Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000
Helgarblað
DV
Julia Roberts
leikkona
Hún er 33 ára örv-
hentur
klarínettleikari.
Júlía
aftur í
Pretty
Woman?
Julia Ro-
berts leik-
kona sló í
gegn þegar
hún lék
vændiskonu
á móti Ric-
hard Gere í
kvikmynd-
inni Pretty
Woman árið
1990 undir
stjóm Garys
Marshalls.
Kvikmyndin
naut gríðar-
legra vinsælda og titillagið, gamail slag-
ari eftir Roy Orbison, gekk í endumýjun
lífdaganna.
Þessi þijú lögðu aftur saman krafta
sína á síðasta ári og gerðu kvikmyndina
The Runaway Bride eða Strokubrúðina
sem varð afar vinsæl þótt hún jafnaðist
ekki á við þá fyrri í vinsældum.
Nú er fúliyrt vestur í Hollywood að
þau íhugi að gera framhald af Pretty
Woman sem myndi væntanlega heita
Pretty Woman II en ekki Prettier Wom-
an. Ekki er enn farið að skrifa handritið
enda ijóst að slík íramhaldsmynd yrði
gríðarlega dýr en Júlía er hæst launaða
leikkona í heiminum hin síðari ár.
Samanlagt myndi það kosta um 50
milijónir dollara að ráða hana ásamt
Richard Gere og Marshall til verksins.
Það samsvarar tæpum fjómtn milijörð-
um íslenskra króna.
Júlía fæddist 28. október 1967. Hún er
örvhent og lærði að leika á klarínett í
gmnnskóla og menntaskóla og lék með
skólahljómsveitinni. Ein frægasta feg-
urðardrotting íslands, Hólmfríður Karls-
dóttir, kunni einnig að leika á klarinett.
Júlía hét upphaflega Julie en breytti
nafninu sínu í Julia því önnur leikkona,
lítt þekkt, heitir Julie Roberts. Júlia á
systkinin Lisu og Eric sem bæði hafa
fengist nokkuð við kvikmyndaleik, Eric
þó öliu meira en Lisa.
Heygaröshornið
Flestum finnst
súkkulaði afskap-
lega gott. Sumir
myndu meira segja telja
það hættulega gott. Þeir
hafa rétt fyrir sér ef maður
er hundur því eitt af því
sérkennilega við súkkulaði
er að það er manninum
gómsætt en getur verið
banvænt fyrir hunda.
Samkvæmt ferskum upp-
lýsingum vestan úr Amer-
íku er þriðja algengasta or-
sök eitrunar í hundum þar
í landi óhóflegt súkkulaði-
át. Heimiiishundar eru oft í
miklu dálæti hjá eigendum
sínum sem falla oft í þá
gryfju að telja að það sem
þeim sjálfum finnst gott sé
einnig gott fyrir hundinn.
Heppnir eða öllu heldur
óheppnir hundar geta
þannig komist í súkkulaöi,
súkkulaðikex og margvís-
legt sælgæti sem þeir
hvoma óhikað í sig því
hundum þykir sykur góður
eins og okkur.
Hvar er Lappi?
í súkkulaði er að ftnna
Þó seppa finnist gott súkkulaöi getur veriö hættulegt aö láta þaö eftir honum.
Menn áttuðu sig fljótt á
því að baunaseyðið var
mun betra með sykri en
samt var kakó aðeins
drykkur þar til í lok sautj-
ándu aldar þegar kakókök-
ur fóru að komast í tísku.
Fæöing súkkulaöisins
Bylting varð síðan í upp-
hafi nítjándu aldar þegar
Hollendingurinn Conrad J.
Van Houten fann upp að-
ferð til að skilja kakófeiti
frá baununum og búa til
sælgæti úr kakó. Það var
svissneskur sælgætisfram-
leiðandi sem endurbætti
aðferð Houtens og bætti
mjólk í blönduna og
súkkulaðið eins og við
þekkjum það í dag var orð-
ið til.
