Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Fréttir 13 I>V Innflutningur á skoteldum seinustu fimm árin: Jafnþungir og 700 meðaljeppar - þekkist ekki hjá öðrum þjóðum, segir lögreglufulltrúi Ríkislögreglustjóra Áramótaflugeldar íslendingar hafa heldur betur látiö hendur standa fram úr ermum þegar kem- ur aö flugeldum en innflutningur flugelda á ári hverju jókst um 400 tonn frá 1995 til 1999. Samkvæmt árs- skýrslu Ríkislög- reglustjóra fyrir árið 1999 var magn innfluttra skotelda rúmlega 400 tonn- um meira í fyrra heldur en árið 1995. Skoteldar er sam- heiti yfir flugelda, blys og sprengjur og heildarþyngd skot- eldanna sem fluttir voru inn á þess- um fimm árum nemur 1.376.216 kíló- um, eða tæpum 1400 tonnum. Hjá Bílabúð Benna fengust þau svör að meðalstór Toyota Land Cruiserjeppi vegi 1,9 tonn en venjulegur Isuzu Trooper 2,2 tonn. Þyngd innfluttra skotelda á árunum 1995 til 1999 jafn- gildir því 724 Toyota Land Cru- iserjeppum eða 626 Isuzu Trooper- jeppum. Auk þessa hefur íslensk framleiðsla flugelda einnig aukist á seinustu árum og farið úr 78.692 stykkjum árið 1995 í 123.605 stykki í fyrra. Tæp 1400 tonn sprengd í loft upp Meöaljeppi vegur um 2 tonn svo heildarþyngd innfluttra skotelda til landsins á síöustu fimm árum jafn- gildir þyngd um 700 meöaljeppa. „Þetta er með ólíkindum og þekkist sjálfsagt hvergi annars staðar i heiminum. Skoteldasýn- ingar eru alls staðar en að almenn- ingur sé með þetta i svona miklum mæli þekkist ekki,“ sagði Snorri Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá áfengis- og vopnalagadeild Ríkis- lögreglustjóraembættisins. Þetta er sprengiefni „Það er fyllsta ástæða til þess að vara fólk við hættunni af skoteld- um. Þetta er sprengiefni, mikið púður í þeim, og sérstaklega ber að vara fólk við skoteldum sem ekki koma frá viðurkenndum sölustöð- um því þar er trúlega eitthvað sem ekki hefur verið skoðað af lög- reglu. Óvíst er að það hafi komið eftir réttum leiðum til landsins og getur verið hættulegt," sagði Snorri og bætti því við að um hver áramót væri mikið um smáslys vegna flugelda. Hann útskýrði að hluta þessarar miklu aukningar sem orðið hefur í innflutningi skotelda á siðustu flmm árum megi rekja til aldamót- anna. Það er þó ekki eina ástæðan þvi stígandi hefur verið í vinsæld- um skotelda. Að sögn Snorra er ekki búið að fara yfir innflutnings- tölur fyrir árið 2000 en hann gerði þó ráð fyrir því að sú tala væri eitt- hvað lægri en í fyrra. „í huga þjóðarinnar voru alda- mótin um síðustu áramót en ekki eru allir sammála um það og ég veit að skoteldasalar myndu gjarn- an vilja önnur aldamót þvi þetta skiptir verulegu máli fyrir skátana og slysavarnafélögin," sagði Snorri kíminn. 27. desember til 6. janúar Tólf aðilar höfðu leyfi til þess að flytja skotelda inn til landsins i fyrra en 114 félagasamtök og fyrir- tæki höfðu smásöluleyfi skotelda. Fjöldi þessara aðila er svipaður í ár. Snorri sagði fólk oft virðast vera illa að sér í sambandi við lög og reglur varðandi skotelda. Til dæm- is má almenningur eingöngu kaupa og skjóta upp skoteldum á tímabilinu 27. desember til 6. janú- ar en utan þess tíma þarf að fá sér- stakt leyfi fyrir skoteldasýningum. Sýningarskotelda má ekki selja til almennings. „Við erum að fjalla um sprengi- efni. Þetta er gríðarlega hættulegt og hættan eykst eftir því sem magnið er meira. Af öryggisástæð- um hefur orðið sátt um mjög þröngt sölutímabil svo menn séu ekki að safna þessu,“ sagði Snorri. Auk þess er sala einungis heim- il á viðurkenndum sölustöðum. Sums staðar tO sveita hefur tiðkast að sölumenn aki með flugeldana frá bæ til bæjar. Snorri útskýrði að þessi akstur væri bannaður og falli undir lög um flutning á hættu- legum farmi. Ekki má selja yngri en 16 ára skotelda og öll meðferð skotelda er bönnuð við brennur en kveikja má á stjörnuljósum og blysum, öðrum en skotblysum. -SMK Áhrif verkfallsins alvarlegri með degi hverjum: Margir nem- endur hætta námi DV, AKUREYRI: „Það eru engin merki þess að samningar séu á næsta leiti og það er orðið ljóst að hér verða engin próf fyrir jól og engin brautskráning stúd- enta. Hér áttu um 40 nemendur að út- skrifast fyrir jólin en af því verður ekki,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri, um áhrif kennaraverkfallsins sem enn stend- Hjalti Jón Sveinsson. ur. Hjalti Jón segir að menn hafi bundið vonir við að samningar gætu tekist nú í vikunni og hægt yrði að kenna í tvær vikur fyrir jól en ekk- ert benti tU þess að svo yrði. En veit hann tU þess að nemendur hafi þeg- ar horfið frá námi vegna verkfalls- ins? „Já, ég veit tU þess. Ég á erfitt með að segja nákvæmlega tU um í hve miklum mæli það er því ekki hafa margir tilkynnt það formlega. Ég veit hins vegar af mörgum nem- endum sem eru mjög tvístígandi og öðrum sem hafa tekið ákvörðun um að hætta. Þetta eru ekki síst krakk- ar sem koma annars staðar frá og margir nýnemar sem komu í skól- ann með semingi í haust og var far- ið að líða vel í náminu munu hætta. Þeir segja sem svo að það sé ekkert á þessa skóla að treysta. Þessir nem- endur flosna upp, margir endanlega en sumir koma e.t.v. aftur síðar.“ Hjalti Jón segir að það sé í sjálfu sér hægt að skUja þá stöðu sem þeir nemendur eru í sem koma annars staðar frá og þurfa að leigja húsnæði á Akureyri og halda sér uppi með tilheyrandi kostnaði. „Kostnaðurinn við námið verður meiri því auðvitað lengist skólaárið og því er i sjálfu sér hægt að skUja þessa krakka." - Hvernig verður náminu hagað ef verkfahið leysist ekki fyrr en eft- ir áramót? „Ég veit það varla en skólastjórn- endur verða tilbúnir að gera allt sem í þeirra valdi stendur tU að bjarga þvi sem bjargað verður og ég veit að það mun eiga við um kenn- ara líka ef þeir standa sæmUega ánægðir upp frá þessu verkfalli. Málið lítur vissulega ekki vel út ef við þurfum að byrja á því að kenna í nokkrar vikur eftir áramót áður en við getum haldið próf og lokið önn- inni. En það er óhjákvæmUegt ann- að en að við stöndum við skuldbind- ingar okkar gagnvart þeim nemend- um sem eiga að útskrifast. Auðvitað verður þetta leyst á einhvern hátt, og vonandi sem ahra fyrst,“ segir Hjalti Jón. -gk DV-MYND SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR Þetta jólatré mun vera hæsta íslenska jólatréö í ár. Þaö er höggvið í Hall- ormsstaöarskógi og stendur aö venju fyrir framan verslun Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstööum. Tréö mældist 15 metrar á hæö og tíu sentímetrum betur. Þaö hefur greinilega staöiö í þéttum lundi því greinarnar eru heldur rytjulegar. m&M vfm • * 'f*# * m <m w * \JI • . • # # T • , * • %- * •*** .“V . ® * € .* 4* ... m -# * •• • ? « wH m \ m * • 4 -tÞ f É » » héraðsbúa Hæsta íslenska jólatréö er á Egilsstööum M. Benz C 220d elegance ‘94, brúnsans., ssk., ek. 101 þ. km, ABS, loftpúði.V. 1.970.000. Góður dísilbíll. Bmw , Fjöldi Musso-jeppa á staðnum á fínu verði. Einnig fjöldi góðra bíla og jeppa á fínu verði. Greiðslukjör við allra hæfi, t.d. Visa/Euro-raðgreiðslur, skuldabréf, bílalán. Tökum ódýrari bíla upp í. BSMic TOYOTA HI-LUX D/C 2,4 BENSÍN '92, GRÁR, 5 GÍRA, EK. 139 Þ. KM, 31 “, DRKRÓKUR, ÁLF., UPPHÆKKUN O.FL. V.950.000. FIAT MAREA WEEKEND SX ST. 03/97, GRÁR, 5 GlRA, EK. 41 Þ. KM, ABS, RAFDR. RÚÐUR O.FL. GÓÐUR BÍLL. V.950.000. DAEWOO MUSSO TDI GR. LUXE HI-OUTPUT '99, BLÁR, EK. 22 Þ. KM, EINN M/ÖLLU NEMA LEÐRI, 31". V. 2.900.000. TOYOTA COROLLA L/B GL11600 '93, HVITUR, EK. 134 Þ. KM, SSK., RAFDR. RÚÐUR. V 650.000. JEEP GRAND CHEROKEE LAREDO, 4,01, '95, VlNR., EK. 85 Þ. KM, SSK. V. 1.790.000. PEUGEOT 406 2,0 '97, BLÁR, EK. 46 Þ. KM, 5 Gl'RA, RAFDR. RÚÐUR, ABS O.FL. V. 1.180.000. BMW 540Í, 286 hö., '97, blásans., ssk., ek. 145 þ. km, einn m/öllu. V. 3.850.000. VW Polo 1400,3 dyra, 12/98, grásans., 5 gíra, ek. 61 þ. km, álf.o.fl. V. 900.000. Renault Mégane RT, 5 dyra, '97,10/96, grár, 5 gíra, ek. 45 þ. km, álf.,loftpúði, drkrókur, ABS o.fl. V. 920.000. öubaru Impreza gt turbo '94, U2/yb, rauður, 5 gíra, ek. 62 þ. km. Toppbíll eins og hann kemur úr kúnni. V. 1.500.000. ek. 22 þ. km, álf. rafdr. rúður.þjófavörn o.fl. V. 1.080.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.