Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
Helgarblað
Roseanne er enn vinsæl leikkona
Fullyrt er aö hún hafi veriö klippt
burt úr heilli mynd án þess aö hún
væri látin vita.
Var
Roseanne
klippt
burt?
Hin þéttvaxna og meinfyndna
Roseanne Barr er stööugt i ljósi
fréttanna vestanhafs. Hún fæst við
að leika í kvikmyndum, meðal ann-
ars, og síðasta kvikmyndin sem hún
lék í heitir The Adventures of Joe
Dirt. Þar lék Roseanne á móti leik-
aranum Gary Busey og segja slúður-
dálkar í Hollywood að frammistaða
þeirra hafi verið með slíkum ein-
dæmum að framleiðendur sáu þann
kost vænstan að láta skærin vaða á
allt starf og henda því í ruslið. Síð-
an voru ráðnir aðrir leikarar í
þeirra stað og allt heila klabbið tek-
ið upp á nýtt.
Það eina sem er athugavert við
þetta er að hin burtklipptu, Ros-
eanne og Gary Busey, munu ekki
hafa hugmynd um þetta tiltæki og
telja enn að þau séu meðal leikara i
téðri kvikmynd. Vestur í Hollywood
er talið öruggt að þessu verði ekki
tekið með þögn af hálfu Roseanne,
að minnsta kosti sem hefur getið sér
gott orð sem kjaftaskur og frekju-
dallur.
Dýralíf í Garðabænum:
Börnin hennar
Gerðar eru hundar
- Gulli er í fóstri en Bjartur heima
Þeir eru ófá-
ir hundarnir í
Garðabæ sem
verður að telj-
ast mjög
hundavænn
staður. Þar hef-
ur Gerður Pálmarsdóttir búið alla
sína hunds- og kattartíð. Síðustu
tólf árin hefur hún átt hundinn
Guðlaug Þór Blómsturberg
Bessason sem yfírleitt er kallaður
Gulli. Þegar Gerður flutti í eigin
hús varð Gulli eftir hjá foreldrum
hennar og skipar hlutverk örverpis
og einkabarns hjá þeim.
Náskyld
En það er auðvitað ekki
hægt að vera án
hunds þannig að jff
Gerður sló til í s' ' m.
sumar þegar
henni stóð til boða að
taka að sér faUegan
blandaðan hvolp sem
hét Bjartur. Gerður
segir að hann hafi
verið „náskyldur“
sér.
„Bróðir minn og >
fjölskylda eiga bæði !i- ; "í
föður hans og móður 'J
en að öðru leyti eru Æ
ættir hans mér ekki
kunnar," segir
Gerður.
Litlar Ijósmæð-
ur
Bjartur er einn af
sex systkinum. Og í rgríf
kringum nafnið
hans er auðvitað til
lítil saga.
„Sagan er væmin. Litlu frændur
mínir voru ljósmæður þegar hann
fæddist. Við fæðingu var einn
hvolpurinn andvana. Það var rokið
til og hann nuddaður og blásið í
hann lífi. Þá birti auðvitað yflr og
frændur mínir urðu mjög glaðir.
Vegna þessa
nefndu þeir
hann Bjart.
Hann heitir
því ekki í
höfuðið á
mér en ég
heiti Gerð-
ur Björt.“
Afskap-
lega vel
gefinn
Bjart-
ur er
byrjaður
á skóla-
göngu
mjög mikið.“
Akademísk framtíð hunda
Af ofantöldu mætti ráða að Gerð-
ur talaði mikið við hundinn sinn og
það gerir hún.
„Ekki þó um daginn og veginn,"
segir Gerður. „Ég ræði við hann um
það sem við erum að fara að gera: út
að labba, borða og þess háttar. Hann
skilur það fullkomlega."
Það er hægt að falla í
hlýðniskóla. Ef illa
gengur geta
hundar
Hann þarf ekki aukatíma og þykir
ljóst að hann geti farið í framhalds-
nám standi hugur hans til þess.
Svefnlausar nætur
Það er ekkert lítið mál að eiga
hund. Það þarf til dæmis að fara
með hann á ættarmót og fleira fé-
lagslegt. Bjartur þarf líka að fara í
göngutúr á hverjum degi.
„Fyrstu vikurnar með hvolp eru
mjög erflðar. Það er oft talað um
svefnlausar nætur hjá foreldrum
ungbarna. Þær eru ekki síður svefn-
lausar með lítinn hvolp. Hann míg-
ur alls staðar, vælir og étur hluti og
svo mætti lengi telja.“
Ekki þýðir að skilja Bjart eftir
einan heima frekar en ungbarn. Það
er því þannig að þegar hvorki Gerð-
ur né maðurinn hennar eru heima
koma foreldrar Gerðar og ná í
Bjart og hafa hann hjá sér og
Gulla þar til Gerður kemur
heim úr vinnunni. Þá leika
Gulli og Bjartur sér saman
þótt stundum slettist upp á
vinskapinn.
-sm
Bjartur, Geröur og Gulli
Gulli fékk að koma í
heimsókn til Bjarts í
tilefni myndatökunn-
ar. Annars er þaö
yfirleitt Bjartur
sem fer í dag-
vist til Gulla.
sinni
þrátt fyrir að vera ungur að
árum. Hann er í Hlýðni I: einu sinni
í viku fer hann á námskeið þar sem
hann lærir að ganga við hæl og
haga sér í alla staði vel.
„Hann er sérstaklega hlýðinn.
Hann er líka blíður og góður og ein-
staklega greindur. Hann skilur
v'
fengið
aukatíma og '.HSSIW
bjargað þannig
akademískri framtíð sinni. Gerður
hefur ekki áhyggjur af námi Bjarts.
Heygarðshornið
Fiskim j ölsf áriö
Guömundur Andri Thorsson
skrífar í Helgarblaö DV.
Fiskimjölsfárið á dögunum er
býsna lærdómsríkt, en maður veit
bara ekki alveg hvaða lærdóm mað-
ur á að draga af því. Það fer senni-
lega eftir því í hvaða stellingum
maður er, hvort maður hugsar sem
neytandi eða almennur borgari.
Fyrst þegar fór að heyrast af
þessu máli var það sett fram eins og
um væri að ræða enn eina atlögu
umhverfisverndarsinna að íslend-
ingum, en ef marka má fréttaflutn-
ing hér er það algjört forgangsmál
umhverfisvemdarsamtaka í heim-
inum að koma þessu landi á kaldan
klaka og klekkja á islensku þjóðinni
með öllum ráðum. Aldrei kom fram
að bannið á fiskimjöli var ekki síst
til komið vegna þess að menn hafa
stundað það um skeið í Evrópu að
blanda beinamjöli í fiskimjölið sem
meðal annars hefur verið keypt héð-
an. Það er ljótur leikur sem erfitt er
að varast.
Lærdómurinn af málinu: Allt fár-
ið kringum sjúkdóminn með þýska
nöfnunum tveimur (af hverju má
ekki bara kalla hann mannariðu?)
gerir að verkum að maður andar
léttar yfir einangrun landsins og
fagnar ströngum höftum á innflutn-
ingi á kjöti frá öðrum löndum. Ekki
er það síður ánægjuefni að hafa hér
haft strangan og nákvæman yfir-
dýralækni sem var nógu framsýnn
fyrir mörgum árum að banna beina-
mjöl í skepnufóður. Við eigum því
láni að fagna að landbúnaður er hér
á landi frumstæðari og skemmra á
veg kominn en víðast hvar í heimin-
um - við búum eins og kunnugt er
við einhvers konar íslenskt afbrigði
af hirðingjabúskap - og einmitt
þessi skortur á fjöldaframleiðslu
matvörunnar og stóriðjulegum
vinnubrögðum veldur því að kjöt er
hér hreinna en víðast hvar, hollara
og betra - að minnsta kosti lamba-
kjöt.
Þannig sýnist manni blasa við að
íslendingar eiga ekkert erindi í Evr-
ópusambandið.
En áður en fögnuðurinn yfir ein-
angrun landsins í Evrópu keyrir
um þverbak hlýtur maður þó að
staldra við þegar maöur leiðir hug-
ann að því að það voru Danir sem á
elleftu stundu björguðu íslenskum
fiskimjölsframleiðendum. Það er illt
fyrir þjóðina að þurfa í sífellu að
Vid eigum því láni að
fagna að landbúnaður er
hér á landi frumstæðari
og skemmra á veg kom-
inn en víðast hvar í
heiminum - við búum
eins og kunnugt er við
einhvers konar íslenskt
afbrigði af hirðingjabú-
skap - og einmitt þessi
skortur á fjöldafram-
leiðslu matvörunnar og
stóriðjulegum vinnu-
brögðum veldur því að
kjöt er hér hreinna en
víðast hvar, hollara og
betra - að minnsta kosti
lambakjöt.
treysta á velvild þjóða sem innan-
garðs eru. Og það er sérlega illt fyr-
ir þjóðarkríli á borð við Islendinga
að eiga allt sitt undir duttlungum
Ritt Bjærregaard. Þarna voru Danir
fyrst og fremst að hugsa um sína
eigin hagsmuni og ef til vill Færey-
inga líka. Þetta mál allt var
skýrasta dæmið sem enn hefur
komið upp um að úti í Brussel eru
teknar ákvarðanir sem varða þjóð-
arhagsmuni íslendinga án þess þó
að íslendingar sjálflr komi þar frek-
ar við sögu en að híma með bæna-
skrár frammi á gangi.
Það virðist því blasa við að ís-
lendingar verða að ganga í Evrópu-
sambandið.
Og er þá þessi þjóð enn í sporum
hetjunnar úr Islendingasögunum:
að eiga um tvo kosti að velja og
báða illa. Og aðeins eitt til ráða eins
og fyrri daginn: að heyra erkibisk-
ups boðskap og vera ráðinn í að
hafa hann að engu.