Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Helgarblað
J»V
Sungið og spilað í Langholtskirkju:
Kristinn er
spámaðurinn
- auga fyrir auga, tönn fyrir tönn
Kristinn Sigmundsson bassasöngvari syngur Elía spámann
Kristinn kemur fram á tvennum tónleikum meö Kór íslensku óperunnar og 40 manna hljómsveit í Langholtskirkju um helgina og flytur óratóríuna
Elía eftir Mendelssohn.
DV-MYND PJETUR
Aföllum spámönnum og
prestum Gamla testamentisins,
hefur enginn spámaður náó að
verða svo hugstœður alþýðu
manna og sióbótarmaðurinn
Elía sem uppi var í byrjun ní-
undu aldar fyrir fœðingu
Krists.
Honum er svo lýst að hann
hafi birst samtímamönnum sín-
um á leyndardómsfullan hátt út
úr óljósri fortíð og barist sem
hermaður Guðs gegn dýrkun
heiðinna guða, verið málsvari
hinna undirokuðu, framkvœmt
kraftaverk og hafl síðan verió
hrifinn upp til himna í logandi
striösvagni. Hamslaus og villt-
ur, íklœddur yfirhöfn úr hári
og lendaskýlu birtist hann.
Ekki í lendaskýlu
Það kemur í hlut hins hávaxna og
tilkomumikla bassasöngvara, Krist-
ins Sigmundssonar, að túlka hinn
hamslausa Elía í Langholtskirkju í
dag og á morgun ásamt 40 manna
hljómsveit og Kór íslensku óper-
unnar undir stjóm Garðars Cortes.
Eftir því sem næst verður komist
verður Kristinn í mun hefðbundn-
ari búningi en hárúlpu og lenda-
skýlu við flutninginn en einhver
veginn er hann talsvert spámann-
legur. Hann er að minnsta kosti spá-
maður í sínu fóðurlandi.
Kór íslensku óperunnar ræðst í
þaö stórvirki að flytja óratóríuna
Elia eftir Mendelssohn með tOstyrk
Kristins sem syngur titilhlutverkið
en 40 manna hljómsveit skipuð tón-
listarfólki úr Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur með. Aðrir einsöngvar-
ar í Elía eru þau Hulda Björk Garð-
arsdóttir og systkinin Nanna María
Cortes og Garðar Thór Cortes. Þau
koma þama fram í fyrsta skipti
saman undir stjóm föður sins en
þau eru böm stjómandans, Garðars
Cortes. Auk þeirra stíga nokkrir
kórfélagar fram úr hópnum og
spreyta sig og fer þar fremst Ágústa
Sigrún Ágústsdóttir sem syngur
hlutverk unglings sem er Elía til
halds og trausts.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Elía er sunginn á íslandi en það var
síðast gert 1976 af Kór Söngskólans
í Reykjavík undir stjóm Garðars
Cortes. Þá fóm þrír öflugir söngvar-
ar meö hlutverk spámannsins, þeir
Guðmundur Jónsson, Kristinn
Hallsson og Þorsteinn Hannesson.
Síðan hefur verkið veriö flutt að
minnsta kosti tvisvar sinnum í
heild.
Hver er KÍÓ?
DV hitti fulltrúa tveggja ólíkra
hópa í Kór íslensku óperunnar eða
KÍÓ eins og kórinn er stundum kall-
aður í vinnuplöggum. Þetta vom
þau Snorri Welding sem hefur sung-
ið með kómum í rösk 20 ár og er
starfandi formaöur hans um þessar
mundir og Bryndis Jónsdóttir sem
gekk i raðir kórfélaga á síðasta ári
þegar hún var enn i námi við Söng-
skólann í Reykjavík.
„Ég kom inn 1979 þegar verið var
að flytja óperuna II Pagliacci í Há-
skólabíói," segir Snorri en sú upp-
færsla var undanfari formlegrar
stofhunar íslensku óperunnar.
„Ég lýk söngnámi í vor og það
hefur verið ákaflega skemmtilegt og
lærdómsríkt að syngja með kómum
þetta ár,“ segir Bryndís.
Hálfgeröir atvinnumenn
Flestir kórfélagar eiga að baki
annað hvort söngnám eða áratuga
reynslu af kórsöng og þótt kórinn sé
áhugamannakór í hefðbundnum
skilningi þess orðs er réttara að
flokka hann sem „semi-pro-
fessional" þar sem að flestu leyti
eru gerðar til hans sömu kröfur og
ópemkóra við evrópsk óperuhús.
„Það má segja að kórinn sé nokk-
urs konar söng- eða menningar-
stofnun," segir Snorri.
„Kórinn starfar í nánu samstarfi
við Söngskólann í Reykjavík og
margir af þekktustu ópemsöngvur-
um okkar hafa verið félagar I kóm-
um í lengri eða skemmri tíma gegn-
um árin og þetta er hluti af þeirra
námi og þjálfun."
Mér fannst ákaflega lærdómsríkt
að taka þátt í uppfærslunni i Laug-
ardalshöll í fyrra þegar Aida var
flutt," segir Bryndís.
„Ég býst við að þær aðstæður
sem kórinn vann við þar minni um
margt á það sem getur beðið manns
við erlend óperuhús.“
Lifir sjálfsfæöu lífi
Þótt kórinn kenni sig við íslensku
ópemna þá lifir hann sjálfstæðu lífi
í þeim skilningi að rekstur hans
veröur að standa undir sér. Kórfé-
lagar fá ekkert borgað fyrir aö
syngja nema í undantekningartil-
„Það hefur verið óskap-
lega gaman að vinna að
þessu og hrífast með tón-
list Mendélssohns. Það er
sláandi hve þeir atburðir
og þau átök sem þama er
lýst og gerast á slóðum
Biblíunnar minna okkur
mikið á þá atburði sem
em að gerast í ísrael í
dag. Átökin, hefndin og
reiðin, þetta er allt til
staðar enn þá. “
vikum en það fé sem kórinn aflar
sér rennur til reksturs hans.
Kórinn hefur starfað frá stofhun
íslensku óperunnar 1980 og vom
flestir kórfélaga meðal stofnfélaga
óperunnar. Kórinn hafði þá starfaði
undir stjóm Garðars Cortes frá ár-
inu 1973 undir nafninu Kór Söng-
skólans í Reykjavík eða Söngskóla-
kórinn eins og hann var oftast kall-
aður. Garðar Cortes hefur stjómað
kómum síðan 1973 eða í 27 ár og
heldur enn fast um söngsprotann.
Auga fyrir auga
„Hann er okkar eini maestro og
spámaður sem leiðir okkur gegnum
þykkt og þunnt,“ segir Snorri.
Óratórían um Elía spámann
greinir frá átökum milli ólíkra trú-
arskoðana á tímum mikils afdrátt-
arleysis. Byggt er á textum Gamla
testcunentisins sem gerir lftt ráð fyr-
ir fyrirgefningu heldur miskunnar-
leysi og hefnd, auga fyrir auga, tönn
fyrir tönn.
„Þetta er óskaplega spennandi
frásögn og dramatísk tónlist," segir
Bryndís.
„Það hefur verið óskaplega gam-
an að vinna aö þessu og hrífast með
tónlist Mendelssohns. Það er slá-
andi hve þeir atburðir og þau átök
sem þama er lýst og gerast á slóð-
um Biblíunnar minna okkur mikið
á þá atburði sem em að gerast i ísr-
ael i dag. Átökin, hefndin og reiðin,
þetta er allt til staöar enn þá.“
Várað viö hjáguöum
Snorri minnir á þann boðskap
sem felst í boðun Elfa sem varar við
allri hjáguðadýrkun og minnir á að
enginn skuli aðra guði hafa en
Drottinn allsherjar.
„Þetta er okkur holl áminning á
aðventunni þegar hjáguðir af ýmsu
tagi sækja að okkur og ágætt að
sitja undir þessari tignarlegu tónlist
og láta hugann reika frá amstri
hversdagsins."
í óratóríunni er lýst miklum
átöku Elía viö 400 presta í þjónustu
Baals sem ná hámarki i mikiUi
brennifóm á Karmel-fjalli. Þar sýn-
ir Elía mátt sinn og megin yfir
kröftum Baals og lætur eld Guðs
koma af himnum ofan og tendra eld
í brennifóm sem vætt er vatni.
Aðgöngumiðar era falir við inn-
ganginn í Langholtskirkju við vægu
verði en einnig er hægt að panta
miða í síma 511-4200.
Kór sem vill ferðast
Kór íslensku óperunnar hefur
sannarlega ekki setið auðum hönd-
um það sem af er haustinu því unn-
ið hefur verið aö upptökum á geisla-
diski með tónlist eftir Jórunni Við-
ar tónskáld auk þess að æfa fyrir
mikla afmælistónlistarveislu sem
haldin var í íslensku óperunni í
haust til heiðurs Garðari Cortes
sextugum. Síðan tóku við strangar
æfingar fyrir Elía en á efnisskránni
það sem eftir lifir vetrar ber hæst
þátttöku í konsertuppfærslu á óper-
unni Carmen ásamt Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og einnig munu ein-
hverjir félaga taka þátt í uppfærslu
íslensku óperannar á La Bohéme.
Tveir geisladiskar era væntanlegir
með söng kórsins í vetur og inni-
heldur annar Requiem eftir Verdi
en hinn Níundu sinfóníu Beet-
hovens en í báöum tilvikum er Sin-
fóníuhljómsveit Island í aöalhlut-
verki.
„Síðan eram við aö íhuga að
leggja land undir fót og fara í söng-
ferð til Skandinavíu í vor,“ segir
Snorri en viðurkennir að nokkrir
endar séu enn lausir.
En duga þessi verkefni til þess að
halda kómum gangandi og standa
straum af rekstrinum?
„Við reynum að líta svo á að
framlag kórfélaga sé tími þeirra og
orka og þeir þurfi aldrei að leggja
neitt út vegna þátttöku sinnar. Við
förum í sérstök íjáröflunarverkefni
þegar utanferðir standa fyrir dyrum
en njótum engra sérstakra styrkja."
-PÁÁ