Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Qupperneq 4
4 ____________LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Fréttir I>V Thorbj0rn Jagland, utanríkisráðherra Noregs, um Evrópusambandsaðild: Eðlilegt að Noregur og ísland fylgist að - afstaða Halldórs Ásgrímssonar lýsir stjórnvisku DVrOSLO: ..... „Það er þrennt sem ræður þvi hvort Noregur verður kominn í Evr- ópusambandið eftir 10 ár. Stækkar Evrópusambandið? Hvemig reiðir evrunni af? Og svo skiptir máli hvemig EES-samningurinn þróast. Haldi svipuð þróun áfram spyr mað- ur sig hvemig samningnum reiðir af. Hann var gerður á sínum tíma þegar aðeins 12 ríki voru innan Evr- ópusambandsins. Alls geta 27 lönd fengið aðild að ESB og fjölgi í þá tölu verður komin upp ný staða varðandi EES,“ segir Thorbjorn Jagland, ut- anríkisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins, þar sem DV ræddi við hann í utanríkisráðuneyt- inu í Ósló í gær. Ráðherrann var spurður hvar Noregur stæði í Evrópusamstarfi að hans mati eftir 10 ár. „Það er háð stækkun ESB og hvað við fáum út úr EES-samningnum þegar sú staða verður komin upp,“ segir hann. - Hvaða áhrif hefði innganga ís- lands í Evrópusambandið á stöðu Noregs? „Stækki Evrópusambandið mun það hafa áhrif; hvort sem það yrðu Eystrasaltslöndin eða Island sem færu inn myndi slíkt breyta stöðu Noregs. Pjölgun landa í Evrópu- sambandinu mun hafa áhrif á afstöðu norsku þjóðarinnar. En ég get ekki séð það fyrir að ís- land og Noregur fari sitt í hvora áttina. Við erum saman í EFTA og höfum svipaða afstöðu í sjávar- útvegsmálum þannig að það væri eðlilegt að löndin fylgdust að,“ segir hann. - Hafa norsk stjómvöld ekki áhyggjur af því að svo virðist sem Framsókn- arflokkurinn á íslandi sé orðinn hliðhollari ESB- aðild? „Ég er í grundvallaratriðum á sömu skoðun og Halldór Ásgríms- son, utanrikisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Þegar miklar grundvallarbreytingar verða á starfi ESB verð- um við að meta stöðuna út frá þeim. Mér líst miklu betur á skoðun Halldórs en það sem kem- ur fram hjá and- stæðingum ESB. Afstaða hans lýsir meiri stjórnvisku en afstaða þeirra sem þvertaka fyrir aðild og láta eins og stækkun ESB skipti engu máli,“ segir Jag- land. - Veldur það ekki áhyggjum að Framfara- flokkur Carls I. Hagen er orðinn stærsti flokkur Noregs sam- kvæmt skoðanakönnunum? Mun þessi vísbending hafa áhrif á stefnu Verkamannaflokksins varðandi innflytjendur? „Stækkun Framfaraflokksins veldur vissulega áhyggjum. Það hefur þó engin áhrif á stefnu Verka- mannaflokksins. Það er vandamál í norskum stjórnmálum að Fram- faraflokkurinn skuli vera þetta stór. Framfaraflokkurinn er að þró- ast í þá átt að hafna aðild að ESB sem leiðir til þess að afstaðan verð- ur svipuð og í öðrum Evrópulönd- um þegar litið er til viðhorfs til að- ildar að ESB. í flestum Evrópulönd- um eru hægri menn á móti aðild en vinstri menn með. í Noregi hefur hluti vinstrimanna verið á móti og hluti hægrimanna með aðild. Nú eru komnar skýrari línur og afstað- an svipuð og í öðrum Evrópulönd- um. Það er jákvætt fyrir norsk stjórnmál," segir Jagland. - Hver er skýringin á uppsveiflu Framfaraflokksins? „Það er tvennt sem ræður. Ann- ars vegar er það að flokkurinn ger- ir út á neikvæðnina gagnvart inn- flytjendum en hins vegar sú stað- reynd að Noregur er ríkt land og flokkurinnn lofar auknum fjárútlát- um. Framfaraflokkurinn lofar fólki meiru af öllu og lágum