Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 52
60 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 Tilvera DV Jarðsk j álf taskákir Ég sat heima um eittleytið aðfara- nótt miðvikudags og var að tefla á Netinu við náunga sem kallar sig Young Tal þegar snarpi skjálftinn reið yfir. Mér fannst ég svífa í lausu lofti, líkt og í flugvél sem tekur smá- dýfu. Skákin já, um leið og skjálft- inn reið yfir lék maðurinn erlendis af sér biskup og gafst upp. Árið 1997 sat ég að tafli við Áskel Öm Kárason, núverandi forseta Skáksambandsins, á Skákþingi ís- lands á Akureyri í síðustu umferð. Teflt var á fjórðu hæð í Alþýðusam- bandshúsinu. Þá kom snarpur skjálfti og það er í eitt af fáum skipt- um sem ég hef rætt við andstæðing minn á meðan á kappskák stóð! Áskell spurði mig brosandi hvort við ættum ekki að hlaupa út, við af- réðum að bíða, þá kom annar skjálfti og skákborðið nötraði eins og hrísla í Vaglaskóg! Við sátum sem fastast, Qestir keppendur búnir með sínar skákir. Áskell yfirspilaði mig eftir kúnstarinnar reglum, en ég vann engu að síður. Ég vinn greinilega allar skákir sem em tefldar í eða viðloðandi jarðskjálfta. Svo eru til skákir sem líkja má við jarðskjálfta, eftir taflmennsk- unni að dæma. í Frankfurt hafa nokkrir ofurskákmenn fengist til þess að tefla við tölvuforritið Fritz gegn vægu gjaldi. Hver keppandi tefldi 2 skákir, aðeins er eftir viður- eign Alexei Shirovs sem að vísu tefldi (væntanlega) í gær og fyrra- dag, meira um það síðar. Kramnik og Leko báru sigurorð af Fritz, 1,5- 0,5, en þeir Anand og Morozevich (Móri) töpuðu með sömu tölum. Staðan er sem sagt 4-4 og tafl- mennska Shirovs ræður úrslitum. En lítum nú á vinningskák Kramniks gegn „dýrinu". Hvítt: Tölvuforritið Fritz keyrt á Primergy K800 grip Svart: Vladimir Kramnik. Enski leikurinn 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 f5 4. d4 e4 5. Rg5 Bb4 6. Rh3 Rf6 Kramnik hefur tekist að beina taflinu inn á lokaðar brautir, eig- inlega frumskilyrði ef sigur á að nást gegn „dýrinu". 7. e3 Bxc3+ 8. bxc3 d6 9. Rf4 0-0 10. h4 De7 11. c5! Rd8! Brýtur gegn lögmálinu og spá- mönnunum! Hvemig fer maður að því að rugla tölvuforrit? Það geta nú allir, aðeins að ýta á rangan takka. 12. Db3+ Re6 13. Bc4 He8 14. Ba3 Kh8!? Vogun vinnur, vogun tapar. Kramnik fómar peði og ég er viss um að flestir mannlegir hefðu þegið það líka. 15. Bxe6 Bxe6 16. Dxb7 d5. Lokar búðinni, hvítur ætti að leika strax 17. Da6.17. Hbl Bf7 18. Hb3 Hec8 19. c6 Dd8 20. Da6 Rh5 21. Rxh5 Bxh5 22. Hb7 Df6. Áætlun hvíts hefur verið fjar- stæðukennd, peðið á a7 er skot- markið, en það er til eitthvað sem kallast mátsókn. Og að hróka ofan í jarðskjálftasprungu er glapræði. Hvað getur hvítur gert í stöðunni? 23. Da4 kannski?. Eða 24. Db5? 23. 0-0 h6 24. Bc5 Kh7 25. Bxa7 Dxh4 26. Hfbl. ye '^VídistadcitQ^ötfó 22.júní- 25.júní Landnám Atþjódleg víkíngahótíd í Hafnarfirdí Bardagar víkingamarkadur hestasýningar víkingaskóli bogfimi víkingamatur leiksýningar trommudanso.fi. Er ekki allt í himnalagi? Biskups- fómina hræðist Fritz ekki, auðvelt að gera við því. Frípeð á a-línunni og svartur steinliggur. En tölvufor- rit hafa ekki mannlegt innsæi og framhaldið einkennist af því. En varið ykkur, Fritz teflir sjaldan svona illa og á að auki í höggi við mann sem Kaspi hefur valið sem næsta áskoranda sinn. Og Vladimir Kramnik er verðugur andstæðingur hans þó að Kaspi hafi sniðgengið aðra í nokkur ár 26.-BÍ3 27. Dfl He8! Hvert skyldi þessi hrókur vera að fara?! 28. Bb8 Haxb8 Auðvitað! 29. Hxb8 He6 30. HÍ8 Hg6. Nú hefðu flestir geflst upp. En Fritz hefur auðvitað alls ekki hugmynd um við hvem hann er að tefla. 31. Hxf5 Hxg2+ 32. Dxg2 Bxg2 0-1. Stjóm- andi Fritz gerði sér grein fyrir að það hefði ekki auglýsingagildi að tefla áfram. Boðsmót TR Lokastaða efstu manna. 1-2 Bragi Þorfinnsson og Arnar Gunnarsson 5,5 v. 3-4 Stefán Kristjánsson og Bergsteinn Einarsson 5 v. 5-7 Bjöm Þorfinnsson, Ólafur í. Hannesson og Ingvar Þór Jóhannesson. Eftirfarandi skjálfti var tefldur í síðustu umferð boðsmótsins. Hvitt: Stefán Kristjánsson Svart: Kjartan Maack Pirc-vöm l.e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. Dd2 b5 6. a3 a6 7. Rf3 Bg7 8. Bh6 0-0 9. Bxg7 Kxg7 10. Bd3. Hér er svo sem svarta staðan nokkum veginn í lagi, þó verður að leika 10. -Bg4 10. -Rbd7? 11. e5! dxe5 12. dxe5 Rd5 13. Rxd5 cxd5 14. h4 h5 15. e6 fxe6? Hér verður svartur að leika 15. Rf6 og eftir 16. exf7 Dd6 17. Dg5 Rg4 er hægt að berjast. Nú kemur snarpur skjálfti! 16. Bxg6! Kxg6 17. Dg5+ KÍ7 18. Dxh5+ Kg7 19. Hh3! Leynigestur- inn! 1-0. Bikarkeppni FIDE Óopinber heimsbikarkeppni Fide verður væntanlega haldin í Shenyang, Kina í september. Keppn- in verður væntanlega útsláttar- keppni. FTDE á eftir að gefa út opin- bera yflrlýsingu, en það bendir ým- islegt til að keppendur verði 24. Verðlaunaféð verður ekki skorið við nögl í alþýðulýðveldinu, saman- lagt 350.000 bandarískir dollarar. Hvað það eru mörg kínversk yen veit ég ekki. Þeir sem fá rétt til að vera með eru eftir ópinberum heim- ildum: Alexander Khalifman, heimsmeistari Alþjóða skáksam- bandsins, stigahæsti unglingurinn á Fide-listanum sem nú er í gildi (ég nennti ekki að gá, FIDE er ekki mjög ábyrgur aðili um þessar mundir), stigahæsta konan (Judit Polgar). Ætli hún vilji fara til Kína frekar en systir hennar Zsuza? Tveir gæðingar skipaðir af forseta FIDE, hr. Iljumzhinov. Skrifa og meina jafnvel gæðinga, tflburðir forseta FIDE minna stundum á keisarann í Róhi, þennan sem ástundaði hörpuleik á ögurstund- um. Kínverska skáksambandið fær eina tilnefningu, sanngjamt, finnst mér, þeir eru sterkir skákmenn austur þar. Átta skákmenn frá álfa, fyrirgefið, álfumótum sem áætlað er að fari fram fyrir september i ár. 10 stigahæstu skákmenn heims, Kaspi fer varla og nokkrir til, væntanlega verður gengið á listann þar til hann fyflir 10. Samanlagt gerir þetta 24 aðilcn samkvæmt kínverskri reikni- tölvu minni, ég reiknaði tvisvar! Um leið fer fram heimsbikarkeppni kvenna. Hverjar verða með þar er enn á huldu. Það er greinilega stefna hjá FIDE núna að halda sem flesta viðburði á þeirra vegum í þró- unarlöndunum. Svo er bara að bíða og sjá hvort við íslendingar eign- umst fufltrúa þama ef af verður. Kvennalandsliðið sem keppir á Norðurlandamótinu Guörún K. Jóhannesdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Kristján Blöndal, Hjördís Sigurjónsdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir og Ragnheiöur K. Nielsen. Á myndina vantar Dröfn Guömundsdóttir. vístras
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.