Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 42
>50
DV
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
Tilvera
Dr. Emanuel Lasker:
Á hæsta vinningshlutfall í
heimsmeistaraeinvíg j um
Dr. Emanuel Lasker
Hann hélt heimsmeistaratitlinum lengur en allir aörir. Myndin er tekin 1896.
Heimsmeistarar tefla
Fyrstu heimsmeistararnir, Steinitz og Lasker, tefla um heimsmeistaratitilinn.
Um þessi aldamót er athyglisvert
aö skoða sögu heimsmeistarans í
skák fyrir 100 árum, dr. Emanuel
Laskers. Hann var fæddur á að-
fangadag 1868 í Brandenburg í
Berlín. Brandenburgar-konsertana
eftir Johan Sebastian Bach kannast
margir við og lífshlaup Laskers
dregur dám af þeim stórkostlegu
tónverkum.
Eldri bróðir Laskers, Berthold,
kenndi honum aö tefla um 11 ára
gömlum. Lasker náði þýskum
meistaratitli 1889, 21 árs aö aldri.
Aðeins 5 árum seinna skoraði hann
á Wilhelm Steinitz í einvígi um
heimsmeistaratitilinn í skák og
sigraði, enda var Steinitz þá orðinn
58 ára. Steinitz var fæddur i Prag og
var gyðingur eins og Lasker. En hel-
för nasista breytti þjóöfélagsmynstr-
inu í Evrópu mikið eins og kunnugt
er. Á þeim tíma þegar þeir Steinitz
og Lasker tefldu einvigið voru það
' keisararnir í Þýskalandi og Austur-
ríki sem öllu réöu. Emanuel Lasker
var heimsmeistari í skák fram til
ársins 1921. Steinitz var frægur fyr-
ir að leggja drög að svokallaðri
„strategískri" taflmennsku en
„taktíkin" var allsráðandi á undan.
En kennisetning Laskers var að
skák væri barátta tveggja huga og í
raun sannaði hann það á móti
helstu andstæðingum sínum, Steini-
tz, Pillsbury og Chigorin, sem hann
vann alla með yfirburðum.
En áður en hann atti kappi við
þessa andstæðinga sína náði hann
góðum árangri við skákborðið. 1890
vann hann bæði Curt van Bar-
deleben og Jacques Mieses í ein-
vígjum og Emanuel og Berthold
bróðir hans deildu efsta sæti á
sterku skákmóti saman.
Helmsmeistari 25 ára
Lasker hélt til Bandaríkjanna
1893 þar sem hann vann alþjóðlegt
mót í New York. Hann sigraði
Bandaríkjameistarann Jackson
Showalter með 6 sigurskákum, einu
jafntefli og 2 töpum. Og árið 1894
hafði dr. Lasker fundið styrktarað-
ila til að halda heimsmeistaraein-
vígi í New York. Hann sigraði
Steinitz með 10 sigrum, 4 jafnteflum
og 5 töpum. Emanuel Lasker var
þar með orðinn heimsmeistari í
skák aðeins 25 ára gamall. Skömmu
síðar veiktist hann af skjaldkirtils-
sjúkdómi og átti við hann að stríða
næstu árin með tilheyrandi hita-
köstum. Engu að síður varð hann
þriðji í Hastings 1895 á eftir Pills-
bury og Chigorin. Ein merkasta bók
hans kom út 1895, Heilbrigð skyn-
semi í skák, sem komið hefur út á
íslensku. Bókin var byggð á fyrir-
lestrum sem Lasker hafði haldið í
London.
1896 vann Lasker sterkt mót í
Sankti Pétursborg, fyrir ofan Pills-
bury, Steinitz og Chigorin. Sama ár
vann hann sterkt mót í Númberg,
með 14,5 af 17, og ekki nóg með það
- hann varði heimsmeistaratitil
sinn aftur gegn Steinitz, núna með
12,5-7,5.
1902 tók Lasker doktorspróf i
stærðfræði við háskólann i
Erlangen í Þýskalandi. Aðalkennari
hans var frægur stærðfræðingur,
Hilbert aö nafni. Rannsóknir
Laskers byggðust á rúmfræðilegum
áætlunum og einnig kenningum í
algebru sem þykja góðar og gildar
enn í dag. Emanuel Lasker og Al-
bert Einstein voru góðir vinir og á
^fjórða áratugnum, eftir að þeir
neyddust til að yfirgefa Þýskaland,
deildu þeir íbúð í New York og
skiptust á skoðunum á löngum
gönguferðum sínum saman. Dr. Ein-
stein sagði um Lasker: „Einn at-
hyglisverðasti maður sem ég hef
kynnst um ævina", og væntanlega
hefði Lasker getað sagt það sama.
<Um þetta leyti var Lasker mjög upp-
tekinn af dúfnarækt til ýmiss konar
vísindarannsókna. Var mikið
spaugað með þetta af þóttafullum
skákmönnum.
Vildi ekki sitja á móti
andstæöingi sínum
Á skákmótinu í London 1899 vann
Lasker einn af sínum glæstustu
sigrum, 4 vinningum fyrir ofan
næstu menn. Hann hlaut 21,5 v. af
25 skákum og tapaði aðeins fyrir
Blackburne. Næstu ár var lítið teflt
- næsta mót var í Cambridge
Springs í Massachusettes. Lasker
deildi öðru sætinu með Janowski en
Frank Marshall sigraði á mótinu.
1906 vann hann meistaramót New
York-ríkis.
1908 skoraði Siegbert Tarrasch á
Lasker í einvígi um heimsmeistara-
titilinn. Lasker var viss um að
Tarrasch gæti dáleitt fólk og vildi
því ekki sitja í sama herbergi og
hann (nei, Fischer var ekki sá eini)
og sigraði í einvíginu með 12,5-5,5.
Árið 1909 varö Lasker jafn Akiba
Rubinstein í Sankti Pétursborg á
sterku móti. Sama ár fékk Lasker
7000 franska franka, sem þóttu dá-
góð summa þá, fyrir að tefla 2 ein-
vígi við Janowski. Hann vann ann-
að einvigið og jafnt varð í öðru. 1910
tefldi Lasker svo sögufrægt einvígi
við Carl Schlechter í Vinarborg og
Berlin. Einvígið var 10 skákir og
Schlechter gat orðiö heimsmeistari
ef síðasta skákin hefði oröið jafn-
tefli. En Lasker hafði sigur og fékk
1000 mörk fyrir hverja skák. Seinna
það ár tefldi hann svo enn við
Janowski og vann örugglega. 1911
giftist svo Lasker Mörthu Kohn.
Hún var eitthvað eldri en hann og
Lasker varð allt í senn, pabbi, afi og
Sævar
Bjarnason
skrifar um
skák
Skákþátturinn
langafi. Þau eignuðust engin böm
og voru gift þar til Martha dó 1939.
Næsta stórmót var hið sögufræga
mót í Sankti Pétursborg 1914 -
sennilega stærsti sigur Laskers á
ferlinum. Hann vann mótið og
næstu menn voru Capablanca,
Aljechin.Tarrasch og Marshall. Síð-
an skall fyrri heimsstyrjöldin á.
Tapaöi aieigunni
Lasker hafði á prjónunum aö tefla
við Akipa Rubinstein um heims-
meistaratitilinn og Capablanca ætl-
aði síðan að tefla við sigurvegarann.
Ekkert varð úr því. Rubinstein fór
illa út úr stríöinu andlega.
1918 vann Lasker sterkt mót í
Berlín en hann hafði þá tapað aleig-
unni eftir að hafa keypt þýsk stríðs-
skuldabréf. 1920 lét hann heims-
meistaratitilinn af hendi við Capa-
blanca án keppni og sýnir það
hversu mikill heiðursmaður Lasker
var, en hann komst ekkert vegna
peningaleysis. Capablanca var ekki
minni höfðingi og tók það ekki í
mál en sá til þess að fé væri lagt í
einvígið. Lasker fór niðurbrotinn
maður til Havana 1921 og tefldi ein-
vígi við Capablanca um titilinn sem
hann tapaði án þess að vinna skák -
líkt og Kasparov gerði á móti
Kramnik í London í fyrra.
1924, á einu af sterkustu skákmót-
um sögunnar, stórmóti í New York,
sigraði Lasker, Capablanca varð
annar og Aljechin þriðji.
Árið 1927 sneri Lasker svo heim
til Berlínar og lærði að spila bridge
og japanska taflið GO. Hann varð
sterkur alþjóðlegur bridgespilari og
svokallaður „life master of bridge“
Hann var þjálfari og fararstjóri
þýska bridgelandsliðsins á ólympíu-
móti. Lasker og frú voru gyðingar
og yfirgáfu heimaland sitt 1933, eftir
að nasistar gerðu eigur þeirra upp-
tækar. Það átti ekki af gamla mann-
inum að ganga. Eftir nokkurra ára
búsetu í Moskvu fluttust þau til
Bandarikjanna 1937.
Skrifaði heimspekigreinar
Dr. Lasker varð fimmti á sterku
móti í Zúrich 1934, þriðji í Moskvu
1936 og sjöundi í Nottingham 1936.
Þá voru sterkir skákmenn eins og
Keres og Botvinnik komnir til sög-
unnar auk Aljechins og Capablanca.
Eftir að Lasker fluttist til Manhatt-
an í New York 1937 vann hann fyrir
sér með kennslu í skák og bridge og
skrifaði heimspekigreinar. Nöfn
nokkurra þeirra eru Baráttan, Að
skilja heiminn, Hið ógerlega og
Samfélag framtíðarinnar og lýsa
þessi efnistök hugarheimi Laskers
vel.
Dr. Lasker dó á Manhattan 11.
janúar 1941, eða um svipað leyti og
rithöfundurinn Stefan Zweig. Þeir
hafa ugglaust hugsaö með skelfingu
til framtiðarinnar fyrir þá sem eftir
liðu en nasisminn blómstraði þá
sem aldrei fyrr.
Dr. Lasker er sá skákmaður sem
hæst vinningshlutfall hefur í heims-
meistaraeinvígjum, eða 66%. Hann
varði titilinn 7 sinnum á 26 árum og
hefur haldið honum lengst allra. í
einvígjunum vann hann 52 skákir,
gerði 44 jafntefli og tapaði 16 skák-
um - samtals 74 vinningar í 112
skákum. Talið er að hann hafi kom-
ist hæst í 2720 Elo-stig miðað við nú-
tímann og þegar geta hans stóð sem
hæst tefldi hann í 10 alþjóðlegum
sterkum mótum í röð, vann 8 sinn-
um, varð annar einu sinni og þriðji
einu sinni.
Eftirfarandi skák þykir merkileg
en í henni gefur að líta í fyrsta
skipti 2 biskupa fórn - þema sem
kennt er við Lasker.
Hvítt: Emanuel Lasker
Svart: Hermann Bauer
Birds-byrjun - Amsterdam 1889
1. f4 d5 2. e3 Rf6 3. b3 e6 4. Bb2
Be7.Fuglabyrjunina kölluðum við,
strákarnir í Taflfélaginu, þessa byrj-
un. Hún er nefnd eftir Englendingn-
um Bird, sterkum skákmanni um
miðja 19. öld. Næsti leikur hvíts
brýtur gegn lögmálum skákarinnar
- undantekningin sem sannar regl-
una. 5. Bd3 b6 6. Rf3 Bb7 7. Rc3
Rbd7 8. 0-0 0-0 9. Re2 c5. Næstu
leikir eru nokkuð eðlilegir en svart-
ur er grunlaus um hvað á eftir að
dynja yfir hann! 10. Rg3 Dc7 ll.’Reö
Rxe5 12. Bxe5 Dc6 13. De2 a6 14. Rh5
Rxh5.
Söguleg stund í skáklistinni! Það
er reyndar ekki einkennilegt að
maður af kynstofni Davíðs fórni 2
biskupum. 15. Bxh7+ Kxh7 16.
Dxh5+ Kg8 17. Bxg7 Kxg7 18.
Dg4+ Kh7 19. HÍ3 e5 20. Hh3+
Dh6 21. Hxh6+ Kxh6. Staða hvíts
er létt unnin og lok skákarinnar
þarfnast ekki skýringa. Lasker
vinnur með því að tefla með vinstri
hendi. 22. Dd7 Bf6 23. Dxb7 Kg7
24. Hfl Hab8 25. Dd7 Hfd8 26.
Dg4+ Kf8 27. fxe5 Bg7 28. e6 Hb7
29. Dg6 f6 30. Hxf6+ Bxf6 31.
Dxf6+ Ke8 32. Dh8+ Ke7 33. Dg7+
Kxe6 34. Dxb7 Hd6 35. Dxa6 d4
36. exd4 cxd4 37. h4 d3 38. Dxd3
l-O.
Næsta skák er ein af perlum
skáklistarinnar. Harry Nelson Pills-
bury var Bandaríkjamaður sem á
unga aldri skipaði sér í hóp þeirra
allra bestu. Óskynsamlegt líferni
varð honum að aldurtila um þrí-
tugt. Hann var fjárhættuspilari af
guðs náð (hm) og mikill kvenna-
maður. Hann lifði hratt og dó úr sýf-
ilis, öðrum víti til varnaðar.
Hvítt: Harry Nelson Pillsbury
Svart: Emanuel Lasker
Drottningarbragð.
Sankti Pétursborg 1896
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4.
Rf3 c5 5. Bg5?! Uppáhaldsafbrigði
Pillsburys - nú er oftast leikið 5. g3
eða jafnvel 5. e3. En Harry Nelson
var ekki mjög hefðbundinn: 5. -
cxd4 6. Dxd4 Rc6 7. Dh4 Be7 8. 0-
0-0 Da5. Þetta var það sem hvítur
vildi: sóknir á báöum vængjum,
kapphlaup, spenna. 9. e3 Bd7 10.
Kbl h6 11. cxd5 exd5. Ekki er
hægt að leika hxg5 í næsta leik
vegna þess að hrókurinn er óvaldað-
ur. En Lasker hrókar óhræddur -
hann þekkti refilstigu mannlifsins.
12. Rd4 0-0 13. Bxf6 Bxf6 14. Dh5
Rxd4 15. exd4 Be6 16. f4 Hac8 17.
f5.
Boðið er upp i dans! Nú byrjar
ævintýri: 17. - Hxc3! 18. fxe6 Ha3!!
19. exf7+ Hxf7 20. bxa3 Db6+ 21.
Bb5 Þvingað: 21. Kal Bxd4+ 22.
Hxd4 Dxd4+ 23. Kbl Del 24. Kb2 Hf2
og vinnur. 21. - Dxb5+ 22. Kal
Hc7 23. Hd2 Hc4 24. Hhdl Hc3 25.
Df5 Dc4 26. Kb2.
Lasker var mikill snillingur og
Pillsbury reyndar líka. Nú kemur
lokahnykkurinn en Pillsbury teflir
fram í mátið. Hann þótti skemmti-
legur og ósérhlífinn maður. 26. -
Hxa3 27. De6+ Kh7 28. Kxa3 Dc3+
29. Ka4 b5+ 30. Kxb5 Dc4+ 31.
Ka5 Bd8+ 32. Db6 Bxb6# 0-1.
Skákþing Reykjavíkur 2001
Skákþing Reykjavíkur 2001 hefst
á morgun, sunnudag, í húsakynnum
Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni.