Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 Helgarblað I>V Grimmileg hefnd fyrrverandi eiginmanns: Skaut keppi- nautinn til bana úti á götu Snemma morguns þriðjudaginn 30. mars 1999 komu Ute Miiller og Siegfried Carstens út úr raðhúsinu þar sem þau bjuggu i útkanti bæjar- ins Suhl i Thúringen í Þýskalandi. Þau leiddust í gegnum garðinn út á götu þar sem bíllinn þeirra var. Hún er 40 ára og hann 37 ára. Þau hegða sér samt eins og ástfangnir unglingar. Því eftir fjóra daga, laug- ardaginn fyrir páska, rennur stóra stundin upp. Þau hafa búið saman í rúmlega þrjú ár en nú ætla þau að láta pússa sig saman. Þau nema staðar við bílinn og Ute þreifar á vösunum á kápunni sinni eins og hún sé að leita að bíllyklun- um. Siegfried stendur við hlið henn- ar og brosir. Þau eru í hrókasam- ræðum og það sést að þeim líður vel saman. Lögregluvarðstjóri í hefndar- hug Samtímis stígur maður út úr grá- um bil svolítið neðar í götunni. Það er herðabreiður maður með grátt, næstum hvitt, hár. Ute og Siegfried snúa bæði baki að manninum og taka ekki eftir honum fyrr en hann er kominn alveg upp að þeim. Þá snúa þau sér við. Svipur þeirr- ar breytist úr undrun í skelfingu þegar þau sjá að hann miðar byssu á þau. Maðurinn með byssuna, Diet- er Muller lögregluvarðstjóri, sem er 44 ára, er í sigurvímu. Nú er stund hefndarinnar runnin upp. Hann veit að hann mun ekki sleppa við refsingu fyrir það sem hann er í þann veginn að fara að gera en hon- um er alveg sama. Hann ætlar að njóta augnabliksins. Sama hvað það kostar. Angistarsvipurinn á andliti Ute vegur næstum upp á móti vonbrigð- unum og beiskjunni sem hann fyllt- ist fyrir þremur árum þegar hún sagði honum að hún vildi skilja eft- ir 17 ára hjónaband. Þann dag varð hann gripinn hefndarþorsta sem hann ætlar að svala nú. Reyndar átti hann sjáifur sök á því að honum var hafnað sem eigin- manni. En það vildi hann ekki við- Nýja konan Anke Muller, nýja konan lífi Dieters Mullers, bíöur eftir dómsuppkvaðn- ingu meö móður sinni. urkenna. Hann vildi alls ekki skilja að hann hefði vegna starfa sinna innan lögreglunnar vanrækt eigin- konu sína og dætur þeirra tvær, Bettinu og Karoline. Hann rámaði í „Samtímis stígur maður út úr gráum bíl svolítið neðar í göt- unni. Það er herða- breiður maður með grátt, næstum hvítt, hár. Ute og Siegfried snúa bæði baki að manninum og taka ekki eftir honum fyrr en hann er kominn al- veg upp að þeim.“ að þau hefðu rifist um þetta en þar sem hann var karlremba hafði hann afneitað þvi. Þess vegna hafði hann líka litið á það sem ósvifni af henni að setja honum stólinn fyrir dymar og beinlínis fleygja honum út. Hefði það verið öfugt hefði málinu verið öðruvísi háttað. Gat aldrei gleymt eiginkon- unni fyrrverandi Hann gat aldrei gleymt henni vegna þessa. Þó svo að hann hefði í millitíðinni fundið unga, fallega stúlku, kvænst henni og eignast barn með henni var hann fullur hefndarhugar. Og nú stendur hún fyrir framan hann, skelfingu lostin, eins óg síð- asta stund hennar sé runnin upp. Og það er hún svo sannarlega fái hann einhverju ráðið og það gerir hann. Hún þekkir hann nógu vel til að gera sér grein fyrir að hann stendur ekki þama með byssu að gamni sínu. Hann lítur snögglega á manninn við hlið hennar. Þvilíkur drengdjöfull og jafnhræddur og hún. Nú, það er ekki hægt að hanga héma aðgerðalaus, hugsar hann með sér og lyftir byssunni. Hann sér augu Ute stækka af skelfingu áð- ur en hann hleypir af. Það heyrast Qórir skothvellir og unnusti Ute, Si- egfried Carstens, fær öll skotin fjög- ur í brjóstið. Hann hnígur til jarðar. Ute snýr sér við og leggur á flótta en byssumaðurinn er fljótari en hún. Dieter Múller hleypir tvisvar af og í bæði skiptin hæfir hann fyrr- verandi eiginkonu sína í höfuðið. Viðurkenndi allt fyrir starfs- bróður sínum Morðinginn horfir augnablik á líflaus fórnarlömb sín og á blóðið sem rennur út á götuna. Svo snýr hann sér við, gengur að bílnum sín- um og ekur niður að lögreglustöð- inni þar sem hann viðurkennir allt fyrir starfsbróður sínum. Þegar hann var síðan spurður við réttarhaldið hvort hann hefði alls ekkert hugsað um nýju ungu kon- una sína og nýfædda bamiö þeirra Dæmd til aö liggja í rúminu Ute Múller parf umönnun allan sólarhringinn. Hún er lömuð og mállaus eftir skotárás úti á götu í bænum Suhl í Thúringen í Þýskalandi. Hamingjusöm Ute Múller með unnusta sínum, Siegfried Carstens. Þau voru eins og ást- fangnir unglingar og hlökkuðu til brúðkaups síns. Ekkert varð af brúðkaupinu vegna grimmilegrar hefndar fyrrverandi eiginmanns Ute. Lögregluvarðstjórinn Dieter Múller á sakamannabekknum. Hann sætti sig ekki við að konan hans skyldi vilja losa sig við hann eftir 17 ára hjónaband. Hann varð að ná hefnd- um hvað sem það kostaöi. svaraði hann stuttaralega: „Nei. Hefndin var mikilvægust." Hann var hrokafullur í dómsaln- um. Hann vildi umfram allt halda karlmennskuímynd sinni. Hann greindi frá þvi að hann hefði hringt heim til fóður síns og tilkynnt hon- um að hann hefði losað sig við Ute og drengasnann sem var elskhugi hennar. Þegar faðir hans sagði hon- um að þau hefðu bæði verið flutt á sjúkrahús og að fyrrverandi eigin- kona hans myndi sennilega lifa skotárásina af hafði hann svarað: „Nú, þá verð ég að fara á sjúkra- húsið og ljúka verkefninu. Það er ekki líkt mér að hætta við hálfnað verk.“ Brotnaði niður víð dómsupp- kvaðningu Fyrrverandi eiginkona hans, Ute Múller, lifði af morðtilraunina. Hún er rúmliggjandi og þarf gæslu allan sólarhringinn. Hún hefur ekki tjáð sig um morðtilraunina. Hún getur nefnilega ekki talað. Hún missti ekki bara máttinn heldur einnig málið. Dieter Múller hélt karlmennskuí- myndinni öll réttarhöldin. Hann brotnaði hins vegar niður þegar hann heyrði dómsuppkvaðninguna. Hann var dæmdur í 12 ára fangelsi. Þegar hann var leiddur út grét hann hástöfum og hrópaði: „Fyrirgefið, fyrirgefið, fyrirgefið.“ Tældur í gildru Daniel Ludwig var stunginn til bana úti í skógi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.