Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 66
70 Tilvera LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 <0 Olíufélagiðhf www.esso.is “I? Hann verbur til vibtals í NESTI í dag! NESTI Gagnvegi, kl. 10-12, NESTI Stórahjalla, kl. 14-16 Laugardagar eru nammidagar DV Svanur Kristbergsson er lista- maður í orðsins fyllstu merk- ingu, enda hefur hann komió víða við á ævinni. Hann hefur samiö tónlist, grúskað í mynd- list, fengist við skriftir, rekið gallerí og lesið heimspeki og bókmenntir svo eitthvað sé nefnt. Hann er nú búinn aó setja saman nýja hljómsveit í fé- lagi við Lárus Sigurósson gítar- leikara sem heitir Stjörnublíð(a) og kom í fyrsta sinn fram opin- berlega á Airwaves-tónlistarhá- tíöinni nú i október. Plata frá hljómsveitinni er í bígerð og gerir Svanur ráð fyrir að hún komi út nœsta vor. „Þetta er það persónulegasta sem ég hef gert, en mér finnst mjög mik- ilvægt að tengja það sem ég syng um við sjálfan mig, augun í mér, hjartsláttinn," segir Svanur um tón- listina sem hann lýsir sem mínimal- ískum ambíent-kokkteil, blöndu af poppi, nútímaklassík, kvikmynda- tónlist, barokki og djassi. Segist hann enn fremur vera fullkomlega meðvitaður um að tónlistin sé ekki söluvænt ljósvakasnakk. „Flestir listamenn hafa metnað fyrir hönd þess sem þeir eru að gera, hvort sem það er tónlist eða eitthvað ann- að, fólk dreymir um einhvers konar upphefð og vill helst geta lifað á list- inni. Þetta er eðlilegt. Ég þekki þessa tilfinningu en veit líka að við- urkenning kemur innan frá. Ég veit betur núna en áður hverju ég sæk- ist eftir. Ég verð að skapa, það er mikilvægt sjálfshjálpartól, það er eitthvað að innan sem kallar á það og eins og allur heimurinn taki und- Svanur hefur sig til flugs á ný: Tónlistin kallar Mörg járn í eldinum Svanur Kristbergsson er búinn að setja saman nýja hljómsveit auk þess sem hann stendur í útgáfu evrópskra jaöarbókmennta. - skylda gagnvart allsherjarandanum ir. Ég er mjög ánægður með Stjömublíð(u) og við erum ekki, og ætlum ekki, að reyna að þóknast neinum nema sjálfum okkur,“ segir Svanur. Hann virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því hvernig móttökur tónlistin fær. „Mér hefur sýnst að sú tónlist sem vekur áhuga fólks, eða nær eyrum erlendra útgáfufyr- irtækja, sé annaðhvort vel gerð upp- rifjun á einhverju sem við höfum heyrt þúsund sinnum, eins konar karaokesæla, óvænt nálgun á ein- hverju sem við höfum heyrt þúsund sinnum, eða aö í henni sé nýr hljómur, einhvers konar uppgötv- un. Ef tónlistin á erindi við samtím- ann þá knýr hún sjálf dyra, jafnt hjá tónlistarmönnunum sjálfum og heiminum. Gafst hrelnlega upp Svanur hefur gefið út þrjár plöt- ur, einn eða í félagi við aöra. Árið 1993 kom Brunahvammur út og 1994 Unfinished Novels, plata hljómsveit- arinnar Birthmark sem Svanur starfrækti í samvinnu við Valgeir Sigurðsson. Hann segir að fæðing þeirrar plötu hafi átt sér langan að- draganda og verið mjög erfið, og platan dýr í vinnslu. „Eftir það gafst ég hreinlega upp. Ég spurði sjálfan mig hvort það hefði verið þess virði að fórna krafti, tíma, peningum og fleiru, sem of langt mál væri að rekja, fyrir nokkur popplög, og ég varö fyrir fram frekar vondaufur á að platan fengi þá athygli sem hún verðskuldaði," segir Svanur, en bætir við að rúmu ári síðar hafi þeim Valgeiri boðist samningur en það hafi verið um seinan. „Við vor- um hættir að vinna saman þegar lít- ið fyrirtæki á Bretlandi vildi semja við okkur. Það hefði vissulega kom- ið sér vel ef platan hefði verið gefin út á Englandi en englamir komu of seint og auk þess var ég einhvern veginn búinn að missa áhugann á því að búa til tónlist," segir Svanur og nefnir að hugur sinn hafi verið farinn að beinast meira á braut myndlistar. Ég sökkti mér í myndlistarpæl- ingar en smám saman rann upp fyr- ir mér að ég var ekki hættur að semja lög og 1997 ákvað ég að gera smátilraun og gaf út plötuna Sink. Hún var hálfgerð demóplata. Ég var ekki að klára lögin eins og ég sá þau fyrir mér, þetta voru tilraunir, sum- ar tókust þokkalega aðrar illa. Sum- arið eftir tók ég þátt í Poppi í Reykjavík og gerði aðra tilraun sem að sumu leyti heppnaðist, að öðru ekki. Óvissa virðist fylgja ákveðn- um æviskeiðum, mislöngum eftir gæfu fólks, og þá skiptir engu hvað þú ert að gera, þú efast um allt. Ef- inn er að sjálfsögðu einn af prímus- mótorum sköpunarinnar en stund- um litar hann allt meira en æskilegt er og flækist hreinlega fyrir manni. Þessar þreifingar 1997 og 1998 leiddu eftir sem áður til þess sem við erum að gera núna, ég og Lár- us,“ segir Svanur. Úr tónlistinní í myndlist Svanur segir áhugann á myndlist hafa kviknað út frá tónlistinni. „Ég fékk áhuga á myndlist i gegnum poppara sem ég hafði verið að stúd- era,“ segir Svanur og nefnir Brian Eno (Roxy Music) og David Sylvian (Japan) í því sambandi. „Þessir kall- ar kveiktu áhuga minn á myndlist á sínum tíma sem leiddi síðan til þess að ég fór sjálfur að stunda hana ásamt Berki Amarsyni ljósmyndara frá 1993 til 1997. Það geröist eigin- lega upp úr þurru. Við Börkur kynntumst 1992 þegar hann gerði kápu á ljóðabók sem ég var að skrifa. Þá kom upp hugmynd um að gera eitthvað saman í myndlist og við settum upp fyrstu sýninguna okkar haustið 1993. í framhaldi af því tókum við þátt í nokkrum sýn- ingmn sem fulltrúar íslands. Þetta voru mest farandsamsýningar sem ferðuðust víða um Evrópu og Amer- íku. í okkar augum var þetta hálf- gerður leikur, við vorum eiginlega að skemmta okkur allan tímann, listasöfn á daginn og barir og klúbb- ar á kvöldin. Við hugsuðum þetta eiginlega aldrei þannig að við ætl- uðum að lifa á þessu eða skapa okk- ur nöfn sem myndlistarmenn. í rauninni hvarflaöi það aldrei alvar- lega að okkur,“ segir Svanur. Ljóöagerö og þýöingar Svanur hefur fengist við ljóðlist og textagerð frá unglingsárum, með- al annars í tengslum við tónlistina. Eins og áður kom fram gaf hann út ljóðabókina Banatorfur árið 1992, einu bók sína til þessa. Segist hann vera nokkuð ánægður með hana eft- ir á aö hyggja. „Hún ber öll helstu höfundarmerki ungs skálds hvað yrkisefni varðar. Ljóðin eru í mjög knöppum stU, einhvers konar Aust- urlandabragur á þeim,“ segir Svan- ur og bætir við að ekki sé von á bók í bráð. „Þó að ég hafi lagt drög að einhverju, bæði prósa og ljóðasafni þá er ekkert orðið birtingarhæft. Annars erum við félagamir í Tekknólambi að gefa út fyrstu bók- ina í nýrri ritröð í samstarfi við Forlagið, en það er Blýnótt eftir Hans Henny Jahnn. Ritröðin mun samanstanda af þýðingum okkar á evrópskum jaðarbókmenntum og er hugsuð til að bjóða fólki upp á óró- leika. Síðan erum við að spá í að búa til smyrsl líka, einhvers konar sjálfshjálparrit sem við ætlum að skrifa sjáifir, svona til að raska ekki jafnvæginu í heiminum. Köflunin ræður því hvenær þessi smyrsl verða tilbúin," segir Svanur. Talinu víkur síðan aftur að tón- listinni og væntanlegri plötu Stjörnublíð(u). „Ég verð að fá köllun til að helga mig einhverju og ef hún er sterk finnst mér það hreinlega skylda, gagnvart öllum hinum, gagnvart allsherjarandanum sem ég trúi á á góðum degi. Sumt er bara svo fallegt að það er synd að leyfa því ekki að blómstra, svo að aðrir geti notið þess, og ekki síður til að þakka fyrir sig.“ -EÖJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.