Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Fréttir
I>V
Enn er mögulegt að notkun fiskimjöls verði bönnuð í Evrópu:
Tíu milljarða
útflutningur í húfi
- langsótt getur verið að krefjast skaðabóta
Umræöa innan Evrópusambands-
ins vegna banns á notkun kjöt- og
fiskimjöls vegna kúariðu leiddi ekki
til þess að lokað var að öllu leyti fyr-
ir viðskipti með fiskimjöl. Slíkt
hefði hæglega getað stórskaðað tíu
milljarða atvinnuveg á íslandi. Þó í
þessu máli hafi unnist áfangasigur,
m.a. vegna skeleggrar baráttu utan-
ríkisþjónustunnar, þá standa íslend-
ingar nú frammi fyrir enn stærri
vanda. Þar er um að ræða umræðu
um díoxíneitrun í fiskimjöli og lýsi.
íslenskt lýsi datt t.d. út af markaði í
Svíþjóð fyrir nærri áratug vegna dí-
oxínmengunar. Það mál leystist þeg-
ar menn komust upp á lag með að
hreinsa díoxín úr lýsinu.
Þetta er í þriðja sinn á tveim
árum sem atlaga er gerð að físki-
mjölsframleiðslu. Um mitt sumar
1999 var slegið á frest ákvarðana-
töku um mörk á magn díoxíns í
flskimjöli og lýsi sem notað er í
dýrafóður. Mjög móðursýkisleg um-
ræða fór í gang í kjölfar díoxíneitr-
unar sem fannst í kjúklingum og
mjólk í Belgíu sumarið 1999. Komu
þá fram hugmyndir um að setja
mörk á matvæli sem í raun var ekki
möguleiki á að standa við. Var þá
umræðunni slegið á frest meðan
frekari gagna væri aflað og verður
þráðurinn tekinn upp að nýju hjá
ESB nk. fimmtudag.
Innlent fréttaljós
Hörður Kristjánsson
blaöamaður
Nýr samningur um bann
á 12 efnum
Á Islandi var sett í gang mikil
rannsókn á díoxíni í sjávarfangi
sumarið 1999 en þá voru engin gögn
til um máliö. Á tiltölulega skömm-
um tíma fengust 50 niðurstöður sem
hafa m.a. verið eitt af helstu tækjum
ESB viö sína skýrslugerð sem lokið
var við í síðasta mánuði. Þær niður-
stöður veröa teknar fyrir 14. desem-
ber. Að sögn Magnúsar Jóhannes-
sonar, ráðuneytisstjóra í umhverfis-
ráðuneytinu, hafa íslendingar lagt
ýmislegt til málanna í þessum efn-
um. I gær átti t.d. að ljúka gerð
samnings á fundi í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku þar sem bæði bann og
takmörkun er lögð á framleiðslu og
losun 12 hættulegra efna. Grunnur
að þessum samningi, sem undirrita
Gná ehf.
SR-Mjöl hf.
^ SR-Mjöl hf.
^ Hraöfrystistöö
Þórshafnar hf.
ísfélag
Vestmannaeyja hf.
'Mjölverksmiöjan hf.
Flsklmjölsverksmlöja
Grundarfjaröar ehf.
Sklnnflskur ehf.
Barðsnes ehf.
Samherjl hf.
^ Haraldur Böðvarsson hf.
Faxamjöl hf.
SR-Mjöl hf.
0«.
'Faxamjöl hf.
<*
sfélag Vestmannaeyja hf.
' Vinnslustööin hf.
I Tangi hf.
L>SR-MJöl hf.
jSíldarvinnslan hf.
Iraöfrystlhús
skifjaröar hf.
[ SR-MJöl hf.
Coönuvinnslan hf.
iGautavík hf.
"Arnarey ehf.
Búlandstlndur hf.
^Qsland ehf.
fiskimjölsverksmiðja
EEk!2
Lýsis- og
fiskimjölsverksmidjur
Magnus
Jóhannesson.
Guðjón Atll
Auðunsson.
Emil
Thorarensen.
Gunnar G.
Schram.
á í Stokkhólmi í lok maí á næsta ári,
var lagður að undirlagi íslendinga á
ráðstefnu um mengun hafsins í
Reykjavík í mars 1995. Díoxín er
hliðarefni sem verður til við notkun
margra þessara efna. Hér á landi er
stöðug vöktun og mælingar á stöðu
þessara efna í umhverfinu en styrk-
ur m.a. PCB og DDT fer, að sögn
Magnúsar, minnkandi í okkar um-
hverfi. Hann telur samninginn í Jó-
hannesarborg þó mjög mikilvægt
skref.
Barátta við almenningsálit
Stærsta mál íslenskra stjórnmála-
manna næstu vikurnar hlýtur því
að vera að róa að því öllum árum að
koma þeim skilaboðum á framfæri
til almennings í Evrópu að ekki
þurfi að óttast mengun í fiski. Gagn-
vart evrópsku almenningsáliti dug-
ar ekki að segja að díoxínmengun í
norðurhöfum sé Evrópumönnum
sjálfum að kenna.
Sú staðreynd að stærsti hluti dí-
oxínmengunar á okkar hafsvæði er
upprunninn hjá iðnríkjum Evrópu
og víðar getur þó hugsanlega gagn-
ast okkur ef illa fer að mati sjávar-
útvegsráðherrans, Árna M.
Mathiesen. Hann telur okkur alla-
vega eiga siðferðilegan rétt til skaða-
bóta i slíku máli. Gunnar G. Schram
lagaprófessor telur að hægt sé að
krefjast bóta á grunni alþjóðlegra
laga um losun úrgangsefna í hafið.
Langsótt að krefjast
skaðabóta
Magnús Jóhannesson telur slika
málshöfðun þó geta verið æði
langsótta og erfitt geti verið að
sækja slíkt mál. „Langsamlega
stærsti hluti þessarar mengunar er
kominn langt að og spurning hvað
menn eru tilbúnir að viðurkenna
siðferðilega. Lagalega og þjóðréttar-
lega eru mjög fátækleg ákvæði um
þessi mál. Við íslendingar höfum
um alllangt skeið reynt að auka
skilning á að það þurfi að takmarka
losun þessara efna á alheimsvett-
vangi. Það er vonandi að skila sér
nú í gerð alþjóðlegs samnings i Jó-
hannesarborg. Þá skiptir miklu máli
að fá þróunarríkin inn í þetta líka
því þar er mikiö af þessu framleitt."
Með eitruöustu efnum
Díoxín er eitt af tveim eða þrem
eitruðustu efnasamböndum sem
þekkt eru, að sögn Guðjóns Atla
Auðunssonar, eins helsta sérfræð-
ings íslendinga á þessu sviði. Það
var ekki fyrr en með norrænum
rannsóknum 1989 sem eiturefnið dí-
oxín fór að vekja eftirtekt manna að
einhverju marki. Þá var gert fyrsta
eiturefnamatið á díoxíni og kom í
ljós að þetta er líklega annað eða
þriðja eitraðasta efnasambandið
sem menn þekkja. Díoxín er saman-
sett úr um 210 efnum en af þeim eru
17 eitruð.
Loðnuveiðar á íslandsmiðum
[yiikiö fiefur veriö fjárfest í nótaskipum og vinnslu á fiskimjöli á undanförnum árum.
Fáein, en áhrifamikil kíló
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir að Islendingar hafi
lagt ríka áherslu á að ráðast yrði að
rótum uppruna díoxínmengunarinn-
ar. Það yrði að minnka losun þess-
ara eiturefna út í umhverfið.
Aðgerðir til að sporna við losun á
díoxini hjá iðnaðarþjóðum eru, að
sögn Guðjóns Atla Auðunssonar,
þegar famar að hafa umtalsverð
mælanleg áhrif til minnkunar á eit-
urefnaupptöku í mönnum á norð-
lægum slóðum. Þjóðverjar, Bretar
og Svíar hafa gengið einna lengst í
þessum efnum. Í Svíþjóð hafa menn
t.d. minnkað árslosunina úr 300
grömmum í 50 grömm. Þetta hefur
skilað sér í helmingun á styrk dí-
oxíns í móðurmjólk á tíu árum. í
Bretlandi hefur losunin verið um
500-600 grömm á ári. Þó losun eitur-
efnanna í Evrópu teljist ekki mikil í
kílóum talið á ári þá veldur þetta
litla magn samt gríðarlegum áhrif-
um í umhverfinu vegna styrkleika
eitursins.
Starfsemi 26 lýsis- og
loðnuverksmiðja í húfi
Alls eru 26 lýsis- og fiskimjölsverk-
smiðjur með starfsleyfi á landinu
öllu. Eru þær dreifðar víða um land
en flestar á Austfjörðum. Framleiðsla
þeirra skiptir miklu máli fyrir af-
komu útgerðarbæjanna og því mikið
í húfi að notkun fiskimjöls verði ekki
takmörkuð.
Heildarútflutningur íslendinga á
fiskimjöli mánuðina janúar til októ-
berloka á þessu ári nam rúmum 8.309
milljónum króna. Er það hátt í millj-
arði meira en á sama tíma í fyrra, en
þá nam þessi útflutningur rúmum
7.392 milljónum króna. í október var
búið að flytja út lýsi fyrir tæplega
1.541 milljón, á móti 2.169 milljónum
króna á sama tíma í fyrra. Heildarút-
flutningur þessara afurða samanlagt
fyrstu tíu mánuði þessa árs nam þvi
9.850 milljónum króna sem er tæpum
300 milljónum meira en á sama tima
árið áður.
Ljóst er því að gríðarlegir hags-
munir eru í veði að útflutningur á
þessum afurðum geti haldið áfram.
Mikið hefur verið fjárfest í
mjölvinnslum og ekki síður skipum
til veiða á uppsjávarfiski. Ólíklegt er
talið að útgerðir þeirra þoli stór affoll
á verði þessara afurða. Það er því
æði margt sem hangir á spýtunni og
mikill fjöldi sjómanna og starfs-
manna hér á landi á allt sitt undir að
þessi framleiðsla gangi áfram.
Emil K. Thorarensen, útgerðar-
stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar,
segir gríðarlega mikiö í húfi og mik-
ið búið að fjárfesta í verksmiðjum og
skipum undanfarin ár. Þá sé fjöldi
manns að vinna við þetta. „Það er
ekki hlaupið á nýja markaði. Við
erum þó með nýja og fullkomna verk-
smiðju og getum farið í aukna fram-
leiðslu á hágæðamjöli sem notað er í
laxeldi. Viðbúið er þó að framleiðsla
á því aukist ef bann verður að veru-
leika.“
Díoxínumrœðan gæti gert
usla
Umræðan um díoxín gæti þó gert
allar vonir manna um að breyta
framleiðslu á hefðbundnu fiskimjöli
yfir í hágæðaframleiðslu á laxafóðri
að engu á svipstundu. Ef almenning-
ur í Evrópuríkjum tekur það í sig á
annað borð að fiskimjöl, og þar með
fiskur, séu hættulegar afurðir vegna
díoxínmengunar þá er virkilega
fjandinn laus fyrir íslendinga. Það
gæti þýtt algjört hrun fiskveiða og
vinnslu um lengri eða skemmri tíma.
Þar með er hætt viö að hrikti illilega
í efnahagskerfi íslendinga. Magnús
Jóhannesson segir þó óþarft á þessu
stigi að draga upp svona dökka mynd
af málinu. Mengun hafanna er eigi
að síður sú staöreynd sem blasir nú
við íslenskum stjórnmálamönnum.