Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 29
37
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
DV______________________________________________________________________________________________ Helgarblað
ir öryrkja
’ösynlegt að okkur takist að hafa taumhald
ið sífelldar hótanir út og suður.
beittu sér allir sem einn fyrir kjöri
Kristjáns Eldjáms og notuðu rúss-
neska stafrófið í innbyrðis bréfa-
skriftum svo foreldrarnir kæmust
ekki á snoðir um hina jdlrvofandi
byltingu. Ég á mjög ánægjulegar
minningar frá þessum árum, ver-
unni í Langholtsskóla og sumar-
dvölum á ættaróðali móðurfjöl-
skyldu minnar i Skógamesi á Snæ-
fellsnesi."
Ætlaöi að verða trommari
Við hvað störfuðu foreldrar þín-
ir?
„Foreldrar mínir sem voru og
eru flokksbundnir sjálfstæðismenn
störfuðu bæði hjá verkalýðsfélög-
um. Mamma, sem á sínum tima
var varaformaður Hvatar, hefur í
rúm þrjátíu ár starfað hjá VR og
pabbi var um tveggja áratuga skeið
formaður Félags islenskra hljóm-
listarmanna. Á unglingsárunum
ætlaði ég mér annaðhvort að verða
fjöhniðlamaður eins og afi eða
trommari eins og pabbi. Sem betur
fer varð blaðamennskan ofan á því
veikindi mín hefðu ekki gert mér
kleift að gera trommuleikinn að at-
vinnu.“
- Hvemig var menntun þinni
háttað og til hvers stóð hugur þinn
á yngri árum?
„Þegar ég var sautján ára hætti
ég í skóla og dvaldi eitt ár í Noregi,
þar sem ég gerði lítið annað en að
lesa dagblöð og bækur, milli þess
sem ég leysti lífsgátuna og heims-
málin yflr kaffibolla. Ég var kom-
inn á tuttugasta og fyrsta aldursár
þegar ég sneri mér aftur að form-
legu námi, lauk stúdentsprófl á
stuttum tíma en var lengi að drolla
í Háskólanum þar sem ég lauk þó
um síðir prófi í stjórnmálafræði og
viðskiptafræði. Að því búnu hélt
ég til Bandaríkjanna þar sem ég
tók masterspróf í bókmenntum og
ritlist."
Með rithöfund í maganum
- Mér skilst að þú gangir með
rithöfund í maganum og hafir tals-
verða reynslu á því sviði:
„Áður en ég útskrifaðist úr Há-
skólanum hér heima hafði ég skrif-
að tvær ævisögur - aðra um Krist-
ján Jóhannsson stórtenór og hina
um Leif Muller, bókina Býr íslend-
ingur hér?, sem nú er búið að gefa
út í Þýskalandi og hefur fengið þar
góða dóma. Fyrir þrem árum skrif-
aði ég svo skáldsöguna Veislustjór-
ann sem fékk betri viðtökur en ég
átti von á. Jú, auðvitað blundar
alltaf í manni að halda áfram að
skrifa þótt ég sjái ekki fram á að
geta sinnt því I bráð. Ég held að
Þrátt fyrir hávær mót-
mæli á undanförnum
árum hafa stjórnvöld
leyft sér að brjóta lög
og rétt á öryrkjum.
Þegar svo málinu er
vísað til Hæstaréttar,
sem í lýðfrjálsum ríkj-
um er síðasta vörn og
vígi borgaranna gegn
ofríki stjórnvalda, er
brugðist við með þvi
að hunsa dóminn og
ófrægja þá dómara
sem kváðu hann upp.
hver sá sem einu sinni álpast til að
skrifa bók ali alltaf i brjósti sér
drauminn um að halda áfram og
gera betur. Raunar held ég að við
öll höfum miklu ríkari sköpunar-
þörf en viö gerum okkur grein fyr-
ir og eitt af meinum mannlífsins sé
hve mjög við vanmetum þessa eðl-
isávisun okkar.“
Áhrif MS-sjúkdómsins
- Það er ekki aðeins hugsjón
sem hefur skipað Garðari I forystu
í samtökum öryrkja heldur er
hann sjálfur öryrki af völdum sjúk-
dóms. Hvaða sjúkdómur er þetta
og hvaða áhrif hefur hann haft á líf
þitt?
„Mín veikindi eru MS-sjúkdóm-
urinn. Þetta er hvimleiður og i
flestum tilvikum mjög alvarlegur
sjúkdómur sem óneitanlega hefur
haft umtalsverð áhrif á líf mitt og
heilsu, á sjón, heyrn, jafnvægis-
skyn og fleira. í mínu tilviki fylgja
sjúkdómnum einnig verkir sem
geta verið ansi sárir. En það hefur
líka sinar jákvæðu hliðar að lenda
í svona lífsreynslu. Maður sér lífið
í svolítið öðru ljósi, kann betur að
meta það sem maður hefur og
gleðjast yfir litlu; gerir a.m.k. ekki
sömu kröfur um veraldleg gæði og
maður annars myndi kannski hafa
gert. Maður þakkar heldur fyrir
það líf sem manni hefur verið gef-
ið og þau ár sem maður hefur átt
með íjölskyldu og góðum vinum.
Svo hefur þetta átt sinn þátt í því
að vekja á ný áhuga minn á trúnni
og þeim lífsgildum sem kristin-
dómurinn hefur fram að færa.“
Stelpa frá Laugardælum
- Hvernig er fjölskylduhögum
þfnum háttað?
„Ég er giftur Kristínu Þórarins-
dóttur frá Laugardælum í Haun-
gerðishreppi, einum elsta kirkju-
stað á landinu. Hún er skurðhjúkr-
unarfræðingur á spítalanum í
Fossvogi sem ég man ekki hvað
heitir í augnablikinu, enda skiptir
hann oftar um nafn en diskótekin í
Kvosinni. Saman eigum við 10 ára
dóttur, Þorgerði, sem er listræn
eins og mamma hennar og hag-
mælt í þokkbót. Hún fæddist á ítal-
íu þegar ég var þar að skrifa bók-
ina um Kristján Jóhannsson. Fyrir
á ég svo 16 ára gamlan son, Sverri,
sem er unglingalandsliðsmaður í
fótbolta og menntaskólanemi með
svo mikla stéttarvitund að mér vit-
anlega hefur hann ekki opnað aðr-
ar bækur í kennaraverkfallinu en
þær sem hann getur treyst aö
gagnist honum ekki til prófs. Hann
á það til að gefa mér góð ráð i
bland við skoplegar athugasemdir
um framgöngu föður síns.“
Baráttan er pólitísk
Garðar hefur tekið talsverðan
þátt í stjómmálum á ferli sínum,
bæði I Alþýðuflokknum en síðar
vann hann náið með Vilmundi
heitnum Gylfasyni í Bandalagi
jafnaðarmanna og segist hafa lært
mikið af honum og telur hann
meðal róttækustu manna sem
hann hafi kynnst.
- Telur þú að stjómvöld hafi lagt
pólitíska merkingu í réttindabar-
áttu öryrkja?
„Ég ætla rétt að vona að þau hafi
gert það því málefni okkar eru í
eðli sínu hápólitísk. Þess vegna
getur barátta okkar aldrei orðið
annað en pólitísk. Hins vegar er
Öryrkjabandalagið þverpólitísk
samtök þar sem fólk úr öllum
flokkum vinnur saman í sátt og
samlyndi að hagsmunamálum okk-
ar þótt það kunni að greina á um
margvísleg önnur málefni. Hjá því
veröur ekki horft að þeir sem kjósa
að standa í vegi fyrir okkar rétt-
indabaráttu eru að sjálfsögðu að
taka pólitíska afstöðu gegn okkur.
Um það er engum blöðum að
fletta."
Místök Davíðs
- Mörgum finnst þessi barátta
kristallast í persónulegum átökum
milli þín og Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra. Harðorðar skeyta-
sendingar hafa farið milli ykkar í
ýmsum ijölmiðlum en enginn hef-
ur enn séð ykkur ræða þessi mál
augliti til auglitis, t.d. á sjónvarps-
skjánum. Er einhver sérstök
ástæða fyrir þessu að þínu mati?
„Þegar við fórum að setja auk-
inn kraft í upplýsingastarf okkar
virtist hann strax taka þann pól í
hæðina að láta okkur ekki komast
upp með neinn moðreyk, sjálfsagt í
trausti þess að við höfum ekki
verkfallsrétt. Þessi strategía hefur
augljóslega snúist í höndunum á
honum því hann hefur ítrekað orð-
ið undir í áróðursstríði sinu gegn
okkur. Mistök hans felast í þvi að
hann vanmat samtakamátt okkar
og samstöðu. í stað þess að horfast
í augu við blákaldan veruleikann
og viðurkenna þann vanda sem við
blasir hefur hann kosið að mála
sig út í horn með áframhaldandi
munnsöfnuði í okkar garð og
Hæstaréttar."
Davíö bara i „spariviðtöl"
„Þegar hann neitaði að mæta
mér í sjónvarpsútsendingu síðast
bar hann því við að ástæðan væri
sú að ég hefði líkt sér við Hitler.
Þetta hefur hann endurtekið oftar
en einu sinni á opinberum vett-
vangi þótt honum sé manna best
ljóst að þama er hann að bera upp
á mig hrein ósannindi. Samt held-
ur hann áfram í trausti þess að ef
hann endurtekur þetta nógu oft
Sjálfur ber ég síöur en
svo þungan hug til
hans. Þvert á móti
finnst mér hann oft
geta veriö alveg drep-
fyndinn og á ýmsan
hátt einhver kúnstug-
asti náungi sem ég
hef séð á opinberum
vettvangi.
hljóti einhverjir að fara að trúa því
að þetta geti verið satt. Hvernig í
ósköpunum er hægt að ætlast til að
ég beri virðingu fyrir manni sem
hagar sér svona? Manni sem virð-
ist kæra sig kollóttan um hvort
ásakanir hans eru sannar eða upp-
lognar og treystir sér ekki til að
ræða augliti til auglitis við aðra en
þá sem tilbúnir eru til að taka við
hann spariviðtöl sem minna helst
á hugguleg teboð hjá Bretadrottn-
ingu.
En ég verð víst að kyngja þvi að
það er greinilega eitthvað í mínu
fari sem virðst ýfa mjög fjaðrirnar
á honum. Það er eins og ég megi
ekki opna munninn án þess að
ergja hann og pirra. Ég kann enga
skýringu á þessu ergelsi í minn
garð.“
Kúnstugur náungi
- Hafðir þú einhver kynni af Dav-
íð áður en þú tókst að beita þér fyr-
ir réttindum öryrkja?
„Á borgarstjórnarárum hans
þurfti ég að vísu að taka á nokkrum
málum sem voru miður heppileg
fyrir hann. Ég á þó bágt með að trúa
að sú gagnrýni sé enn að gera hon-
um gramt i geði.
En ég fyrirgef honum það alveg
að hann skuli láta mig fara í taug-^
arnar á sér. Sjálfur ber ég síður en
svo þungan hug til hans. Þvert á
móti finnst mér hann oft geta verið
alveg drepfyndinn og á ýmsan hátt
einhver kúnstugasti náungi sem ég
hef séð á opinberum vettvangi.
Hann er bara einn af þessum kvist-
um í lífsins tré sem maður verður
bara að taka eins og þeir eru, með
kostum þeirra og göllum."
-PÁÁ
DV- MYND HARI.
WrJ;
Garöar Sverrisson, formaður Oryrkjabandalagsins, stendur í stríöi við stjórnvöld um þessar mundir.
Hér er Garðar á heimili sínu ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Þórarinsdóttur, dóttur þeirra, Þorgeröi, og Sverri, syni Garðars af fyrra hjónabandi. „Maður sér líf-
iö í svolítiö öðru Ijósi, kann betur að meta þaö sem maöur hefur og gleöjast yfir litlu; gerir a.m.k. ekki sömu kröfur um veraldleg gæöi og maöur annars myndi
kannski hafa gert. Maöur þakkar heldur fyrir þaö líf sem manni hefur veriö gefiö og þau ár sem maöur hefur átt meö fjölskyldu og góöum vinum."