sköttum og auknum flárveitingum á ýmsum sviðum svo sem til heilbrigðismála. Flokkurinn lofar að nota meira af olíuhagnaðinum," segir Thorbjorn Jagland. -rt Horft til ESB dv-mynd reynir Thorbj0rn Jagland, utanríkisráöherra Nor- egs og formaöur Verkamannaflokksins, segir aö stækki Evrópusambandið muni þaö hafa áhrif á stööu Noregs. Stórleikur íslendingaliðsins Stoke City og Liverpool í FA-bikarnum í næstu viku: Bikarleikur Stoke færir landsleik KKÍ - ástæðan meðal annars sú að Sýn sýnir beint frá báðum leikjum Landsleik Islands og Slóveníu í Evrópukeppninni í körfuknattleik á miðvikudag í næstu viku hefur verið flýtt um tvær klukkustundir, m.a. vegna bikarleiks Stoke City og Liver- pool. Körfuboltaleikurinn átti að hefj- ast klukkan 20 á miðvikudag - á sama tíma og leikur Stoke og Liver- pool hefst - en hefur nú verið flýtt til klukkan 18. Báðir leikimir verða sendir út á Sýn þetta kvöld. Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, sagði í samtali við DV að aðrar ástæður liggi einnig að baki því að leikurinn verður flutt- ur. Hann segir að slóvenska sjón- varpið hafl viljað sýna körfubolta- leikinn beint heim til Slóveníu og greitt ákveðna fjárhæð til að fá hon- um flýtt. í þriðja lagi segir Pétur að verið sé að gera ákveðna tilraun gagnvart áhorfendum. Þannig eigi að bjóða öllum iðkendum í yngri flokk- um körfuboltans að koma og horfa endurgjaldslaust á landsleikinn til að ná upp stemningu - það sé heppi- legra klukkan 18 en 20. Arnar Björnsson íþróttafréttamað- ur er á leiðinni til Stoke on Trent ásamt tökumanni frá Islenska út- varpsfélaginu. Hann mun lýsa leikn- um beint á Sýn, en gert er ráð fyrir að uppselt verði á leikinn - 28 þús- und miðar verði seldir á hinum glæsilega Brittania-leikvangi liðsins sem íslendingar eiga 2/3 hluta í. En hvaða væntingar gerir Arnar til leiks íslendingaliðsins ytra á móti stór- stjörnunum úr Liverpool, t.d þeim Owen, Fowler, Heskey og fleirum? „Það liggur á borðinu að Stoke verður þarna að spila við mun sterkara lið. Þó að Stoke hafi unnið Liverpool á undirbúningstímabilinu með glæsilegu marki Stefáns Þórðar- sonar held ég að róðurinn verði þungur því úrvalsdeildarliðið hefur verið að spila mjög vel að undan- fórnu. Ég held að þarna verði menn að eiga toppleik til að eiga mögu- leika.“ - Hvaða möguleika telur þú á því að Stoke eigi eftir að komast upp um deild í vor eins og að hefur verið stefnt? „Ég held að Stoke verði í barátt- unni þangað til yfir lýkur. Það kæmi mér mjög á óvart ef liðið yrði ekki við toppinn þega leiktíð lýkur í maí.“ -Ótt DV-MYND EÓJ Lífsgæöakapphlaupinu var sagt stríö á hendur í Reykjavík í gær á svokölluðum „kaupum ekkert degi". Hér nýtur vegfarandi fábrotinna rétta í titefni dagsins. „Kappakstursmaður": Farsíminn kom upp um hann DV. AKUREYRI: Hálfþrítugur karlmaður frá Blönduósi hefur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmdur fyrir ítrekaðan hraðakstur á árinu. Fyrsta brot mannsins var í maí er bifreið hans mældist á 124 km hraða á Svalbarðsströnd i Eyjafirði. Snemma í júní ók maðurinn síðan bifreið suður Drottningarbraut á Ak- ureyri á yfir 90 km hraða og lögregl- an mældi hraða bifeiðar hans 150 km á leiðinni suður að Hrafnagili. Sú mæling var reyndar dregin í efa en sannað þótti að maðurinn hefði ekið yfir 90 km hraða. Hann var sviptur ökuleyfl eftir að lögreglan hafði af- skipti af honum f þetta sinn. Næstu nótt dró svo enn til tíðinda en þá eltu lögreglumenn frá Akur- eyri bifreið mannsins úr Öxnadal í Skagafjörð og mældu hraða bifreið- arinnar yfir 180 km mest, og á öðrum stað 162 km. Ökumanninum tókst að stinga lögreglubifeiðina af og fannst hún síðar mannlaus við bæ í Akra- hreppi. Maðurinn neitaði að hafa ekið bif- reiðinni og sagðist hafa dvalið hjá vinkonu sinni á Akureyri umrædda nótt en hafa fengið vin sinn til að aka bifreiðinni til Reykjavíkur. Við rannsókn lögreglu þar sem m.a. var stuðst við upplýsingar um farsímanotkun viðkomandi kom í Ijós að staðsetja mátti síma manns- ins í Skagafirði umrædda nótt og hringt hafði verið úr honum þaðan. Vinkona ökumannsins dró þá fyrri framburð sinn til baka um að maður- inn hefði verið á heimili hennar en maðurinn neitaði statt og stöðugt að hafa ekið bifeiðinni. Dómurinn taldi hins vegar sannað að hann hafi ver- ið að verki og tók hraðamælingu upp á 162 km gilda. Maðurinn var dæmdur í 110 þús- und króna sekt og komi 22 daga varðhald til ef sektin verði ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá var hann sviptur ökuleyfi í 5 mánuði og dæmdur til greiðslu alls málskostn- aðar. -gk VcAríð i livolíl 1 Sólitr&tngiir og ísJíiVeirfoll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.00 15.25 Sólarupprás á morgun 10.32 09.23 Síödegisflóö 18.06 22.39 Árdegisflóö á morgun 06.28 11.01 Skýringar á ve&urtáknum /*'-V INDÁTT 15) “N.VINDSTYRKUR í metrum á Mkúndu -10° >T< Vfrost heídskirt o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAO Norðaustanátt Norðaustan 10 til 15 m/s norðvestanlands en annars víða 8-13. Dálítil slydda eða snjókoma norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SLYDDA SNJÓKOMA = SKAF- POKA RENNINGUR Snjórinn Eitt af því sem fylgir vetrinum er snjórinn og hann er þegar farinn að sjást þennan vetur. Snjókornin geta veriö mismunandi aö stærð og í sumum tilvikum geta þau orðið allt að fimm sentímetrar. Og það verður aldrei of kalt til að snjóa. Léttskýjað sunnanlands Norðan 8 til 13 m/s og él norðanlands en léttskýjað syðra. Vægt frost norðanlands en hiti 0 til 5 stig sunnan til. ?V!á!!in!ágt Vindur: ( 10-15 m/%\ Hiti 2“ «1 A° Vindur: 3-8 m/%' Hiti 4° «1 -2" Noröan og norövestan 10- 15 m/s og snjókoma eöa él norðanlands en bjart fyrir sunnan. Frostlaust vlö suöur- og austurströndlna en frost annars 0-4 stlg. Norðlæg átt. Él norðanlands og skúrlr vlð austurströndlna, en annars léttskýjaö. Vægt frost norðanlands en hltl annars 0 tll 4 stlg. ÍYIiðYikudá m Vindur: /* ' 3-8 m/» Hiti o° til-3° Noröaustlæg átt meö éljum viöa um land og kólnandl veörl. AKUREYRI úrkoma 3 BERGSSTAÐIR skýjaö 3 BOLUNGARVÍK rigning 4 EGILSSTAÐIR 3 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 3 KEFLAVÍK skýjaö 1 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK skýjaö 2 STÓRHÖFÐI skýjaö 5 BERGEN rigning 8 HELSINKI alskýjaö 5 KAUPMANNAHÖFN þoka 7 ÓSLÓ rigning 7 STOKKHÓLMUR skúrir 7 ÞÓRSHÖFN skýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 9 ALGARVE súld 15 AMSTERDAM skýjaö 9 BARCELONA léttskýjaö 12 BERLÍN þoka 6 CHICAGO heiðskírt -5 DUBLIN rigning 7 HALIFAX skýjað -5 FRANKFURT skýjaö 9 HAMBORG skýjaö 9 JAN MAYEN hálfskýjaö 1 LONDON skýjaö 8 LÚXEMBORG skýjaö 6 MALLORCA hálfskýjað 14 MONTREAL heiöskírt -13 NARSSARSSUAQ alskýjaö -7 NEWYORK skýjaö -3 ORLANDO léttskýjaö 11 PARÍS léttskýjað 8 VÍN skýjaö 10 WASHINGTON hálfskýjaö -9 WINNIPEG heiöskírt -3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.