Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Helgarblað I>V Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn í Englum alheimsins: Alltaf að leika sitt besta hlutverk Bjartur í Sjálfstæöu fólki / umsögn dómnefndar viö veitingu Menningarverölauna DV áriö 2000 segir meöal annars: „I hlutverki Bjarts birtist hann áhorfandanum nán- ast sem náttúruafl. Hann túlkar þennan tákngerving þrjóskunnar á næst- um ofurmannlegan hátt. Bjartur brýst úr fjötrum, hann krefst réttar síns og hikar ekki viö aö bjóöa sjálfu landinu og skapanornunum birginn. Leik- ur Ingvars er þaulunninn í tærum einfaldleik sínum, líkamstjáningin öguö og hann samsamast persónunni fullkomlega. Slíkt afreka ekki nema hinir allra bestu. “ Ólík verkefni Ingvar útskrifaðist úr Leiklistar- skólanum árið 1990. Lokaverkefhi út- skriftarhópsins var Óþelló eftir Willi- am Shakespeare þar sem Ingvar og Baltasar Kormákur slógu fyrst í gegn. Ingvar sem Jagó og Baltasar sem Óþelló. Á þeim áratug sem liðinn er frá út- skrift Ingvars hefúr hann fengist við ólík hlutverk og verkefni. í umsögn dómnefndar DV um Ingvar þegar hon- um voru veitt Menningarverðlaun blaðsins fyrr á árinu sagði meðal ann- ars: Á ferli sem ekki er langur í árum en spannar ótrúlegan fjölda ólíkra verkefna hefur hann einhvem veginn alltaf verið að leika sitt besta hlutverk. Sviöiö Ári eftir útskrift var Ingvar ráðinn til Þjóðleikhússins. Fljótlega varð hann einn af vinsælustu og dáðustu leikurum hússins en meðal hlutverka fyrstu árin vom Pétur Gautur ungur í samneftidi verki Ibsens, Vitja í Kæru Jelenu, Tíbalt í Rómeó og Júlíu og drengurinn í Stund gaupunnar. Eitt af frægustu hlutverkum Ingvars er eftirminnileg sköpun Orms Óðins- sonar í Gauragangi Ólafs Hauks Sím- onarsonar sem ótrúlegur fjöldi fólks sá á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ingvar lék Femardo Krapp í Sönnum Karl- manni, Don Carlos í Don Juan eftir Moliére, Prófstein í Sem yður þóknast eftir Shakespeare og Sergé í Listaverk- inu sem sýnt var við gríöarlegar vin- sældir. 1 Listaverkinu lék Ingvar með útskriftarfélaga sínum Baltasar Kor- máki og Hilmi Snæ Guðnasyni undir stjóm Guðjóns Pedersen. Undir stjóm Baltasars lék Ingvar Kládíus konung í Hamlet sem fhunsýnt var á öðmm degi jóla árið 1997. Síðasta vetur lék Ingvar, eins og áður hefur komið fram, Bjart i Sumar- húsum og kennarann í Sjálfstæðu fólki. einnig lék hann Abasvíli jarl, Þöngulhaus og Jússúp i stórmerkilegri uppfærslu Stefans Metz á Krítar- hringnum í Kákasus eftir Bertolt Brecht. Nú í haust lék Ingvar Lopak- hín í Kirsuberjagarðinum sem Rimas Tuminas setti upp í Þjóðleikhúsinu. Áður hafði Ingvar leikið í uppfærslu Frú Emilíu á verkinu. Önnur svið Þrátt fyrir aö Ingvar hafi mestan hluta ferils síns verið fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu hefur hann einnig komið við sögu hjá öðrum leikhúsum og leikhópum. Hann lék til að mynda hjá Leikfélagi Reykjavíkur í einni af eftirminnilegri sýningum síðari ára, Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín. Hjá LR lék hann einnig aðal- hlutverk í Kabarett. Önnur verk sem Ingvar hefur leikið í era til dæmis Svanurinn hjá Öðra - mesta upphefð sem íslenskum karlleikara hefur hlotnast Drengurlnn í Stund gaupunnar / leikdómi í DV í mars 1993 segir: Sú rödd sem hljómar sterkast í verk- inu, og vetdur áhorfandanum mest- um heiiabrotum töngu eftir aö sýn- ingin er á enda, er rödd piltsins unga sem Ingvar E. Sigurösson leik- ur. Ingvar spilar hér á nokkuö aöra strengi en oft áöur og sýnir nýjar víddir í næmlegri og vel unninni persónusköpun. sviði, Trainspotting i Loftkastalanum og Hárið sem Flugfélagið Loftur setti upp við miklar vinsældir. Tjaldiö Ingvar var enn í Leiklistarskólanum þegar hann lék i Sérsveitinni Laugar- ásvegi 25 og era það fyrstu kynni hans af hvíta tjaldinu. Síðan hefur Ingvar komið víða við, meðal annars í sjón- varpsmyndum og er þar kannski helst að nefna Sigla himinfley eftir Þráin Bertelsson. Hvað kvikmyndum viðkemur þá lék Ingvar í Inguló Ásdísar Thoroddsen, Djöflaeyju Friðriks Þórs, Perlum og svínum Óskars Jónassonar, Stikkfrí Ara Kristinssonar og Sporlaust Hilm- ars Oddssonar. Stjama kvikmynda- leikarans Ingvars rís þó hæst í Englum alheimsins þar sem hann lék af ein- stöku innsæi og snilld hlutverk hins geðsjúka Páls. Þá túlkun Ingvars kunnu evrópskir áhorfendur svo sannarlega að meta eins og kemur fram í vali áhorfenda á Evr- ópsku kvikmyndahátlð- inni. I leikdómi í DV í febrúar 1990 segir um Ingvar í útskriftarverki hans úr Leik- listarskólanum: „Jagó er margræö persóna frá hendi höfundar sem skýrir fólsku hans meö mörgum þáttum samtvinnuöum. Hann leikur tveimur skjöld- um og allir telja hann fróman og tryggan vin ... Ingvar E. Sigurösson haföi þetta htutverk furöu vel á valdi sínu og komst lengst leikenda í því aö skyggna persónuna til botns. “ Don Carlos í Don Juan / leikdómi DV í desember 1995 segir: „ Toppurinn var held ég þegar Ingvar E. Sigurösson í hlutverki Don Carlos situr í splitt á gólfinu á meöan samtal þeirra Don Juans fer fram ... Áöur er nefndur Ingvar E. Sigurösson sem var kostulegur f hlutverki Don Carlos. “ Snilligáfa Ingvars Vorið 1999 gerði DV skoðanakönnun þar sem kom fram að Ingvar Sigurðs- son væri besti leikari íslands. Síðan þá hefur Ingvari enn vaxið ásmegin og hann eflst með hverju hlutverki. Þegar úrslit könnunarinnar vora birt í Helg- arblaði DV þann 1. maí 1999 sagði Hall- dóra Friðjónsdóttir um Ingvar: „Það kemur alls ekki á óvart að Ingvar E. Sigurðsson lendir í fyrsta sæti þegar spurt er um besta karlleikara landsins. Hann hefúr leikið i fjölda sjónvarps- og kvik- mynda og farið með mörg burðarhlut- verk á sviði Þjóðleikhússins sem og annars staðar á undanfómum árum. En það er ekki að ástæðulausu að leik- stjórar sækjast eftir kröftum Ingvars. Hann er einstaklega fjölhæfur leikari og jafnvel mætti ganga svo langt að halda því fram að hann sé gæddur því sem við köllum snilligáfú. Eins og sannir snillingar er hann lltillátur í eigin garð og umgengst starf sitt af virðingu og hógværð. Einmitt þess vegna er hann í sífelldri framfór og við eigum vonandi eftir að njóta hæfileika hans um langa framtíð." -sm Ingvar E. Sigurösson hefur á undanfórnum árum verió hlaöinn verölaunum fyrir frammistoöu sína á leiksviöinu og hvíta tjaldinu. í febrúar hlaut hann Menningarverö- laun DVfyrir frammistööu sína í hlutverki Bjarts í Sumarhúsum í sýningu Þjóöleikhússins, Sjálfstætt fólk - Bjartur, landsnámsmaöur ís- lands. Á Edduverölaunahátíöinni sem haldin var í nóvember hlaut hann í annaö skiptiö verölaun fyrir besta leik í aöalhlutverki. Um síö- ustu helgi steig Ingvar síöan á svið í París og tók viö áhorfendaverö- launum fyrir leik sinn í mynd Friö- riks Þórs Friörikssonar, Englum al- heimsins. Fremstur lefkara Auöur Eydal veitir ingvari Sigurössyni Menningarverölaun DV fyrir túlkun sína á Bjarti í Sumarhús- um í uppfærslu Þjóöleikhússins á Sjáifstæöu fóiki - Bjartur, tandnáms- maöur íslands. Páll í Englum alheimslns Hvenær hefur kvikmyndagestum staöiö til boöa jafn mögnuö ferö inn að kviku geöveikinnar og Ingvar veitir þeim meö leik sínum í Englum alheimsins? Ingvar fór meö okkuryfir mörkin og sumir sneru til baka. Ormur Oöinsson í Gauragangi / leikdómi Auöar Eydal í DV í febrú- ar 1994 segir: „Fjöidi leikara kem- ur viö sögu og þar fer fremstur Ingvar E. Sigurðsson sem sýnir hér gtænýja takta og er meiri hátt- ar í hlutverki Orms. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.