Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
33
DV
Helgarblað
Skoðanakúgun
Mikið ofboðslega er ég að verða
leiður á skoðunum. Það hálfa
væri nóg.
Að þurfa endalaust að vera að
setja sig inní allan andskotann,
taka afstöðu og mynda sér skoðun
á öllu sem nöfnum tjáir að nefna:
stöðu krónunnar, hagvexti í
þýskalandi, atkvæðatalningu í
Flórída, kynlífsvanda einkyn-
hneigðra, lúðueldi, riðuveiki, tíða-
hring kvenna, verndun rjúpunn-
ar, heimspeki Kants, getnaðar-
vörnum, ósonlaginu, hommum,
lespum og sparnaði í Norður-
landaráði. Skoðanir, skoðanir,
skoðanir.
Allir verða að hafa skoðun á
öllu svo hægt sé að gera skoðana-
kannanir hjá landslýð og komast
til botns í því hvað fólkinu í land-
inu eiginlega finnst. Hvaða vær-
ingar séu eiginlega í þjóðarsál-
inni.
Svo eru niðurstöðurnar úr
skoðanakönnunum birtar og þá er
alveg pollklárt að því fleiri sem
eru sammála um eitthvað þeim
mun meiri della er það. Og tóm
tjara ef allir eru á sama máli.
Eða einsog Henrik Ibsen sagði
í Þjóðníðingnum:
- Meirihlutinn hefur alltaf á
röngu að standa.
■
■
í dag á ég mér enga ósk heit-
ari en þá, að fá þó að minnsta
kosti að ráða því sjálfur á
hverju ég þarf að mynda mér
skoðun.
En haldið þið að maður kom-
ist upp með það. Ekki aldeilis.
Pjölmiðlar sjá til þess að mað-
ur þarf sífellt að vera að taka
afstöðu til ólíklegustu mála-
flokka og mynda sér skoðanir á
bókstaflega öllu sem nöfnum tjá-
ir að nefna. Hið upplýsta nú-
tímasamfélag krefst þess að
hver og einn taki afstöðu til
þeirra merkilegu stórtíðinda
sem þjóðin er nærð á.
Myndi sér skoðun.
Maður er ekki fyrr vaknaður
en farið er að krefja mann um
skoðun á einhverjum andskot-
anum einsog til dæmis kynferði
og bólforum samborgaranna.
Blásaklaust fólk þarf að fara
að setja sig inní það hvort karl-
ar sem alla tíð hafa verið konur
eigi að halda áfram að vera
karlar eða fá að njóta þess að
vera konur og vera samt karlar,
eða hvort þeir eigi að láta
breyta sér úr karli í konu svo
þeir geti farið að lifa eðlilegu
lífi sem konur, einsog þeir
gerðu sem karlar áður en þeim
var breytt í konu.
Hvernig í ósköpunum á venju-
legt fólk að geta myndað sér
skoðun á svona nokkru?
Hvernig er hægt að hafa skoð-
un á kynferðislegu atferli fólks
sem maður þekkir ekki
nokkurn skapaðan hlut?
Nógu erfitt að skilja kynferðs-
legt atferli fólks sem maður
nauðaþekkir.
Konan mín segir að ég eigi
ekki að vera í svona miklu upp-
námi útaf skoðunum. Að mér sé
vissara útaf hjartanu að hætta að
hafa skoðanir.
Hún skilur mig ekki.
Stundum þegar henni finnst ég
orðinn gersamlega óþolandi á
heimilinu, á hún til með að
segja:
- Ég held þú sért að breytast í
kellingu.
Og hvað með það. Ég held það
væri ekki skaðinn skeður þó mað-
ur breyttist í kellingu. Ég væri þá
ekki sá fyrsti.
Og ef ég ætti að mynda mér
skoðun á því hvort ég vildi heldur
vera kall eða kelling, þá get ég
sagt það umbúðalaust að ég vildi
frekar vera góð kelling en vondur
kall. Og ef ég léti breyta mér í
kellingu mundi ég tvímælalaust
láta skera úr mér ólundina í leið-
inni.
Þegar þjóðarsálin er að springa
af skoðunum er stundum tappað af
henni og efnt til skoðanakannana.
Stórar og merkilegar vísinda-
stofnanir eru í því og öngvu öðru
dægrin löng en að hringja í Pétur
og Pál og Siggu og Guddu til að fá
skoðanir þessa góða fólks á lands-
ins gagni og nauðsynjum, allt frá
tilverurétti sauðkindarinnar og
fegurðardrottninga uppí spurning-
ar um afstöðu til húsdýra, gælu-
dýra og kvenna.
Auðvitað hafa allir skoðanir i
V\3 w i
|Flosi
samræmi við það hvaða skoðanir
koma þeim best í lífinu. Skoðanir
til að meika það.
í hundrað manna úrtaki má
reikna með að fimm standi með
sauðkindinni, eða þeir sem að
einhverju leyti byggja afkomu
sína á henni. Hinir hata þennan
unaðslega ferfætling sem ekkert
annað hefur unnið sér til óhelgi
en að stuðla að landauðn og
drepa vegfarendur.
Fagrar konur hafa þá skoðun
að fegurðarsamkeppnir stuðli að
þjóðarheill, en ljótar konur álíta
að fegurðarsamkeppnir séu
smánarblettur á þjóðinni.
Skoðanakannanir eru einsog
skoðanir.
Marklausar. Flosi
Sviösijós
Jackson
með nýja
plötu
Hinn litförótti söngvari og
skemmtikraftur, Michael Jackson,
er með nýjan disk I smíðum og
hann hélt sérstakan blaðamanna-
fund á dögunum í tilefni þess að
sex lög eru tilbúin og þá er verkið
hálfnað.
Á fundinum sagði Michael að
forráðamenn Sony, sem ætlar að
gefa diskinn út, hafi svifið í loftinu
af hrifningu þegar þeir heyrðu
nýju lögin.
Jackson talaði mikið um hið
nýja verkefni sitt, Time with Kids
sem er góðgerðastarfsemi ætluð
bömum sem skortir lífsgæði en
hann kom einnig með sérstakan
prest eða rabbína með sér á fund-
inn en sá er að kenna honum gyð-
ingdóm.
Einnig kom fram að Jackson er
staðráðinn í að leika í hryllings-
mynd sem byggir á ævi Edgars All-
an Poe sem var frægt hrollvekju-
skáld. Þetta gerir Jackson þvert
ofan I andmæli ráðgjafa sinna sem
hafa ítrekað reynt að hafa hann
ofan af þessu.
Michael Jackson
Jackson er með nýja plötu í undirbúningi.
DV-MYND E.ÓL.
Börnin fagna
Börnin á Barónsborg fögnuöu 50 ára afmæli teikskóians síns í gær með mikilli hátíð. Söngur og gleöi einkenndu há-
tíðina sem bar þess vott að jólin nálgast.
Melanie fór í ör-
stutta meðferð
Leikkonan Melanie Griffith hefur
árum saman átt við áfengis- og
vímuefnavanda að stríða. Hún hef-
ur, líkt og margir aðrir leikarar, it-
rekað leitað sér meðferðar og hjálp-
ar við fikn sinni og stundum hefur
gengið vel en stundum ekki.
Griffith tók nýlega upp þann nú-
tímasið að halda úti vefsíðu á Net-
inu um sig og sín áhugamál og þar
segir hún aðdáendum sínum og net-
ftklum frá ýmsu sem hendir hana.
Það var einmitt þar sem hún til-
kynnti heiminum að hún væri á
leið í meðferð til þess að venja sig af
áfengi og pillum. Jafnframt til-
kynnti hún að dagbók hennar i með-
Meianie Griffith
Hún er komin heim úr örstuttri
meðferð.
ferðinni yrði birt jafnharðan á vef-
síðunni.
Hún stóð við orð sín og skrifaði
fyrsta daginn að það væri gott að
vera byrjuð. í næstu skilaboðum
þakkaði hún öllu starfsfólkinu fyrir
hjálpina við að vera orðin edrú.
í þriðju og síðustu dagbókarfærsl-
unni segir hún að meðferðinni sé
lokið og það sé gott að vera komin
heim til sín eftir átta erfiða daga.
Ekki er alveg ljóst hvað þeir sem
standa fyrir slíkri meðferð hér á
landi myndu kalla þetta en þeir
myndu áreiðanlega ekki kalla þetta
meðferð.