Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
48
Helgarblað_______________________________________________________________________________________________PV
Æviminningar Andrésar H. Valbergs:
Skagfirðingur
skír og hreinn
Skjaldborg hefur gefið út æviminning-
ar Andrésar H. Valbergs, Skagfirðing-
ur skír og hreinn. Andrés valnastakk-
ur er löngu þjóðkunnur hagyrðingur,
kvæðamaður og skemmtikraftur á
þingum vínsamanna. Meginhluti bók-
arinnar snýr að æsku- og uppvaxtarár-
um hans í Skagafirði og fyrstu umsvif-
rnn á löngum ferli margháttaðra at-
hafna og viðskipta sem hófust á Sauð-
arkróki og hann starfar enn við, þótt
kominn sé á níræðisaldur. Ámi Gunn-
arsson bjó bókina til útgáfu.
Þann 27. maí 1941 fórum við 7 út í
eyjuna og vorum ekki búnir að bera
farangurinn á skip fyrr en seinnipart
dags. Hreggviður Ágústsson flutti okk-
ur á dekkbáti sínum, Sætoppnum.
Ekki vorum við búnir að koma öllu
upp á eyjuna og tjalda fyrr en um
miðja nótt. Ég lánaði Maroni árabát-
inn minn og settum við hann upp und-
ir bjargið í Uppgönguvíkinni. Þar
hafði stór hella staðið upp úr urðinni
um árabil og á bak við hana höfðu bát-
ar verið settir, en nú var hún hrunin
og horfin. Næsta morgun var norðan-
kaldi, súld og þoka. Þó sigum við
nokkrar ferðir. Svipað veður var á
sunnudag. Þó sigum við eftir nokkrum
hundruðum eggja, en galli var á því
flest eggin voru orðin setin, sum tals-
vert.
Svefhtima minn notaði ég til að
draga lunda úr holum og urðu þeir 34
ails. Og 36 langvíur skaut ég með riffli
í Uppgönguvíkinni. Á mánudeginum
kláruðum við að síga úr Tófuskeiðinni
og Mávanefmu. Svo fórum við upp í
Lambhöfðann og sigum þar dálítið.
Það fannst mér hroðalegt hættuspil að
fara upp keðjustigann sem rólaði td
laus frá berginu með gömlum og
feysknum rimum sem var stungið
gegnum kolryðgaðar keðjur. Skrítnast
þótti mér að ekki skyldi vera höfð líf-
lína á hveijum manni ef eitthvað
kæmi fyrir, þó ekki hefði verið nema
aðsvif því þetta var geysihátt. Allt
tókst þetta slysalaust en ekki var það
okkar fyrirhyggjulausa formanni að
þakka. Síðasta daginn sendi Maron
Pálma, yngsta bróður sinn, á báti að
Reykjum á Reykjaströnd til að koma
boðum til Hreggviðs að sækja okkur.
Svo var öllu dóti firað niður i Upp-
gönguvík og þá notaði ég tímann til að
klifra eftir eggjum og lunda. Alls urðu
eggin milli 70 og 80, mest fylsegg, sem
Valnastakkur
Andrés Valberg í hinum fræga valnastakk sínum.
og ég lét eggin í húfuna og
sneri mér við, en leit óvart
fram af og niður í freyðandi
hafið tugum metra fyrir
neðan. Þá sundlaði mig, ég
skynjaði hættuna við að
stökkva til baka og hikaði, í
fyrsta skipti. Ég settist nið-
ur og hugsaði minn gang. Sá
mig i huganum stökkva yfir
á mjóa skeiðina sem var
rúmlega fótarbreið. Hvar
átti ég þá að setja hinn ef ég
missti jafnvægið? Þá var
ekki í neitt að taka og ekki
lá annað fyrir en að svifa
niður í sjó, súpa hveljur og
synda inn í Uppgönguvík og
vera dreginn á land eins og
hundur.
