þess að flugumferð er talin munu tvöfaldast á næstu 15 árum þykir ljóst að smíðaðar verði stærri flugvélar en áður og jafnvel er talað um framtíðarflugvél sem taki 1500 farþega og verði þá um hálfgerð • fljúgandi skemmtiferðaskip að ræða. -IBS DUBLIN AISLANDI Dublin á íslandi Lagersala ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN Ljós, lampar og skermar, allt á 50% afslætti. Vatteruð rúmteppi, single, double og king size, nú aðeins 1499 kr. Eldhúshandklæði, aðeins 125 kr. Bollar, 50 kr. Hnífapör frá aðeins 50 kr. Frábært úrval af sokkabuxum á 60% afslætti, nú frá aðeins 50 kr. Polo-bolir á aðeins 299 kr. Nærföt á börn og fullorðna í miklu úrvali. Allar dömu- og herrabuxur á aðeins 999 kr. Sundfatnaður og bikini í miklu úrvali. Þetta og margt fleira. Alílt á miklum afslætti. Dublin á Islandi • Faxafeni 10 • sími 553 1381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)
https://timarit.is/issue/199529

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)

Aðgerðir: