Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Fréttir dv
Þýsk skipasmíðastöð grípur til aðgerða gegn Smyril Line:
Norræna í hættu
- færeyska landsstjórnin á neyðarfundi - Seyðfirðingar til Danmerkur
Færeyska landsstjórnin hefur
verið boðuð til skyndifundar þar
sem reyna á að koma í veg fyrir að
farþegaferjan Norræna verði yfir-
tekin af þýskri skipasmíðastöð í
Flensborg. Skipasmíðastöðin hef-
ur unnið að smíði nýrrar ferju fyr-
ir Færeyinga en útgerðarfyrirtæk-
ið Smyril Line hefur ekki getað
staðið við gerða samninga varð-
andi smíði nýju ferjunnar sem á
að kosta rúma sex milljarða.
Vegna vanefnda hyggst skipa-
smíðastöðin í Flensborg leysa til
sín Norrænu ef færeyska útgerðar-
fyrirtækinu tekst ekki að bæta eig-
Norræna tekin í pant?
Smyril Line rær lífróöur
tll bjargar ferjunni.
infjárstöðu sína um tæpan millj-
arð fyrir næstkomandi þriðjudag.
Norræna hefur verið flaggskip
Færeyinga um árabil og verið í
áætlunarsiglingum á milli Fær-
eyja, Noregs, Danmerkur,
Shetlandseyja og íslands. Fyrir-
tækið Austfar hf. hefur þjónustað
Norrænu á Seyðisfiröi en fram-
kvæmdastjóri þess og stjórnarfor-
maður er Jónas Hallgrímsson.
Hann flaug til Danmerkur vegna
ástandsins í Færeyjum þar sem
hann reyndi að bjarga því sem
bjargað yrði í gær. Á skrifstofu
Austfars á Seyðisfirði skildi fram-
kvæmdastjórinn eftir þau skilaboð
að ekki yrði rætt við fjölmiöla um
málefni Norrænu á meðan málið
væri á svo viðkvæmu stigi.
Stjórn Smyril Line í Færeyjum
hefur reynt án árangurs að tryggja
sér fjármagn í fjölmörgum fjárfest-
ingarsjóðum í Danmörku og hefur
því snúið sér til færeysku lands-
stjórnarinnar með ósk um aðstoð,
en landsstjórnin er hluthafi í út-
gerðarfyrirtækinu.
í gærkvöld voru enn þrír sólar-
hringar til stefnu til að bjarga Nor-
rænu en óvist um árangur lífróð-
urs Smyril Line fyrir því að halda
ferjunni í Færeyjum.
-EIR
Fjárhagsáætlun samþykkt
Borgarstjórn
Reykjavíkur sam-
þykkti í fyrrinótt
fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir
næsta ár. Borgar-
stjóri sagði við síð-
ari umræðu um
áætlunina að fjár-
hagsstaða borgarsjóðs væri sterk en
sjálfstæðismenn gagnrýndu meiri-
hlutann harðlega fyrir skattahækk-
anir. RÚV greindi frá.
Vilja fresta fjárlagaumræðu
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
kröfðust þess í morgun að áætlanir
ríkisstjórnarinnar um einkavæð-
ingu Landssímans yrðu teknar til
umræðu áður en lengra yrði haldið
í fjárlagaumræðunni og fóru því
fram á að þriðju og síðustu umræðu
um fjárlögin yrði frestað. Visir.is
greindi frá.
Stjörnuhátíð menningarborgar:
Rithöfundur las fyrir ráðherra
Karlmenn flykkj-
ast í ófrjósemis-
aðgerðir
Ófrjósemisaðgerðum á karlmönn-
um hefur fjölgað mjög að undanfórnu
og telja læknar að skýringar megi
leita í því að karlmenn taki nú að sér
það sem áður var kvenna:
„Ætli aukningin sé ekki um 40 pró-
sent þó ég hafl ekki nákvæmar tölur
þar um,“ sagði Egill
Jacobsen þvagfæra-
skurðlæknir í morg-
un. „Það er miklu
minna inngrip í lík-
amann að fram-
kvæma ófrjósemis-
aðgerð á körlum en
konum og mér
flnnst eins og karl-
arnir taki þetta nú
að sér fyrir konurnar. Aðgerðin er
framkvæmd á stofu úti í bæ og tekur
ekki nema klukkutíma. Eftir það fer
karlinn heim,“ sagði Egill sem hefur
reynslu og vissu fyrir því að þessi mál
séu alltaf rædd ítarlega meðal hjóna
áður en ákvörðun er tekin. Stærstur
hluti þeirra karlmanna sem gangast
nú undir ófrjósemisaðgerð er á miðj-
um aldri og hefur í flestum tilfellum
lagt sitt af mörkum til viðhalds mann-
kyninu:
„Við gerum þetta ekki nema karl-
arnir eigi helst fullt af börnum en
venjulega eru þeir búnir að eiga þrjú
eða Qögur þegar þeir gangast undir
svona aðgerð," sagði Egifl Jacobsen
sem lítur svo á að ófrjósemisaðgerð á
karlmanni sé endanlegt úrræði enda
sé árangur af því að koma þeim í sam-
band aftur ekki góður. -EIR
Lúðudómur
Sex ungir Grindvíkingar voru í gær
dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til
greiðslu skaðabóta fyrir að hafa stolið
verðmætri eldislúðu, drepið flórar og
veitt átta öðrum alvarlega áverka i
flskeldisstöð Hafrannsóknastofnunar-
innar í Grindavík í fyrravor. For-
sprakki hópsins var dæmdur tU að
greiða 75 þúsund krónur í ríkissjóð og
félagar hans fimm hlutu 50 þúsund
króna sekt hver. Er hinum dæmdu
gert að greiða sektina innan flögurra
vikna eUa sitja í fangelsi i rúmar tvær
vikur. -EIR
í upphafi ríkisstjórnarfunds í
Stjórnarráðinu í gærmorgun las Vil-
borg Davíðsdóttir rithöfundur fyrir
ráðherra landsins úr bók sinni Gald-
ur. Efnið sem hún valdi flallaði um
570 ára gamla pólitík.
„Þetta er texti sem segir frá því þeg-
ar Jón Craxton, biskup á Hólum,
bannfærði séra Jón Pálsson, prest á
Grenjaðarstað, vorið 1430 fyrir að
gera uppreisn gegn sér,“ sagði Vilborg
í samtali við DV eftir upplesturinn.
„Þetta var pólitík þeirra tíma. Valda-
mesti maður Norðurlands var bisk-
upinn og þessi prestur gerði uppreisn
gegn honum með vopnuðu liði á
prestastefnu."
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
skáld les úr verki sínu í Stjórnarráð-
inu. „Ráðherrarnir klöppuðu voða
mikið fyrir mér. Ég gat ekki betur
heyrt en að þeir hlustuðu mjög vel,
þetta var mjög prúður áheyrendahóp-
ur, steinþagði á meðan ég las og hlust-
aði af athygli. Þetta er mikill heiður
fyrir mig,“ sagði Vilborg.
Upplesturinn var í tilefni Stjörnu-
hátíðar menningarborgarinnar
Reykjavíkur. Auk Vilborgar flöl-
menntu fleiri skáld og rithöfundar á
ýmsa vinnustaði, stofnanir og skóla
víðs vegar um Reykjavík og nágrenni
í tilefni hátíðarinnar og voru staðir
þar sem raddir skálda hljóma sjaldan
sérstaklega valdir. Elliheimilið
Grund, Kaffivagninn Grandagarði,
Melaskóli, álverið í Straumsvík,
Kaupþing, Olís, hús Blindrafélagsins i
Skógarhlíð, Ráðhús Reykjavíkur,
Landsspítalinn, Litla-Hraun ásamt
fleiri stöðum urðu fyrir vali skáld-
anna. -SMK
Þráinn Bertelsson aftur í bíó
- mynd og sjónvarpsþættir um alka
„Ég hef verið að dunda við
þetta f heil 16 ár þannig að
það er tími til kominn að
framkvæma," sagði Þráinn
Bertelsson kvikmyndagerða-
maður sem hefst hefla leik-
inn á ný eftir langt hlé frá
kvikmyndaframleiðslu.
„Hugmyndin er að gera kvik-
mynd og sjónvarpsþáttaröð
undir nafninu „Lifsins vatn“.
Verkið var kynnt á samráðs-
Þráinn
Bertelsson.
anna fyrir skemmstu og þar
vildu allir vera með sem er
víst sjaldgæft í þeim her-
búðum,“ sagði Þráinn sem
hyggst framleiða kvikmynd-
ina og þáttaröðina ásamt
Friðriki Þór Friðrikssyni
fyrir norrænu sjónvarps-
stöðvarnar.
„Lífsins vatn“ flallar um
fólk sem hittist í áfengis-
meðferð og er því fylgt fram
fundi norrænu ríkissjónvarpsstöðv- og aftur í tima og rúmi.
-EIR
Egili Jacobsen.
Nýjar lágvöruverðsverslanir
Fjórar nýjar lágvöruverðsversl-
anir voru opnaðar í gær, þrjár á höf-
uðborgarsvæðinu og ein á Selfossi.
Þessi nýja keðja lágvöruverðsversl-
ana á matvöru og öðrum heimilis-
vörum ber heitið „Krónan" sem
táknar stefnu fyrirtækisins í verð-
lagsmálum. Visir.is gi-eindi frá.
Tekjur og gjöld hækka
Útgjöld ríkissjóðs hækka um 20
milljarða króna á
næsta ári, sam-
kvæmt lokatillögu
stj órnarflokkanna
við flárlagagerðina.
Tekjur ríkisins eru
þó taldar hækka
enn meira milli ára, !
eða um 28 milljarðá |
króna. Stöð tvö greindi frá.
Bátatryggingar endurnýjaðar
Landssamband smábátaeigenda
og Alþjóðleg miðlun hafa gengið
frá samkomulagi um endurnýjun
bátatrygginga fyrir félagsmenn
landssambandsins fyrir næsta ár.
Samningurinn tryggir smábátaeig-
endum áfram hagstæðustu trygg-
ingakjör sem völ er á. Visir.is
greindi frá.
Tveir kippir fundust í gær
Samkvæmt upplýsingum frá
Vigfúsi Eyjólfssyni jarðfræðingi er
líklegt að tveir kippir sem fundust
á höfuðborgarsvæðinu og Suður-
landi í gærmorgun hafi fundist
vegna þess að þotur hafi rofið
hljóðmúrinn en það finnst svipað
og jarðskjálfti og kemur fyrir ann-
að slagið. Visir.is greindi frá.
Faco og Sjónvarpsmiðstöðin
Undirritaður hefur verið samn-
ingur miUi Faco og Sjónvarpsmið-
stöðvarinnar um sameiningu á
rekstri fyrirtækjanna undir merkj-
um Sjónvarpsmiðstöðvarinnar
ehf., en með því flyst JVC-umboð-
ið til Sjónvarpsmiðstöðvarinnar
sem stefnir á að stórauka mark-
aðshlutdeild JVC á íslandi.
Tafir við rafræna skráningu
í ljósi þess að undirbúningur að
rafrænni eignar-
skráningu hús- og
húsnæðisbréfa hef-
ur tekið lengri
tíma en vonir
stóðu til hefur
íbúðalánasjóður
ákveðið að óska
eftir því við félags-
málaráðherra að 1. og 2. flokkur
húsbréfa verði opnir áfram til af-
greiðslu og ekki lokað fyrr en 15.
mars nk. Viðskiptablaðið greindi
frá.
DV-MYND E. OL.
Ráðherrum kynnt 570 ára gömul pólitík
Rithöfundurinn Vilborg Davíösdóttir las úr bók sinni Galdur fyrir ráðherra landsins í upphafi ríkisstjórnarfundar í gær-
morgun í tilefni Stjörnuhátíöar menningarborgarinnar Reykjavíkur. Vilborg las um bannfæringu noröiensks prests sem
geröi uppreisn gegn biskupi sínum fyrir 570 árum.
-KEE