Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 6
6 i Sandkorn |E:i*nisjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 I>V Eréttir Ekki lengra í Víöidal viö Reykjavík er mikil hesthúsabyggö og þar á að halda landsmót hesta- manna í næsta mánuði. Á fimmtudag var vígður þar mikill skeiðvöllur sem gefið var nafnið Brekkuvöllur. Er það mikið mannvirki með brekkum fyrir áhorfendur til að sitja í. Fjölmargir hafa þó haft horn í síðu hestabúskapar í höfuð- borginni. Hafa hestamenn því stöðugt þurft að hörfa undan stækkandi borg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri reið með hestamönnum við vígslu nýja vall- arins. Hélt hún þar tölu í hófi þar sem hún ku hafa sagt að nú væri hrakningum hestamanna í borg- inni lokið. Þykir gárungum þetta vera vatn á myllu sjálfstæðis- manna sem geti nú veifað yfirlýs- ingu borgarstjóra um að takmark- inu sé náð - borgin fái ekki að stækka meira til austurs... Fótboltagen Eiður Smári Guðjohnsen knattspymukappi komst í pressuna er upplýst var um 480 milljóna króna sölu hans frá enska sparkliðinu Boston til Chel- sea. Munu íjármálaspekingar strax hafa farið að velta vöngum yfir hvemig græða mætti meira á snjöllum fótboltastrákum. Þykir ljóst að nokkrir slíkir séu ígildi í það minnsta eins álvers. Sagt er að síminn hafi því ekki stoppað heima hjá Kára Stefánssyni frá mönnum sem hugsa til framtíðar. Allir hafi spurt um það sama; hvort Kári væri ekki búinn að finna fót- boltagen sem falt væri fyrir lítið... Kona sem hefur um árabil selt í Kolaportinu og „viðgerðarmaður" myndastytta: Storlúða á handfæri Stórlúöa fékkst á miöunum viö Grindavík nýlega og sagöi Kri inn skipstjórí á Óla á Staö GK aö fyrst hefði virst sem færi, heföi fest í botni en þegar heföi veriö tekiö i heföi þaö mjakí upp. Settur var kaöall í lúöuna og ferlíkiö, sem vegur 140 k, innbyrt. Fátítt er í dag aö fá svo stóra lúöa og hvaö þá á har færi enda var skipstjórinn aö vonum ánægöur. Þessum potto um þótti lúöan ekki árenniieg ef ráöa má af svip þeirra. Hvað er í pípunum? Hver kannast ekki við orðatil- tækið að þetta eða hitt sé í pípunum. Kerfiskarlar nota þetta til dæmis gjarnan þegar þeir vita upp á sig skömmina og veröa uppvísir að að hafa ekki unnið vinnuna sína. Nú hefur orðatiltæk- ið hins vegar öðlast nýja merkingu. Það verður eftirleiðis notað um samskipti fólks í gegnum farsíma. Ólafur Frederiksen rafeindavirki hefur „fattað upp á því“, eins og krakkamir segja, að nota hlustun- arpípu sem eins konar handfrjáls- an búnað til að forðast geislun frá farsímanum. Þetta þykir snildar- uppfinning fyrir pólitíkusa og kerfiskarla sem nú geta með góðri samvisku sagt satt og rétt frá öllu því sem er í pípunum... Allir nema... Um mánaða- mótin munu allir lögreglumenn sem vettlingi geta valdið verða á vakt við umferð- arstjórn vegna Kristnihátíðar. Það á að leggja allt undir svo vel takist til. Sú saga gengur þó fjöllunum hærra að ekki verði alveg allir lögreglumenn á vaktinni. Þannig heyrist að Jón- mundur Kjartansson, sem um skeið hefur starfaö hjá embætti ríkislögreglustjóra, verði í fríi og fjarri góðu gamni. Þykir það at- hyglisvert í ljósi þess að téður Jón- mundur býr yfir mikilli reynslu og gerði garðinn frægan við umferðar- stjórn á margfrægri Þingvallahátíð um árið... Kind bankaði upp á og bað um hjálp við burð - algjört einsdæmi, segir eigandi skepnunnar umXw-Mi Lakklykt Önnur styttan var „heit“ þegar kaupandinn fékk hana i hendur og sterk iakkiykt afhenni. Jóhannes Ólafsson hef- ur unnið með skepnum í rúm 60 ár, en aldrei hefur hann séð kind sýna eins mikið hugvit og Mjöll gerði fyrir stuttu. „Ég vaknaði að nóttu til við að það var bankað og mér þótti bankið eitt- hvað svo einkennilegt. Ég fór tO dyra og á tröppun- um stóð kind. Ég sagði: „Hvað ert þú að gera hér?“ Hún styggðist og hljóp niður í tröppuna fyrir neðan og þá sá ég að hún var að fæða. Höfuðið og annar fóturinn á lamb- inu var komið en hún gat ekki fætt,“ sagði hinn 82 ára gamli Jóhannes, sem var bóndi i Reykjafirði til langs tíma með systkin- um sinum. Hann býr núna á Bíldudal, um 22 kílómetra frá Reykjafirði en á enn 45 kindur í firð- inum. Á hverju vori fer Jóhannes í eyði- fjörðinn til þess að vera hjá skepnunum á meðan á sauðburði stendur. Steyptar tröppur liggja upp að íbúðarhús- inu og klifraði Mjöll upp þær og krafsaði með fætinum í hurðina, sem var sérkenni- lega bankið sem Jóhannes heyrði. „Ég hélt fyrst að hún væri að sníkja, en svo sá ég lambið standa aftan úr henni og þá skildi ég nú alveg hvað var. Hún var ekkert stygg, hún lagðist bara niður á steyptan pall sem þarna er og ég náði lambinu fljótlega," sagði einbúinn Jóhannes og bætti því við að hann er handviss um að Mjöll var að sækja sér og lambinu sínu hjálp þegar hún kom, því það var farið að bólgna um höfuðið og hún gat ekki borið sjálf. „Það var hæpið að hún hefði getað átt það sjálf, þetta var gífurlega stórt og mikið hvítt lamb,“ sagði Jóhannes. „Ég gæti nú trú- að því að þetta sé eins- dæmi að skepna biðji svona um hjálp.“ Möll er drifhvít fimm ára gömul kind sem hefur dv-mynd sigurbjörn verið tvílembd hing- Klár kind að til. Algengt er að kindur Kindin Mjöll sýndi einkar mikiö vit þeg- sem oftast eru tvílembdar ar hún bankaöi upp á hjá Jóhannesi eigi mjög stór lömb þegar Ólafssyni eiganda sínum og baö um Þær eiga bara eitt. Að sögn aöstoö viö aö bera hrútslambl sínu. Jóhannesar fara flestar ... kindur, sem eiga í erfið- leikum með að bera, og fela sig einhvers staðar og fmnast oft ekki fyrr en lambið er dautt og jafvel þær sjálfar líka. Kindumar hans Jóhannesar eru ákaflega mannelskar, vita af honum í húsinu um sauðburöinn og hlýða flestar þegar hann kallar í þær. Mjöll er sérlega gæf og átti það til þegar hún var yngri að koma til hans og láta klappa sér. Lambið er hraust núna og dafnar vel í haganum hjá hinni hugvitsömu móður þess. -SMK DV-MYNDIR GVA Falsanlr Stytturnar voru áberandi klaufalega falsaðar. hún hefði staðið í hita og raka um langan tíma en „ekkert mál væri að gera við hana“. Eftir þetta voru tvær kærur lagðar fram hjá lögreglu vegna tveggja mis- munandi falsaðra verka eftir Guð- mund frá Miödal. Sá sem falsaði styttumar játaði allt sem á hann var borið. Konan úr Kolaportinu neitaði því hins vegar að hafa haft vitneskju um að styttumar væru falsaðar. Maðurinn sagði hins vegar að hún hefði vitað fullvel hvemig í pottinn væri búið og þau hefðu ákveðið að skipta söluverði til helminga. Sá framburður og ýmis önnur atriði þóttu nægilegar sannanir fyrir því að konan hefði visvitandi blekkt kauþendur sína til að kaupa falsaðar styttur af verkum Guðmundar frá Miðdal. Auk fangelsisrefsingar er konunni gert að greiða 170 þúsund krónur 1 málsvamarlaun. Karl og kona dæmd fyrir að falsa og selja styttur - í eitt skipti átti að Kona sem sannarlega hafði í a.m.k. 7 ár selt styttur eftir Guð- mund frá Miðdal í Kolaportinu hefur verið dæmd til tveggja mánaða skil- orðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa vísvitandi selt falsaðar styttur eftir listamanninn. Þannig hefur konan, ásamt manni sem fals- aði styttumar, veriö dæmd fyrir fjár- svik með því að hafa samráð um að hagnýta sér á ólögmætan hátt óljós- ar hugmyndir viðskiptavina kon- unnar í Kolaportinu. Maðurinn fékk 4 mánaöa skilorðsbundið fangelsi. í málinu var um að ræða tvær styttur, báðar reyndar áberandi klaufalega falsaðar miðað við upp- runaleg verk. Önnur þeirra seldist á 30 þúsund krónur, hin á 40 þúsund. Konan endurgreiddi kaupendunum stytturnar eftir að málið komst upp. I öðru tilvikinu taldi dómurinn sannað að seljandanum í Kolaport- inu hefði legið svo á að selja aðra styttuna að hún hefði „verið heit“ selja lyktandi styttu af nýju laklci sem enn var heit úr falssmiðju enn þá þegar kaupandinn fékk hana í hendur á heimili seljandans í Garðabæ. Kaupandinn hélt þá að húsráðandinn þar, konan úr Kola- portinu, hefði verið að lakka parket- ið á stofunni heima hjá henni, svo sterk var lakklyktin af nýgerðri styttunni. Síðan kom í ljós að enginn glerungur var á styttunni, aðeins lakk. Þegar kaupandinn fór heim til sín og skoðaði undir styttuna sá hann hvemig nýleg málningin var farin að flagna og gifs kom í ljós. Kaupandinn hringdi eftir þetta í konuna úr Kolaportinu og sagði henni að málningin væri farin að flagna - án þess að greina henni frá því að honum væri ljóst að um föls- un væri að ræða. Viðbrögð seljand- ans urðu þá þannig að „maðurinn sem hún var að selja styttuna fyrir væri staddur hjá henni til að sækja greiðsluna". Maðurinn sem gerði styttuna lét þá þau orð falla að stytt- an hefði verið í eigu gamallar konu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)
https://timarit.is/issue/199529

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)

Aðgerðir: