Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Page 29
29 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað GRAND VITARA $ SUZUKI , TEGUND: VERÐ: NYR GR. VITARA 3 dvra 1.789.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.099.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.449.000 KR. Sjálfskipting 150.000KR. SU2UKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, SUZUKIBILAR HF Grænukinn20,simi 555 15 50.Hvammstangi:Blla-ogbúvélasalan,Melavegi 17,slmi451 26 17.Isafjörður:Bflagarðurehf.,Grænagarði,simi4563095. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. www.suzukibilar.is Mál og menning gefur út verðlaunakort: Með kort á heilanum - segir Örn Sigurðsson Mál og menning hefur gefiö út ný og endurbætt kort af íslandi, ferða- kort i mælikvarða 1:600 000 og fjög- ur fjórðungskort í mælikvarða 1:300 000. Kortin hafa verið endur- skoðuð með hliðsjón af nýjum vegabótum og eru á þeim nýjustu upplýsingar um slitlag á vegum. Meðal vega sem ekki hafa sést áður á kortum er nýja leiðin yfir Háreksstaðaháls á Möðrudalsöræf- um sem opnuð verður fyrir al- mennri umferð á þessu ári. Stór hluti vegakerfisins hefur auk þess verið mældur með GPS-tækni og hafa vegalengdartölur verið upp- færðar í samræmi við það. Fjórðungskortin, sem komu fyrst út á síðasta ári, hafa nú verið rækilega endurskoðuð. Meðal helstu nýjunga á kortunum er fjölgun örnefna um 40% og GPS- mældir vegir. Fjórðungskort Máls og menningar hlutu á síðasta ári alþjóðlegu verðlaunin Besti korta- flokkur heims 1999. „Við vorum afskaplega ánægðir með þessi verðlaun enda vorum við að keppa við aðila eins og US Geological Survey og National Geographic," sagði Öm Sigurðs- son, yfirmaður kortadeildar Máls og menningar, í samtali við DV. Þúsund mannár Öm er landfræðingur með tíu ára starfsreynslu að baki hjá Land- mælingum íslands og segist vera með kort á heilanum. „Við íslendingar byggjum á frá- bæmm grunni frá dönskum korta- gerðarmönnum sem kortlögðu landið á árunum frá 1900 til 1940. Ætli þeir hafi ekki lagt um 1000 mannár I þetta verkefni sem var hreint þrekvirki. Við höfum reynt að halda tryggð við stil þeirra og það aflaði okkur þessara verð- launa,“ sagði Örn sem þætti við að Island væri vegna formfegurðar og útlits draumur allra kortagerðar- manna. „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt,“ orti Tómas Guð- mundsson fyrir löngu. Notendur korta eru þakklátir fyrir allt sem gefið er heiti á kortunum og kröf- ur þeirra aukast stöðugt. En hvar fá kortagerðarmenn réttar upplýs- ingar um ömefni í landi þar sem menn fara með deilur um heiti fjaUa fyrir dómstóla? „Við vinnum öll okkar kort staf- rænt og prentum til eins árs í senn og getum því auðveldlega uppfært milli ára. Þess vegna gátum viö fjölgað örnefnum eins mikið miili ára og raun ber vitni á landshluta- kortunum. Hvað varðar rétt ör- nefni þá höfum við fylgt þeirri stefnu að nota alltaf elstu útgáfu örnefna," segir Örn. 400 athugasemdir Keppinauturinn, Landmælingar ríkisins, hefur látið undir höfuð leggjast að færa inn leiöréttingar á ömefnum. „Gott dæmi um þetta er Horn- strandakort þeirra sem hefur verið óbreytt í 10 ár og sennilega bíða 400 athugasemdir leiðréttingar sem aldrei kemur." Kort Máls og menningar inni- halda nýjustu upplýsingar um tjaldstæði, sundlaugar, söfn og fleira sem gagnast ferðamönnum. Á bakhlið þeirra eru lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum íslands, þar sem bent er á ýmis einkenni viðkomandi staða. Þar er einnig að finna itarlega vega- lengdatöflu. Þessu til viðbótar hefur Mál og menning gefið út nýja kortabók af íslandi sem inniheldur í hand- hægu broti kortin af landinu í mælikvarðanum 1:300.000 en að auki fylgja nákvæm kort af Reykja- vík og 30 öðrum þéttbýlisstöðum á landinu. í bókinni eru upplýsingar um sundlaugar og söfn á íslandi og ít- arleg nafnaskrá yfir landshluta- kortin auk ítarlegrar vegalengdar- töflu og nýrra GPS-mælinga af vegakerfi landsins. Ritstjóri kortabókarinnar var Örn Sigurðsson. Hans Hjálmar Hansen gerði landshlutakortin en Ólafur Valsson þéttbýliskortin. Tímamót á Snæfellsnesi En hvað er næst á döfinni í kortaútgáfu Máls og menningar? „Við erum að leggja síðustu hönd á sérkort af Snæfellsnesi sem verður eitt það upplýsingaríkasta kort sem hefur verið gefið út. Fjöldi örnefna, reiðleiðir, göngu- leiðir og jaröfræði ásamt öllum gististöðum, fossum, heUum, há- karlaverkunum, skipströndum og sérstökum texta um nokkra áhuga- verða staði. Þetta rúmast allt á kortinu sem verður upphaf seríu af sérkortum fyrir ferðamenn," sagði Öm að lokum. -PÁÁ f Orn Sigurösson kortageröarmaöur segist vera með kort á heilanum. SUZUKI Grand Vitara - veiðilegur, alvöru sportjeppi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.