Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 ________79 Ættfræði DV 85 ára_________________________ Þorgeröur Elísabet Grímsdóttir, Barðastöðum 11, Reykjavík. 80 ára_________________________ Anna Vilborg Magnúsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Þorbjörn Ólafsson, Hátúni 8, Reykjavík. 75 ára_________________________ Aöalheiður Jónsdóttir, Heiðarhrauni 51, Grindavík. Auður Gísladóttir, Fálkagötu 19, Reykjavík. Ásgeir Hafliöason, Kirkjuteigi 27, Reykjavík. Svandís Nanna Pétursdóttir, Ásgarði 5, Reykjavík. 70 ára_________________________ Alda N. Guðmundsdóttir, Hæðargarði 27, Reykjavík. Ólafur Gunnar Bjarnason, Brunnum 11, Patreksfirði. Páll Sigurgeirsson, Stjörnusteinum 3, Stokkseyri. Sigfús Jónsson, Tjarnarstíg 30, Seltjarnarnesi. Sveinn Þorsteinsson, Borgarholtsbraut 26, Kópavogi. Hann er að heiman. Vilmundur Jónsson, Skeiöháholti 1, Selfossi. Þorsteinn Kristjánsson, Yrsufelli 13, Reykjavík. 60 ára_________________________ Friöbert Páll Njálsson, Tjarnargötu lOb, Reykjavik. Kristbjörg Inga Magnúsdóttir, Krummahólum 10, Reykjavík. Magnhildur Magnúsdóttir, Furuhjalla 4, Kópavogi. Nína Björg Knútsdóttir, Lyngheiöi 14, Selfossi. Ragnar Olsen, Hraunási 5, Hellissandi. Sigríöur Pálsdóttir, Bræöratungu 16, Kópavogi. Þyri Þorvaldsdóttir, Kristnesi 12, Akureyri. 50 ára_________________________ Ásmundur Eiríksson, Kambaseli 75, Reykjavík. Björgvin Bergsson, Frostafold 173, Reykjavík. Geir G. Waage, prestsetri, Reykholti. Guömundur H. Sigurösson, Bæjartúni 3, Kópavogi. Helgi Eyvinds, Hraunbæ 21, Reykjavík. Svavar Gunnarsson, Kóngsbakka 3, Reykjavík. 40 ára_________________________ Aðalbjörg J. Jóhannesdóttir, Austurbergi 2, Reykjavík. Eyrún Guömundsdóttir, Nökkvavogi 22, Reykjavík. Guörún Ingibjörg Andrésdóttir, Brekkulæk, Akureyri. Hans Alfreð Kristjánsson, Sandvík, Kópaskeri. Helgi Rafnsson, Urðarási 10, Garðabæ. inda Sigrún Gunnarsdóttir, Langholtsvegi 80, Reykjavík. Katrín Bjarnadóttir, Lindarbergi 62, Hafnarfiröi. Kristinn Guöjón Kristinsson, Oddabraut 17, Þorlákshöfn. Kristjana V. Valgeirsdóttir, Glæsibæ 2, Akureyri. Marteinn Frewer, Traðarbergi 11, Hafnarfiröi. Skúli Vilhjálmur Jónsson, Víðigrund 26, Sauðárkróki. Jaröarfarir Útför Esra S. Péturssonar læknis fer fram frá Hallgrimskirkju mánud. 11.12. kl. 13.30. Jarðarför Ingibjargar Þ. Bjarnadóttur frá Ögurnesi, Miövangi 6, Hafnarfirði, fer fram frá Garðakirkju 14.12. kl. 15.00. Jónína Björk Vilhjálmsdóttir (Nína) lést á Grensásdeild Landspítalans laugard. 2.12. Útför hennar fer fram frá Foss- vogskirkju þriðjud. 12.12. kl. 13.30. Sveinn Sigurðsson frá Svalbarði, Dalvík, sem andaöist fimmtud. 30.11., verður jarösunginn frá Dalvíkurkirkju laugard. 9.12. kl. 13.30. Kristjana Ólafsdóttir, Garðvangi, Garöi, áðurtil heimilis í Suðurgötu 37 og 12, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavík- urkirkju laugard. 9.12. kl. 14.00. Jóhanna Sigríöur Jónsdóttir frá Staðar- björgum verður jarðsungin frá Sauðár- krókskirkju laugard. 9.12. kl. 13.00. Stefanía Elín Hinriksdóttir frá Hell- issandi verður jarösungin frá Ingjalds- hólskirkju laugard. 9.12. kl. 14.00. Sætaferðir frá Hópferðamiðstöðinni, Hesthálsi 10, kl. 8.30. Níutiu og fimm ára Guðmundur L. Friðfinnsson bóndi og rithöfundur aö Egilsá Guðmundur Liljendal Friðfinns- son, skógarbóndi og rithöfundur að EgOsá í Akrahreppi í Skaga- firði, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Egilsá og ólst þar upp. Hann var við smiða- nám tæpa tvo vetur í byrjun þriðja áratugarins, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1929-30 og við Bændaskólann á Hólum 1931. Guðmundur hóf búskap á Egilsá 1932 og hefur verið skógarbóndi þar frá 1987. Þá starfræktu þau hjónin fjölmennt sumardvalar- heimili fyrir þéttbýlisbörn um árabil auk þess sem þau voru alla tíð mikið skógræktarfólk. Bækur sem út hafa komið eftir Guðmund eru Bjössi á Tréstöðum, unglingabók, 1950 og 1971; Jónsi karlinn í Koti og telpurnar tvær, unglingabók, 1950; Máttur lífs og moldar, skáldsaga, 1954; Leikur blær að laufi, skáldsaga, 1957; Hin- um megin við heiminn, skáldsaga, 1958 Qg 1999; Saga bóndans 1 Hrauni, æviminningar, 1961; Bak- svipur mannsins, smásögur, 1962; Undir ljóskerinu, sagnaþættir, 1967; Örlagaglíma, skáldsaga, 1970; Málaö á gler, ljóð, 1977; Blóð, skáldsaga, 1978; Örlög og ævin- týri, þjóðleg fræði I.b. 1984 og Il.b. 1985; Sumarjól, barna- og fjöl- skylduleikrit, 1985; Mislitt mann- líf, unglinga- og fjölskyldusaga, 1986; Þjóðlíf og þjóðhættir, þjóðleg fræði, 1991. Fjölskylda Guömundur kvæntist 11.6. 1932 Önnu Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, f. 1.4. 1904, d. 20.5. 1982, húsfreyju. Hún var dóttir Gunnars Ólafsson- ar, b. í Keflavik í Hegranesi, og k.h., Sigurlaugar Magnúsdóttur húsfreyju. Dætur Guðmundar og Önnu eru Kristín, f. 16.3. 1934, handmennta- kennari i Kópavogi, gift Hilmari Jónssyni verkstjóra og eiga þau þrjá syni; Sigurlaug Rósinkranz, f. 10.10. 1935, óperusöngkona i Los Angeles og ekkja eftir Guðlaug Rósinkranz þjóðleikhússtjóra og á hún þrjú börn; Sigurbjörg Lilja, f. 1.3. 1937, nuddkona og heimspek- ingur í Reykjavík, gift Þór Snorra- syni skrúðgarðyrkjumeistara og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Guðmundar voru Friðfinnur Jóhannsson, f. 20.4. 1858, d. 6.6. 1938, bóndi á Egilsá, og s.k.h., Kristín Guðmundsdóttir, f. 4.3. 1873, d. 22.4. 1936, húsfreyja. Ætt Friðfinnur var sonur Jóhanns, b. á Sólborgarhóli í Kræklinga- hlíð, Jónssonar, b. á Naustum við Akureyri, bróður Þorvalds, b. á Stóra-Eyrarlandi, afa Jóhanns Lárusar, b. á Lýtingsstöðum, foð- ur Ingibjargar, móður dr. Brodda Jóhannessonar skólastjóra og Jó- hanns, b. á Silfrastöðum. Jón á Naustum var sonur Jóns, b. á Vöglum í Hörgárdal, Benedikts- sonar, hreppstjóra á Krossastöð- um Guðmundssonar, pr. á Guð- rúnarstöðum, Jónssonar. Móðir Friðfinns var Friðfinna Friðfinns- dóttir, b. á Espihóli í Eyjafirði, bróður Gríms, langafa Sigurðar, afa Sigurðar Geirdals, föður Sig- urjóns Birgis (SJÓN) skálds. Frið- finnur var sonur Gríms græðara, læknis á Espihóli, Magnússonar og Sigurlaugar, systur Kristjáns, langafa Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Jóns, föður Jónasar frá Hriflu. Sigurlaug var dóttir Jós- eps, b. í Ytra-Tjarnarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Jósep var sonur Tómasar, b. á Hvassafelli, Tómas- sonar, ættfoður Hvassafellsættar- innar. Móðir Sigurlaugar var Ingi- björg, systir Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar og langafa Hannes- ar Hafsteins. Ingibjörg var dóttir Hallgrims, málara og smiðs á Stóra-Eyrarlandi, Jónssonar. Kristín var dóttir Guðmundar, b. í Bási í Hörgárdal og víðar, Jónssonar, b. á Fagranesi í Öxna- dal, Arnfinnssonar. Móðir Guð- mundar var Helga, systir Soffiu, móður Jóns Jónssonar í Djúpadal, afa Jóns Sigurðssonar, alþm. á Reynistað. Önnur systir Helgu var Þórey, langamma Magnúsar Jóns- sonar, ráöherra frá Mel, og Hall- dórs Þormars sýslumanns, fóður Jóns Orms prófessors. Helga var dóttir Gísla, b. á Hofi í Hörgárdal, Halldórssonar og Bergþóru Áma- dóttur, hreppstjóra á Laugalandi, Jónssonar. Móðir Kristínar var Lilja, systir Sigriðar, móður Guðrúnar á Sandi, konu Guðmundar, skálds á Sandi. Lilja var dóttir Gunnlaugs, b. á Nýjabæ í Hör gárdal Gunn- laugssonar, b. á Baugaseli og ætt- föður Gunnlaugsættar Magnús- sonar. Guðmundur er að heiman á af- mælisdaginn. Sjötug Birna Þorsteinsdóttir fyrrv. fiskverkakona og húsmóöir á Breiðdalsvík Birna Þorsteinsdóttir, fyrrv. húsmóðir og fiskverkakona á Breiðdalsvík, til heimilis að Holts- götu 12, Hafnarfirði, verður átt- ræð á miðvikudaginn kemur. Starfsferill Birna fæddist í Blönduhlíð í Skagafirði og ólst þar upp. Hún var lengi búsett í Breiðdalsvík þar sem hún stundaði fiskverkun og sat m.a. í hreppstjóm um skeið. Fjölskylda Eiginmaður Birnu: Sigurður Magnússon, f. 26.11. 1918, lengst af vélstjóri við Frystihús Breiðdæla. Foreldrar hans voru Magnús Guð- mundsson kaupmaður og Jóhanna Sigurðardóttir húsmóðir. Börn Bimu og Sigurðar em Freyja Sigurðardóttir, f. 31.5. 1948, hjúkrunarfræðingur og á hún tvö böm; Magnús Sigurðsson, f. 25.4. 1957, netagerðarmeistari en kona hans er Sigurrós Karlsdóttir hús- móðir og eiga þau eitt barn. Systur Birnu voru María Þor- steinsdóttir, nú látin, var búsett í Reykjavík; Guðrún Þorsteinsdótt- ir, nú látin, var búsett í Hafnar- firði. Foreldrar Birnu voru Þorsteinn Bjömsson, bóndi og brúarvörður á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, og Margrét Rögnvalds- dóttir húsfreyja. Birna tekur á móti gestum að Hjallabraut 15, Hafnarfirði, sunnud. 10.12. milli kl. 14.00 og 18.00. Allt milli himins ogjarðar... DV Smáauglýsingar 550 5000 æt m Skoðaðu smáuglýsingarnar á VISII'. Johur 'qíJS i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.