Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 58
,62 Tilvera LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 I>V Stafar hætta af ferðamönnum Ferðamálayfirvöld í Giza í Eg- yptalandi hafa ákveðið að fækka ferðamönnum sem mega heimsækja píramídana á degi hverjum. Undan- ' farin ár hefur fjöldi ferðamanna við ; píramídana aukist gríðarlega og fyr- i ir nokkrum árum var hann tak- I markaður við 300. Ferðaskrifstofur | hafa þó hvað eftir annað brotið regl- i umar og fjöldinn fer oft yfir 1000 á ' dag. Leiðsögumenn eru sakaðir um ; að hvetja ferðafólk til að klifra upp á píramídana til að ná betri mynd- ; um og dæmi eru um að ferðamenn I risti nöfn sín í grjótið sem þeir eru \ byggðir úr. Píramídamir em eitt af sjö undr- \ um veraldar og fólk er að eyðileggja þá með áhuga sínum. Að sögn j píramídafræðings er grjótið farið að , tærast vegna útblásturs frá rútum, j andardráttar fólk og varalits sem j kvenfólk skilur eftir er það kyssir I grjótið. í framtíðinni stendur til að [ girða píramidana af og hleypa fólki I inn á svæðið í hollum. I Lesiö viö borð Karls Marx Þann 7. desem- ber næstkomandi verður hringlaga lestrarsalurinn í British Museum opnaður almenn- ingi í fyrsta sinn í 140 ár. Hingað til hafa menn þurft að borga sig inn í sal- inn til að fá þar næði til að lesa. Meðal þeirra sem hafa haft lestrar- aðstöðu í salnum eru Karl Marx, Virginia Woolf og Georg Bernard Shaw. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á safninu og byggt hefur ver- ið yfir húsagarðinn sem lestrarsal- urinn stendur í og er hann stærsti yfirbyggði húsgarður í Evrópu. Búdda eins og grískur guð Metropolit- an-lista- safninu í New York stendur nú yfir sýning á 2000 ára gömlum listmun- um. Á sýn- ingunni era verk frá Evr- ópu, Persíu, Indlandi og Austur- löndum fjær. Á sýningunni er með- al annars að finna búddastyttu þar sem Bodhisttva, hinn upplýsti, lík- ist óvenjulega mikið grískum guði. Sýningin stendur til 14. janúar 2001. Ferðum aflýst Breska ferðaskrifstofan Thomson hefur aflýst öllum ferðum til ísraels um hátíðamar vegna ástandsins í landinu. Talsmaður ferðaskrifstof- unnar segir að árlega hafi um fimm hundruð manns farið á hennar veg- um til Landsins helga en í ár telji þeir ástandi það slæmt að þeir treysti sér ekki til að ábyrgjast ör- yggi ferðamannanna. -Kip Tveir góöir í Landgræðslunni og Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, viö Hafnarfjaii, með skjólbeltaræktun. DV-MYNDIR DANlEL V. ÖLAFSSON menn reyna að ráða bót á óblíðu veðurfari Hér eru þeir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri þar sem Hafnarfjall: Rokrassinn senn úr sögunni - skjól af skógrækt á að kveða niður sviptivindana á svæðinu DV, BORGARNESI:_____________________ Þeir sem hafa verið á ferð undir Hafnarfjalli hafa oft lent í vandræð- um vegna gífurlegs roks á svæðinu og margir bílar hafa oltið i rokinu, ekki síst hjá ferðafólki sem ekki hefur þekkt aðstæður á staðnum. Nú kann svo að fara að þetta ástand verði úr sögunni innan fárra ára. Búið er að gróðursetja mikið af trjám og skjólbeltum á svæðinu og það á að hindra óvæntar vindhvið- ur sem hafa verið vegfarendum og öðrum til mikils ama og óþæginda. Undirbúningur uppgræðsluverkefn- is Landgræðslufélags við Skarðs- heiði hófst árið 1998, að frumkvæði Markaðsráðs Borgarfjarðar. Verk- efninu voru frá upphafi sett þau markmið að græða upp land, skapa skjól fyrir umferð og vernda og stækka skógarleifar á svæðinu. Þetta á að gera samhliða því að stundaður er búrekstur á svæðinu og þeirri atvinnugrein til hagsbóta. Að hluta fer uppgræðslan fram á landi sem beitt er samhliða upp- græðslunni. I þeim tilfellum er meginmarkmið uppgræðslunnar að auka beitiland á láglendi og minnka þannig beitarálag í fjöllun- um. Verkefnissvæðið er fjalllendið milli Leirár- og Melahrepps og Borg- arfjarðarsveitar og láglendið næst því. Gerð hefur verið landbótaáætl- un fyrir 3.700 hektara láglendis en af því era ríflega 1.000 hektarar ber- ir melar, auk þess sem víða hefur gengið á gróður á svæðinu. Verkefnið hefur á síðustu 2 árum hlotið 12,5 milljóna króna í styrk frá Umhverfissjóði verslunarinnar. Fyrir það fé hefur verið sáð lúpínu í á 3. hundrað hektara væntanlegs skóglendis í landi Narfastaða og Fiskilækjar og grasi í álíka mikið land, auk þess að sjálfgræðsla hef- ur verið styrkt með áburðargjöf og hafist hefur verið handa við skjól- beltarækt með fram þjóðvegi 1 og skógrækt í nágrenni við Hafnar- skóg. Sáningar ársins 1999 eru al- mennt mjög vel heppnaðar þó ekki sjáist enn mikið frá þjóðveginum. Grassáningar eru flestar vel sýni- legar en það tekur lúpínu 2-5 ár að koma í ljós. Segja má að tekist hafi að stöðva alla jarðvegseyðingu á svæðinu milli gamla og nýja þjóð- vegarins í Grjóteyrarlandi og nú hefur verið hafist handa við að endurheimta skóg á svæðinu. Stór svæði á melunum vestan Leirár grænkuðu í sumar. Þar eru að myndast væn beitilönd sem ættu á næstu árum að minnka álag á rýrt beitiland Skarðsheiðar. Á næsta ári verður landið milli Hafnarfjalls og þjóðvegar friðað, grætt upp og skjólbelti ræktuð til skjóls fyrir umferð á þessum vinda- sama vegarkafla. Ef vel gengur má gera ráð fyrir að þeim dögum sem vindur hamlar umferð um veginn fari að fækka verulega að fimm árum liðnum og hámarksárangri verði náð þegar skjólbeltin eru 10-20 ára. -DVÓ Þar sem sölumennirnir halda sig til hlés Markaðirnir í Puerto Vallarta eru ólíkir því sem fólk á almennt að venjast. in sem umlykja Puerto Vallarta. Svo er að sjálfsögðu hægt að flat- maga á ströndinni milli sund- spretta. Kvöldlífið er fjölbreytt, sérstak- lega við strandgötuna í miðbænum þar sem götusalar og listamenn sýna og selja framleiðslu sína. Fjöl- margir góðir veitingastaðir eru í bænum, italskir staðir, franskir, argentínskir og að sjálfsögðu hefð- bundnir mexíkóskir staðir og allir ættu að geta fundiö eitthvað við sitt hæfi, hvort sem fólk er að leita að flnum veitingastað eða venjulegri máltið. Þriggja rétta máltíð á mjög fínum veitingastað kostar um 4000 krónur með víni en á venjulegum veitingastað er algengt verð á þriggja rétta máltíð meö víni um 1500-2000 krónur og er 10-15% þjór- fé inni i upphæðinni i báðum tilvik- um. Ekki er hægt að tala um matar- gerð Puerto Vallarta án þess að minnast á þjóðardrykkinn tequila. Puerto Vallarta er í Jalisco-héraði sem er heimahérað tequila. Eftir kvöldmatinn má svo líta inn á næsta bar og fá sér drykk og rölta svo á eitt af fjölmörgum diskótekum staðarins. Hægt er að fara í ferð til Caletas. Þá er siglt að kvöldi með- fram ljósum prýddri strönd Puerto Vallarta. Boðið er upp á leiksýningu um sögu Asteka-indjánanna þar sem kyndlar lýsa upp drekkhlaðið veisluborð og taktfost tónlist inn- fæddra hrífur alla með sér. Puerto Vallarta er skemmtileg til- breyting frá hefðbundnum ferða- mannastöðum í Evrópu og Banda- ríkjunum. Andrúmsloftið er af- slappaðra og boðið er upp á heill- andi skoðunarferöir í bland við hefðbundna afþreyingu sólarstrand- ar. Úrval-Útsýn býður upp á regluleg- ar ferðir til Puerto Vallarta á tveggja vikna fresti i vetur og er millilent í Minneapolis bæði á út- leiö og heimleið. Þeim sem vilja fræðast nánar um Puerto Vallarta er bent á vefsíðu Úrvals-Útsýnar, www.urvalutsyn.is eða síðu ferðamálaráðs Puerto Vallarta, www.puertovaUarta.net. Nýr áfangastaður í Mexíkó, Puerto Vallarta: Astekar og annað fólk Puerto VaUarta er nýr áfanga- staður Úrvals-Útsýnar i Mexíkó. Hér á eftir fer frásögn ferðamanns sem dvaldi þar á dögunum. Það fyrsta sem grípur við kom- una til Puerto VaUarta er hvað aUt virðist vera afslappað og rólegt. Heimamenn virðast ekki láta ferða- menn koma sér úr jafnvægi. Á aðal- torginu sjást þeir t.d. gjarnan taka siestu og fá þeir sér hænublund upp við næsta vegg, sýnist þeim svo. Fólkið er vinalegt og leggur sig fram um að láta gestum líða vel. Annað atriði sem vekur athygli er flóamarkaðurinn. Ferðamenn eru vanir uppáþrengjandi sölu- mönnum en því var ekki að skipta í Puerto VaUarta. Nánast var hægt að skUja afskiptaleysi sölumannanna svo að þeir vUdu helst ekki selja neitt og var það skemmtileg tU- breyting! Sjálfsagt þykir að prútta og hægt er að gera góð kaup. Margt er hægt að taka sér fyrir hendur og leikur Kyrrahafið þar stórt hlutverk. Hægt er að fara á sjó- skíði, sigla á kajak, synda með höfr- ungum, skoða bæinn úr loftbelg og margt Heira. Góðir golfvellir era á hverju strái og boðið er upp á skoð- unarferðir upp i Sierra Madre-fjöll- Strandlíf Kyrrahafíð er engu líkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.