Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 31 I>V Helgarblað Bílgljálnn Gull.Starmýri 2,s. 899-1865 merki um að þeir mættu halda í róður. „Það byrjaði að snjóa með morgninum," segir Örnólfur Grétar þegar hann byrjar lýsingu á þessum örlagaþrungna róðri. Aðeins urðu þeir varir við ísingu en hún var ekki til vandræða. „Við byrjuðum að leggja línuna frá 23 mílum frá Deild og lögðum út. Vorum við komnir út á Grunn-Hallann, um 35 mílur frá landi, þegar búið var að leggja." Var lengi inni í brotinu Það var legið yfir í fjóra klukku- tíma og var byrjað að draga um klukkan 5 um morguninn og var því lokið um hádegi. Gekk það áfalla- laust þrátt fyrir versnandi veður og mikinn sjó. „Við urðum að lóna undan á meðan gert var sjóklárt og erum við að komast upp á kantinn þegar við fáum brotið á okkur. Kom það ofan á bátinn og færði hann í kaf.“ Þegar brotið reið yfir Svan var Örnólfur Grétar aftur í klefa sínum, aftast í stýrishúsinu. „Aðstæður voru orðnar þannig í drættinum að við lögðum áherslu á að ná inn lín- unni en ég var þó að reyna að haka einn og einn þorsk sem datt af lín- unni og fyrir vikið var ég rennandi blautur. Ég var að hafa fataskipti og stóð á brókinni og skyrtunni þegar brotið kom. Ég áttaði mig strax á að ekki var allt með felidu því ég fann hvað við vorum lengi inni í sjónum. Sjálfur hentist ég af gólfinu upp í loft og þaðan í kojuna. Þá var orðið dautt á vélinni og ég gerði mér strax grein fyrir þvi hvað var að gerast. Þegar ég loksins komst fram í stýr- ishús sá ég hvers kyns var. Bátur- inn lá á stjórnborðshliðinni og sendi ég vélstjórana strax út um bakborðsdyrnar og upp á stýrishús til að leysa gúmmíbjörgunarbátinn og koma honum í sjóinn. Það gekk ágætlega og eins gekk vel að blása hann upp. Þá rétti Svanurinn sig af og reif um leið þakdúkinn og neðra flotholtið af gúmmíbjörgunarbátn- um.“ Stakk sér tvisvar í sjóinn Þegar þarna er komið sögu kem- ur í ljós að einn úr áhöfninni er niðri í káetu og átti hann í vand- ræðum með að komast upp. Fór Ömólfur Grétar niður til að ná í hann. „Hann gekk á veggjunum og vissi ekki neitt í sinn haus þarna i myrkrinu. Þegar ég kom með hann upp voru hinir fjórir farnir í björg- unarbátinn sem var ekki merkileg- ur, bara einn hringur. Við fórum á eftir þeim en ég sá strax að þetta gekk ekki og stakk mér í sjóinn og tókst að komast um borð í Svaninn aftur. Þar komst ég að öðrum björg- unarbát sem var fram við hvalbak. Gekk vel að losa hann og koma hon- um í sjóinn. Stakk ég mér aftur í sjóinn og synti að björgunarbátnum eftir að búið var að blása hann upp. Fórum við svo allir um borð í hann og eftir það var vistin mun bæri- legri.“ Um borð í Svaninum 1969 Frá vinstri: Örnólfur Grétar skipstjóri, Brynjólfur Bjarnason stýrimaöur og Þóröur Sigurösson matsveinn sem síö- ar varö tengdafaöir Örnólfs. Þeir eru allir enn á lífi. Annaö áfall Það átti ekki fyrir honum að liggja að ílendast á Vestfjörðum. Næsta sumar var hann í Stykkis- hólmi, fór aftur vestur og fór þaðan eftir tvö ár. Þá kvæntist hann konu sinni, Sigurborgu Elvu Þórðardótt- ur, og eiga þau fjögur börn í dag. Er hún dóttir Þórðar sem var á Svani þegar hann sökk. Ömólfur Grétar lýsir fjölskyld- unni sem landshomaflökkurum síð- an en sjálfur stundaði hann sjó á bátum, síðu- og skuttogurum, og árið 1996 lá leiðin til Eyja þar sem fiölskyldan býr enn í dag. „Ég byrj- aði á Suðurey VE en ákvað að leysa af einn túr á Andvara VE sem stund- ar rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Þetta var sama árið og við fluttum hingað. Við vorum nýfarnir frá Ný- fundnalandi þegar ég veiktist. Það Örnólfur Grétar Hálfdánarson, fyrrverandi skipstjóri Örnðlfur vann ótrúlegt afrek 24 ára gamall þegar hann bjargaöi heilli skipshöfn frá drukknun íjanúar 1969 í vonskuveöri og ísingu út af Vestfjöröum. Þjónustuaðilar: G.V. Þvottahiis, Skemmuvegi 18, s. 567 8981 Kópsson, BlldshOfOa 6, s. 587-7676 Kringlubón, Kringlunni 4, s. 568-0970 Gæðabón, Armúla17a, s. 568-4310 Löður, Bæjarlind 2, s. 544-4540 Nýja Bónstóðin Trönuhrauni 2, s. 565-2544 Fjórum eða fimm dögum áður hafði Svanur fengið á sig brot og við það slitnaði björgunarbátur á hval- baknum og lenti niðri á dekki. „Ég þorði ekki annað en að fara með hann í skoðun og fékk annan bát lánaðan á meðan. Ég gekk frá hon- um sjálfur og setti hníf, sem dýft hafði verið í feiti, í slíður við bátinn þannig að ég vissi að hverju ég gekk þegar ég ákvað að fara aftur um borð. Ég þurfti að taka hann upp og bera út að lunningunni og henda honum í sjóinn. Mátti ekki miklu muna að það tækist því Svanurinn var sökkva niður með rassgatið og hallaði talsvert í stjór. Þetta gekk þó allt furðuvel því það var allt svo merkilega rólegt eftir brotið. En þegar maður lítur til baka sér mað- ur að allt gerðist þetta á örskots- stundu," sagði Örnólfur Grétar. Neyöartalstööin bjargaði mlklu I frásögn Víkings segir að neyðar- talstöðin hafi skipt sköpum og Öm- ólfur Grétar tekur að nokkru leyti undir það en hún kom ekki að full- um notum því loftnetið brotnaði af í öllum atganginum. „Ég tók neyðar- talstöðina og rétti hana til þeirra uppi á þakinu en þá brotnaði loft- netið. Ég reyndi að senda út neyðar- kall á stóru stöðinni og ég held að þeir hafi heyrt það á varðskipinu Þór sem lá undir Grænuhlíðinni. Margir voru á sjó þennan dag en það voru varðskipsmenn sem skipu- lögðu leitina. Var bátunum raðað upp með hálfrar mílu millibili og þannig kembdu þeir svæðið. Við gátum fylgst með leitinni á neyðar- stöðinni og reyndum að kalla út. Það heyrðist ekki nógu vel en dugði þó til að það tðkst að miða okkur út.“ Það tók fimm klukkutíma að finna björgunarbátinn. Dvölin í honum var ömurleg, enda komin ein tíu vindstig og samsvarandi sjór og ekki má gleyma kuldanum. „Sem betur fer settumst við allir vindmeg- in í bátinn þannig að vindurinn komst aldrei undir hann og náði ekki að velta honum. Við misstum aldrei vonina um að finnast í tæka tið. Við heyrðum alltaf í bátunum sem voru að leita í neyðarstöðinni sem var okkur mikill styrkur. En við vorum allir blautir og kaldir. Sjálfur var ég fáklæddur en hinir voru sem betur fer þokkalega klæddir. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvernig okkur varð um þegar við sáum Þór en þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem ég var ánægður að sjá varðskip." Heimtir úr helju Það gekk mjög vel að koma mann- skapnum um borð í Þór og þar fengu menn höfðinglegar móttökur. „Við vorum háttaðir, fórum í bað, fengum þurr fót og kojur til að leggja okkur í. Það var farið beint til Ísaíjarðar og þangað vorum við komnir tíu til hálfellefu um kvöldið." Urðu ekki fagnaðarfundir? „Jú, mjög svo. Foreldrar mínir komust reyndar ekki frá Bolungarvík vegna ófærðar en á þessum árum var ég laus og liðugur. En auðvitað fannst öllum við vera heimtir úr helju." Eftir komuna til Ísaíjarðar voru skipverjamir keyrðir beint heim til sín og ekkert verið að hugsa um læknisskoðun, auk þess sem þá var ekki komin til sögunnar áfallahjálp sem þykir sjálfsögð í dag. Hefðuð þið þurft á henni að halda? „Nei, það held ég ekki, en þama get ég bara talað fyrir sjálfan mig. Ég veit ekki um hina. Við sluppum við líkamleg meiðsli, nema hvað ég missti skinn bæði á höndum og fót- um og seinna kom í ljós að Þórður Sigurðsson hafði farið úr axlarlið." Þú varst heiðraður sérstaklega á sjómannadaginn í Reykjavík sumar- ið eftir. Fannst þér það mikill heið- ur? „Ég pældi ekki svo mikið í því.“ Ömólfur Grétar var viku í landi eftir að Svanur fórst en þá réð hann sig á annan linubát frá Súðavík. „Nei, ég fann aldrei fyrir hræðslu á sjó eftir slysið, enda hélt ég mig við sjóinn þangað til ég veiktist 1996. Allir hinir nema einn fóru á sjóinn aftur,“ sagði Örnólfur Grétar sem fyrir fjórum árum fékk heilablóðfall sem hann hefur ekki náð sér af. gerði sér enginn grein fyrir þvi hvað þetta var alvarlegt og sjálfur hélt ég að þetta væri bara venjuleg ílensa. Því var haldið áfram á miðin þar sem við vorum í einn og hálfan sól- arhring á veiðum. Jafnvægið vildi ekki koma aftur og þá sáum við að ekki var allt með felldu. Það kom svo í ljós að ég var með blóðtappa við heilann. Ég hef átt í þessu siðan og batinn kemur hægt. Það er aðal- lega jafnvægið sem vantar en úthald og annað er í góðu lagi. Ég stunda leikfimi og sund og labba mikið. Ég hef bætt við mig í labbinu eftir að ég hætti að reykja í vor. Þama fæ útrás og gönguferðirnar eru að verða að fikn sem tekið hefur við af sigarett- unum sem er bara gott mál. Ég hef lítið unnið síðan, aðeins reynt að beita, en á sjó fer ég aldrei aftur. Svo má þekkja mig langt að af göngulag- inu því það er alltaf eins og ég sé hálffullur," sagði Örnólfur Grétar að lokum og glotti um leið. -ÓG Leoncie urn ágmtGES FB051 i mmm KHin eldhressa, gullfallegal söngkona/skemmtikraftur^ óskar landsmönnum gleðilegra jóla! Hennar nýi CD fæst aðeins hjá Leoncie. Leoncie hefur áhuga á að skemmta um allt land á næstu mánuðum. Sími 691 8123 milli kl. 15og19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.