Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000
Helgarblað
iMwmm
Marquardt ætlaði að sýna hver væri húsbóndinn á heimilinu:
Eiginmaður
og faðir í
hefndarhug
Hann var undirmálsmaöur. Hann
var reyndar eiginmaður og faðir en
hann hafði alls engin völd yfir eig-
inkonu sinni og syni. Málin þróuð-
ust að lokum á þann veg að þau
fleygðu honum út úr íbúðinni.
Innst inni vissi hann vel að það
var honum sjálfum að kenna. Hann
hafði brugðist of oft. Hann hafði
ekki sinnt starfi sínu og hafði stung-
ið af frá mörgum vinnuveitendum.
Þegar eiginkonan skammaði hann
fyrir það deyfði hann tilfinningarn-
ar með áfengi og það gerði auövitað
allt verra.
í vanmáttugri reiöi sinni varð
hann ofbeldisfullur. Hann hafði bar-
ið konuna sina og son sinn þangað
til sonurinn var orðinn svo stór að
hann gat varið sig. Eftir það beitti
hann bara eiginkonuna ofbeldi, það
er þegar sonurinn var ekki heima.
Sonurinn varði nefnilega móður
sína og hann lét fóður sinn finna
fyrir því.
„En nú ætlaöi hann að binda
enda á þetta,“ sagði hann við sjálfan
sig og blótaði hátt. Var hann ekki
húsbóndi á sínu eigin heimili?
Hann sat ásamt drykkjufélögum
sínum niðri við bakka Rínarfljóts í
febrúar 1 fyrra. Þeir höfðu drukkið
allan fyrrihluta dagsins. Þeir voru
allir undirmálsmenn sem reyndu að
gleyma vesaldómi sínum með því að
leita á náðir flöskunnar.
Hann gat ekki gleymt
Hann gat ekki gleymt. Þau höfðu
verið gift í yfir 20 ár, hann og Lydia.
Þau höfðu átt svo margar góðir
stundir saman. Hvemig gat hún
fengið sig til þess að fleygja honum,
eiginmanni sínum, Friedrich
Marquardt, út eins og einhverjum
úrgangi?
Hann fann hvernig reiðin náði
tökum á honum. Hún þurfti að fá út-
rás. Nú ætlaði hann í eitt skipti fyr-
ir öll að sýna henni og stráknum
hver væri herra í húsinu. Hann ætl-
aði að gera þeim og öllum öðrum
Friedrich Marquardt
Hanri ætlaöi aö sýna eiginkonu sinni
og syni hver væri húsbóndinn á
heimilinu. Hann sætti sig ekki viö
aö hafa veriö vísaö á dyr.
sem gerðu gys að honum það alveg
ljóst að hann gæti látið bera virð-
ingu fyrir sér.
Hann reis á fætur en var svo
óstöðugur að hann gat ekki sest upp
á hjólið sitt. Hver fjárinn, jæja, ég
teymi það bara, hugsaði hann. Það
tekur svolítið lengri tima en þá get
ég líka skipulagt betur næsta skref.
Faiin byssa
Hann hló þegar hann hugsaði til
þess að við „næsta skref' myndi
hann beita byssu. Henni hafði hann
stolið þegar hann gegndi herþjón-
ustu. Nú var hún á öruggum staö.
Byssan var falin í bólstruðum hæg-
indastól heima hjá Lydiu. Hann
hafði notað tækifærið til að fela
hana þar þegar hún hafði vísað hon-
um á dyr. Hann ætlaði að vera við
öllu búinn. Hann gekk alltaf með
skotfæri í vasanum á stóra loð-
skinnsfrakkanum sínum sem hann
hafði fundið þegar hann starfaði
sem öskukall.
Hann nálgaðist Brandenburg
Strasse 40, heimilið sitt þar sem
hann mátti aðeins koma sem gestur
og aöeins þegar hann var ódrukk-
inn. Reiðin sauð í æðum hans. Hvað
ímyndaði hún sér, kerlingin? Aö
banna honum að koma inn á sitt
eigið heimili. Nú skyldi verða bund-
inn endi á það, i eitt skipti fyrir öll.
Hann vissi að hún var heima.
