Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 30
;
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
I>V
Helgarblað
Ótrúlegt afrek Örnólfs Grétars Hálfdánarsonar, skipstjóra á Svani ÍS, þegar báturinn sökk á Vestfjarðamiðum í janúar 1969:
Stakk sér í hel-
kaldan sjóinn
- náði í heilan gúmbjörgunarbát um borð í sökkvandi bátnum og tókst með því að bjarga áhöfn sinni
Sjómennska víö ömurlegar
aðstæður
Sjósókn hefur aldrei verið auð-
veld á Vestfjöröum og þegar Örnólf-
ur Grétar er beöinn um að lýsa sjó-
mennskunni sem hann ólst upp við
segir hann án þess að hika: „Það
var ömurlegt. Það var engin sæla og
það var alltaf verið að tala um að
hætta til sjós og fara suður á tog-
ara.“
Á árunum um og fyrir 1970 gekk
kuldaskeið yfir landið og var ísing
algeng á islandsmiðum, jafnvel allt
suður fyrir land. Örnólfur Grétar
segir að baráttan við ísinguna hafi
verið hryllingur. „Klakabarningur-
inn gat tekið í. Þegar ég var í Stýri-
mannaskólanum fór ég páskatúr á
Sólrúnu ÍS. Við rerum suður í
Breiðafjörð og á heimleiðinni urð-
um við að stoppa þrisvar til að berja
klaka af bátnum. Þetta var bara ein
geðveiki og maður var oft skít-
hræddur," segir Örnólfur Gétar.
Ekki velgjunni fyrir aö fara
Þær voru ekki allar stórar, fleyt-
urnar sem settar voru undir sjó-
mennina, en þrátt fyrir það var róið
á togaraslóð, út á Hala, suður í
Kolluál og á Flákann út af Breiða-
firði. „Allir reru með linu frá Vest-
fjörðum og var róið daglega. Við
byrjuðum á haustin, í september
eða október, og var verið að fram á
vor. Þetta var hreinn viðbjóður,
enda ekki velgjunni eða yfirbygg-
ingu fyrir að fara á þessum árum.
Við vorum yfirleitt fimm eða sex á -
máttum ekki vera færri því það
varð að vera skipstjóri, stýrimaður,
tveir vélstjórar, kokkur og háseti.
Tekjurnar voru ekki miklar og þótti
gott að fá 100 kg á bala. Fiskiríið
skánaði ekki fyrr en í mars og apríl
en þá höfðum við verið að éta und-
an okkur alla vertíðina þannig að
ekki var mikiö eftir þegar vertíöin
var gerð upp.“
Siglingatæki sem skipstjórnar-
menn höfðu á þessum árum voru
ekki flókin. Þau voru dýptarmælir,
radar og miðunarstöð sem gat kom-
ið að góðum notum en á Vestfjarða-
miðum voru ekki radíóvitar nema á
Látrabjargi og Horni. Að öðru leyti
urðu menn að treysta á reynslu og
eigið hyggjuvit.
Lagt upp í hinsta róðurinn
Þetta voru þær aðstæður sem
flestir vestfirskir sjómenn störfuðu
við og oft var kappið í sjósókninni
meira en forsjáin. Þannig var það
að kvöldi 28. janúar 1969 þegar
Svanur ÍS lagði upp i sinn síðasta
róður. „Ég man eðlilega vel eftir
þessum róðri. Veðrið var gott en
spáin slæm - stefndi í vitlaust veð-
ur, norðaustan storm sem er ekkert
bamagaman á Vestfjarðamiðum
yfir háveturinn. Einnig var mjög
slæmt í sjóinn. En auðvitað var far-
ið út því það voru róðramir sem
giltu. Þama voru komnir til sögunn-
ar nokkrir stærri bátar á Vestfjörð-
um og við urðum að róa eins og
þeir. Annars voru menn taldir aum-
ingjar."
