Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 DV Ættfræði_________________ Umsjón: Helga D. Sigurdardóttir Laugardaginn 24. júní * 95 ára___________________________________ Pálina Betúelsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. ?0 ára_________________________________ Áslaug Ásgeirsdóttir, Miöholti 13, Mosfellsbæ. 80-ára_________________________________ Arnfríður Aradóttir, Kveldúlfsgötu 3, Borgarnesi. Helga Fossberg, Ásvallagötu 7, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Elínborg Benediktsdóttir, Teigaseli 7, Reykjavík. Guömundur Ragnar Árnason, Grandavegi 47, Reykjavik, tekur á móti gestum í samkomusal hússins aö Grandavegi 47, 8. hæö, á milli kl. 16.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Jóna Jóhanna Mortensen, Vík, Fáskrúðsfirði. Magnús Ásgeir Lárusson, Silfurbraut 10, Höfn. Málfríöur Hrólfsdóttir, Miövangi 22, Egilsstööum. 70 ára_________________________________ Axel Júliusson, Fornósi 12, Sauöárkróki. Hólmfríöur Pálsdóttir, Hólmagrund 11, Sauöárkróki. 60 ára_________________________________ Eymundur Þór Runólfsson, Stuðlaseli 42, Reykjavík. Geir Hauksson, " " Sævangi 45, Hafnarfirði. Guöjón Þórir Þorvaldsson, Breiövangi 79, Hafnarfiröi. Guörún Árnadóttir, Suöurgötu 59, Siglufiröi. Hrafnkell Egilsson, Sporðagrunni 4, Reykjavík. Kristján Frímann Tryggvason, Munaöarnesráðsmannsh., Borgarnesi. Sigþór J. Sigurðsson, Mávahrauni 18, Hafnarfirði. Örn I.S. Isebarn, Grýtubakka 28, Reykjavík. 50 ára_________________________________ * Áslaug Stefánsdóttir, Kaplaskjólsvegi 71, Reykjavík. Gylfi Jónsson, Hásteinsvegi 16, Stokkseyri. Ólafur Eövarö Morthens, Langholtsvegi 108c, Reykjavík. Ólöf María Jónsdóttir, Torfufelli 33, Reykjavík. Sigríöur Bóðvarsdóttir, Kirkjulæk 1, Hvolsvelli. Siguröur Guömundsson, Úthaga 4, Selfossi. Valdimar Guömundsson, Aöalbóli, Vestmannaeyjum. Vilhjálmur H Vilhjálmsson, Brúnavegi 4, Reykjavík. Þórdís Elín Gunnarsdóttir, Stórholti 7, ísafirði. 40 ára_________________________________ * Arna Björk Þorsteinsdóttir, Nestúni 6b, Hellu. Ásgeir Reynisson, Skipholti 3, Reykjavík. Ásgeröur Fríöa Guöbrandsdóttir, Skúlagötu 10, Reykjavík. Birgitte Bengtsson, Huldugili 5, Akureyri. Guömundur Júlíusson, Fróöengi 10, Reykjavik. Gylfi Jónasson, Sunnubraut 43, Kópavogi. Þórhildur J. Kjærnested, Suöurmýri 38, Seltjarnarnesi. Anna Jónsdóttir, Bræöraborgarstíg 49, Reykjavík, lést á Landspítalanum miövikudaginn 21. júní. Hannes Ingvi Kristjánsson, Sætúni, Vatnsleysuströnd, andaðist á heimili sínu miövikudaginn 26. júni. J Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Bi Benedikt Sveinsson DV birtir í dag viðtal við Bene- dikt Sveinsson en hér er frekari fróðleik að finna um Benedikt. Benedikt fæddist 31. júli 1938 í Reykjavík og ólst þar upp en hefur búið í Garðabæ frá 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1958, embætt- isprófi í lögfræði frá HÍ 1964, stund- aði viðskiptanám við Minnesotahá- skóla 1964-65. Benedikt öðlaðist hrl,- réttindi árið 1969. Benedikt stundaði lögfræðistörf ásamt skipasölu um árabil. Bene- dikt hefur setið í stjórn ýmissa fyr- irtækja og hefur m.a. verið stjórnar- formaður hjá Nesskipum frá stofn- un 1974-86, sem og í Sjóvá, siðar Sjó- vá-Almennum tryggingum frá 1979, Marel frá 1993, SR-mjöli frá 1994 og var stjórnarformaður Kögunar. Benedikt hefur setið í stjórn Eim- skips frá 1986 og er nú stjómarfor- maður, hann hefur setið i stjórn Burðaráss frá ‘97 og verið stjórnar- formaður frá ‘99, hann á sæti í stjórn Flugleiða og var í stjórn Granda frá 1989-’99. Benedikt var formaður sjálfstæð- issfélags Garða- og Bessastaða- hrepps 1973-75, sat í skólanefnd Garðabæjar 1974-86, þar af formað- ur 1982-86, var bæjarfulltrúi í Garðabæ 1986-98, þar af oddviti meirihlutans og formaður bæjar- ráðs í tíu ár. Fjölskylda Kona Benedikts er Guðríður Jónsdóttir, f. 19.9. 