Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2001, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma í samtali við blaðamann DV í Rangoon:
Hefnum okkar ekki
á hershöfðingjunum
Aung San Suu Kyi
Öumdeildur leiötogi stjórnarandstööunnar í Burma og handhafi friöarverö-
iauna Nóbels, hefur barist ötuiiega fyrir auknu lýöræöi í heimaiandi sínu og
þurft aö gjalda fyrir það með frelsissviþtingu.
DV, RANGOON, BURMA:_______________
Það var undarlegt andrúmsloftið
á flugvellinum í Rangoon þegar
blaðamaður DV var á leið aftur til
Bangkok eftir nokkurra daga dvöl í
alræðisríkinu Burma. Vegabréfið
var tekið og hann látinn bíða í um
þrjátíu mínútur meðan það var ljós-
ritað 'í bak og fyrir.
Á svölum brottfararsalarins
mundaði leyniþjónustumaður
myndavél, en stakk henni snögglega
inn á sig þegar blaðamaðurinn leit
upp til hans. Það er ekki laust við
að hræðsla hafi verið farin að gera
vart við sig hjá undirrituðum.
Stuttu seinna var vegabréfmu skil-
að og blaðamaðurinn dreginn inn í
bakherbergi þar sem töskurnar
hans voru tæmdar og á honum leit-
að hátt og lágt.
„Þar sem þú hefur gerst brotlegur
viö lög Burma neyðumst við til að
gera allar filmurnar upptækar. Þú
ert ekki velkominn aftur til lands-
ins,“ sagði stjömum skreyttur her-
foringinn og blaðamaður DV var
leiddur út í rútu sem flutti hann að
flugvél Thai-flugfélagsins á leið til
Taílands. Atburðarásin sem leiddi
að þessum endalokum ferðalagsins
til Burma fer hér á eftir.
Ólært, svangt og hrætt
„Harðstjórarnir vita að á meðan
við fáum ekki að læra, lítið að borða
og erum hrædd leggjum við ekki í
byltingu," segir maður sem kýs að
kalla sig Toni, af ótta við það sem
muni henda hann komist einhver
að því að hann hafi talað við blaða-
mann.
„Þeir halda skólunum opnum í
nokkrar vikur í senn og verða síðan
hræddir við að eitthvað muni gerast
og loka þeim því snögglega aftur.
Ekki alls fyrir löngu voru mennta-
skólanemar farnir að mótmæla
hörmulegu ástandinu i landinu í
skólunum og þeir voru einfaldlega
barðnir til hlýðni. Þeir sem ekki
hlýddu voru drepnir,“ bætir Toni
við hryggur.
Breskt nýlenduveldi
Ein grimmasta harðstjórn verald-
ar ræður rikjum í Suöaustur-
Asíuríkinu Burma. Fram til 1948
var landið undir nýlendustjórn
Breta og á þeim tíma var það mesti
hrisgrjónaútflytjandi heimsins, en
Burma var og er einnig ríkt af ýms-
um náttúruauðlindum svo sem olíu,
rúbínum og öðrum eðalsteinum.
í kjölfar heimsstyrjaldarinnar
siðari fékk landið sjálfstæði og var
undir stjórn forsetans U Nu sem
reyndi aö koma á laggirnar stjórn-
kerfi sem hann kallaði „sósíalískan
búddisma". Áriö 1962 hrifsaði
vinstrisinnaði hershöföinginn Ne
Win völdin af Nu og lokaði hann
inni í fangelsi í fjögur ár á meðan
hann reyndi að fara „búrmísku leið-
ina að sósíalisma". Win þjóðnýtti
allt sem fyrir varð og lamaði ágætt
efnahagslíf landsins.
Það var svo árið 1988 að íbúar
Burma höfðu fengið nóg af harð-
stjóm Wins og hrörnun landsins.
Þeir þustu út á götur borganna og
kröfðust afsagnar hans. Þegar rúm-
lega 3000 íbúar landsins höfðu látist
í átökum við herinn lét Win sér
segjast og vék frá völdum. Hvorki
Win né flokkur hans, National
Unity Party (NUP), voru hins vegar
tilbúnir til að leggja alveg upp
laupana. Þeir fengu því herinn til
að ræna völdum á meðan þeir
reyndu að koma á ró í landinu. Her-
stjórnin, með hershöfðingjann Saw
Maung í broddi fylkingar, lofaði
íbúum landsins að boðað yrði til
þingkosninga i september næsta ár
(1989). Fyrrum ráðamenn landsins
ætluðu að nýta tímann fram að
kosningum til að betrumbæta útlit
og innra skipulag samfélagsins til
að tryggja sér löglega kosningu.