Hún þénaði vel sem bakari og vegna
starfs síns fór hún alltaf snemma á
fætur. Um hádegið var hún vön að
sofa djúpum svefni, örþreytt eftir
vinnuna. Og aðfaranótt sunnudags
var alltaf sérstaklega erfið því það
voru alltaf miklu fleiri sem vildu fá
sér nýtt brauð með kafFmu á sunnu-
dagsmorgnum en aðra daga. Hún
yrði alls ekki viðbúin þegar hann
kæmi.
Viti sínu fjær af hræðslu
Hann komst án erfiðleika inn í
íbúðina því hann hafði látið gera
aukalykla þegar hann sá hvert
stefndi í sambúð þeirra. Hann
hreyfði sig hljóölaust um íbúöina,
Lydia Marquardt
Lydia fleygöi eiginmanninum út eftir 20 ára hjónaband. Hann var drykkjusjúklingur og ofbeldishneigöur.
fann byssuna og hlóð hana. Því
næst opnaði hann varlega dyrnar að
svefnherberginu. Jú, þarna var hún.
Hún lá og svaf djúpum svefni í
hjónarúminu þeirra. Hann stóð
kyrr svolitla stund og horfði á hana.
Svo beygði hann sig niður og kyssti
hana fyrst á ennið og síðan á munn-
inn.
Lydia Marquardt vaknaði og sá
hver stóð yfir henni. Hún varð viti
sínu fjær af hræðslu og æpti hátt.
Friedrich Marquardt skaut hana
strax í höfuðið. Hún hné niður í
rúmið. í sömu andrá var dyrunum
að hjónaherberginu svipt upp. Son-
urinn, sem hafði heyrt hávaðann,
rauk inn og fleygði sér yfir fóður
sinn. í átökunum hleypti Friedrich
Marquardt aftur af og sonurinn hné
niður fyrir framan hann. Sonurinn
hafði einnig fengið skot í höfuðið.
„Hann komst án
erfiðleika inn í íbúðina
! því hann hafði látið
gera aukalykla þegar
hann sá hvert stefndi í
sambúð þeirra. Hann
hreyfði sig hljóðlaust
um íbúðina, fann
byssuna og hlóð hana.
Því næst opnaði hann
variega dyrnar að
svefnherberginu."
„Það var ég sem gaf þér lífið,“
æpti faðirinn að syni sínum sem lá
í blóði sínu á gólfinu. „Ég get því
svipt þig lífinu," bætti hann við.
En þar skjátlaðist Friedrich
Marquardt. Nágrannar, sem höfðu
orðið felmtri slegnir er þeir heyrðu
skotið af byssu, höfðu hringt í lög-
regluna. Þegar eftirlitsbíOinn kom
fundu lögreglumennirnir fómar-
lömbin tvö í blóði sínu. Mæðginin
voru enn á lífi en meðvitundarlaus.
Marquardt hélt enn á byssunni en
var afvopnaður í einu vetfangi.
Mistókst allt
Hann var ákærður fyrir morðtil-
raun. Verjandi Margquardts sagði
verknaðinn tilraun til manndráps
af gáleysi en rétturinn hlustaði ekki
á þau rök.
Það kom fram við réttarhöldin að
Lydiu hafði fundist hún vera í lífs-
hættu þegar Friedrich réðst eitt
sinn á hana á meðan hann bjó enn
heima. í örvæntingu hafði hún
reynt að stinga hann með hníf. Þeg-
ar hún var látin svara til saka
Sonurinn Andreas
Hann var skotinn er hann reyndi aö
bjarga móöur sinni.
vegna þessa máls var hún sýknuð.
Hún var talin hafa beitt hnífnum í
nauðvörn.
Hún hafði ekki komið neinum
vörnum við þegar Friedrich skaut
hana í höfuðið. Sonurinn hafði held-
ur ekki getað varið sig. Friedrich
Marquardt var dæmdur fyrir til-
raun til morðs á þeim báðum. Hann
var dæmdur í 13 ára fangelsi.
Hvorki Lydia né sonur hennar og
Friedrichs, Andreas, voru viðstödd
réttarhöldin. ístaðinn var lagður
fram skriflegur vitnisburður þeirra.
Mæðginin voru á sjúkrastofnun þar
sem þau voru í endurhæfingu vegna
skotsáranna sem þau fengu.
Friedrich Marquardt hafði mis-
tekist aUt sem hann tók sér fyrir
hendur.
Morðingi á skemmtisiglingu
Skemmtisiglingin átti að laga brestina í
hjónabandi Julie og Tims.