1938, dóttir Jóns Gunnarssonar, f. 1900, d. 1973, verk- fræðings og fyrrum forstjóra SH, og k.h., Hólmfríðar Sigurlínu Bjöms- dóttur, f. 1904, d. 1996, húsmóður. Guðríður og Bene- dikt eiga þrjá syni. Þeir eru Sveinn, f. 16.1. 1962, tölvufræðingur, sjálfstætt starfandi; Jón, f. 16.10 1964, raf- magnsverkfræðingur hjá Marel hf., kvæntur Ágústu Grét- arsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau þrjú böm; Bjami, f. 26.1 1970, hér- aðsdómslögmaður, starfar hjá Lög- fræðiskrifstofunni Lex, kvæntur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Benedikts eru Ingimund- ur, f. 21.4. 1942, arkitekt; Guðrún, f. 25.10. 1944, héraðsdómslögmaður; Einar, f. 3.4. 1948, framkvæmda- stjóri. Foreldrar Benedikts: Sveinn Benediktsson, f. 12.5. 1905, d. 12.2. 1979, framkvæmdastjóri í Reykja- vík, og k.h., Helga Ingimundardótt- ir, f. 23. 12 1914, húsmóðir. Ætt Föðursystkini Benedikts: Pétur, bankastjóri og alþm., faðir Guðrún- ar, forstöðumanns sjávarútvegsd. Hl, og Ólafar dómstjóra; Bjarni for- sætisráðherra, faðir Björns menntamálaráðherra; Kristjana, móðir Halldórs Blöndals, forseta Alþingis; Ragnhildur; Ólöf, fyrrv. menntaskólakennari, móðir Guð- rúnar Guðjónsdóttur kennara, og Guðrún, móðir Tómasar Zoéga læknis. Sveinn var sonur Benedikts al- þingisforseta Sveinssonar, gestgjafa á Húsavík, bróður Björns, afa Guð- mundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Sveinn var sonur Magnúsar, snikkara að Víkingavatni, Gott- skálkssonar, bróður Guð- mundar, afa Jóns Trausta. Móðir Sveins fram- kvæmdastj. var Guðrún Pétursdóttir, útvegsb. í Engey, Kristinssonar, útvegsb. þar, Magn- ússonar. Móðir Péturs var Guðrún Pétursdóttir af Engeyjar-ætt, systir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Helga er dóttir Ingimundar, b. i Kaldárholti, Benedikts, ráðsmanns á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Diðriks- sonar, b. á Skeggjastöðum, bróður Sveins, fóður Benedikts, sýslu- manns og alþm., föður Einars Bene- diktssonar skálds. Diðrik var sonur Benedikts Sveinssonar, pr. í Hraun- gerði. Móðir Benedikts var Anna, systir Jóns Eiríkssonar konferens- ráðs. Móðir Ingimundar var Kristin Þórðardóttir frá Sumarliðabæ, af Víkingslækjarætt, systir Guðlaugar, móður Jóns Ólafssonar bankastjóra. Móðir Helgu var Ingveldur Ein- arsdóttir, b. á Hæli, systir Gests, föður Steinþórs alþm., föður Gests skattstjóra. Móðir Ingveldar var Steinunn Vigfúsdóttir Thorarensen, sýslumanns á Borðeyri. Systir Steinunnar var Guðrún, langamma Ingibjargar, móður Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Móðir Vigfúsar var Guðrún Vigfúsdóttir, sýslum. á Hliðarenda, Þórarinssonar og Stein- unnar Bjarnadóttur landlæknis Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir landfógeta Magnússonar. Jórunn Erla Bjarnadóttir fyrrverandi yfirmatráðskona Jórunn Erla Bjarnadóttir, fyrr- verandi yflrmatráðskona, Nestúni 17, Hellu, verður sjötug sunnudag- inn 25.6. Starfsferill Jórunn Erla fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Laugar- nesskóla í Reykjavik en réðst, að skólagöngu lokinni, sem kaupakona að Köldukinn á Ásum í Austur- Húnavatnssýslu og dvaldist þar um tíma. Hún gerðist síðan kaupakona á Holtastöðum í Langadal og var bú- sett þar að mestu til ársins 1949. Á árunum 1947 til 1948 var hún við nám í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi. Um tíma vann hún á veitingahúsi á Laugavegi 28 og sá auk þess um undirbúning og framreiðslu við veisluhöld á ýmsum stöðum í borg- inni. Einnig starfaði hún í verslun- um, lengst af í Borgarnesti við Miklubraut. Frá 1.6. 