Að ég dæi í svona háu
falli eða kæmi við á leiðinni,
lenti á klöpp í sjónum, eða
allt þetta samanlagt, það
kom ekki til mála. Hitt
mundi þó vera betra að sitja
þama kyrr og bíða eftir því
að Hreggviður kæmi og allir
fæm að leita að mér. Svo
fyndist ég og það yrði að
fara niður í bát og sækja
sigtrossuna. Þar næst
mundi Maron síga eftir mér
og ég skulda honum lífgjöf-
ina alla ævi. Og svo skömmin af dýrs-
legri græðgi minni við að ræna bless-
aða fuglana aleigunni, stofna lífinu í
hættu og jafhvel farast í blóma lífsins
frá foreldrum og ástvinum, sem reynd-
ar vora sárafáir. Og svo allar mínar
skýjaborgir ófrágengnar, sem var
nærri verst.
Sjálfsagt hef ég hugsað margt fleira
og setið þama um hálfan klukkutima.
Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að
báðar þessar leiðir væra ófærar og að
á þessu væri bara ein lausn sem væri
sú að stökkva til baka, taka fugla mina
og egg og halda niður til félaganna,
sem ég og gerði án þess að hugsa þetta
frekar og allt gekk vel. En ég var hálf-
óstyrkur fyrstu skrefin eftir að ég
stökk og hef minnst þeirrar stundar í
hvert skipti sem ég hef klifrað í björg-
um, hvort sem það hefur verið við
fuglaveiðar eða í öðrum tilgangi. Og tel
mig hafa farið varlega, enda fyrir
fleira að lifa eftir að ég eignaðist fiöl-
skyldu.
Eftir þetta ævintýri fórum við heim
og í minn hlut komu 200 egg til viðbót-
ar því sem áður var talið svo ég hafði
þrefaldan hlut á móti hinum. Ég reytti
fuglinn og sveið hann og seldi allt og
var röskur að þessu. Hinir urðu að
senda til Siglufjarðar það sem þeir átu
ekki sjálfir eða gáfu. Mig minnir að
eggin kostuðu 40-45 aura stykkið og
vora öll ósetin því hann hafði verpt
síðar.
Oft hef ég leitt hugann að þeim
glannaskap og þeirri fiíldirfsku sem ég
sýndi þar og enn í dag svimar mig,
bara af tilhugsuninni. Ég hékk utan í
moldartorfum kafandi upp að öxlum í
lundaholur og dró þá út og sneri úr
hálsliðnum. Þá var ég allur eitt mold-
arflag og bæði blóðugur og bitinn á
höndum. Svo klifraði ég í bjarginu eft-
ir eggjum, stakk þeim í húfuna mina
eða inn á mig og stökk milli kletta-
snasa þar sem tugir metra vora niður
í stórgrýtta urðina eða grænt, freyð-
andi hafið. Að þessu gekk ég án þess
að hugsa eins og á sléttu túni þar til ég
fraus á einni syllu og minnist þess með
hryllingi alla ævi.
Ég sá 3 fýlsegg, hvít og freistandi, á
breiðri syllu og þurfti að stökkva allt
að einn metra af mjórri skeið sem ég
stóð á, en gleymdi að hugsa út í að ég
þyrfti að stökkva jafnlangt til baka á
þessa mjóu skeið. Stökkið var auðvelt
Lífskúnstnerar
Andrés meö Stefáni heitnum frá Möörudai.
Vaðmenn
í bók Andrésar kemur sterklega fram hve mikiar tilfinningar hann ber til Drangeyjar.
fuglinn 80 aura. Fýlseggin seldi ég líka,
en flest þau sem farin vora að stropa át
ég sjálfúr og þótti góð ef ekki vora
komin nema augun.
Þama hafði ég loksins kynnst
draumaeyjunni minni áþreifanlega og
átti þó eftir að gera það betur. Þó ég
eigi mörg orð í huga mínum nú, eftir
öU þessi ár, sem era nálægt sextíu, era
þau ekki nógu mörg tU að koma les-
andanum í samband við þau dular-
mögn sem fylgja því að koma í Drang-
ey á lognkyrrum, sólbjörtum degi og
heyra allan þann margraddaða söng,
piskur og hlátra svartfuglsins og hinar
og þessar auka- og hjáróma raddir.
Korr í lunda og fýl, hlakkandi rödd
svartbaks og margt fleira, með sjávar-
nið eða brimhljóð að undirspUi. Og sjá
svo aUar þessar fuglategundir sitjandi
á eggjum sínum í bjarginu. Sumir
koma og breiða út vængina tU þerris á
meðan aðrir fara. Endalaus eriU og
mikið að gera. Fýlar svífandi i upp-
streyminu við bjargbrún, forvitnir
lundar skimandi út úr holum og fljúga
með snöggum vængjatökum á meðan
aðrir mæta heim með gogginn fuUan
af trönusflum sem raðað er af list-
rænni nákvæmni beggja megin frá.
Með þetta lostæti smjúga þeir síðan inn
í holurnar sem þeir þekkja þótt mörg
hundruð slíkar séu 1 sömu grastónni.
Þessa máltíð era þeir að færa ungunum
sem ævinlega bíða sísvangir.
Klyfjabur
Andrés klyfjaöur svartfugli eftir
fengsæla ferð.
Á sjónum era einnig hundrað þús-
unda af svartfugli, mest geldfugli sem
ólmast í fiöragum leflcjum, ýmist neð-
an eða ofan sjávar. Svo era enn þús-
undir af margs kyns fuglategundum
öðrum á endalausu flugi í ýmsum tU-
gangi sem þeir einir þekkja. Að sitja í
báti sem raggar á sléttum haffletinum
og horfa, hlusta og finna ilminn af öUu
þessu lffi er ólýsanleg sæla,. Gamlir
menn verða ungir á ný og yngri menn
geyma þessar stundir í minningunni
tU ævfloka.
Svo líður tíminn við ýmsar athafnir
sem era undirbúningur við að grisja
þetta friðsæla samfélag sjálfum sér og
öðrum tU hagsbóta og lífsviðurværis.
Það kvöldar við Drangey eins og
annars staðar, og þótt björt sé nótt síg-
ur bláleit blæja yfir bjargið og íbúa
þess. Kliðurinn hljóðnar hægt og hægt
og miUi miðnættis og óttu má heita að
ríki dauðakyrrð. Þá er gott að setjast i
melgrastorfu eða innan um ilmandi,
stórvaxna hvönn, haUa sér þreyttur á
bakið, draga húfu eða hatt yfir augun
og leggja eyra við þögninni sem ein-
stöku sinnum er rofin af hásum skræk
í fjarska, uns maður gleymir sér í vær-
um svefni góða stund. Hrökkva síðan
upp við snöggan vængjaþyt lundans
sem átti heima í holu við vanga manns
og var að fara á fætur. Þá er aUur frið-
ur á enda, röddunum Qölgar óðum uns
hinn háværi og margraddaði söngur
dagsins í gær er endurtekinn í þúsund-
um blæbrigða. Og maður rís upp hvUd-
ur og endumærður tU að taka þátt í
hringiðu lífsins.
Drang-
eyjarvísur
Andrésar
Vísur Andrésar úr fyrstu ferð
hans út í Drangey.
Þá til eyjar fékk ég far,
í fyrsta sinni glaður,
Uppgöngu- þá víkin var
valin griöastaöur.
Á öllum fyrir Altariö
eygöi ég þreytu vottinn.
Áttum viö þar aóeins biö.
Ákölluöum Drottinn.
Þaö er gömul þjóöartrú.
Þótti góóur siöur.
Óska þess ég œtla nú
aö ekki falli hann nióur.
Aö Brúnarhellu brölt þá var.
Býsna laus var mölin.
Á handvað fóru höldar þar
hinsta og versta spölinn.