Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_____________________________________________________________________________________i>v Nærmynd dauöans Sextán ára drengur sem ísraelskur hermaður skaut í höfuðið. Kúlan sprakk Inni í höfðlnu á honum og sprengdi út höfuðkúpuna. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna á Shifa- sjúkrahúsið í Gaza, síðdegis pann 16. nóvember. Röntgenmyndin er tekin þegar hann sýnir enn lífsmörk. Hvítu flekkirnir eru leifar byssukúlunnar. VEIKOMIN TIL Í5RAEL5 „Þorvaldur Örn Kristmundsson, Ijósmynd- ari DV. Ég er frá íslandi," segi ég lög- reglumanni á flugvellinum í Tel Aviv. Þaö fer lítiö fyrir stríöinu. Ég er boöinn vel- kominn með brosi: „Vonandi veröur dvöl- in ánægjuleg." Þaö eina sem gerir kom- una til ísrael frábrugöna komunni til ann- arra landa er að viö vorum þrjátíu í vél- inni. Þaö eru fáir ferðamenn í ísrael. Hót- elin standa auö. Einu útlendingarnir eru fjölmiölafólk og erindrekar alþjóöasam- taka. Þegar komið er út í stríðið leggst dauðinn á mig af þvílíkum krafti að ég verð strax ónæmur fyrir honum. Ég ek úr venjulegu umhverfi gyðingahverfls í Jerúsalem og er fljótt kominn á staði þar sem ungt fólk liggur blóði drifið á sjúkrabörum eftir kúlur ísraelskra hermanna. Mér finnst ríkja ringulreið en kemst fljótt að því að þetta er venjulegt ástand á Vesturbakkanum. Palestínumenn skjóta grjóti að ísraelskum hermönnum sem svara með gúmmíhúðuð- um stálkúlum sem þeir kalla gúmmíkúlur. Israelskir hermenn sem ég hitti segja mér að óreiðan sé skipulögð. Aðgerðir hersins séu úthugsaðar; ísraelski herinn byggist á aga og skipulagi sem gerir hann að einum öílugasta her í heimi. Þegar tólf ára drengur er skotinn af flmm hundruð metra færi þá er það ekki slysaskot heldur að mér virðist þaul- skipulögð aftaka. Að sjálfsögðu neita ísraelar því séu þeir spurðir. Þeir segjast skjóta nærri fólki til að hræða það. Kjark- ur palestínskra ungmenna virðist óbilandi; þótt gúmmíkúlur ísraela særi einn kemur ávallt maður í manns stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.