1972 starfaði hún ásamt manni sínum við vistheimilið á Gunnarsholti, allt þar til þau létu af störfum fyrir aldurs sakir, árið 1999. Jórunn Erla er virkur félagi í Kven- félagi Oddakirkju og í Kvenfélaginu Unni. Hún og maður hennar eru bæði virkir félagar i Félagi eldri borgara i Rangárvallasýslu. Fjölskylda Jórunn Erla giftist þann 13.2.1951 Herði Valdimarssyni, f. 9.2. 1925, fyrrverandi lögreglustjóra og síðan aðstoðarforstöðumanni. Foreldrar hans voru Valdimar Stefánsson, múrari og fyrrverandi vitavörður, og Guðrún Vilhjálmsdóttir húsmóð- ir. Þau eru bæði látin. Börn Jórunnar og Harðar eru Bjarni Rúnar Harðarson, f. 14.10. 1950, sambýliskona hans er Inga Guðmundsdóttir en hann á flmm syni frá fyrra hjónabandi með Mar- gréti Valsdóttur; Guðrún Bryndís Harðardóttir, f. 30.10. 1953, ekkja Jóns Árnasonar, en þau eignuðust tvo syni; Haf- dís Erna Harðardótt- ir, f. 25.4. 1955, sambýlismaður hennar er Frederick Alan Jónsson, hún á fimm böm; Sævar Logi Harðarson, f. 21.3.1957, kona hans er Fjóla Lár- usdóttir, þau eiga 3 börn. Barnabamabörnin eru nú orðin fjórtán talsins og afkomendur alls þrjátíu og þrír. Systkini Jórunnar Erlu: Vigdís Bjarnadóttir, Margrét S. Bjamadótt- ir, Hreinn E. Bjarnason, Reynir Bjarnason, nú látinn, Guðmundur M. Bjarnason, Guöríður Bjarnadótt- ir. Foreldrar Jórunnar Erlu voru Bjami Guðmundsson, f. 9.9. 1906, sjómaður og strætisvagnastjóri, og Gyða Jónsdóttir, f. 30.7. 1907, hús- móðir. Þau bjuggu alla sina tíð í Reykjavík, en eru nú bæði látin. Jórunn tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu á af- mælisdaginn frá klukkan 15.00. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir sjúkraliði Ragnheiður Hrefna Gunnarsdótt- ir, sjúkraliði, Lautasmára 22, Kópa- vogi, verður fimmtug næstkomandi sunnudag, 25. júní. Starfsferill Ragnheiður Hrefna ólst upp í Reykjavík og þar gekk hún í skóla. Ragnheiður Hrefna lauk grunn- skólaprófi frá Vogaskóla og fór síð- an að vinna við verslunarstörf allt þar til hún hóf nám sjúkraliða. Náminu lauk Ragnheiður Hrefna í janúar árið 1987. Ragnheiður Hrefna hefur starfað sem sjúkraliði frá því að hún lauk námi á hinum ýmsu deildum Landspítalans. Síð- astliðin sex ár hefur hún starfað á deild 15 á Kleppsspítala. Árið 1976 flutti hún ásamt fjöl- skyldu sinni til Húsavíkur þar sem hún bjó næstu átta árin. I Húsavík starfaði Ragnheiður lengst af við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Þing- eyinga. Ragnheiður Hrefna var einn af stofnfélögum í JC-félaginu í Húsa- vík. Árið 1984 fluttist hún til Kópa- vogs og þar hefur hún búið síðan. Fjölskylda Ragnheiður Hrefna giftist 4. októ- ber 1969 Karli Hjartarsyni, lögreglu- varðstjóra, f. 11. apríl 1948. Karl er sonur Hjartar Guðmunds- sonar verslunarmanns og Bryndísar Karlsdóttur. Þau skildu þegar Karl var tveggja ára. Börn Ragnheiðar Hrefnu og Karls eru Jón Þór Karlsson, f. 24. des- emeber 1969, lögreglumaður, búsett- ur í Keflavík, kvæntur Maríu Gunn- arsdóttur; Gunnar Karl Kristófers- son, f. 23. desember 1973, starfsmað- ur ÁG bílaleigunnar, búsettur í Kópavogi; Bryndís Margrét Karls- dóttir, f. 1. september 1980, verslun- armaður, búsett í Kópavogi. Systkini Ragnheiðar Hrefnu eru Sigurgeir Snorri Gunn- arsson, f. 25. apríl 1953, starfsmaður Prentsmiðjunnar Odda, búsettur í Reykjavík; Margrét Beta Gunnarsdóttir, f. 30. júlí 1957, eig- andi Bílabúðar Benna, búsett í Reykjavík; Ágústína Ingveldur Gunnarsdóttir, f. 14. apríl 1960, bú- sett í Reykjavík. Foreldrar Ragnheiðar Hrefnu voru Gunnar I. Júlíusson, f. 14. jan- úar 1922, d. 14. júlí 1991, og kona hans, Unnur Jóna Geirsdóttir, f. 15. maí 1923, d. 9. júní 1998 í Reykjavík. Ragnheiður Hrefna tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdag- inn, sunnudaginn 25. júní, milli kl. 19 og 21. Sunnudaginn 25. júní 95 ára_________________________________ Signý Stefánsdóttir, Hamragerði 23, Akureyri. 85 ára_________________________________ Brynhildur Sörensen, Dalbraut 18, Reykjavík. Einar Magnússon, Hringbraut 50, Reykjavík. Regína Sveinbjarnardóttir, Skálabrekku, Þingvallahreppi. Valgerður Ingimundardóttir, Vesturgötu 35, Keflavík. 80 ára_________________________________ Ingólfur Jónsson, Trönuhólum 16, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Aðalsteinn Thorarensen, Miðbraut 10, Seltjarnarnesi. Friðrikka Óskarsdóttir, Bjarkarbraut 6, Dalvík. Símon Jóhannsson, Austurbrún 6, Reykjavlk. Sjöfn Helgadóttir, Sléttuvegi 7, Reykjavlk. 70 ára_________________________________ Guðrún Elíasdóttir, Stigahlíð 14, Reykjavík. Höskuldur Elíasson, Álftamýri 2, Reykjavík. Jón Björgvinsson, Rauðabergi 1, Kirkjubæjarklaustri. Tryggvi Maríasson, Lundarbrekku 4, Kópavogi. 60 ára_________________________________ Anton Jón I. Angantýsson, Brúarási 16, Reykjavík. Hreindís Guðmundsdóttir, Flúðaseli 75, Reykjavík. Margrét Þórisdóttir, Álftahólum 6, Reykjavík. Stefán Jónatansson, Hjallabrekku 43, Kópavogi. Svanur Hjartarson, Dalbraut 10, Búðardal. 50 ára_________________________________ Anna Jónsdóttir, Möðruvöllum 1, Akureyri. Freyr Þórarinsson, Kúrlandi 4, Reykjavík. Guöni Pálsson, Tjarnargötu 4, Njarðvík. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, Lautasmára 22, Kópavogi. Steinunn Þórisdóttir, Þingási 33, Reykjavík. Valgerður Eiríksdóttir, Drápuhllð 3, Reykjavík. Þuríður Erla Kolbeins, Kársnesbraut 129, Kópavogi. 40 ára_________________________________ Albert Hörður Hannesson, Hríseyjargötu 18, Akureyri. Anna Elisabeth Waal, Strandgötu 30, Hafnarfirði. Arna Margrét Erlingsdóttir, Löngubrekku 15a, Kópavogi. Bárður Hreinn Tryggvason, Skógarhæð 4, Garöabæ. Bergsteinn Baldursson, Stangarholti 9, Reykjavík. Edda Björg Hákonardóttir, Lyngheiöi 12, Hveragerði. Einar Gröndal, Hjallalandi 26, Reykjavík. Guðríöur Áskelsdóttir, Hlíöarvegi 26, ísafirði. Helgi Friðrik Guðmundsson, Álftamýri 23, Reykjavík. Hólmfríður Bjarnadóttir, Skálholti, organistahúsi, Biskupstungna- hreppi. Kolbrún Eysteinsdóttir, Gnitanesi 6, Reykjavík. Kristín Elfa Elíasdóttir, Steinsstöðum, Vestmannaeyjum. Sigrún Þorvarðardóttir, Klapparbergi 14, Reykjavík. Örn Gylfason, Kirkjubraut 45, Höfn. Unnur Pálsdóttir, Hríseyjargötu 21, Ak- ureyri, verður jarösungin frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Mary Therese Guðjónsson, sendiráðs- fulltrúi í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Krists- kirkju Landakoti, laugardag 24.6 kl. 16. 30. Sverrrir Guöbrandsson, Eyrarvegi 8, Flateyri.verður jarðsunginn frá Flateyrar- kirkju laugardaginn 24. 6 kl. 14.00. / jjrval - gott í hægindastólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.