Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
I>V
Fréttir
Sligandi lífeyrisskuldbindingar
Aölögunarsamningar ríkisins viö launþega sína hafa fleiri hiiöar en beina launahækkun. Lífeyrisgreiöslur hækka í sama hlutfalli og dagvinnulaun. Nú er illa
komiö aö mati Péturs Blöndals og hver íslensk fjölskylda skuldar 2,5 milljónir króna vegna slíkra skuldbindinga.
Samtök atvinnulífsins lýsa óhóflegum útgjöldum ríkissjóðs:
Vildi sjá skattalækkun
- segir Pétur Blöndal alþingismaöur. Lífeyrisskuldbindingar alvarlegt mál
„Það er alltaf
verra að hafa stjórn
á ríkisfiármálum
þegar mikill tekju-
afgangur er. Þá
verður erfiðara að
standa gegn kröfum
um fjárveitingar til
góðra málefna,“ seg-
ir Pétur Blöndal, al-
þingismaður Sjálf-
stæðisflokks, vegna
útgjaldaþenslu ríkissjóðs.
Eins og DV greindi frá í gær gagn-
rýna Samtök atvinnulífsins harð-
lega þá óstjórn sem átt hefur sér
stað í ríkisfjármálum. Skatttekjur
hafa rokið upp og þar með tekjur
ríkisins en á sama tíma hafa útgjöld-
in einnig snarhækkað. Fyrirsjáan-
legt er að mati SA aö fjárlög ársins
sem er að byrja eru sprungin.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, tók undir þessi sjón-
armið í gær og benti á að flestar
þjóðir legðu áherslu á að skera nið-
ur útgjöld til að ná jafnvægi í ríkis-
fjármálum.
„Mikill árangur hefur náðst varð-
andi afkomuna og gríðarlegur bati.
Hins vegar hefur batinn hlutfalls-
lega byggst meira á tekjuöflun en
lækkun ríkisútgjalda," sagði Þórður.
Pétur Blöndal segir ástæður þess
að tekjur ríkissjóðs hafi rokið upp
meðal annars þær að frítekjumark
hafi hækkað minna en launin og
skattheimta því lagst af fullum
þunga á launin sem falla utan fri-
tekjumarksins.
„Þegar skattheimtan vex verður
erfiðara að hemja útgjöld ríkissjóðs.
Ríkissjóður hefur unnið vel gegn
þenslunni með því að skila metaf-
gangi en ég hefði viljað sjá skatta-
lækkun. Þar nefni ég lækkun eigna-
skatts sem ekki yrði þensluhvetj-
andi og jafnvel til að slá á þenslu,"
segir Pétur.
Hann segir að réttast væri að
safna í sjóði til að búa ríkissjóð und-
ir skattalækkun ef og þegar kreppa
dynji á landsmönnum. Þannig væri
hægt að hjálpa atvinnulífmu í gang.
Pétur telur stóran hluta ríkisút-
gjalda vera vegna þeirra aðlögunar-
samninga sem ríkið hefur gert við
launþega sína. Hækkun dagvinnu-
launa ríkisstarfsmanna kalli jafn-
framt á stórauknar lifeyrisgreiðslur.
„Þegar samið er til dæmis við
kennara um helmingshækkun dag-
vinnulauna er jafnframt verið að
hækka greiðslur ríkisins að sama
skapi til fólks sem jafnvel er löngu
hætt að vinna hjá ríkinu.Þetta lend-
ir af fullum þunga á ríkissjóði. Þetta
vandamál hef ég margoft bent á. Lif-
eyriskuldbindingar hafa aukist um
77 milljarða króna á fjórum árum.
Ógreidd skuldbinding ríkissjóð er
180 milljarðar króna eða um 2,5
milljónir á hverja fjögurra manna
fjölskyldu. Þetta er að sjálfsögðu
mikið alvörumál, sérstaklega i því
ljósi að opinberir starfsmenn virðast
ekki kunna að meta þessi réttindi,"
segir Pétur.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
ber væntanlega mikla ábyrgð í mál-
inu en meint óstjórn efnahagsmála
skrifast á hans reikning. Þrátt fyrir
margítrekuð skilaboð DV hefur
hann ekki fengist til að svara fyrir
málaflokk sinn. Ritari ráðherrans
staðfesti að honum hefðu borist ít-
rekuð skilaboð.
