Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Helgarblað Verkalýðsforingi finnst látinn eftir hörð átök - skuggahliðar hatrammrar verkalýðsbaráttu á fjórða áratugnum á Siglufirði JPVforlag hefur sent frá sér bókina ísland í aldanna rás 1900-1950. Bókin er spegilmynd fyrri hluta 20. aldar af íslensku þjóölifi í stóru broti. Aöalhöf- undur hennar er Illugi Jökuls- son og í bókinni er saga aldar- innar sögö í frásögnum af stór- viöburöum, stjórnmálaátökum og stéttabaráttu. Margt af því sem Illugi dregur fram í dags- Ijósiö eru frásagnir sem ekki hafa veriö mörgum kunnar fram til þessa, hafa legiö í lág- inni. Þaö á ekki síst viö um eft- irfarandi frásögn af geysilega höröum átökum verkalýös og at- vinnurekenda á Sigluflröi, Klondike noröursins, snemma á fjóröa áratugnum. Ljótust uröu hin margvíslegu átök milli verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda þetta viöburðaríka ár á Siglufiröi en formaður verka- lýðsfélagsins á staðnum fannst lát- inn í kjölfar harðra átaka við Svein Benediktsson útgerðarmann. Deilan á Siglufirði hófst i júní þegar stjóm Síldarverksmiðju ríkis- ins boðaði kauplækkun til verka- manna sökum kreppunnar, en ákvað jafnframt að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka sín eig- in laun fyrir stjórnarsetuna, sem og laun yfirmanna við verksmiðjuna. Verkcdýðsfélagið á Siglufirði taldi félagsmenn sína hins vegar ekki of sæla af þeim launum sem þeir höfðu og hafnaði launalækkun að lokum aigerlega. Formaður félagsins var Guðmundur Skarphéðinsson, vin- sæll og vel metinn maður. Sveinn Benediktsson var sonur Benedikts Sveinssonar, fyrrverandi alþingismanns. Hann sat í stjórn Síldarverksmiðjunnar og hafði margvísleg ítök á Siglufirði. Svindlarar nýta verkalýðinn Sveinn þótti afar harðskeyttur baráttumaður gegn vaxandi áhrif- um verkalýðshreyfingarinnar og birti í Morgunblaðinu hinn 24. júní grein undir fyrirsögninni: „For- sprakki niðurrifsmanna. Hver er Guðmundur Skarphjeðinsson." Þar vildi Sveinn meðal annars skipta forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar í tvennt. Annars vegar væru sannfærðir kommúnistar á borð viö Brynjólf Bjamason en hins vegar „og þeir eru fleiri „pólitiskir svindlarar, sem með ýmsum lodd- arabrögðum nota verkalýðinn til að lyfta sjer sjálfum upp i virðingar- stöður, þar sem þeir sjálfir lifa svo í vellystingum praktuglega og hugsa ekki fremur en áður um verkalýö- inn. Hjer á landi tel jeg“ i síðara flokknum og þeim fjölmennari bankastjóra Alþýðuflokksins [Jón Baldvinsson], Ólaf Friðriksson og Finn Jónsson [verkalýðsforkólf á Vestfjörðum], ásamt ótal fleirum, að ógleymdum Guðmundi Skarphjeð- inssyni." Vildi stuöla að kauplækkun fyrlr stjórnarstól Hvorki fyrr né síðar var Ólafur Friðriksson sakaður um að lifa í vellystingum praktuglega á kostnað verkalýðsins. En Guðmundur var i grein Sveins borinn þungum sök- um, meöal annars að hafa boðist til Þessi mynd var tekin vlð útför Guðmundar Skarphéblnssonar Taliö er að um 1000 manns af 2000 íbúum Siglufjaröar hafi fylgt honum til grafar. Guðmundur Skarphéðinsson, verka- lýðsforkólfur á Slglufirði Hann keypti sér tveggja kílóa blý- lóö daginn sem grein Sveins Bene- diktssonar birtist í Morgunblaöinu og hvarf sporlaust. Hann fannst nokkrum vikum seinna í höfninni á Siglufiröi. að beita sér sjálfur fyrir kauplækk- uninni ef hann fengi í staðinn sæti formanns verksmiðjustjómar. Sveinn sagði: „Það er hörmulegt til þess að vita, að fjöldi verkamanna og sjómanna skuli eiga á hættu að missa sumaratvinnu sina fyrir að- gerðir þessa vesalmennis." Stéttahaturspostulinn í viðtali við Alþýðublaðið sagði Guðmundur þetta ósannindi frá rót- um, og „þrátt fyrir það, að hann þekkti Svein að óvöndugheitum á ýmsum, þá kæmi sér þó á óvart, að hann skyldi ljúga svona ósvífið". Jafnframt ritaði Guðmundur grein til höfuðs Sveini, „stéttahaturspost- ula íhaldsins“, og sagði: „Sögur þín- ar eru lygasögur og tilgangur þinn með þeim að falsa til þín menn til óbótaverka gegn fátækri alþýðu.“ Skattsvikarinn Sveinn sat ekki undir þessu held- ur svaraði með enn harðorðari grein í Morgunblaðinu sem bar fyr- irsögnina: „Guðmundur Skarphjeð- insson, afhjúpaður „Skattsvikar- inn“. Þar sagði meðal annars: „Jeg lýsi Guðmund Skarphjeðinsson skattsvikara í stórum stíl. Skal hann bera það nafn með rjettu, hundur heita og hvers manns níð- ingur vera, ef hann stefnir mjer ekki fyrir þessi ummæli, svo að mjer gefist færi á að sanna þau fyr- ir dómstólunum." Auk ásakana um skattsvik var Guðmundur sagður „verkalýðsböðull" og „niðurrifs- maður“ og sakaður um bæði heimsku og hræsni með mörgum orðum og stórum. Sveinn lauk máli sínu svo: „Fyrir.rúmum hálfum öðr- um áratug varð hjer á landi vart við nýja manntegund, ef menn skyldi kalla. Þeir hafa haft það að atvinnu sinni að spúa eitri milli vinnukaup- enda „og vinnuseljenda ... Vinnu- friður og velgengni atvinnuveganna er þyrnir í augum þeirra. Þeirra at- vinna er að rægja og ljúga til þess á þann hátt að upphefja sjálfa sig. Jeg hef nú gripið Guðm-[und] Skarp- hjeðinsson út úr hópi þessara manna og gengið svo frá honum, að hann ætti að þekkjast." Síðar, er mjer vinnst tími til, mun jeg ekki telja það eftir mjer að fletta ofan af fleirum úr hjörðinni." Guðmundur hverfur Daginn sem þessi grein birtist í Morgunblaðinu hvarf Guðmundur Skarphéðinsson aö heiman. Varð uppvíst að hann hefði um morgun- inn keypt tveggja kílóa blýlóð í verslun einni á Siglnfirði en hvern- DV Sveinn Benediktsson Hann var afmörgum talinn hafa valdið hvarfi Guömundar Skarphéö- inssonar, verkalýðsforinga á Siglu- firöi. ig sem hans var leitað fannst hann ekki lengi vel. Voru þó fengnir kaf- arar til leitar frá Akureyri og Reykjavík og höfnin slædd. Verkalýðsfélagið á Siglufirði hélt tveimur dögum síðar mjög fjöl- mennan borgarafund þar sem launalækkun var hafnað og þess krafist að Sveinn Benediktsson yrði á brott úr verksmiðjustjórninni. Lýst var dýpstu fyrirlitningu á skrifum hans, sem „sjálfur stendur mitt í flokki skattsvikara og stórsvindlara, fyrir að hefja jafn dólgslegar árásir og hér ræðir um. Þar sem Sveinn hefur með því að reyna að stöðva [síldar]-bræðsluna stofnað atvinnulífi bæjarins í voða, krefst fundurinn þess ennfremur að hann stígi ekki fæti sínum á kaup- staðarlóð Siglufjarðar." Sveinn var þá staddur í Reykjavík. Morgunblaðið reyndi að bera í bætifláka fyrir greinarhöfund sinn með þvi að benda á að þótt sakir þær sem Sveinn bar Guðmund hefðu verið afar harðar og ekki vel rökstuddar í greininni sjálfri hefði þó alls ekki verið, vegið úr laun- sátri; greinin hefði birst undir fullu nafni höfundar og yfirlýstur tilgang- ur hennar verið að dómstólar skæru úr um réttmæti ásakananna. Sveinn segir af sér Vegna andúðarbylgju þeirrar sem reis gegn honum sagði Sveinn sig úr stjóm Síldarverksmiðju ríkisins nokkrum dögum eftir þessa atburði. Þá lagði stjómin fram nýtt tilboð til verkalýðsfélagsins sem var sam- þykkt og lauk þar deilunni sjálfri. Eftirmál urðu hins vegar nokkur. I lok júli kom Sveinn til Siglufjarð- ar í erindum útgerðar sinnar. Þótti verkamönnum lítið skemmtilegt að horfa á hann spranga um götur þar sem Guðmund Skarphéðinsson var hvergi að sjá. Að morgni annars dags gengu nokkrir forystumenn verkalýðsfélagsins á fund Sveins, sem þá lá enn i rúminu, og spurðu hvenær hann ætlaði að hafa sig á brott úr bænum. Rekinn úr bænum Sveinn sagði það óráðið ennþá. Fyrir utan húsið hafði safnast sam- an hópur fólks sem lét ófriðlega og heimtaði Svein burt. Leið svo dag- urinn að kvöldi. Sveinn tilkynnti bæjarfógeta um aðfór verkalýðsleið- toganna gegn sér og samherjar hans buðu honum vernd, en hann vildi ekki þiggja þar eð það gæti orðið til þess að allsherjar óeirðir brytust út. Um kvöldið fór fólk aftur að safnast að húsi Sveins og hrópaði vígorð gegn honum og tveir forkólfar í verkalýðsfélaginu bönkuðu upp á og tilkynntu Sveini að færi hann ekki rakleitt úr bænum yrði hann fluttur burt með valdi. Sá þá Sveinn sitt óvænna og hélt rakleitt um borð í varðskipið Óðin, sem lá við bryggju í Siglufjarðarhöfn. Hinn 14. ágúst fannst lík Guð- mundar Skarphéöinssonar í höfn- inni. Var útfór hans gerð að við- stöddu miklu fjölmenni, um það bil þúsund af tvö þúsund íbúum fylgdu honum til grafar. Við útförina töl- uðu meöal annars þeir Héðinn Valdimarsson og séra Sigurður Ein- arsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.