Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Skáld borgar og ástar 100 ár frá fæðingu Tómasar Guðmundssonar Hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingu Tómasar Guð- mundssonar skálds en hann var fæddur í Grímsnesi í Árnessýslu árið 1901. Tómas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík - á þeim tíma þegar sextán skáld voru í sama bekk - og lögfræðiprófi 25 ára. Hann var málaflutningsmaður í Reykjavík og starfsmaður Hagstofu íslands til 1943 en fékkst eftir það við ritstörf og ritstjórn. Fyrsta ljóðabók Tómasar, Við sundin blá, kom út þegar hann var tuttugu og fjögurra ára. Bókin er æskuverk og markað sem siíkt. Ort er um ástir og sumar - vonir og þrár, þó að treginn sem ætíð er undirliggj- andi í ljóðum Tómasar sé á sínum stað. Rómantíkin er allsráðandi og náttúrumyndmál ríkjandi. Blóm koma mikið við sögu en hið þekkta ljóð, Ég leitaði blárra blóma, er að finna í bókinni. í öðrum ljóðum er að fmna línurnar: „Ég kom og kastaði rósum“, „Angið, angið rósir“, „1 dag felldu blómin mín blöðin sín“, „Við sofum á rósum“ og „ Við veg þinn anga rósir“ og er þá aðeins tekið brot af því blómahafi sem breiðir úr sér í bókinni. Fagra veröld kom út sjö árum seinna þegar Tómas var rúmlega þrí- tugur. í henni eru ástsælustu ljóð hans - um fegurðina í Vesturbænum, Fjallganga (Urð og grjót), Fyrir átta árum og Jón Thoroddsen In memori- am. Það greip um sig hálfgert æði þegar bókin kom út. Hún fékk af- bragðs dóma, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum, og seldist upp á örfá- um dögum. Kristján Karlsson segir í formála ljóðasafns Tómasar að hann hefði mátt segja eins og Byron forð- um: „Ég vaknaði einn morgun og var orðinn frægur." Næstu árin komu út bækumar Stjömur vorsins (1940), Mjallhvít og dvergarnir sjö (1941), Fljótið helga (1950) og Heim til þín ísland (1977). Ljóðasöfn komu út 1953 og 1976. Tómas Guðmundsson lést árið 1983. Fögur veröld kreppunnar Sveinn Skorri Höskuldsson segir í Ljóðarabbi að skáldskapur Tómasar hafi stundum þótt heimsfráhverfur á þeim árum þegar þess var krafist að skáld tækju afstöðu og „gengju út í heimsstríð" eins og Jóhannes úr Kötlum orðaði það. „I kreppunni miðri sá hann fagra veröld og skoðaði stjörnur dagsins meðan himinninn hrannaðist ófrið- arskýjum," segir Sveinn Skorri og víst er að mörgum þótti þetta ljóður á ráði Tómasar sem skálds. Menn áttu að hafa skoðanir. Silja Aðalsteinsdóttir bendir hins vegar á það í óbirtri grein sinni um skáldið að hin Fagra veröld Tómasar hafi ekki verið svo fögur heldur hafi hún einu sinni verið það. Ljóðin séu mettuð eftirsjá og skáldið leiti horfmna geisla í skuggunum sem fylgja atvinnuleysi, örbirgð og stétta- átökum. En vist er að stór hópur manna var beinlínis andsnúinn ljóðheimi Tómasar vegna meints afstöðuleysis. Þegar ofan á það bættist að hann orti að mestu leyti hefðbundið á tímum formbyltingarinnar fór ekki hjá því að menn skipuðu sér í fylkingar, með eða á móti. Óhugguleg afmælisgjöf Segja má að skáldið Steinn Stein- arr hafi verið alger andstæða Tómas- ar Guðmundssonar. Tómas var uppá- hald borgarastéttarinnar, fenginn tU þess að yrkja fyrir skemmtanir þeirra, revíur og hátíðleg tækifæri, var fyndinn og vel menntaður og tók ekki pólitíska afstöðu. Steinn var hins vegar hálfgert olnbogabarn, háðskur og kjaftfor, og lýsti yfir dauða hins hefðbundna ljóðforms sem fékk margan fagurbók- menntaunnandann tU þess að hrópa upp yfir sig af skelfmgu. Og ef til viU var aUtaf rígur á miUi þessara tveggja skálda höfuðstaðar- ins. í bók Gylfa Gröndal birtist þessi vísa sem Steinn sendi Tómasi á merkisafmæli hans og hefur lengi verið fleyg: Hér situr Tómas skáld meó bros á brá, bjartur og hreitm sem fyrsta morgunsárió. Ó, hvaó mig, vinur, tekur sárt aó sjá að sál þin skyldi grána fyrr en hárið. Heldur óhugguleg afmælisgjöf, en kannski taldi Steinn sig hafa átt harma að hefna. Tómas tryUti lýðinn með sinni Fögru veröld árið áður en Rauður loginn brann kom út og var tekið heldur fálega. Því sem einhver kallaði „innantómt fegurðarhjal" var teflt til móts við sósíalíska vakningu og hafði betur. Meínlaust hjal? Sigfús Daðason hefur bersýnUega ekki verið á þeirri skoðun að kveð- skapur Tómasar hefði innihald sem einhverju máli skipti. í grein hans um samtalsbókina Svo kvað Tómas eftir Matthías Johannessen skrifar hann með Ula dulinni fyrirlitningu...: „Sérstaklega er óviðkunnanlegt að horfa upp á tilraunir hans tU að dubba meinlaust hjal eins og kvæðið Jerúsalemsdóttir og túristaskáldskap eins og Ljóð um unga konu frá Súd- an til andfasistískrar spámennsku og ádeilu á nýlendukúgun." Aðrir hafa hins vegar fundið í ljóð- um Tómasar hárfina ádeUu á það sem má betur fara í mannlífinu. Kristján Karlsson segir tU dæmis í áðurnefndum formála að það sé mik- ill misskilningur að telja Tómas að- eins „fegurðardýrkanda", sinnulaus- an um samtíð sína og vandamál hennar. Hann nefnir sömu ljóð og Sigfús fussaði yflr og segir þau fjaUa um „kynþáttamálin" og hann efast um að „Hitlerisminn hafi sætt öllu napurlegri meðferð annars staðar, þrátt fyrir hógværð skáldsins." Krist- ján segir líka að „Víxilkvæðið og önnur ljóð Tómasar, þar sem hann hendir góðlátlegt skop að sumu því, sem eftirsóknarverðast þykir á borg- aralegan mælikvarða, séu í eðli sínu ekki lakari byltingaskáldskapur en rímaðar áróöursgreinar sumra fé- lagsmálaskáldanna.“ Rómantíkin og borgin En Tómas var auðvitað fyrst og fremst rómantískt skáld. Hann hefur löngum verið spyrtur saman við Stef- án frá Hvítadal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sem hafa sama sess í hjörtum íslendinga. Ljóðræn fegurð- in og ástin - og treginn sem óhjá- kvæmUega fylgir í kjölfarið. Og mjöllin, mjöllin hnígur hœgt og rótt. Og hvert sem augaó lítur fellur mjöll. Og hvítum svefni sefur borgin öll. í svefni gengur tíminn hjá í nótt. En eins og hvíta, mjúka mjöllin vefur moldina frá í júni, þannig sefur i draumum tveggja hjartna horfló vor. (Tvenn spor 1 snjónum) Og Tómas er skáld Reykjavíkur. Sá fyrsti sem vildi kannast við borg- ina sem umhverfi skáldskaparins. Aðrir sem ortu á mölinni voru held- ur fáorðir um borgina og færðu sig ýmist í sakleysi landsbyggðarinnar eða dulúð erlendra stórborga í ljóð- um sínum. Tími var kominn tU að breyta þessu og Tómas hélt sig að mestu í borginni við Sundin. Senni- lega er hann sá eini sem hefur ort fal- legt ljóð um borgarskipulagið: Bœrinn er skrýtinn. Hann er fullur af húsum. Hús meðfram öllum götum i röðum liggja. Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóóir og œtla sér liklega aó byggja. (Húsln í bænum) En hver er staða skáldskapar Reykjavíkurskáldsins nú á dögum? Sveinn Skorri Höskuldsson segir í Ljóðarabbi sínu að þegar hann lesi Tómas Guðmundsson skáld Hundraö ér eru í dag liöin fré fæöingu hans. ljóð með ungu fólki finni hann að ljóöasmekkurinn hafi breyst. Hann minnist þess að hann og jafnaldrar hans „klökknuðu svolítið í hjartanu" þegar þeir lásu tregafuU ástarkvæði Tómasar en unglingamir skelltu upp úr og „afgreiddu ljóðið sem hlægUega rómantík og tilfmningasemi. GamaU skólakennari gat þá lítið sagt nema borið fram þessa ergelsisfuUu spum- ingu: - Er æskan orðin svona and- skoti harösoðin?" En spurning er hvort Tómas hefur nokkum tíma verið skáld ungmenna, eins og Steinn Steinarr. Kannski hafði Steinn sitthvað tU síns máls þegar hann sagði að sál Tómasar hefði gránað á undan hárinu; svo ungur orti hann um fortíðina með söknuði. Ef tU viU má segja að Tómas höfði best til þeirra sem em famir að eldast og horfa tU baka - og þeim mun hann ævinlega þjóna vel. -þhs Heimíldir: Sveinn Skorri Höskuldsson - Ljóöarabb,1989. Sigfús Daðason - ritgeröir og pistlar, 2000. Ljóöasafn Tómasar Guömundssonar, 1989. Gylfi Gröndal - Steinn Steinarr, leit aö ævi skálds, 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.