Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2000, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 65 DV Tilvera Afmælisbörn Lauren 76 ára Hollywood-gyðjan Lauren Bacall fæddist þennan dag árið 1924. Lauren lætur aldurinn ekki aftra sér frá störfum og stundar enn sjón- varps- og kvikmyndaleik. Eins og flestir vita var Lauren gift frægasta kvikmyndaleikara fyrr og síðar, sjálfum Humphrey Bogart. Anne 69 ára Bandaríska leikkonan Anne Bancroft nálgast sjötugt óðfluga en í dag heldur hún upp á 69 ára afmæl- ið. Anne hefur unnið marga leik- sigra á löngum ferli sínum. Einna skærast skein stjarna hennar í kvik- myndinni Mrs. Robinson, þar sem hún lék titilhlutverkið. Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 17. september og mánudaginn 18. september Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.t Spá sunnudagsins 3 ! Spá sunnudagsins Þú hefur lengi beðið eftir því að geta lokið einhverju og núna er líklegt að þú náir þeim áfanga. Spa mánudagsins Þó þú heyrir orðróm um einhvem sem þú þekkir ættirðu að taka honum með fyrirvara. Happatölur þínar em 5, 19 og 23. Hfúturinn (21. mars-19. anrih: m Spá sunnudagsins 3 í 1 Spá sunnudagsins Þú ert í góðu jafhvægi og ættir að eiga auð- velt með að tala við fólk og fá það til að hjálpa þér. Dagurinn verður hamingj urikur Fyrri hluti dagsins kemur þér á óvart. Þú þarft að glíma við óvenju- legt vandamál. Þú verður þreyttur í kvöld og ættir að taka það rólega. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): Viðkvæmni gætir í fari wmJ/ vinar þíns og þú þarft að sýna varkámi í um- gengni við hann. Þú ættir að eyða deginum í friði og ró. Vertu þolinmóður þó að þér Hnn- ist vinna annarra ganga of hægt. Það væri góð hugmynd að hitta vini í kvöld. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: r Dagurinn verður skemmtilegur og þú hefúr meira en nóg að gera. Samband þitt við vin þinn er þér ofarlega í huga. Spá mánudagsins Reyndu að halda þig við áætlanir þinar og vera skipulagöur. Þér bjóðast góð tækifæri í vinnunni og er um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Vertu varkár í við- \f skiptxun og forðastu að ' JF lofa upp i ermina á þér. Það er mikilvægt að vera stundvís. Fréttir sem þú færð em ákaflega ánægjulegar fyrir þig og þlna nán- ustu. Hætta er á smávægilegum deilum seinni hluta dagsins. Bogamaður 122. nóv.-21. des.l: Spá sunnudagsins: " Einhver þarfhast hjálp- ! ar og leitar til þín. Ef [ þú sérð þér ekki fært að veita aðstoð ættirðu að minnsta kosti að sýna skilning á aðstæðum. Spá mánudagsins Viðbrögð þín við því sem þér er sagt eru mikilvæg. Ekki vera of gagnrýninn það gæti valdið mis- skilningi. Fiskarnir (19. febr.-20. marsi: s • Þessi dagur hentar vel til að greiða úr deilu- málum og leiðrétta mis- skilning sem gæti hafa komið upp. Happatölur þínar em 12,15 og 27. Spá mánuriagsins Dagurinn verður viðburðarríkur og þú hefur meira en nóg að gera. Gættu þess að vera ekki of tortrygg- inn. Happatölur þinar eru 1, 5 og 37. Nautið (20. apríl-20. maU: i Þú flnnur fyrir þrýst- / ingi frá vinum sem W.# vilja stuðning þinn í ákveðnu máli. Vertu eins hlutlaus og þú getur. Spa manuriagsms Þú þarft að einbeita þér að einka- málunum og rækta samband þitt við manneskju sem þú ert að fjarlægj- ast. Kvöldið verður ánægjulegt. Krabbinn (22. iúní-22. iúlí): | Eitthvað kemur þér á óvart og það gæti haft í for með sér einhverja spennu eða ævintýri. Kvöldið verður skemmtilegt. Eitthvað sem þú vinnur að um þessar mundir gæti valdið þér hugarangri. Taktu þér góðan tima í að íhuga hvað gera skal. Þú færð bráðlega góðar fréttir. Mevian (23. ágúst-22. sept.): /\\AA Þú hugar að fjármál- ^A^unum og kemst að ein- ' hverju óvæntu. Lifðu í nútlðinni og horfðu ekki of mikið til liðinna tíma. Spa mánudagsins: Ekki taka mark á fólki sem er neikvætt og svartsýnt. Dagurinn verður skemmtilegri en þú bjóst við, sérstaklega seinni hluti hans. Sporðdreki (24. okt.-21. nnvl: Spá sunnudagsins Flókið mál verður á I vegi þínum 1 dag og 1 það er mikiivægt að hugsa skýrt. Reyndu að ftnna auð- veldustu lausnina á málinu. Spá mánudagsins í dag gætu ólíklegustu aðilar loks- ins náð samkomulagi um mikil- væg málefni og þannig auðveldað framkvæmdir á ákveðnu sviði. Steingeitin (22. rtes.-19. ian.i: IBEii Þú þarft að verja málstað þinn í dag en gættu þess að sýna stillingu. Þér býðst gott tækifæri en verður að vera fljótur að grípa það því aðrir sækjast efttr þvi. Þú átt skemmtilegar samræður við fólk og dagurinn einkennist af samstöðu milli samstarfsaðila. Happatölur þínar eru 3, 24 og 36. Ally Sheedy: Hæg endurkoma fyrrum unglingastjörnu Ally Sheedy er ekki þessi hefð- bundna kvikmyndastjama. Hún hefur kosið að halda einkalífi sínu fjarri augum almennings og í stað þess að fylgja hlutverki stjörnunnar hefur Ally fylgt sjálfri sér. Hún bók- staflega neitaði að vera stanslaust í fjölmiðlum sem einhver skemmt- anaglöð og hamingjusöm leikkona. Ally hafði einfaldlega ekki áhuga á þessu brjálaða auglýsingalífi leik- ara. Þetta hefur haft varanleg áhrif á frama hennar. Unglingastjarnan Þó svo Ally Sheedy væri orðin tvítug þegar hún lék í The Breakfast Club og St. Elmo’s Fire flokkaðist hún undir unglingastjömu. Þetta voru myndir gerðar um unglinga og náðu tU unglinga. Hins vegar var gengi St. Elmo’s Fire ekki eins mik- ið og The Breakfast Club og hafði það áhrif. Þó nokkrir af sömu leik- urum léku í þessum tveimur mynd- um. Hins vegar tóks Ally Sheedy ekki að fylgja eftir þeim vinsældum sem þessar myndir hlutu. Og er það mikið til vegna hlédrægni hennar í fjölmiðlum og lítillar löngunar til ímyndarhlutverks í þeim geira. Það sem er kannski ekki eins al- mennt vitað er að Ally Sheedy skrif- aði metsölubamabók þegar hún var tólf ára sem nefnist She Was Nice to Mice. Ekki sakaði að mamma henn- ar var umboðsmaður rithöfunda og Myndbandagagnryni Autumn Heart ★★★ Skilnaðaráhrif og fjölskyldu- bond Þegar fólk giftist er um tvær manneskjur að ræða; þegar þessar tvær manneskjur hins vegar skilja er aftur á móti oft um að ræða marga fleiri sem verða fyrir afleiðingunum - bömin. Einhvem veginn er það ekki alltaf til umræðu eða tekið tillit til hamanna þegar skilið er. Það eru jú bara tvær manneskjur að skilja! Stundum telur fólk hins vegar að skilnaðurinn sé bömunum fyrir bestu. Fjögurra barna móðir liggur fyrir dauðanum á gamals aldri. Hún hefúr alið upp dætur sínar ein í lengri tíma - eða frá því hún skildi við eig- inmanninn. Þau skiptu börnunum á milli sín þannig að hann tók með sér soninn og hún sá um dæturnar þrjár. Það var ekki auðvelt og ekki mikil efni. Hins vegar tókst fyrrver- andi eiginmanninum að koma sér ágætlega áfram. Þegar móðirin ligg- ur þama á banabeðinum vill hún vita að allt sé í lagi með son sinn og biður dætur sínar að hafa upp á hon- um. Þetta flnnst þeim þungbær ósk þar sem þær vilja fyrir enga muni eiga á hættu að rekast á fóður sinn, manninn sem yflrgaf þær i æsku. En í öllum skilnuðum eru tvær hliðar og spumingin er hver hliðin er sönn og rétt og er nokkuð hægt að velja milli einnar umfram annarrar. Þetta er áleitin mynd um áhrif skilnaðar á böm. Þegar ekki er um „helgarpabba" eða „helgarmömmur“ að ræða þá verður annað foreldrið stundum gjörsamlega ókunnugt barninu/bömunum. Myndin tekur einmitt á þeim áhrifum. Ally Sheedy leikur stórvel elstu dótturina og skemmtileg persónusköpun er í gangi á nokkuð venjulegu fólki. Vel þess virði að taka á næstu leigu. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Steven Maler. Aöalhlutverk: Ally Sheedy, Davidlee Willson, Jack Davidson, Maria Sucharetza, Marceline Hugot, Lisa Keller og Tyne Daly. Bandarísk, 1999. Lengd: 101 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -GG gat hjálpað henni að kom- ast áfram á því sviði. Reyndar voru foreldrar Ally Sheedy báðir mjög list- rænir og hvöttu börnin sín til að tjá sig á hverju því sviði sem þau vildu. Einnig skrifaði hún ljóðabók sem nefnist Yesterday, I Saw the Sun en það var þó nokkru seinna eða 1991. Endurkoman Ally Sheedy hefur hægt og sígandi verið að koma til baka í sífellt áhrifa- meiri hlutverk- um. Hún lék hlutverk í One Night Stand (1995) og vakti það hlutverk einhvem veg- inn áhuga á henni aftur hvað vinsældir varðar. Árið 1998 lék hún svo i High Art og var það virkilega það sem kom henni Tvær í Cannes Ally Sheedy ásamt mótieikkonu sinni í High Art á kvik- myndahátíöinni í Cannes 1998. alvarlega á skrið. Ally Sheedy hlaut mikið lof og eftirtekt gagnrýnenda og kvikmyndaáhugafólks fyrir leik sinn í þeirri mynd. Var jafnvel gengið svo langt að orða hana við tilnefningu til óskarsverðlauna. Hins vegar var hún ekki tilnefnd til þeirra. En hlutverk hennar í mynd- inni hafði víðtæk áhrif og hún vann m.a. verðlaun fyrir besta aðalhlut- verk kvenleikara með Independent Spirit Awards og Los Angeles Film Critics Association Awards auk National Society of Film Critics Awards, U.S.A. Virkar eins og létttrufluð manneskja Ally Sheedy hefur yfirleitt leikið svonefnd skapgerðarhlutverk og ósjáifrátt tengir almenningm’ hana við þá ímynd. Hún hefur aldrei virkað sem ánægða og lífsglaða týp- an i fjölmiðlum og meðan það er þá viðhelst þessi ímynd. Það er hreint og beint ekki auðvelt að sjá Ally fyr- ir sér i hlutverkum eins og Mary í myndinni There’s Something about Mary og rómantískum eins og því sem hún hafnaði en Kelly McGillis lék í Top Gun. Ally sótti um hlut- verk í myndinni A League of Their Own en fékk það ekki því hún gat ekki leikið hafnabolta nægilega vel. Einhvem veginn kemur það manni ekki á óvart. Hún er ekki þessi íþróttatýpa. Ekki kemur heldur á óvart að hún þurfti að fá hjálp við að losna undan flkn á svefnlyfjum. Hins vegar byrjaði Ally að taka þau lyf til að ná betri árangri í hlutverki sínu í myndinni Hight Art en karakterinn hennar þar var háður lyfjum. Hún hefur verið tengd við nokkr- ar þekktar manneskjur svo sem Eric Stoltz, Woody Harrelson og Richie Sambora. Hún er hins vegar gift David Lansbury frá því 10. októ- ber 1992 og saman eiga þau eina dóttur er fæddist 1994. Helgaði Ally sig móðurhlutverkinu fullkomlega um tíma en hefur nú snúið aftur til síns starfs. Sjálf er Ally fædd 12. júní 1962 í New York. Guðrún Guðmundsdóttir Myndbandagagnrýni Taxman ★★★ Skattmann í ham Skattheimtumenn hafa gjarnan fremur neikvætt orð á sér í hugum almennings. Það stendur meira að segja í Biblíunni að þeir séu syndar- ar, eins og aðalpersónan í Taxman, skattrannsóknarmaðurinn A1 Benjamin, segir mæðulega. Hann dreymir um að koma skattsvikara i fangelsi, alræmdum maflósa sem er nógu mikill óvinur þjóðfélagsins til að A1 öðlist virðingu og viðurkenn- ingu fyrir verk sin. Hann vill vera góði gæinn. Hann böðlast gegnum rannsókn sína af miklu offorsi I trássi við yfirmenn sína og lög- regluyfirvöld en hann er staðráðinn í að hafa sigur, hvað sem það kost- ar. Joe Pantoliano er alltaf skemmti- legur og skapar hér sem endranær skrautlega persónu í hinum maníska A1 sem er svo upptekinn af vinnu sinni að hann hefur engan tíma fyrir flöl- skylduna sem við fáum aldrei að sjá í myndinni. Taxman er ein af þessum sjaldgæfu spennu- myndum með vitrænan söguþráð og tiltölulega trúverðuga atburða- rás. Þetta er engin stórmynd en hún er gerð af fagmennsku, leikhópur- inn er þéttur og persónumar vel út- færðar. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Avi Nesher. Aöalhlutverk: Joe Pantoliano og Wade Dominguez. Bandarísk, 1999. Lengd: 104 mín. Bönnuö innan 16 ára. -PJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.