Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 DV 21 Helgarblað Hvar er skrímslið? - er Loch Ness-skrímslið raunverulegt eða ímyndun? Það eru til óteljandi skrímslasög- ur af íslenskum ófreskjum sem eiga að leynast í stöðuvötnum og/eða í sjó. Fjörulallar og sækýr, marbendi- ar og hreinræktuð skrimsli eiga að fínnast hér víða um land ef marka má þjóðsögurnar. Sennilega eru sög- ur af Lagarfljótsorminum hvað al- gengastar og reyndar er margt í fari þess eðla orms sem minnir á hátta- lag frægasta skrímslis í heimi, sem er einnig kennt við stöðuvatn og á að lifa í Loch Ness í Skotlandi. Árlega koma þúsundir ferða- manna til Loch Ness í þeim tilgangi einum að sjá meint skrímsli og hið sama má segja um fjölda annarra staða. Egilsstaðir eru þar ekki und- anskildir, því vaxandi áhersla er lögð á að laða ferðamenn þangað austur að hitta orminn og hefur sveitarstjóm þar í héraði lofað fjár- fúlgum þeim sem leggur fram góða mynd af orminum. Skrímslið var kafbátur Lengi vel var til ágæt ljósmynd af Loch Ness-skrímslinu, eða Nessie, eins og það er iðulega kallað i gælu- tón. Hana tók Robert Kenneth Wil- son lyfjafræðingur árið 1934. Sú mynd var eiginlega eyðilögð þegar ættingi Wilsons játaði á dánarbeði árið 1993 að hafa átt þátt í að falsa hana ásamt frænda sínum og not- uðu þeir fjarstýrðan leikfangakafbát til verksins. Þannig fór það í vaskinn. Vísindamenn hafa lagt á sig veru- lega fyrirhöfn með aðstoð nútíma- tækni til þess að reyna að hafa upp á skrímslinu sem á að leynast i Loch Ness. Það hefur verið kannað með neðansjávarmyndavélum, hljóðbylgjutækjum og fleiri nú- tímatólum og má segja að leitin hafi staðið í marga áratugi en enn sem komið er hefur hún engan árangur borið. Nú er það svo að margir þeirra sem trúa á yfimáttúruleg fyr- irbæri telja að skortur á sönnunar- gögnum um tilvist einhvers afsanni í sjálfu sér ekki tilvist þess. Vísinda- menn hugsa hins vegar ekki þannig. Þeir vilja hafa einhvers konar óyggjandi sannanir. Loch Ness er vissulega stórt vatn og djúpt en það er engu að síður afmarkað svæði sem hefur verið ítarlega rannsakað. Engin sönnunargögn Engar rannsóknir hafa staðfest neitt sem gæti varpað ljósi á tilvist Nessiar. Dautt skrímsli hefur aldrei Svona ímyndaði Sir Peter Scott sér að skrímslin í Loch Ness litu út Því miöur er enn ekki snefill sönnunargagna sem staöfestir tilvist skrímslanna þrátt fyrir áratuga eftirgrennslan. Sviðsljós Britney Spears: Grét og vildi ekki syngja Poppprinsessan Britney Spears er á miklu flugi þessa dagana og ekk- ert farið að falla á meyjarblóm hennar. Hún er enn að sögn söm við sig og heldur kærasta sínum, Justin Timberlake, í hæfilegri fjarlægð þótt varir hans eigi greiða leið að hennar sungnu vörum. Nýlega hélt hin vel skapaða prinsessa tónleika í Madison Squ- are Garden með söng og líkams- burðum sem hafa heillað marga. Ekki var neitt lát á þvi líflega fram- ferði sem hún hefur sýnt á tónleik- um en undarlegar sögur hafa borist úr herbúðum hennar baksviðs. Sagt er að Britney hafi átt í harkalegu rifrildi við umboðsmann sinn, Johnny Wright, eftir að hún kom af sviðinu. Það hafi endað með því að tár runnu úr augum hennar til jarð- ar. „Hún sagði öllum að fara og láta sig i friði. Hún átti að fara aftur á svið en hún gerð það ekki.“ Það er kannski óþarfi að taka það fram en bæði neita því að nokkuð af þessu tagi hafi átt sér stað. Johnny segir að í þau tvö ár sem hann hef- ur verið umboðsmaður Britney hafi aldrei kastast í kekki á milli þeirra. Talsmaður prinsessunnar segir að það sé rétt hjá Johnny og að aldrei hafi staðið til að Britney stigi aftur á stokk í Madison Square Garden. í stað þess að fara á svið og syngja fyrir ákafa áhorfendur flýttu Britney og kærastinn Justin sér í verslunarleiðangur i búðir sem Britney og kærastinn fóru af tónleik- unum á búðaráp. sýndu þeim þá kurteisi að hafa opið fram á nótt. Eftir að vörur höfðu læðst niður í pokana þeirra og kreditkortin sleikt posana hlupu þau heim á leið. Þegar heim kom beið þeirra ekkert kynlíf, bara smá kökur, kakó og kelerí. Margir telja sig hafa séð skrímsli eöa orm í Lagarfljóti Þaö hefur þó enn ekki veriö sannaö. fundist og engar leifar af dýri, ekki bein, ekki skinnpjatla, ekki einu sinni saursýni. Samt eru elstu sög- urnar um skrímsli í vatninu um 1.500 ára gamlar og sannarlega er erfitt að trúa því að hér sé aðeins ein skepna á ferð sem nái svo háum aldri. Vissulega eru til ljósmyndir sem sýna eitthvað sem menn gætu með góðum vilja talið vera lifandi dýr, langt og mjótt með haus og hala. En flestar þeirra mynda sem til eru sýna ekkert sem óyggjandi er lif- andi. Það sem sést á myndunum gæti eins verið alda, rekaviður eða ruslahrúgur á floti. Straumhnútar eöa skrímsli Nýjasta kenningin um uppruna skrímslisins í Loch Ness var sett fram í sumar og þar telur dr. Adri- an Shine, sem stundað hefur rann- sóknir á svæðinu, að sérstakir straumhnútar, sem hann telur að geti myndast vegna mishitunar í vatninu, geti við réttar aðstæður lit- ið út eins og dýr á hreyfingu. Fleiri vísindamenn sem rannsak- að hafa sögur um skrímslið í Loch Ness í alvöru og kannað aðstæður þar hafa leikið sér að því að reikna út hve mörg skrímsli þyrftu að vera lifandi og kynþroska þar á hverjum tíma til aö viðhalda litlum stofni og þeir hafa einnig reynt að giska á hve mikið slíkur skrímslahópur þyrfti að éta til að lifa af. Alltaf hafa þessar niðurstöður endað á einn veg. Það er ekki möguleiki að líf skrímslanna í Loch Ness færi fram hjá þeim sem búa á bökkum vatns- ins, hvað þá þeim sem rýna stöðugt í djúpið í leit aö þessum sömu skrímslum. Ef við samþykkjum að ekkert skrímsli sé að finna í Loch Ness þá erum við í sömu svipan að drepa Lagarfljótsorminn, Seljord- skrímslið í Noregi og fjölda annarra óvætta víða um heim. PÁÁ Við bjóðum upp Kennslustaðir • Bolholt 6, Reykjavík • Fjölnishúsið Dalhúsum 2, Grafarvogi I Barnadansar Mambó Innritun og upplýsingar í síma 553 6645 alla daga kl. 12-19. Samkvæmisdansar Systkinaafsldttur • Fjölskylduafslóttur Unglingadansar Tjútt Salsa Freestyle Nýjustu tískudansarnir IXWSSKOLI Jóns Péturs ogKöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.