Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 I>V - frelsishetjan Jón Sigurðsson var einn af þeim sem var með borða um typpið sárasóttin í gamla daga út á ýmsan hátt,“ segir sagnfræðingurinn Jón Ólafur, og bendir á að sárasóttin hafi smitast eins og hver annar smitsjúkdómur. Þegar fólk var hvert ofan í öðru í óþrifnaði og skít, eins og þá var, gat sjúkdómur- inn auðveldlega horist á miili enda lá fólk allt saman í einum graut. Á 16. og 17. öld fer ekki miklum sögum af sárasóttinni en sjúkdóm- urinn kemur aftur upp við innrétt- ingamar í Reykjavík um miðja 18. öld þegar hann barst hingað með dönskum verkamönnum. Menn reyndu ýmis ráð við lækn- ingar á sjúkdómnum og Jón Hall- dórsson, sem skrifaði biskupasög- ur, segir að sjúkdómurinn hafi lag- ast tU muna eftir að menn fóru að brúka tóbak. Menn nudduðu tó- baki í sárin með ágætis árangri og mönnum var einnig kennt þegar þeir fóru í siglingar erlendis og hittu meUur að þeir skyldu tyggja tóbak og spýta í píkuna áður en þeir fæm ofan á hórumar. Það væri aðferðin tU þess að losna við að smitast. Ýmislegt annað var reynt við lækningar á sjúkdómn- um, ekki síst kvikasilfur sem var gjaman nuddað í sárið. Það var ekki fym en seint á 19. öld og í byrjun 20. aldarinnar að það fer að vera bæði skammarlegt og óþjóðlegt að vera með sárasótt. Hreinlætið var orðið meira og fólk orðið meðvitaðra um það að sjúk- dómurinn smitaðist við kynmök. „Þá tengist þetta hreinleika þjóð- arinnar og kynsjúkdómar sem og flestir aðrir sjúkdómar verða óþjóölegir. Kynsjúkdómar eru að því leyti frábmgðnir öðrum sjúk- dómum að hægt er að ásaka fólk sem fær þá um siðleysi o.þ.h. Menn fara hamforum í því að berj- ast gegn kynsjúkdómum sem nokk- urs konar sjálfstæðisbaráttu og öU þessi sjúkdómabarátta er mikið á þjóðlegum nótum," útskýrir Jón Ólafur. Frægt fólk smitað Margar þekktar persónur em taldar hafa smitast af sárasótt. Má þar nefna tónskáldin Beethoven, Mozart, Schubert, Hinrik áttunda, Hitler, ítalska fiðluleikarann Paganini að ógleymdri frelsishetju íslendinga, Jóni Sigurðssyni. Sagn- fræðinga greinir reyndar eitthvað á um það hvort Jón hafi verið smitaður af sárasótt eða lekanda, en kynsjúkdómur var það. Jón lýs- ir meðferð sjúkdómsins í bréfi, sem tU er í Þjóðskjalasafni, tU vin- ar síns Gísla Hjálmarssonar og samkvæmt upplýsingum frá sagn- fræðingnum, Gunnari Karlssyni, er hægt að ráða út frá þeim lýsing- um að um sárasótt hafi verið að ræða. í bréfinu kemur m.a. fram að Jón hafi þjáðst af miklum verkj- um og hafi þurft að ganga með borða um typpið. Þeir sagnfræð- ingar sem aðhyUast þá kenningu að sjúkdómurinn hafi frekar verið lekandi hjá Jóni styðja það með því að Jón hafi haldið fuUri and- öldum þá hafi það tengst sýfilis- sýklinum,“ segir Jón Ólafur sem vinnur að ritun heUbrigðissögu ís- lands um þessar mundir. Fyrsti læknirinn sem getið er um að hafl komið hingað tU lands var á veg- um Ögmundar Pálssonar, biskups i Skálholti árið 1525, en hann var einmitt fenginn tU landsins tU þess að lækna sárasótt. Sá var þýskur og hét Lasarus Matteusson kennd- ur við jörðina Skáney í Borgar- firði. Sárasóttarfaraldur var einnig ein af ástæðunum fyrir þvi að landlæknisembættið var stofnað seint á 18. öld. Getur valdið geðveiki Þrátt fyrir að sárasótt sé orðin mjög sjaldséður sjúkdómur hér á landi í dag þá er þetta mjög hættu- legur sjúkdómur. „Ef fólk gengur með sýkinguna nógu lengi þá getur hún haft alvarlegar afleiðingar. Sjúkdómurinn er samt frekar auð- veldur i meðferð eftir greiningu," segir Steingrímur Davíðsson, sér- fræðingur í húð- og kynsjúkdóm- um, en undirstrikar að sárasótt sé ekki stórt vandamál lengur hér á íslandi. Árlega greinast 5-10 tilfelli hér á landi. „I kringum seinni heimsstyijöldina kom upp síðasti stóri faraldurinn en síðan þá hefur sjúkdómurinn verið lítið áberandi, a.m.k hér á landi. Aukin penisUIín- notkun á Vesturlöndum hefur lík- lega átt sinn þátt í að tilfellum hef- ur fækkað síðastliðna áratugi,” út- skýrir Steingrímur. Sjúkdómurinn smitast svo að segja eingöngu með kynmökum og birtist í þremur stigum. Hann byxj- ar sem eitt eða fleiri hörð, vessandi sár. Sárin koma oft 1-6 vikum eftir smit á þeim stað sem bakterían komst inn í líkamann. Oft er erfitt að finna sárið ef það er inni í leggöngum, við endaþarm- inn eða inni í þvagrás, þar sem sárið er oftast sársaukalaust. Ef engin meðferð er gefin hverfur sár- ið af sjálfu sér eftir 3-6 vikur. Þótt sárið hverfl er bakterían samt eft- ir lifandi í líkamanum. Eftir 1-3 mánuði kemur sjúkdómurinn oft fram aftur og þá sem útbrot á húð- inni. Þessu getur fylgt hiti, flökur- leiki, þreyta, liðverkir og hárlos. Jafnvel þessi einkenni geta horfið án meðferðar. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður, leggst hann í dvala. En eftir aUt að því 20 ár brýst hann aftur upp á yfirborðið. Nú getur hann birst sem hjartabil- un, lömun og geðveiki, og leiðir sjúklinginn til dauða. Sjúkdóms- greining fæst með því að ftnna sýkilinn og/eða mótefni í blóði. Ef snemma er gripið til aðgerða er vel hægt að lækna sárasótt með fúkka- lyfjum Tóbak og kvikasilfur „Sú sárasótt sem við þekkjum í dag er ekki endilega sami sjúk- dómur og greindist á 15. öld. Á meðan sjúkdómurinn er í dag bundinn við kynlíf þá breiddist Jón Sigurösson forseti er þjóöardýrlingur á íslandi. Hafi hann þjáöst af sárasótt varpar þaö nýju Ijósi á persónulegt líf hans en rýrir ekki stööu hans sem frelsishetju. „Sárasóttin er í sjálfu sér mjög merkileg bæði upp á söguna að gera og svo er þetta sjúkdómur sem hefur breyst mjög mikið,“ seg- ir sagnfræðingurinn Jón Ólafur ís- berg um kynsjúkdóminn sárasótt öðru nafni sýfilis sem grasseraði hér á landi seint á 18. öld. Kynsjúk- dómurinn er orðinn afar sjaldséð- ur hér á landi í dag og einungis 5-10 tilfelli greinast árlega. Þrátt fyrir að sýkillinn hafi verið þjóð- inni sannkallað böl fyrir tíma pen- isillínsins þá hafði hann þó tví- mælalaust þau áhrif að flýta fyrir því að öflugt heilbrigðiskerfi reis upp í landinu, fyrr en ella. „Það má segja að alltaf þegar eitthvað róttækt hafi verið gert í heilbrigðismálum landans fyrr á Tangarhöfba 6 Kjarnaborui|# Múrbrot # Vörubílar Srnágröfur ý Kynsjúkdómurinn sárasótt olli þáttaskilum í heilbrigöismálum íslands: Skammarleg- ur og stór- hættulegur sjúkdómur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)
https://timarit.is/issue/199529

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

143. tölublað - Helgarblað (24.06.2000)

Aðgerðir: