Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
DV
Fréttir
Eldsneyti ekið í stórum stíl um þéttbýlasta svæði landsins:
Olíubirgðastöð í miðri
höfuðborg íslands
- gríðarleg hætta gæti skapast í árekstri olíubíla þrátt fyrir strangar öryggiskröfur
■■■ ■ v
Olíubirgöastöðin í Orfirisey er nánast í hjarta Reykjavíkur
Olíufélögin hafa þar mjög strangar öryggiskröfur og sprengihætta af tönkunum er talin lítil fyrir byggöina.
Allt aö 40 tonna olíudrekar aka um götur borgarinnar
Sextán tankbifreiðir áttu aöild aö umferöarslysum eöa óhöppum árin
1995-1999, þar af 12 umferöaróhöþpum án meiðsla og 4 umferöarsiysum
þar sem fólk slasaöist.
Stærsta olíubirgðastöð íslendinga
er í Örfirisey, rétt við miðbæ höfuð-
borgarinnar. Af heildarvöruflutn-
ingum um hafnir Reykjavíkurhafn-
ar, sem voru árið 1999 1.487.959
tonn, var fljótandi eldsneyti samtals
595.318 tonn.
Sérfræðingar um eldvarnir telja
sprengihættu vegna olíubirgða-
stöðvar í örfirisey ekki vera mikla
miðað við eðlilega umgengni. Hins
vegar gerast óhöpp af og til í flest-
um þáttum sem menn koma nærri
og þá oftast vegna ófyrirséðra
mannlegra mistaka.
Innbyggt slökkvikerfi
Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins, segir að innan girðingar í
Örfirisey sé sérstök slökkvistöð og
slökkvikerfi innbyggt á tankana.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
sér um reglulegt eftirlit og hægt er
að dæla froðu inn á hvern tank fyr-
ir sig í gegnum þessa slökkvistöð.
„Það er í gangi ákveðin áætlun
hjá þeim, m.a. varðandi dælur og
sjókælikerfi. Farið var yfir stöðuna
1991 og þá gert framtíðarskipulag
Innlent fréttaljós
Hörður Kristjánsson
blaðamaður
fyrir birgðastöðina. Það getur þó
auðvitað gerst ef kviknar í tanki
sem froðukerfið nær ekki að
slökkva í að kæla þurfi næstu tanka
við hliðina. Það kerfi á nú að setja
upp. Þá er búið að byggja löndunar-
bryggju með heljarmiklum öryggis-
búnaði. Varðandi áfyllingu á tank-
bíla er einnig búið að setja upp mjög
fullkomið duft-slökkvikerfi.“
Lítil sprengihætta
Sprengihætta sem slík er ekki
veruleg umfram næsta nágrenni
tankanna. Það væri fyrst og fremst
hitinn og gríðarlegt eldhaf sem valda
myndi tjóni. Olíutankamir sjáifir eru
þannig útbúnir að á þeim er þrýsti-
loki og ef sprenging verður þá spring-
ur hatturinn af og olían logar þá upp
eins og kyndill. Þá eru efstu rafsuður
á tönkunum hafðar veikari til að þeir
rifni ef mikill þrýstingur myndast.
Flotþak er það nýjasta, en þá er gufa
sem annars færi út í andrúmsloftið
fónguð í eins konar belgi sem þenjast
út og dragast saman eftir stöðu elds-
neytis í tönkunum.
Hrólfur segir mjög sjaldgæft að
það kvikni í olíubirgðastöð nema þá
hreinlega að það sé kveikt í þeim í
stríði. Hann sagðist gefa olíufélögun-
um mjög háa einkunn fyrir öryggi í
Örfirisey sem og varðandi öryggis-
kröfur í sambandi við bíia, bílstjóra
og losun eldsneytis á bensínstöðvum.
Yröu að setja sig
í mikla hættu
Friðrik Þorsteinsson hjá Slökkvi-
liðinu í Reykjavík segir að ef eldur
yrði laus í Örfirisey yrði að ráðast
gegn slíku með öllum slagkrafti
slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í
einu. Dælur og annar búnaður sem
slökkviliðið hefur yfir að ráða setur
mönnum þó vissar skorður með
kastlengd slökkviefna. Vegna þess
þyrftu slökkviliðsmenn að fara
hættulega nærri logandi tönkunum.
Sprengihættan er helst varðandi
bensíntankana.
Mesta hættan að
mati Friðriks er
þó ef öryggis-
dammar sem taka
eiga við olíu eða
bensíni í kring-
um tankana yfir-
fyllast og logandi
olían fer að sjóða
eða vatn orsaki
gufusprengingar.
Þá gæti logandi eldsneyti flætt um
næsta nágenni tankanna.
808 þúsund tonna
innflutningur
Heildarinnflutningur á eldsneyti
og öðrum olíuvörum árið 1999 var
samkvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar 808.313,6 tonn. Þar af var
gasolía 402.246,4 tonn, bensín
147.748.8 tonn, þotueldsneyti eða
steinolía 132.586,6 tonn, svartolía
var 91.041,9 tonn og aðrar olíuvörur
34.689.8 tonn.
Stærsti hlutinn um
Reykjavíkurhöfn
Af áðurnefndum tölum sést að
langstærsti hluti eldsneytisinnflutn-
ings fer um Reykjavíkurhöfn eða
rúmlega 595 þúsund tonn af ríflega
808 þúsund tonna heildarinnflutn-
ingi. Ætla má að langstærsti hluti
þess sem fer beint til annarra hafna
sé olía til skipa. Öðrum olíuvörum
er að mestu umskipað í Reykjavík-
urhöfn til flutnings út á land eða
ekið þaðan með tankbílum.
Hundruö þúsunda tonna
í umferöinni
Allt flugvélaeldsneyti sem flutt er
til landsins að undanskildu því sem
fer til hernaðarnota er flutt um
hafnir Reykjavíkur og Hafnarfjarð-
ar. Þaðan er þeim 133 þúsund tonn-
um ekið með tankbílum til Keflavík-
urflugvallar og ReykjavíkurflugvaU-
ar. Mest frá Reykjavík eða um 97
þúsund tonnum 1999 og um 100 þús-
und tonnum á síðasta ári. Stærsti
hluti af nær 148 þúsund tonnum af
bensini sem flutt er tU landsins fer
um Reykjavíkurhöfn og er að mestu
miðlað þaðan með tankbílum um
götur borgarinnar. Því tU viðbótar
er þar dælt I land í tönkum um 345
þúsund tonnum af öðrum olíuteg-
undum á ári. í ljósi þessa hafa menn
velt fyrir sér hvers vegna flutning-
um á þotueldsneyti sé ekki beint um
olíuhöfn t.d. í Helguvík í Reykjanes-
bæ.
Lítiö um slys
Bent hefur verið á að þrátt fyrir
gríðarlega flutninga á þotueldsneyti
um Reykjavík og Reykjanesbraut
hafa slys þar sem olíubUar koma
við sögu sem betur fer verið hverf-
andi fá.
Samkvæmt slysaskráningu Um-
ferðarráðs, sem byggist á lögreglu-
skýrslum, hafa 16 tankbifreiðir átt
aðild að umferðarslysum eða
óhöppum árin 1995-1999 (12 umferð-
aróhöppum án meiðsla & 4 umferð-
arslysum með meiðslum á fólki). Á
þessu tímabili lentu 55.193 bifreiðir
1 umferðaróhöppum/slysum sem
lögreglan gerði skýrslur um. í slys-
unum fjórum slösuðust fjórir; þrír
ökumenn bifreiða og einn farþegi.
Þrír slösuðust lítið og einn mikið.
Logandi helvíti
Tölurnar hér að framan segja þó
trúlega meira um ágæti þeirra öku-
manna sem sitja daglega við stýri
olíubíla olíufélaganna en um þá
áhættu sem tekin er af slíkum
akstri um götur þéttbýlis. Þá hefur
einnig verið bent á að þotuelds-
neyti, sem er steinolia eins og áður
hefur komið fram í fréttum DV, er
ekki nærri eins rokgjarnt og eld-
fimt og bensín.
Blossamark steinolíu er t.d. um
40 gráður. Eigi að síður skapast
gríðarleg hætta lendi fulllestaður
olíubill með 40 tonn af þotuelds-
neyti í árekstri. Þar kemst eldsneyt-
ið í snertingu við heitar bílvélar
sem dugar til að mynda logandi hel-
víti fyrir þá sem í því lenda.
Gríöarlegt hættuástand
gæti skapast
Friðrik Þorsteinsson hjá Slökkvi-
liðinu í Reykjavik sagði að ef eldur
yrði laus í árekstri 40 tonna olíubíls
á götum höfuðborgarsvæðisins eða
á Reykjanesbraut væri það ekki
árennilegt fyrir slökkviliðsmenn,
jafnvel þó olíufélögin séu með mjög
strangar reglur og fari eftir háum
öryggisstuðli. Sumir atburðir gætu
valdið sliku sem eru alls ekki á
valdi bilstjóra olíubílanna að ráða
við.
Skelfilegt dæmí
„Þetta yrði alveg skelfilegt dæmi
að standa frammi fyrir. Við þyrft-
um á öllu okkar afli að halda og það
samtaka á staðnum. Þessir flutning-
ar eru auðvitað þyrnir í augum
okkar sem hugsum um þetta, bæði
vegna eldhættu og ekki síður hættu
á stórkostlegu umhverfisslysi.
Hvemig sem á það er litið má ekk-
ert út af bregða svo það yrði ekki
skilgreint sem gríðarlegt hættuá-
stand.“
Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri
segir slökkviliðið betur búið en
áður til að takast á við slíkan vanda
þar sem það hefði fullt vald yfir
slökkvibílum Reykjavíkurflugvall-
ar. Þó likumar á slysi séu litlar
taldi hann mikla hættu geta skap-
ast ef t.d. tankbíll með bensíni lenti
í árekstri eða ylti á Miklubrautinni.
Hann sagðist ekki hafa stórkostleg-
ar áhyggjur af stöðu mála en vissu-
lega fagna því ef hægt væri að hafa
annan háttinn á varðandi flutninga
á eldsneyti til Keflavíkurflugvallar.
Hrólfur Jónsson,
slökkviliðsstjóri.