Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 29
29 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað GRAND VITARA $ SUZUKI , TEGUND: VERÐ: NYR GR. VITARA 3 dvra 1.789.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.099.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.449.000 KR. Sjálfskipting 150.000KR. SU2UKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, SUZUKIBILAR HF Grænukinn20,simi 555 15 50.Hvammstangi:Blla-ogbúvélasalan,Melavegi 17,slmi451 26 17.Isafjörður:Bflagarðurehf.,Grænagarði,simi4563095. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. www.suzukibilar.is Mál og menning gefur út verðlaunakort: Með kort á heilanum - segir Örn Sigurðsson Mál og menning hefur gefiö út ný og endurbætt kort af íslandi, ferða- kort i mælikvarða 1:600 000 og fjög- ur fjórðungskort í mælikvarða 1:300 000. Kortin hafa verið endur- skoðuð með hliðsjón af nýjum vegabótum og eru á þeim nýjustu upplýsingar um slitlag á vegum. Meðal vega sem ekki hafa sést áður á kortum er nýja leiðin yfir Háreksstaðaháls á Möðrudalsöræf- um sem opnuð verður fyrir al- mennri umferð á þessu ári. Stór hluti vegakerfisins hefur auk þess verið mældur með GPS-tækni og hafa vegalengdartölur verið upp- færðar í samræmi við það. Fjórðungskortin, sem komu fyrst út á síðasta ári, hafa nú verið rækilega endurskoðuð. Meðal helstu nýjunga á kortunum er fjölgun örnefna um 40% og GPS- mældir vegir. Fjórðungskort Máls og menningar hlutu á síðasta ári alþjóðlegu verðlaunin Besti korta- flokkur heims 1999. „Við vorum afskaplega ánægðir með þessi verðlaun enda vorum við að keppa við aðila eins og US Geological Survey og National Geographic," sagði Öm Sigurðs- son, yfirmaður kortadeildar Máls og menningar, í samtali við DV. Þúsund mannár Öm er landfræðingur með tíu ára starfsreynslu að baki hjá Land- mælingum íslands og segist vera með kort á heilanum. „Við íslendingar byggjum á frá- bæmm grunni frá dönskum korta- gerðarmönnum sem kortlögðu landið á árunum frá 1900 til 1940. Ætli þeir hafi ekki lagt um 1000 mannár I þetta verkefni sem var hreint þrekvirki. Við höfum reynt að halda tryggð við stil þeirra og það aflaði okkur þessara verð- launa,“ sagði Örn sem þætti við að Island væri vegna formfegurðar og útlits draumur allra kortagerðar- manna. „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt,“ orti Tómas Guð- mundsson fyrir löngu. Notendur korta eru þakklátir fyrir allt sem gefið er heiti á kortunum og kröf- ur þeirra aukast stöðugt. En hvar fá kortagerðarmenn réttar upplýs- ingar um ömefni í landi þar sem menn fara með deilur um heiti fjaUa fyrir dómstóla? „Við vinnum öll okkar kort staf- rænt og prentum til eins árs í senn og getum því auðveldlega uppfært milli ára. Þess vegna gátum viö fjölgað örnefnum eins mikið miili ára og raun ber vitni á landshluta- kortunum. Hvað varðar rétt ör- nefni þá höfum við fylgt þeirri stefnu að nota alltaf elstu útgáfu örnefna," segir Örn. 400 athugasemdir Keppinauturinn, Landmælingar ríkisins, hefur látið undir höfuð leggjast að færa inn leiöréttingar á ömefnum. „Gott dæmi um þetta er Horn- strandakort þeirra sem hefur verið óbreytt í 10 ár og sennilega bíða 400 athugasemdir leiðréttingar sem aldrei kemur." Kort Máls og menningar inni- halda nýjustu upplýsingar um tjaldstæði, sundlaugar, söfn og fleira sem gagnast ferðamönnum. Á bakhlið þeirra eru lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum íslands, þar sem bent er á ýmis einkenni viðkomandi staða. Þar er einnig að finna itarlega vega- lengdatöflu. Þessu til viðbótar hefur Mál og menning gefið út nýja kortabók af íslandi sem inniheldur í hand- hægu broti kortin af landinu í mælikvarðanum 1:300.000 en að auki fylgja nákvæm kort af Reykja- vík og 30 öðrum þéttbýlisstöðum á landinu. í bókinni eru upplýsingar um sundlaugar og söfn á íslandi og ít- arleg nafnaskrá yfir landshluta- kortin auk ítarlegrar vegalengdar- töflu og nýrra GPS-mælinga af vegakerfi landsins. Ritstjóri kortabókarinnar var Örn Sigurðsson. Hans Hjálmar Hansen gerði landshlutakortin en Ólafur Valsson þéttbýliskortin. Tímamót á Snæfellsnesi En hvað er næst á döfinni í kortaútgáfu Máls og menningar? „Við erum að leggja síðustu hönd á sérkort af Snæfellsnesi sem verður eitt það upplýsingaríkasta kort sem hefur verið gefið út. Fjöldi örnefna, reiðleiðir, göngu- leiðir og jaröfræði ásamt öllum gististöðum, fossum, heUum, há- karlaverkunum, skipströndum og sérstökum texta um nokkra áhuga- verða staði. Þetta rúmast allt á kortinu sem verður upphaf seríu af sérkortum fyrir ferðamenn," sagði Öm að lokum. -PÁÁ f Orn Sigurösson kortageröarmaöur segist vera með kort á heilanum. SUZUKI Grand Vitara - veiðilegur, alvöru sportjeppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.