Þeir fóru út klukkan 10 um kvöld-
ið en þá var tímamerki sem hefur
verið sambærilegt blússinu í Vest-
mannaeyjum sem gaf línubátunum
Árin um og fyrir 1970 voru mik-
il slysaár til sjós á íslandi, ekki síst
á Vestfjörðum, þar sem hvert stór-
áfallið af öðru reið yfir. Á árunum
frá 1967 til 1970 fórst bátur á hverju
ári, einn eða fleiri, og oftast með
allri áhöfn. Hámarki náði slysafar-
aldurinn þegar hátt í 40 sjómenn,
flestir enskir, fórust í ísafjarðar-
djúpi 2. febrúar 1968. Árið eftir
héldu ósköpin áfram en þá fórust
13 íslenskir sjómenn, bæði af völd-
um eldsvoða í skipum og með bát-
um sínum með nokkurra daga
millibili í mars. Þessi slys hjuggu
stór skörð í íslenska sjómannastétt
en ljósiö í myrkrinu var björgun
áhafnarinnar á Svani ÍS frá Súða-
vik þegar báturinn fórst út af ísa-
fjarðardjúpi þann 29. janúar sama
ár. Þar réð úrslitum að áhöfninni
tókst að láta vita af sér og mikið af-
rek skipstjórans þegar hann stakk
sér í helkaldan sjóinn úr ónýtum
björgunarbát sem mannskapurinn
var kominn í. Synti hann yfir í
Svan, sem var að því kominn að
sökkva, komst um borð, losaði
björgunarbát, henti honum fyrir
borð og stakk sér aftur í sjóinn.
Þeim tókst að blása bátinn upp og
komast yflr í hann og hann veitti
þeim það skjól sem þeir þurftu þá
klukkutima sem liðu áður en þeim
var bjargað um borð í varðskip.
Örnólfur ásamt eiginkonu sinni, Sigurborgu Elvu Þórðardóttur
Örnólfur veiktist mikiö fyrir fjórum árum þegar hann fékk blóötappa viö heilann og hefur veriö óvinnufær síöan.
Kom aldrei annað til
greina en að fara á sjóinn
Örnólfur Grétar Hálfdánarson
hefur búið í Vestmannaeyjum und-
anfarin ár. Ættu flestir Eyjamenn
að þekkja Ömólf Grétar í sjón því
eftir að hann fékk blóðtappa við
heilann árið 1996 hefur hann verið
óvinnufær. Stór liður í endurhæf-
ingu hans eru göngur og getur fólk
átt von á að hitta hann á labbinu
jafnvel seint á kvöldin. Þegar Öm-
ólfur Grétar er beðinn um að rifja
upp atburðinn sem átti sér stað
fyrir rúmlega 31 ári tók hann þvi
af ljúfmennsku. Sjálfur gerir hann
ekki mikiö úr afreki sínu en hver
mínúta sem áhöfnin barðist fyrir
lífi sínu stendur honum ljóslifandi
fyrir sjónum.
Örnólfur var 24 ára þegar slysið
varð og var Svanur ÍS fyrsta skip-
ið sem hann var með. „Ég byrjaði
sem stýrimaður á Svaninum og
var það í eitt ár þangaö tU ég tók
við bátnum í október 1968,“ segir
Ömólfur Grétar þegar hann rifjar
upp aðdraganda atburöarins sem
varð 29. janúar 1970. „Ég er fæddur
og uppalinn í Bolungarvík, þar
sem pabbi var með trillu. Ég var
ekki orðinn tíu ára þegar ég fór
fyrst á sjó með honum en ég byrj-
aði að stunda sjóinn fyrir alvöru
1959. Þá var ég 14 ára og var lög-
skráöur á bát í fyrsta skipti. Þá var
ég á Guömundi Péturs ÍS 1 frá Bol-
ungarvík sem var svokallaður
tappatogari, smíðaður í Austur-
Þýskalandi, sem Einar Guðfinns-
son átti. Við rerum með línu allt
árið, nema á sumrin þegar við vor-
um á síld.“
Allt snerist um sjóinn á Vest-
fjörðum á þessum árum og segir
Ömólfur Grétar að aldrei hafi stað-
ið annaö til en að hann yröi sjó-
maður. „Það var aldrei rætt um
neitt annað.“
Gerir lífið notalegra
LA-Z-BOY stóllinn er vinsaelasti heilsu- og hvíldarstóllinn i Ameriku.
LA-Z-BOY stóllinn gefur frábæran stuðning við bak og hnakka og uppfyllir
kröfur nútímans um aukin þægindi. Innbyggt skammel lyftir fótum sem léttir
á btóðrás og hjarta og eykur velliðan.
LA-Z-B0Y er skrásett vörumerki og fæst aðeins í Húsgagnahöllinni.
Verið vandlát, tryggið gæði og betri endingu.
':l KWrQlr3 1
Opió frá
kV. 10'22
LA-Z-BOY
(Skrásett vörumerki)
Jólagjöfin handa þeim
sem þér þykir vœnt wm
>!*
Framleitt
í USA
Margar tegundir.
Verð frá kr. 39.980,-
Áklæði & leður
i miklu úrvali.
Tegund: Aspen kr. 48.980
c
HuSGAGNAHOLLIN
Bíldshöfða, 110 Reykjavik, simi 50 8000, www.husgagnahollin.is