Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Helgarblað Súsanna Svavarsdóttir á tvær bækur í jólabókaflóðinu. Þær eru ólíkar en eiga þó margt sammerkt: Að þora að vera manneskja DV-MYND HILMAR ÞÓR Ekki tilbúin aö veröa aö engli strax Súsanna Svavarsdóttir ríthöfundur, þýðandi og blaðamaður. Súsanna Svavarsdóttir situr ekki auöum höndum þessa dag- ana. Nú nýlega kom út þýöing hennar á verki Dalai Lama, sem á íslensku kallast Betri heimur, en einnig hefur hún skrifaó bók- ina Hœttuleg kona, œviminning- ar fjöllistakonunnar Kjuregej Al- exandra Arganova, sem er fœdd og uppalin í Síberíu, stundaöi leiklistarnám í Moskvu, en hefur búiö og starfaö á íslandi stœrst- an hluta œvinnar. „Við Kjuregej kynntumst árið 1986 þegar hún gerði leikmynd við einþátt- ung sem ég skrifaði og var settur upp í Hlaðvarpanum," segir Súsanna. „Mér fannst hún strax mjög áhuga- verð manneskja vegna þess að eins og títt er um fólk sem kemur frá fram- andi stöðum, þá hefur hún allt annaö sjónarhom á lífið og tilveruna en ís- lendingar. Þennan þátt fmnst mér að viö mættum skoða miklu betur í sam- skiptum okkar við nýbúa þótt Kjuregej sé ekki nýbúi eftir að hafa búið hér í þrjátíu og fimm ár. Það er ekki síst önnur lifssýn sem við þurf- um á að halda vegna þess að við erum að verða dálítið freðin í viðhorfum okkar tii lífsins. Við Kjuregej vomm kunningjakonur í nokkur ár, eða þar til 1996. Þá tók ég viðtal við hana. við lentum á mikilli kjaftatöm og það varð upphafið að náinni vináttu.“ - Og hvað var það helst sem heill- aði þig við hana sem söguefni? „Hún hefur frá mörgu að segja og hún hefur ótvíræða frásagnarhæfi- leika. Sýn hennar á marga hluti er ákaflega sérstæð og mér þótti afstaða hennar til lifsins eins og ferskur blær. í stuttu máli sagt fannst mér hennar rödd þurfa að heyrast hér í þessu einradda landi okkar.“ Og Kjuregej hefur ýmislegt séð og lifað. Hún er menntuð leikkona frá Leikiistarakademíunni í Moskvu og hefur líka lengi unnið við myndlist. Hún hefur og unnið með geðfótluðum og fikniefnaneytendum. „Bakgrunnur hennar í Síberíu sem og reynslan af því að vinna með fólki, sem stendur í raun utan við samfélag- ið, hefur mótað viðhorf hennar mjög sterkt,“ segir Súsanna. „Það er eins og Kjuregej hafi einhverja jarðteng- ingu sem felur í sér réttsýni og virð- ingu fyrir lífinu. Hún talar ekki reiprennandi tandurhreina íslensku, sem ungum sjálfstæðismönnum finnst örugglega löstur, og mundi kannski ekki ná samræmdu prófi í málfræði. En hún er manneskja sem hefur mikilvæga hluti að segja og við höfum gott af að heyra, því allar hennar skoðanir og viðhorf til lífsins Leitin að elgnum með gullhornin - lítið brot úr bernsku Kjuregej Alexöndru í Jakútíu Þessar eru frábærar!!! - gjafavöruverstun bilaáhugafólks Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is Um veturinn kom líka til okkar fréttaflutningamaður og hann söng frá því að fólk kom úr fjósinu og langt fram á nótt. Þetta tiltekna hérað er þekkt fyrir að hafa varðveitt þessa hefð mjög vel og þessi maður söng hjá okkur i þrjár nætur um allt sem var að gerast í landinu. En hann söng líka ævintýri. Eitt ævintýrið sem hann söng var um elginn með gullhomin sem stendur uppi á hæsta fjallinu. Lýs- ingin á elgnum var alveg ólýsanlega falleg. Einn góðan veðurdag brotnar hluti af hominu og fellur á jörðina. Þaö merkir að í febrúar muni veðrið breytast og fara að hlýna og sá sem finnur þetta brot af guilhominu verði mikill gæfumaður. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá frétta- flutningamann og ég man að ég tyilti oln- boganum á hnén á honum og mændi á hann. Ég fylgdist ná' kvæmlega með svip brigðunum í andlit inu; drakk þau hrein- lega í mig. Kannski vora það fyrstu merki þess að leiklistin ætti fyrir mér að liggja. Svo kom vorið og einn góðan veðurdag, í mars eða apríl, var jörðin björt og skínandi. Allur heimurinn minn glitr- aði, áin breiða og fjöllin; þetta var opið svæði og ekki mikið af trjám, allt gadd- freðið. Einn morguninn þegar ég kom út var komið glampandi sólskin þótt enn væri brunakuldi. Ég hafði klætt mig vel og ætlaði að leita að gullhom- inu uppi í fjaili. Ég hélt af stað og gekk lengi vel áleiðis upp fjallið. Ég var komin hátt upp þegar ég sneri mér loksins við og horfði yfir þá ólýsanlegu fegurð sem við mér blasti. Ég varð algerlega heill- uð og rankaði ekki við mér fyrr en mér varð litið á húsið mitt og sá reyk koma upp úr þakinu - en ekki þar sem strompurinn var. Á leiðinni upp hafði ég verið altekin af tilhugsuninni um homið og tautaði Leikkonan Kjuregej lék í Hárinu þegar það var sett úpp á sjöunda áratugnum. stöðugt fyrir munni mér: „Ég ætla að finna homið, ég ætla að ftnna homið." En þegar ég sá reykinn koma upp úr húsinu brá mér svo að ég gleymdi öllu öðra og hljóp niður fjallshlíðina tO að rannsaka hvað um væri að vera. Þeg- ar ég var komin niður að húsinu skreið ég upp á það og sá gat á þakinu sem átti ekki að vera þar. Ég komst að því að þetta var ekki reykur heldur gufa sem steig upp úr þakinu í fjöratíu gráða frostinu. Það hafði myndast ís- hola á torfþakinu og í kringum holuna, þar sem hitinn kom upp, var grasið orðið grænt. Ég ákvað að smakka gras- ið og komst að því, mér til undrunar, að þetta var villigraslaukur. Ég tíndi fullan hnefa og gaf mömmu og þannig endaði mitt gullhornaævintýri. -e<ía/tré cír Síðustu ár hefur skátahrejfingin selt sígræn eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili r_Cy//v77 10 ára ábyrgð ► 12 stærðir, 90 - 500 cm ► Stálfóturjylgir ► Ekkert barr að ryksuga ► Truflar ekki stojublómin ► Eldtraust Þarfekki að vökva Islertskar leiðbeiningar Traustur söluaðili SkynsamlegJjárfesting Bandalag fslenskra skáta «aie»aöa'ob'«<' MÖGNUÐ BÍLAMYNDBÖND Myndbandsspólur sem allir bílaáhugamenn verða að eignast. Verð kr. 1.990,- til 2.490,- Krin uð ee, 9lunni! 'nha i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.