Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir Tap deCODE 530 milljónir á þremur mánuðum og skráningarlýsingu breytt deCODE að blæða út - að mati sérfræðinga sem telja að deCode verði að fá nýja stórsamninga Skráningarlýsingu vegna fyrir- hugaðrar skráningar deCODE gene- tics, móðurfélags íslenskrar erfða- greiningar, á Nasdaq-hlutabréfa- markaðinn í Bandaríkjunum hefur verið breytt á þann veg að tals- vert hefur verið dregið úr vænt- ingum um fram- tíðarmöguleika félagsins. Breyt- ingin var gerð fyrir um viku en í fyrradag var gert uppskátt um gríðarlegt rekstr- artap fyrirtækis- ins á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs. ____________________ Tapið nam 530 milljónum króna en útgjöld félagsins voru hins vegar 938 milljónir og tekjumar þannig aðeins 354 milljónir. Gengi hlutabréfa i deCODE á gráa markaðinum hérlendis mun nú vera um 25 dollarar á hlut en lít- il hreyfing er á bréfunum enda eft- irspum hverfandi og margir sem keyptu á miklu hærra gengi fyrr á árinu halda að sé höndum í von um breytingu til batnaðar. Hæst fór gengi bréfanna í 65 í janúar og aftur í mars fyrr á þessu ári. Kári Stefánsson íslensk erfða- greining notar mikið fé en gengur mun síð- ur að afia tekna. Verða að fá peninga Samhliða skráningu deCODE á Nasdaq á að bjóða út nýtt hlutafé í félaginu, samtals 8 miUjón hluti, til viðbótar þeim 32 milljón hlutum sem þegar hafa verið gefnir út. Þaö er hið virta fjárfestingarfyrirtæki Stanley Morgan sem sér um skrán- ingu deCODE á Nasdaq og hluta- bréfaútboðið og telja sérfræðingar það eitt og sér ljá deCODE ómetan- lega vigt við kynningu á fyrirtæk- inu fyrir væntanlegum fjárfestum. Að auki þykir það sýna ákveðin styrk deCODE á halda fyrirhugaðri skráningu til streitu á sama tima og mörg önnur fyrirtæki í sömu sporum hafa slegið slíkum áformum á frest vegna deyfðar á hlutabréfa- markaði fyrir hátæknifyrirtæki ytra. Hins vegar segja sérfærðingar að á það sé að líta að tekjur deCODE hafi staðið í stað á milli ára á sama tíma og útgjöldin hafa aukist um meira en þriðjung. Því verði fyrir- tækinu, í ljósi bágrar afkomu þess, best lýst sem „blæðandi sári“ sem verði að ráða bót á. Ein leiðin til þess sé að drífa í útboðinu og láta kylfu ráða kasti um hvemig til tekst með öflun nýrra hluthafa. Upphaf- lega var ætlunin að safna 200 millj- ónum dollara, ríflega 15 milljörðum króna, í nýju hlutafé. Til þess þyrfti að ná aö selja hlutina á meðalgeng- 75 Gengisþróun deCode Kaupþing birti í Morgunpunktum sínum á fimmtudag yfirlit yfir þróun geng- is hlutabréfa i deCODE frá áramótum. Þar kom fram hið mikla gengisfall sem orðið hefur á þessum tíma. Þess má geta að tiltölulega lítii viðskipti eru á alhæsta genginu. inu 25 dollarar en lágmarksgengið í útboðinu hefur hins vegar verið ákveðið 14 til 18 doflarar. Brestir sagðir hjá bakhjarlinum Helsta tekjulind deCODE er vegna hins fræga samnings við lyíjarisann Hofíman-LaRoche sem auk þess að vera þar með helsti bak- hjarl deDODE er einn stærsti ein- staki hluthafi í fyrirtækinu. Við- mælendur DV eru á einu máli um mjög aðkallandi sé orðið fyrir deCODE að ná öðrum ámóta stórum samningum til að tryggja rekstrar- grundvöllinn. Ekki bætir úr skák orðrómur um að gengi Hofiman- LaRoche hafi verið mjög slakt að undanfomu og að von sé á nei- kvæðri afkomuviðvörun frá félag- inu fljótlega. Ekki tjóir að leita upplýsinga um stöðu og horfur deCODE hjá for- svarsmönnum fyrirtækisins því að samkvæmt reglum hlutabréfamark- aðarins mega þeir ekki tjá sig um hana fyrr en að lokinni skráning- unni á Nasdaq. -GAR DV-MYND GVA í lífsins ólgusjó Góða veðriö hefur leikiö viö íbúa Suðvesturlands sl. daga. Þessi tvö voru að spóka sig í Fjölskyldu- og húsdýragaröinum nú á dögunum. Breskur prófessor í jarðvísindum: ísland ákjósanleg rannsóknarmiðstöð - þróar aðferð við að spá fyrir um skjálfta Nýlega greindi fréttastofa CNN frá því að Jarðvísindadefld háskól- ans í Edinborg væri þróa aðferð tfl að spá fyrir um jarðskjálfta út frá spennu í berglögum. í viðtali við Stuart Crampin, prófessor við há- skólann, kemur fram að ísland sé heppOegur kostur tO rannsókna á þessu sviði, einkum vegna eld- virkni og mikiflar jarðskjálfta- virkni. Þar segir að í öflum teg- undum bergs sé að finna örsmáar sprungur sem innihaldi vatn. Óháð gerð bergsins bregðist vatn i jarðskorpunni strax við öUum breytingum og eins í flestum tfl- feUum. Þessar mælingar er unnt að fram- kvæma með sérstakri tegund jarð- skjálftamæla og hafa rannsóknir vís- indamanna á íslandi undanfarin 2 ár leitt tO þess að í fjórgang hafa verið greindar breytingar í vatnslögum bergs áður en skjálftamir gengu yfir. Hafa þessar niðurstöður ýtt undir vonir manna þess efnis að mögulegt sé að segja fyrir um skjálfta með ein- hverjum fyrirvara þótt fuUvíst þyki að það verði aldrei gert af óyggjandi nákvæmni. -KGP íslendingur: Vestur um haf frá Búðardal DV, BUÐARDAL: Vikinga- skipið íslend- ingur leggur upp í fór sina vestur um haf í dag, 24. júní kl. 13.00, úr nýrri smá- bátahöfh í Búðardal í Dalasýslu. Sturla Böðv- arsson sam- gönguráð- herra leysir landfestam- ar við hátíð- lega athöfn .......... og vígir um leið nýju hafnarmannvirkin í Búðardal. Áhöfn íslendings mun koma riðandi ásamt fylgdarliði niður að smábátahöfn og 34 ræðarar úr Dalabyggð munu róa skipinu fyrsta spölinn út Hvammsfjörð. Ávörp flytja sveitarstjóri og oddviti og afhent verður gjöf sem áhöfhin flytur grænlensku landsstjóminni. Samgöngu- ráðherra Nýfundnalands verður við- staddur athöfnina og hefst þar með op- inber heimsókn hans á íslandi. Heima- menn sjá um tónlistarflutning og flytja leikþætti. -MB/Iffl Islendingur í víking Skipið heldur áleiöis til Vesturheims í dag frá heimaslóöum Eiríks rauða í Búðardal. HB á Akranesi: 17 sagt upp DV, AKRANESI:___________________ Sautján starfsmönnum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Haraidar Böðvarssonar hf. á Akranesi hefur ver- ið sagt upp frá og með næstu mánaða- mótum. Ástæðan er hagræðing og end- urskipulagning í rekstri. Uppsagnar- frestur starfsmanna er frá einum mán- uði upp í sex en þeir hafa unnið við landanir úr fiskiskipum HB, síldarsölt- un, loðnufrystingu og fleiri tiifallandi verkefhi. Hluti þeirra sem sagt var upp störfúm