-rt
Fjármálaráðherra í yfirlýsingu vegna Samtaka atvinnulífsins:
Aðhald hefur stóraukist
Geir H. Haarde
fjármálaráðherra
mótmælir staðhæf-
ingum Samtaka at-
vinnulífsins um að-
haldsleysi í ríkis-
fjármálum. í yfir-
lýsingu ráðherrans
segir að aðhald í
ríkisfjármálum hafi
stóraukist frá 1998: „Aukið aðhald í
ríkisfjármálum hefur ótvírætt stuðl-
að að minnkandi eftirspurn í efna-
hagslífinu að undanfömu. Þetta sést
best á því að lánsfjárafgangur á rik-
issjóði er talinn nær tvöfaldast á ár-
unuml998-2001, úr 2,9% af lands-
framleiðslu 1998 í 5,3%. Þessi stærð
er besti mælikvarðinn á áhrif ríkis-
fjármála á heildareftirspurn til
skamms tíma.“
Ráðherrann mótmælir einnig að
skattar hafi hækkað um á irndan-
fömum árum og segir orðrétt: „Því
er haldið fram að skattarnir hafi
hækkað um 271/2% á árunum
1998-2000. Þetta er alrangt. Skatt-
hlutföll hafa þvert á móti verið
lækkuð. Hins vegar hafa skatttekjur
ríkissjóðs hækkað um þetta hlutfall.
Á þessu er grundvallarmunur.
Hækkun skatttekna má rekja til
þess að mikil uppsveifla var í efna-
hagslíflnu á þessum árum sem aftur
skilar sér í auknum skatttekjum
vegna meiri tekna einstaklinga,
aukinnar neyslu, fjárfestinga o.fl.
Þessi þróun snýst við þegar illa
árar.“
í yfirlýsingunni bendir ráðherra
á að rekstrarafgangur á ríkissjóði sé
með því mesta sem gerist meðal
helstu viðskiptaríkja. Þá segir að
batnandi afkoma skýrist ekki ein-
göngu af uppsveiflunni í efnahags-
líflnu heldur einnig kerfislægum
breytingum. Loks heldur fjármála-
ráðherra því fram að útgjaldafor-
sendur fjárlaga 2001 hafi ekki
raskast frá afgreiðslu þeirra.
Útgjöld ríkissjóðs:
Komiö að
skuldadögum
- segir Össur
Skarphéöinsson
„Samfylkinging-
in hefur ítrekað
varað við þessum
útgjöldum ríkis-
sjóðs og bent á þá
hættu sem skapast
þegar hagsveiflan
fer niður aftur,“
segir Össur Skarp-
héðinsson, formað-
ur Samfylkingar-
innar, um þá miklu
aukningu sem hefur orðið á útgjöld-
um ríkissjóðs. Samtök atvinnulifs-
ins hafa bent á það að ríkisútgjöld
hafi árlega hækkað um 10 prósent.
Þá hafi laun opinberra starfsmanna
hækkað um 35 prósent á fjórum
árum á sama tíma og laun á al-
mennum vinnumarkaði hækkuðu
um 20 prósent.
Össur segir að þegar komi að
samdrætti í tekjum ríkissjóðs hefl-
ist erfiðleikarnir fyrir alvöru.
„Þá standa útgjöldin eftir en tekj-
ur vantar til að mæta þeim. Allir
vita til hvers það leiðir,“ segir Öss-
ur.
Hann segir alltof mikinn slaka
vera á ríkisfjármálum og Samfylk-
ingin hafl í upphafi kjörtimabilsins
lagt til að stjórn og stjórnarandstaða
hefðu samvinnu um að ná niður rík-
isútgjöldum.
„Á slíku samstarfi reyndist eng-
inn áhugi vera innan ríkisstjórnar-
innar fremur en síðar þegar sama
tilboð var sett fram. Seðlabankinn
neyddist til að halda úti mjög harðri
peningastefnu sem leitt hefur til
þeirrar vaxtapíningar sem við
búum við. Nú er komið að skulda-
dögum og þjóðin verður að súpa
seyðið af óráðsíu ríkisstjórnarinn-
ar,“ segir Össur.
-rt
Ólafsvík:
Sjómaður missti
framan af fingri
Sjómaður slasaðist um borð í tog-
aranum Hrafni Sveinbjörnssyni GK
á fimmtudaginn er hann missti
framan af fingri við störf sín. Togar-
inn hélt til hafnar á Rifl og kallaði
eftir aðstoð björgunarbátsins Bjarg-
ar frá Rifi sem sigldi til móts við
togarann. Björg flutti manninn svo
til Rifs og kom i land um klukkan
19. Þaðan ók sjúkrabíll sjómannin-
um á slysadeild Landspítalans i
Fossvogi.
-SMK
Össur Skarp-
héðinsson.
Frostlaust við austurströndina
Noröan 13-18 m/s og snjókoma eöa slydda
austanlands á morgun. Frost yfirleitt 0 til 12
stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands en
víöa frostlaust viö austurströndina.
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 15.56 15.17
Sólarupprás á morgun 11.10 11.20
Síödeglsflóö 15.35 20.08
Árdegisflóö á morgun 04.08 08.41
ðkýringa? 6 vsSmriáknum
)*'"*VINDÁTT 10V—Hm
m ^VINDSTYRKUR í metriim á sekúndu rftuo i HEiÐSKÍRT
O O
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAO
<W?’> o
RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA
© © : S
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Allt eftír
JöUÚUiA
Noröanátt og skafrenningur
Skafrenningur er nokkuö sem menn er
ekki hrifnir af en íbúar á Austurlandi
fengu aö kenna á honum um áramótin.
Skafrenningur veröur til þegar
noröanáttin sem nær sér upp yfir
vetrartímann feikir snjókomu og
hvössum vindum úr þykkum lágskýjum.
Víða bjart veður
Norðaustlæg átt, 5-8 m/s. Él austanlands og við norðurströndina en
annars víða bjart veöur. Hiti kringum frostmark á láglendi en 5 til 10 stiga
frost inn til landsins.
EESS Þríöjui 1 Miövíkú
Vindur: /-^
3—8 m/*
Hiti -3C tll -13*
Vindur: /•r~'
3-8 m/6
Hiti -3' tii -13'
Vindur; /^~~
3—8 nv'*
Hiti -3' tii -13*
Fremur hæg breytlleg átt.
Él eöa snjókoma vlö
austurströndlna en viöa
léttskýjaö annars staöar.
Frost á blllnu 3 tll 13 stlg
Fremur hæg breytlleg átt.
Él eða snjókoma vlö
austurströndlna en viöa
léttskýjaö annars staöar.
Frost á blllnu 3 tll 13 stlg
Fremur hæg breytlleg átt.
Él eöa snjókoma vlö
austurströndlna en viöa
léttskýjaö annars staðar.
Frost á blllnu 3 tll 13 stlg
AKUREYRI úrkoma -4
BERGSSTAÐIR léttskýjaö -10
BOLUNGARVÍK skýjað -2
EGILSSTAÐIR -2
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö —3
KEFLAVÍK skýjaö -6
RAUFARHÖFN úrkoma -2
REYKJAVÍK skýjaö -7
STÓRHÖFÐI skýjaö -1
BERGEN skýjað 8
HELSINKI þoka 2
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 5
ÓSLÓ
STOKKHÓLMUR 3
ÞÓRSHÖFN rigning 7
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 4
ALGARVE súld 16
AMSTERDAM rigning 8
BARCELONA alskýjað 13
BERLÍN alskýjað 5
CHICAGO léttskýjaö 1
DUBLIN þoka 0
HALIFAX léttskýjaö -5
FRANKFURT rigning 8
HAMBORG rigning 6
JAN MAYEN skýjað -8
LONDON skýjaö 7
LÚXEMBORG rigning 7
MALLORCA þokumóöa 15
MONTREAL alskýjaö -11
NARSSARSSUAQ snjókoma -7
NEW YORK skýjaö -3
ORLANDO heiöskírt 0
PARÍS rigning 12
VÍN þokuruöningur 3
WASHINGTON alskýjaö -6
WINNIPEG heiöskírt -15
«T A um YSINGUIVl THA VEDURSTOril ISLAND&