Stjórnarandstaðan lét hins vegar
ekki blekkjast og sameinuðust
nokkrir flokkar undir einum hatti
sem stjórnmálaaflið National
League for Democracy (NLD).
Haldnir voru baráttufundir víða um
sveitir og borgir landsins og vara-
formaður flokksins og baráttukonan
Aung San Suu Kyi heillaði íbúa
landsins og heimsbyggðina upp úr
skónum með tilfinningaríkum ræð-
um sínum.
Stjórnarandstaöan sigraði
Þegar loks kom að því að íbúar
Burma fengju að kjósa sér nýja rík-
isstjórn fékk NLD yfir 85 prósent at-
kvæðanna, þrátt fyrir að herstjórn-
in hafi ítrekaö breytt kosningalög-
um landsins fram á síðustu klukku-
stund kjördagsins. Þegar herstjórn-
in sá hvemig var í pottinn búið var
ákveðið að koma í veg fyrir að rétt-
kjömir fulltrúar fólksins fengju aö
taka sæti sín í búrmíska þinginu og
flestir félagar í æðstu stjóm NLD
voru handteknir.
Sá leiðtogi stjómarandstöðunnar
sem hefur verið hvað mest áberandi
er áðurnefnd Aung San Suu Kyi,
handhafi friðarverðlauna Nóbels frá
árinu 1991. Hún var mánuðum sam-
an í stofufangelsi á heimili sinu á
árum áður og hefur nú verið lokuð
inni frá því í september.
Blaðamaður DV fór til Burma í
lok desember og ræddi þar við bæði
stjórnarandstæðinga og talsmenn
harðstjómarinnar, svo og skelkað
en vingjamlegt fólkið úti á götu.
Njósnarar fylgjast meö
Höfuðstöðvar NLD eru ekki
íburðarmiklar. Lítill tveggja hæða
kofi sem stendur við fjölfarna götu
hýsir flokkinn sem mikill meiri-
hluti íbúi Burma vill að stjórni
landinu. Hinum megin við götuna
er tjald fullt af leyniþjónustumönn-
um vopnuðum M-16 vélbyssum og
myndavélum sem er beint að öllum
sem inn í höfuðstöðvarnar halda og
þaðan fara.
„Ég trúi því staðfastlega að lýð-
ræði verði komið á fót í Burma á
næstu fimm árum,“ segir U Lwin,
ritari NLD og einn af helstu
frammámönnum flokksins, þegar
við höfum sest niður við skrifborö á
efri hæð kofans.
Lwin lítur þreytulega út en hann
dvaldi í „gestahúsi“ harðstjórnar-
innar frá miðjum september fram
til 1. desember. Á veggnum fyrir aft-
an hann eru myndir af Aung San
Suu Kyi þar sem hún heldur á hljóð-
nema og er að ávarpa stuönings-
menn sína.
„Það sem þarf er að koma af stað
samræðum milli stjórnarandstöð-
unnar og stjórnarinnar. Það er það
eina sem við hjá NLD höfum farið
fram á. Við viljum ekki ofbeldi og
við viljum ekki hefnd af neinu tagi.
Það eina sem við viljum eru sam-
ræður á milli fylkinganna,“ bætir
Lwin við.
En hvað þarf að gerast til þess að
hægt sé að koma samræðum af
stað?
„Við hjá NLD höfum óbilandi trú
á fólkinu í Burma og því sem hægt
er að gera ef viljinn er fyrir hendi.
Þegar fulltrúar Evrópulandanna
hittu fulltrúa Suðaustur-Asiuland-
anna á fundi í Laos gengu fulltrúar
ESB hart eftir því að fá að hitta'
bæði Aung Sang Suu Kyi og aðra
leiðtoga stjómarandstöðunnar sem
nú eru annaðhvort í stofufangelsi
eða fangelsi. Þessir fulltrúar koma
til Rangoon i janúar og við væntum
þess fyllilega að í framhaldi af því
muni verða hægt að brjóta ísinn."
Morðhótanir
Hvort af tilslökunum verður eður
ei er útilokað að segja. Þegar full-
trúar ESB spurðu hvenær yfirvöld I
Rangoon hygöust sleppa frammá-
mönnum stjómarandstöðunnar úr
varðhaldi voru svör stutt og gátu
þýtt hvað sem var. „Á viöeigandi
tíma,“ var það eina sem fulltrúi
harðstjómarinnar var tilbúinn til
þess að lofa fundarmönnum.