verður liklega endurráðinn af verktakanum sem annast mun löndun- ina. DV hefur fyrir því áreiðanlegar heim- ildir að fýrirtækið DjúpOdettur ehf. á Grundarfirði taki við löndunum úr tog- umm HB. Þórður ÁskeO Magnússon, framkvæmdastjóri Djúpakletts, segir viðræður hafa staðið yflr. „Löndunin verður áfram á Akranesi og störfin mönnuð af heimafólki, hvemig sem fer,“ segir Þórður. Á stuttum tíma hafa á sjöunda tug starfmanna HB misst vinnu sína á þessu og síðasta ári en Þórður vOl meina að með tOkomu Djúpakletts skap- ist fleiri störf heldur en hitt. Ekki náðist í Harald Sturlaugsson, framvkæmda- stjóra HB, vegna málsins. -DVÓ/HH VcsímíiíA ií Kot/iiilldl Séll^rr'í/niiinciuiii' c«; sjaiv^ri'í'CTlHI V<l REYKJAVIK VWWft á ijTHKiúi'giiuinii Breytileg átt Hæg, norölæg eöa breytileg átt og yfirleitt léttskýjaö. Hiti 3 til 8 stig í nótt. Sólariag í kvöld 24.04 00.55 Sólarupprás á morgun 02.57 01.32 Síödeglsflóö 23.52 16.00 Árdegisflóö á morgun 12.28 06.25 jilrýringnr n upðiirtákniim J *-*J/INDÁTT 10 °<—HITI -J'H- ísj _1Qo XíflNDSTYRKUR Vrontr HHÐSKÍRT í nwtrum i sekúntíu VKUSI o o LETTSKÝJAB HÁLF- SKVJAO SKÝJAÐ AISKÝJAO | Q w hsé RIGNING SKÚRIR SLYDÐA SNJÓK0MA w 12 ÉUAGANGUR ÞRUMO- VEÐUR SKAF RENNINGUR POKA íslenska sumarnóttin Nú þegar dagurinn er hvaö lengstur er um aö gera að njóta hans því sumarsólstööum er lokiö og nú byijar aftur að dimma. En þegar nóttin er björtust er ekkert sem hindrar þaö aö spásséra um sofandi bæinn. Nú eða þá ganga á fjöll í allri kyrröinni, þ.e.a.s. á meöan hann ekki skelfur. Svo er Nauthólsvíkin líka góður kostur til aö sóla sig í miönætur- eöa hádegissól. Hiti 10 til 15 stig Hæg, norðlæg eða breytileg átt, yfirleitt léttskýjaö, en skýjaö með köfium suðaustanlands og skúrir. Hiti víöa 10 til 15 stig. mamsam msmsM: Vindur: í nJLt ífo Hiti urtii 15* ' Hæg norövestlæg átt eöa hafgola og léttskýjaö viöast hvar en skýjaö meö köflum vestanlands. Áfram fremur hlýtt. VirSS\J& Hitl 10° tli 15* Áfram hlýtt og norövestlæg átt. Léttskýjaö í flestum landshlutum en skýjaö aö elnhveiju leytl vestanlands. ^tSS- A Hiti 10»til 15» Norövestlæg átt eöa hafgola, stillt veöur. Láttskýjaö, mest hætta aö skýjaö veröi á Vesturiandl Hlýtt í veöri. AKUREYRI léttskýjaö 15 BERGSTAÐIR skýjaö 8 BOLUNGARVÍK heiöskírt 11 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL léttskýjaö 14 KEFLAVÍK léttskýjaö 12 RAUFARHÖFN skýjaö 6 REYKJAVÍK léttskýjað 15 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 11 BERGEN skúrir 14 HELSINKI léttskýjaö 24 KAUPMANNAHÖFN * T CO 19 ÓSLÓ skúr 12 STOKKHÓLMUR 19 ÞÓRSHÖFN alskýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 15 ALGARVE heiöskírt 23 AMSTERDAM skýjaö 18 BARCELONA mistur 24 BERLÍN skýjaö 24 CHICAGO heiðskírt 21 DUBLIN skýjaö 12 HALIFAX þoka 14 FRANKFURT skúrir 22 HAMBORG skúrir 15 JAN MAYEN þoka 6 LONDON skýjaö 17 LÚXEMBORG skúrir 16 MALLORCA hálfskýjaö 26 MONTREAL heiöskírt 18 NARSSARSSUAQ skýjaö 11 NEW YORK hálfskýjaö 23 ORLANDO skýjaö 25 PARÍS skýjaö 20 VÍN hálfskýjaö 27 WASHINGTON léttskýjaö 21 WINNIPEG heiöskírt 15 ■LriF-t.'llU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.