Árið 1868 setti Richard
Cadbury súkkulaði í neyt-
endaumbúðum á markað í
Englandi og þá jukust vin-
sældir þess mjög en fram
til þess hafði það aðeins
verið selt í verslunum yflr
búöarborðið. Það voru síö-
an Ghiradelli og Hershey
Súkkulaði getur
drepið hunda
- of stór skammtur er banvænn
örvandi efni sem nefnist theobró-
mín og er i líkum flokki og koffeín
sem er virka efnið í kaffi og
theofyllín sem finnst i tei. Þetta efni
tekið inn í stórum skömmtum veld-
ur of hröðum hjartslætti i hundum
og hjartsláttartruflunum sem í
mörgum tilvikum leiðir til dauöa. I
hverjum 30 grömmum af venjulegu
mjólkursúkkulaði eru 65 milli-
grömm af koffeíni og theobrómíni
en þetta magn er sjö til átta sinnum
meira í suðusúkkulaði. Þetta þýðir
aö meðalstór hundur getur stein-
drepist ef hann rennir niður um 200
grömmum af suðusúkkulaði.
Hvaöa baunir eru þetta?
Súkkulaði barst til Evrópu á sext-
ándu öld. Þegar Kólumbus kom til
Suður-Ameríku smakkaði hann
„xocoatl" hjá innfæddum sem höfðu
ræktað kakóbaunir allt frá áttundu
öld en kakóbaunin er fræ runna
sem heitir theobroma cacao á latínu
og frumbyggjar Suður-Ameríku
höfðu slíkt dálæti á seyðinu að
baunirnar voru notaðar sem gjald-
miðill.
Kólumbus var ekki hrifnari af
kakóinu en svo að ekki eru allir
fræðimenn sammála um hvort hann
hafði það með sér yfir hafið til baka.
Þegar spænski herforinginn Cortes
var á líkum slóðum 90 árum seinna
í lok sextándu aldar áttaði hann sig
á því að þetta gæti verið góö sölu-
vara og hann flutti kakóið til Evr-
ópu.
sem urðu mikilvirkastir súkkulaði-
framleiðenda í Ameríku.
í 100 grömmum af venjulegu
súkkulaði eru að jafnaði ríflega 500
hitaeiningar. Birtar hafa verið
kannanir í Bandaríkjunum sem
sýndu að stór hluti kvenna tók gott
súkkulaði fram yfir kynlíf svo ljóst
er að súkkulaði á tryggan sess í
hjörtum okkar. -PÁÁ
Hví eru hér svo margir bílar?
Guðmundur Andri Thorsson
skrifar í HelgarblaO DV.
Ráðamenn fengu miklar skammir
síðast þegar haldin var þjóðhátíð á
Þingvöllum fyrir að hafa ekki séð fyr-
ir umferðaröngþveitið sem varð þá.
Nú dynja hins vegar á þeim skamm-
imar fyrir að hafa séð fyrir umferðar-
öngþveiti ef ekkert yrði að gert og
lagt í gríðarlegan kostnað við vega-
gerð. Enginn virðist almenniiega geta
horfst í augu við það sem þó blasir
við: að sá timi er liðinn að þjóðin
skundi á Þingvöll til að samgleðjast.
Þetta er bara sprungið. Þótt það sé nóg
pláss á Þingvöllum fyrir fólk þá er
ekki pláss fyrir alia þessa bíla. Sér-
hvert sextán ára bam þarf nú að fá að
aka sjálft á Þingvöll. Á sínum eigin prí-
vat og persónulegum bíl sem það á.
Hvers vegna em hér ekki almenn-
ingssamgöngur að hætti siðmennt-
aðra þjóða? Við því hlýtur bara að
vera eitt einfalt svar: íslendingar
kæra sig ekki um þær.
Það er erfitt að kyngja því en
kannski að Ámi Johnsen formaður
samgöngunefndar Alþingis hafl haft
rétt fyrir sér þegar borin var undir
hann hugmynd um lest milli Kefla-
víkur og Reykjavíkur: hann sagði að
íslendingar myndu aldrei vilja ferð-
ast í lest. Þetta er að sönnu ömurleg
sýn á eina þjóð hjá leiðtoga sam-
göngumála í landinu en Ámi hiýtur
að þekkja sitt fólk; hann er að
er hér lítur of stórt á sig, telur það
fyrir neðan sína virðingu að fara á
milli staða án þess að sitja sjálfur við
stýrið og hafa á tilfinningunni að
maður ráði ferðinni. í flestum lönd-
um er það vel stætt fólk úr efri milli-
stétt sem telur sig hafa ráð á að reka
bíl, hinir em ekki of góðir til að fara
á milli tveggja staða um leið og aðrir;
hér er enginn svo aumur að hann
reyni ekki að skrölta um sjálfur á sín-
um eigin prívat og persónulegum bíl
sem hann á sjátfur. Hér er strætó fé-
lagslegt úrræði fyr-
ir þá sem minna
mega sín.
minnsta kosti það sem fólkið vill: það
er hann sem það kýs unnvörpum á
fjögurra ára fresti, einmitt hann..
Margar og flóknar skýringar era
eflaust á þessum sérkennilegu ógöng-
um sem íslendingar hafa komið sér í
með römmum einkabilisma sínum og
djúprættri tortryggni í garð almenn-
ingssamgangna. Eitt er auðvitað
veðrið. Af einhverjum orsökum telj-
um við að það sé ánægjulegri reynsla
að aka sjálfur sínum bíl í blindhríð
eða rigningu og roki en að sitja til
dæmis inni í notalegum lestarklefa og
lesa reyfara eða í strætó og hlusta á
mas í kellingum. Kannski vegna þess
að þá er maður sjálfur að kljást við
náttúruöflin í þessu undarlega landi
sem færir okkur nú um stundir un-
aðslegar nætur milli þess sem það
veltir fyrirvaralaust öllu um koll í til-
vera okkar.
Annað: Stundum finnst manni eins
og hér á íslandi sé ekki almennilegur
almúgi eins og streymir ailt í kring-
um mann þegar maöur fer til alvöra
borga úti í heimi. Hér vantar fjöldann
sem skynjar sig sem fjöldann - sem
gerir sér að góðu að ferðast með öðra
fólki. Hér er með öðram orðum ekki
nógu margt fólk, og það fólk sem þó
Því að íslending-
um virðist finnast
það merkilegt að
aka bíl, hvemig
sem á því stendur.
Bíllinn er einkenni-
lega stór hluti af
sjálfsmynd hvers
manns hér - og því
stærri sem bíllinn
er því stærri hluti
af sjálfsmyndinni.
Það er raunar sérkennilegt að hugsa
til þess að tækniþróun hefur orðið til
þess að hlutir verða minni og minni,
tölvur rúmast í lófa sem áður tóku
heilt herbergi - nema bílar. Þeir bara
stækka og stækka og sífellt algengara
verður að sjá einhverja öræfajeppa
hnuðlast hér um smágötur Reykjavík-
ur að leita í örvæni að stæði -eða
kannski ófærð.
Kannski er Reykjavík ekki borg.
Kannski er hún bara samansafh af
stökum húsum,
sveitabæjum.
Kannski er bíla-
dýrkunin ekki
annað en sveita-
mennska - því
þetta yndi af stór-
virkum vélum
sem maður sjálfur
getur potað eitt-
hvað í er arfur úr
sveitinni, véla-
stússið er einn
merkilegasti angi
íslenskrar sveita-
menningar á öld-
inni. En fólk í
borgarsamfélagi
kýs frekar þægilegan ferðamáta - fólk
í landi þar sem kapítalisminn er kom-
inn á stig meiri sérhæflngar en hér.
Þar þarf maður ekki sjálfúr að standa
í því aö keyra - maöur lætur aðra um
það, menn sem vinna við slíkt.
Af einhverjum orsökum
teljum við að það sé
ánœgjulegri reynsla að
aka sjálfur sínum bíl í
blindhríð eða rigningu og
roki en að sitja til dœmis
inni í notálegum lestar-
klefa og lesa reyfara eða í
strœtó og hlusta á mas í
kéllingum.