Eftir að samtali blaöamanns DV
og Lwins lauk var haldið aftur heim
á hótel. Fyrir utan höfuðstöðvar
NLD biðu leyniþjónustumenn með
myndavélarnar sínar og smelltu af.
Tveir lögreglumenn með alvæpni
eltu síðan bíl undirritaðs á mótor-
hjóli. Þeirri eftirfor lauk aldrei á
meðan dvölinni í Burma stóð.
Vonlaust er að komast að húsi
Aung San Suu Kyi við University
Avenue Road 54. Húsið er girt af og
vaktaö af vopnuðum hermönnum.
Þegar fulltrúar stjórnarinnar eru
spurðir hvers vegna í ósköpunum
þetta sé gert segja þeir einfaldlega
að þetta þurfi til þess að „tryggja ör-
yggi hennar".
Sama öryggi er ekki hægt að
bjóða blaðamönnum sem eru að
snuðra í kringum húsið hennar.
Blaðamaður DV var handtekinn fyr-
ir að vera að væflast á stað sem þyk-
ir „ótryggur", honum hent inn í bíl
og tilkynnt undir vélbyssukjafti að
„öryggi hans væri stefnt í hættu“
dveldist hann lengur í Burma.
Vesturlöndin skilja ekkert
„Vesturlandabúar skilja ekki
nokkurn skapaðan hlut þegar kem-
ur að menningu Suðaustur-Asíu-
landa," segir Kay Thi Soe, talskona
utanríkisráðuneytis Burma.
„Menning okkar er yfir 10 þús-
und ára gömul og svona gerum við
einfaldlega hlutina," bætir Soe við
þegar DV spyr hana af hverju harð-
stjórarnir í Rangoon hafi ákveðið að
hunsa vilja fólksins.
„Það er alls ekki ólíklegt að lýð-
ræði verði komið á á næstu fimm
árum,“ segir Soe með ósannfærandi
röddu. „Við þurfum að fá að koma
landinu aftur á réttan kjöl og búa
rétt yfirvöld undir það að stjóma
landinu. Hver þessi yfirvöld verða
veit ég ekki.“
Hvað réttlætti valdatöku hersins
í Myanmar?
„Árið 1988 var landið okkar á
barmi borgarastyrjaldar og Saw
Maung hershöfðingi ákvað að
bjarga því frá gjöreyðingu. Hann er
nú farinn frá og við eru teknir aðr-
ir hershöfðingjar, Than Shwe og
Maung Aye. Þegar komist hefur á
ró í landinu munu þeir væntanlega
boða til nýrra kosninga og fara frá
völdum."
Samkvæmt því sem Lwin, áður-
nefndur ritari NLD-flokksins, segir
er löngu kominn tími til að harð-
stjórnin fari frá völdum.
Vitum hvaö við viljum
„Við, íbúar Burma, erum skyn-
samt fólk. Við vitum hvað við vilj-
um. Það þarf enginn að segja okkur
hvernig lýðræði á að virka, lýðræði
er þegar vilji fólksins nær fram að
ganga. Eftir að nýlendustjóm Breta
lauk vorum við frjáls þjóð í 14 ár.
Það var kannski ekki fyrirmyndar-
lýðræði, en lýðræöi þó. Þegar NLD
tekur viö völdunum munum við
ekki reyna að hefna okkar á hers-
höfðingjunum eða hegna þeim. Það
besta sem við getum gert er að veita
þeim sakaruppgjöf. Það besta sem
við getum gert er að reyna að ná
fram sáttum. Það er lýðræði. Það er
það sem þjóöin vill.“
Ferðin til Burma var stytt um tvo
daga vegna áreitis stjómvalda. Á
leiöinni út á flugvöll fylgdu kunnug-
leg leyniþjónustuandlit leigubíl
undirritaðs eftir á vélhjóli. Ekkert
illt má segja eða prenta um harð-
stjórana sem hafa kverkatak á ofsa-
hræddum íbúum Burma. Ekkert má
bera út af meðan verið er að „koma
á ró“ í landinu.
Ómar R. Valdimarsson
Lýðræölssinnar standa fast á sínu
Aung San Suu Kyi, leiötogi stjórnarandstööunnar í Burma, og stuöningsmenn
hennar lentu sem oftar i útistööum viö herstjórnina á liönu sumri. Þessi
mynd var tekin af lýöræöissinnunum í útjaöri höföborgarinnar Rangoon þegar
herstjórnin meinaöi þeim aö fara leiöar sinnar. Allt sat fast í marga daga.